Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Side 3
listamanna og takmarkalaus þrælk-
un er vanþökkuð í lífinu. Stundum
hefir fólk sagt við mig: Hvernig er
það með hann Pál vin þinn ísólfs-
son eöa hann Halldór Kiljan gera
þeir eiginlega nokkuð. Ég svara nú
ekki svona spurningum um vinnu-
tíma listamanna, þaö er ekki til
neins. Ef þessum mönnum væri bara
greitt tímakaup, væru þeir hæstu
skattgreiðendur landsins, svo
mikið er fast starf þeirra reiknað í
klukkustundum, þó listin sjálf væri
metin eins og vegavinna. Svo er
um alla menn, sem mikil afrek
vinna, þeir hafa langan vinnudag
og lífið ann þeim engrar hvíldar,
næðis eða (áæginda. Viö því er
ekkert aö segja, hitt er harður
kostur er við, sem njótum afreka
þeirra tökum í sama strenginn. Mikið
listaverk krefst meiri áreynslu,
meiri fórna og meiri þjáninga en
nokkuð annað, sem heimurinn
þekkir.
Það var ekki fyrr en ég kom í
leikfimi til þess frábæra manns,
Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara,
að ég áttaði mig verulega á því að
listin væri eitthvað annað og
meira en landslagið í kringum
okkur og söngraddir brimsins við
ströndina. Hjá Jóni, sem er einn
einlægasti listunnandi, sem ég
þekki, var ekki unnt aö sleppa
undan að gera sér grein fyrir hlutun-
um. Hann gerði sér ekki að góðu
að æfingin væri rétt gerð, það
mátti ekki vera nein tilviljun, heldur
hugsuð hreyfing. Hann leit á líkams-
íþróttir, sem við köllum svo, sem
frumstig andlegrar þjálfunar.
Mörkin á milli íþrótta í takmarkaðri
merkingu og andlegra íþrótta eru
mjög óljós. Um leiö og tjáning
kemur til greina eins og í listdansi
og raunar mörgum-fleiri íþróttum,
er það oröin list. En alltof margir líta
á íþróttir í takmarkaðri merkingu,
og fyrir mörgum þeirra fara þær
útí sorglegar öfgar, eins og t.d. í
boxi, sem ætti að banna eins og
aðrar óspektir á almannafæri.
íþróttamál unga fólksins í Rvk.
eru á margan hátt að komast í gott
horf. Annars álít ég að í fyrsta bekk
barnaskólanna ætti ekkert að
kenna annað en íþróttir, kenna
börnunum ýmiskonar fagrar hreyf-
ingar, kenna þeim að koma boðum
frá heilanum til ýmsra útlima,
hreyfa sig eftir músik, taktmæli
og æfa þau í að koma fallega fram.
Krakki sem búinn er að fá slíkan
skóla einn vetur undir handleiöslu
góðs kennara vinnur tímann fljótt
upp í skrift og lestri og er miklu
betur undirbúinn undir annað
nám. Listin, sem er íþrótt hjarta og
hugar, þarf að vera í sem ríkustum
mæli takmark allra manna, og
aldrei byrja börnin of snemma að
iðka listir. Þau börn eru fremur
undantekning sem ekki hafa ein-
hverja hæfileika til þátttöku í list-
um. Listin er eina — alls eina
leiöin til þess aö lyfta manneskjun-
um uppúr því volæði heimsku, slæp-
ingsháttar og hégóma, sem alltof
margir una við. Og íþróttir eru
fyrstu einföldu sporin til þjálfunar
hinna æðri tauga, innri skynjana,
heyrnar, sjónar og tilfinningar.
Þátttaka mín í músikmálum
meö stofnun Tónlistarfélagsins og
Tónlistarskólans var fyrir áeggjan
vina minna, sem vissu að ég var
sporléttur, fremur en af eigin
Matthías Johannessen
hvötum, og alltof mikið hefir verið
gert úr mínu starfi þar, því miöur.
Það fer ekki á milli mála hver hefir
unnið þar mest, það er að
sjálfsögðu Páll ísólfsson og Björn
Jónsson í upphafi, ásamt öllum
félögum okkar í Tónlistarfélaginu,
en síðari árin eru það kennarar .
Tónlistarskólans ásamt ýmsum
tónlistarmönnum. En ég held að ég
hafi helst orðið að liði sem bókaút-
gefandi og ástæöan fyrir því að
ég fór að gefa út bækur, þó að ég
hafi vitanlega engan veginn unnið
þar neitt brautryðjendastarf al-
mennt, var að mér rann til ryfja
aö sjá, eftir að allt hafði fengið hér
á sig furðumikinn menningarbrag í
þeim efnum, aö ýmsu leyti, að fín
bók, sem seld var fyrir hundraö
krónur, skyldi oft og tíðum ekki
geta skilað höfundi sínum fyrir einni
máltíð, allt fór í prentarann, bók-
bindarann og pappírssalann. Ég
gerði fyrstu tilraunina fyrir kunn-
ingja minn og hún misheppnaðist
náttúrlega vegna þess að ég hafði
þá ekki gert mér grein fyrir því í
hverju þetta lá, hélt að prentarinn
og bókbindarinn hefðu bara okrað á
mér og að af þeim ætti aö taka
eitthvað handa höfundinum, en
þeir reyndust ekki borgunarmenn
fyrir ritlaunum.Þeir höfðu nóg
með sig. Bækurnar uröu að hækka
að minnsta kosti í svipinn fyrir
ritlaununum og það hætti ég á að
gera. En þá eignaðist ég marga
óvini og (Dað meðal greindra
manna. Margir trúðu á það að
nauösynlegt væri aö skáld væru
mjög hungruö, skáldskapurinn
væri sultardropar snillingsins. Ef
útgefandi reiknaði með handriti,
sem útgjaldalið í bókaútgáfu, varö
að skoða það sem ölmusu. Bók
var pappír og prentsverta, það var
allt og sumt.
Við sem kaupum bækur til
þess að lesa þær, til þess að
skyggnast inní hugarheim lista-
mannsins og hlýða á þaö sem hann
hefir að segja, af sinni blóðugu
lífsreynslu, skiljum það mætavel,
að þær skrifa sig ekki sjálfar, og að
það er ekki hægt að ráða menn til
þess að skapa listaverk fyrir sig.
Þær þjóöir sem hæst meta listir og
gera mest til þess að efla þær í landi
sínu, hafa orðið forustuþjóðir í
heiminum, en þær sem hafa
kúgað og vanmetið listina, hafa
horfið af landabréfinu smám saman.
í svipinn viröist mér að gróska sé í
íslenskri list, sérstaklega skáld-
skap. Ástæðan er kannski að
nokkru leyti sú að þjóðin hefir
komist í vanda vegna átakanna í
heiminum, sem viö höfum oröiö
þátttakendur í meira en áður, en
listin er samviska þjóðanna. Hitt er
einnig mjög áberandi með listina,
engu síður en iðnaðinn að sam-
keppnin hefir sett mönnum haröa
kosti. Meðan engar vörur fengust
hér var hægt að selja leiöinlegar
bækur og lélega iðnaöarfram-
leiðslu. Nú er hvorugt hægt að
bjóöa. Miklir listamenn eru að vísu
óháðir slíku vöruframboði, en hinir
minni spámenn margir að nokkru
leyti. Nú eru að koma fram ung
skáld meö skemmtilegar bækur,
virðist mér.
Fólk talar oft um féleysi til þess
að koma upp menningarstofnun-
um. En þetta er að nokkru leyti
Framhald á bls. 14.
1
|
Þú
ert kvöldsól
á heiðinni...
(Úr Hólmgönguljóðum)
/
þú
ert kveöja
frá veröld
sem vitjar mín enn
þar sem ég bíö
lognblár himinn
augu
og hyldjúpur dagur
í senn
II
þú
ert ár og dagar
dropar í hafi
lögöum við saman
af stað
inní svarbláan himin
tveir dropar af blaði
á blaö
þessar kveljandi blikur
þetta kul
þessi koldimma gríma
og kyrrstæöa þögn
þessi tíma-
skekkja
og svo þessi dul
III
þú
ert hlédrægt
spyrjandi vor
og Ijósin kvikna
á kyrlátum morgni
og blikna viö sólarlag
guö
milli þín og okkar
auga sem fylgist
meö hjarta okkar
hjarta okkar hvern dag
sem þú gefur
IV
þú
ert þögult gljúfur
og vatniö rennur
um veröld þína,
hugsun sem kliöar í mér
það er niöur í lofti
af fugli
sem flytur mér kveöju
frá þér
V
þú
ert augabragö
líkt og skin
milli skúra
fer kliöur skálds
af sköröum grettismána
ÞÍN
hraun storkna
og grána af mosa
eldfjöll blána
af himni og vatna-
niö
VI
þú
ert freisting mín
og senn verö ég úti
í aprílbyl
þinna brosandi augna
þú ert ögurstund
í ævi minni
og senn verö ég aöeins til
í ótta og freistingu þinni, farínn
á fund minna hörðu
drauma
VII
þú
ert augu á hverjum
fingri mér
tvö augu einn himinn
angist í báöum
tveim
og þangbrúnt rótið
þangbrún viö tíma og sker
blikar sólin í þeim
VIII
þú
ert húm sem leitar
húmi sínu
langra daga og Ijóss
eins og vatniö leiti
vatni sínu
vænghvítra stranda
hafs sem hljóönar
við ós
hafs ígreip
sinna hvítu handa
IX
þú
ert þessi langa ferö
um leynda dóma
míns innra manns
og vornóttin fléttar
í vitund okkar
sitt lynggróna teppi
sinn draum
og sinn haustlega
blómakrans
1977/1980, maí.
VERÖLD