Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Qupperneq 4
Menntaskólinn
á Akureyri
1880—1980
Brot
úr
skólaræðum
í 100
ár
Menntaskólinn ó Akureyri er 100 ára á þessu ári.
Skólameistarar í 100 ár hafa veriö sex. í ræöum
þessara manna í skólanum hefur veriö fjallaö um
ýmsa þætti mannlegs lífs og hefur víöa veriö komiö
viö. Til aö sýna þetta er hér birt brot úr sex
skólaræöum. Hver þeirra ber vitni um samtíö sína og
sýnir aö skólinn hefur veriö í tengslum viö umheim-
inn hverju sinni enda á honum ekkert mannlegt aö
vera óviökomandi.
Jón A. Hjaltalín 1880
Stefán Stefánsson 1919
Siguröur GuÖmundsson 1924
Þórarinn Björnsson 1956
Steindór Steindórsson 1972
Tryggvi Gíslason 1974
Menntaskólinn á Akureyri
Jón A. Hjaltalín
Eg veit, aö vér allir, sem hér eru saman
komnir, fögnum yfir því, aö stofnun þessi
er komin á fót. Norölendingar hafa barlzt
góöri baráttu fyrir aö fá skólanum komið
í gang, og hér hefir farið sem optar, aö
„sá hefir sitt mál, sem þrástur er“.
Skólinn er aö vísu ekki svo fullkominn,
sem vér viljum óska. En „hálfnaö er verk
þá hafið er“, og eg held, aö vér getum
vonaö, aö meö tímanum fáist þaö, sem á
þykir vanta.
Því hefir verið spáö fyrir stofnun
þessari, aö hún mundi aldrei fæöast, þaö
er aö enginn mundi sækja skólann. En sú
spá hefir átt sömu forlögum aö sæta og
aörar hrakspár. Enda munu þeir einir því
hafa spáö, sem þekktu lítiö til menntunar
fýstar Norðlendinga. Allur þorri piltanna
er líka þaöan. Úr Sunnlendinga-fjórðungi
er aðeins einn og er hann oss eins
velkominn fyrir því. Úr Vestfiröinga-
fjórðungi eru 5 og úr Austfirðinga-
fjórðungi 6, en 21 úr Norðlendinga-
fjórðungi.
Skólinn hefir því byrjað vel aö því er
aðskóknina snertir, og fleiri hafa viljaö
komast í hann en rúm var fyrir. En nú er
eptir aö láta hann halda eins vel áfram og
hann hefir byrjaö. Þaö er eigi mitt aö
segja, hvaö mér og meökennendum
mínum muni vinnast. Það eitt veit eg, að
vér höfum viija til, aö skólinn blómgist
eptir óskum allra, er unna honum. Eg
efast eigi um, að Norðlendingar muni
styöja hann meö ráöi og dáö. Oss vantar
margt, og eigi sízt afl þeirra hluta, sem
gjöra skai: oss vantar fé. Skólinn á
ekkert fé til aö veita nokkurn styrk þeim,
sem sækja skólann, auk alls annars. Eg
hefi nú þá von til alþingis, aö þaö muni
bæta nokkuð úr þessum þörfum. En þó
væri enn betra, ef vér gætum myndað
nokkurn sjóö sjálfir skólanum til styrktar.
Eg vildi mega benda þeim á, sem ætla aö
gefa fé fyrir sálu sinni annað hvort í
lifanda lífi eöa eptir sig látna, aö þeir
mundu eigi finna aöra stofnun veröugri til
gjafa en Möðruvallaskólann . ..
Þaö munu nú fáir, sem ætla, aö menn
hiröi verr skepnur, stýri verr skipi, dragi
síður fisk úr sjó, þótt þeir læri. Enda er
þá eitthvað rangt við skólann, ef svo er.
Þó er því ekki að neita, að kennsla getur
lagzt svo mjög á fá atriði, að hún gjöri
menn læröa í einstökum atriöum, en spilli
honum sem manni, svo sem þegar öll
áherzlan er lögö á, aö vel sé læröar
fáeinar vísindagreinir án þess almennur
þroski fylgi. Því síöur ætti skólagangan
aö veröa til þess, aö piltar þættist of
góöir til líkamiegrar vinnu. Ef þaö væri,
vildi eg óska, aö enginn skóli væri til.
Munum eptir því, aö líkamleg vinna er
engu óheiöarlegri en andleg; og þaö
finnum vér, hvar sem vér leitum; aö
hinum bezt menntuöu mönnum hefir
aldrei þótt skömm að taka til hendi.
Nú sný eg mér til yðar, ungir menn.
Vér eigum að vinna saman, annars hafa
hvorirtveggja erfiöi og ekki erindi. Vér
lofum yður því, að vér skulum leggja fram
alla vora reynslu, að þér getiö oröiö
hennar aönjótandi. En þér veröiö aö
leggjast á eitt meö oss. Eg veit, aö þér
skiijiö þaö, aö vér getum ekki oröiö yöur
aö gagni, getum ekki frætt yöur, getum
ekki kennt yöur, getum ekki lagað yöur,
aö yöur nauðugum. Þér getiö veriö viss
um þaö, aö viö gjörum eptir því bezta viti
og bezta vilja, sem viö höfum. Vel getur
veriö, aö yöur kynni aö virðast hitt og
þetta á annan veg en oss. En þór veröið
að gá að því, aö menn dæma nokkuð
öðruvísi um fertugt en um tvítugt. Margt,
sem yöur mun sýnast óþarfi, enda
ósanngjarnt nú, munu þér skoða sem
sjálfsagt, þegar þér eruö 20 árum eldri.
Eg ætlast jafnvel eigi til, aö þér trúiö
þessu nú, því aö eg hefði, ef til vill, eigi
trúað því á yöar aidrei. Þaö er reynsla,
sem hver verður aö læra sjálfur. En mér
kemur ekki á óvart, þótt þér segiö þá:
Ójá, satt sagöi hann þaö, kallsauðurinn.
Aö endingu vil eg minna yður og mig á
þaö, aö hvaö sem vér getum, getum vér
eigi af eiginn ramleik, aö hvaö sem vér
gjörum, gjörum vér eigi af eigin kröptum,
aö Orottinn vor, alls máttar upphaf, veitir
oss, að vér nokkuö getum afrekað.
Gleymum ekki aö minnast hans hand-
leiöslu, á hverjum degi og á hverri stund.
Biöjum Drottin, aö vér megum nota þá
krapta, er hann hefir gefiö oss, til aö
gjöra oss aö nýtum mönnum, þarfa
náunga vorum og nytsama ættjöröu
vorri. Megi Drottins-blessan hvíla yfir
verkl voru og blómga þenna nýja skóla
landi og lýö til farsældar 44
©