Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Síða 4
 „Allt er í stakasta lagi,“ sagði læknirinn. „Leggstu nú bara út af og hvíldu þig.“ Henni fannst eins og talaö væri úr órafjarlægö, og samt var eins og einhver væri aö æpa á hana. „Þaö er kominn sonur.“ „Hvaö?“ „Þaö er fæddur efnilegur sonur. Þú skilur þaö? Fínn, hraustur sonur! Heyriröu, hvernig hann öskraöi?“ „Er hann eðlilegur?" „Auövitaö er hann eðlilegur." „Ó, lof mér aö sjá hann.“ „Þú færö aö sjá hann rétt strax.“ „Er þaö ábyggilegt, aö hann sé alveg eölilegur?" „Þaö er ábyggilegt, já.“ „Reyndu nú aö hvíla þig. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuöum hlut.“ „Af hverju er hann hættur aö gráta, læknir? Hvaö kom fyrir?" „Þú mátt ekki æsa þig svona upp. Þaö er allt í lagi.“ „Mig langar svo til aö sjá hann. Lofiö mér aö sjá hann!“ „Svona, góða mín,“ sagöi læknir- inn og klappaöi henni á höndina. „Þú ert búin aö eignast hraust og heilbrigt og eðlilegt barn. Trúiröu mér ekki?“ „Hvaö er konan þarna að gera ,við hann?“ „Hún er aö tinsa hann svolítiö til, áöur en hann kemur til mömmu © sinnar. Þaö er veriö aö baöa hann, þaö er nú allt og sumt. Þú verður aö gefa okkur smástund til þess!“ „Geturöu unnið eiö, að hann sé eölilegur?“ „Ég sver það! Liggöu nú kyrr og hvíldu þig. Lokaðu augunum. Svona, lokaðu augunum. Já, svona! Nú ertu góö stúlka." „Ég er búin að biöja svo mikið, aö hann fái að halda lífi.“ „Auðvitaö heldur hann lífi. Hvaö ertu að tala um, góöa mín?“ „Hin liföu ekki.“ „Ha?“ „Ekkert af hinum börnunum mín- um hefir fengiö að lifa.“ Læknirinn stóð við rúmstokkinn og horföi á fölt og þreytulegt andlit ungu konunnar. Hann haföi aldrei séö hana fyrr en þennan sama dag. Hún og maður hennar voru nýflutt til bæjarins. Kona kráareigandans, þar sem þau bjuggu, hafði komið upp til aö aöstoöa viö fæöinguna. Hún haföi sagt lækninum, aö maöurinn ynni á tollstööinni, og aö þau hjónin heföu skyndilega komiö til bæjarins meö eitt koffort og eina ferðatösku fyrir um þaö bil þremur mánuöum. Maöur- inn var fyllibytta, hreint og beint, haföi kona kráareigandans sagt, lítil, hrokafull, uppblásin, ráörík fyllibytta, en unga konan var góö og guð- hrædd. Hún var bara svo döpur. Hún brosti aldrei. Þennan tíma, sem hún var búin að búa þarna, haföi kona kráareigandans ekki séð hana brosa eitt einasta skipti. Nú, hún haföi líka heyrt, aö þetta væri þriöja hjónabandiö hjá manninum, aö fyrsta konan hans heföi dáiö, og sú næsta skilið viö hann af einhverjum leiöinda-orsökum — en þetta var nú bara þaö, sem var sagt — þurfti ekki aö vera satt endilega . Læknirinn laut niður og dró sængina lengra upp á brjóst ungu konunnar. „Þú þarft ekki aö vera hrædd," sagöi hann mildum rómi. „Þetta barn er fullkomlega eöli- legt.“ „En þetta var nákvæmlega þaö, sem þeir sögöu um hin börnin. Samt hefi ég misst þau öll. Á einu og hálfu ári hefi ég misst öll börnin mín þrjú, svo að þú mátt ekki álasa mér, þó aö ég sé hrædd." „Þrjú?“ „Já! Þetta er fjóröa barniö mitt — á fjórum árum.“ Læknirinn tvísteig vandræðalega á köldu, beru góifinu. „Ég hugsa, aö þú vitir ekki, hvernig þaö er, læknir, aö missa öll börnin sín, öll þrjú, svona hvert af ööru. Ég sé þau alltaf fyrir mér. Ég sé andlitiö á Gústaf núna eins og hann lægi hérna hjá mér í rúminu. Hann var svo ólýsanlega yndislegur. En hann var alltaf veikur. Þaö er svo hræði- legt, þegar börnin eru alltaf veik og maöur getur ekkert gert til aö hjálpa þeim.“ „Ég veit þaö.“ Konan opnaöi augun, staröi á lækninn fáein andartök, svo lokaöi hún þeim aftur. „Litla stúlkan mín hét Ida. Hún dó rétt fyrir jólin — þaö eru ekki nema nokkrir mánuöir síöan. Ég vildi óska, aö þú heföir getaö séð Idu, læknir." „Nú ertu búin að eignast annaö barn.“ „En Ida var svo falleg." „Já,“ sagöi læknirinn, „ég veit þaö.“ „Hvernig geturöu'vitaö þaö?“ Hún hækkaöi róminn. „Ég er viss um, aö hún hefir veriö fallegt barn. En þetta litla, nýfædda barn er líka fallegt." Læknirinn fór út aö glugganum og stóö þar um stund. Þaö var drungalegur apríldagur. Hinum megin við götuna sá hann rauð húsaþök, sem regniö draup á jafnt og þétt. „Ida var tveggja ára, og hún var svo falleg. Ég gat ekki hætt aö horfa á hana frá því ég klæddi hana á morgnana og þangað til hún lá í rúminu sínu á kvöldin — örugg; ég átti aldrei rólega stund, ég var svo hrædd um, aö eitthvað kæmi fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.