Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 4
Ritnefnd sjálfstæöiskvenna þingar um útgáfu bókar um fjölskylduna, sem út kom í gær, 24.
október 1980. Frá vinstri: Ásdís J. Rafnar, Björg Einarsdóttir, Ingibjörg Rafnar, Margrét S.
Einarsdóttir, Bessí Jóhannsdóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Þegar réttur
er ekki notaður
Þaö væri full ástæöa til aö rekja hér
hina hetjulegu baráttu Bríetar Bjarn-
héöinsdóttur og annarra fyrir lagaleg-
um réttindum kvenna, sem viö álítum
nú svo sjálfsagöan hlut, aö viö leiöum
varla hugann aö því, hve skammt er
síðan þau voru fengin. Þaö er alltaf
gott aö vera gáfaöur eftir á, og nú
getur maöur sagt, aö þaö heföi veriö
nauösynlegt aö setja upp svo sem 50
ára áætlun strax 19. júní 1915 um aö
vekja konur til vitundar um réttindi sín
og kenna þeim aö nýta þau. Þaö er
nefnilega gamall sannleikur, aö réttur,
sem ekki er notaöur, fellur sjálfkrafa
öörum til handa. Alltént stöndum viö
frammi fyrir þeirri staöreynd, aö þjóö-
málaþátttaka kvenna hefur ékki veriö í
nokkru samræmi viö þaö, aö þær eru
helmingur þjóöarinnar. Þetta á ekki
einungis viö um íslenzkar konur, heldur
hefur þróunin veriö hægfara víðast
hvar, fyrir utan þann fjörkipp, sem kom
í kjölfar tveggja heimsstyrjalda. Þá
voru konur gripnar í iönað og önnur
hefðbundin karlastörf eöa réttara væri
ef til vill aö segja, aö þeim hafi veriö
kastaö út á vinnumarkaöinn, þegar
þjóöarnauösyn kraföi, eins og í fiski-
plássunum hjá okkur, þegar mokafli er,
og þjóðarverömætum þarf aö bjarga.
Þaö kom glöggt í Ijós, aö konurnar
voru gjaldgengar til flestra starfa, og
þegar taka átti upp venjubundna
hlutverkaskiptingu kynjanna á „friöar-
tímum“ geröust þær bágrækar í gamla
fariö.
En eftir því sem skilyröi til menntun-
ar bötnuöu, fór þeim konum fjölgandi,
sem leituöu út fyrir hinn heföbundna
ramma og hófu þátttöku í atvinnu- og
félagsmálum samhliöa hjúskap og fjöl-
skyldustofnun. Þessi þróun var komin
nokkuð áleiöis, þegar nýjar femínista-
hreyfingar spruttu upp í flestum lönd-
um Noröurálfu og víöar á árunum
1960—70. Þær voru á vissan hátt
afsprengi þjóðfélagslegrar ólgu, sem
m.a. brauzt út í stúdentaóeiröum í
Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.
Markmiö þessara hreyfinga var aö
gera konur meövitaðar um réttindi sín
og skyldur.
Fór eftir formúlunni
Hvað sjálfri mér viðkemur get ég
ekki annað en brosaö aö því, hvaö ég
lá flöt fyrir ríkjandi venjum, þrátt fyrir
allt aö því„króníska“ sjálfstæöiskennd,
sem aö hluta var lamin inn í nemendur
í íslenzka skólakerfinu fyrir stríö; frels-
isbrölt eins og ungu fólki ber, og lítt
tamda áráttu til aö fara mínu fram. Aö
loknu námi í Kvennaskólanum í
Reykjavík fetaöi ég þennan sígilda stíg
inn í almenn skrifstofustörf. Frændi
minn vildi útvega mér vinnu hjá grónu
stórfyrirtæki hér í borg, en ég tók þaö
ekki í mál, heldur samdi sjálf auglýs-
ingu og setti í blað. Ég fékk aöeins eitt
tilboö — frá þessu sama fyrirtæki —
og þar réöi ég mig svo upp á eigin
spýtur. Auövitað var mér þent á„ aö
þarna heföi mátt spara fé og fyrirhöfn,
en þaö fannst mér lítiö mál samanbor-
iö viö ánægjuna af einkaframtakinu,
sem ævinlega hefur veriö minn veik-
leiki.
Þaö var eins og að halda áfram í
skóla aö taka til starfa hjá fyrirtæki,
þar sem fastmótað og þrautprófað
skipulag var á öllum hlutum. Forstjór-
inn fylgdist meö sínu fólki og vissi upp
á hár, hverjir höföu tilhneigingu til aö
mæta of seint. Þarna voru aö störfum
©
Björg: „Ég fetaöi þennan sígilda
stíg . . .“
óöalsbændur og bátaformenn, skóla-
gengiö fólk og einstaklingar, sem
tæplega réöu viö litlu töfluna — nánast
þverskuröur af samfélaginu. Þegar ég
var aö vinna í launamálunum hnaut ég
ekki þá svo mjög um þaö, aö á hverju
taxtablaði voru tveir dálkar, annar fyrir
laun karla, en hinn fyrir laun kvenna.
Launamismunur kynjanna var blátt
áfram umsamiö fyrirbæri, sem flestir
gengu aö umyröalítiö. Þegar launajöfn-
unarlögin voru samþykkt á Alþingi
1961 og áttu aö taka gildi í áföngum á
næstu 6 árum, jaöraöi viö óánægju út
af þessu umstangi hjá sumum, sem
sátu við hina „praktísku" útreikninga.
Þegar ég gifti mig, fór ég alveg eftir
formúlunni og settist inn í bú mitt,
enda þótt bleyjuþvottur og þaö sem
honum olli kæmi ekki til skjalanna fyrr
en ári síöar. Þaö er mér útilokaö aö
skilja, hvaö ég var aö gera allt þetta ár,
en án þess aö depla auga sat ég þarna
yfir engu, bara af því aö þaö var venja
— ég þæði núna aö fá svona á
silfurfati heilt ár til ráöstöfunar. En á
það ber einnig aö líta, aö samsköttun
hjóna var alger á þessum árum og
skattstiginn þannig, aö giftar konur
voru sama sem löðrungaöar ef þær
unnu úti.
Innst inni var ég þc< ekki sátt viö þaö
aö vinna ekki sjálf fyrir tekjum, og mér
fannst visst andvaraleysi af minni hálfu
gagnvart börnum okkar hjóna aö setja
mig ekki í viöbragðsstöðu á vinnu-
markaöinum, ef á þyrfti aö halda.
Tengdafaðir minn haföi veriö skipstjóri
og kona hans án efa þurft aö gera sér
ýmsar aöstæöur í hugarlund, þegar
hann var í förum og hún heima meö
ung börn. Stundum haföi hún á orði,
aö margt gæti gerst og gott væri aö
halda sambandi viö sína fyrri vinnuveit-
endur. Þetta var ekki aö ófyrirsynju
mælt. Því aö eftir 8 ára óslitna dvöl
heima með mannfjölgunarmálin að
baki stóö ég frammi fyrir því aö gerast
„fyrirvinna“ um sumartíma. Þá bar svo
vel í veiði, aö gamla fyrirtækiö var
nýflutt í hlaðvarpann hjá mér, og þar
guöaöi ég á glugga'með þeim árangri
aö ég mátti setjast inn og hefja störf.
Eftir sumariö var ég þræluppgefin og
helzt á því aö hvíla mig nokkur ár í
viöbót, en næsta vor var hóaö í mig til
starfa að nýju, og þaö tók af mér
ómakiö viö aö vera að tvínóna viö
hlutina. Eftir þetta var ég nokkur ár viö
sumarafleysingar, síöan bætti ég viö
hálfsdags vinnu aö vetrinum og loks
fór ég í fullt starf. Ég naut þess, aö ytri
aöstæður voru sérlega góöar. Viö
bjuggum í hálfgeröu ættarsamfélagi á
fööurleifö mannsins míns í Vesturbæn-
um, þar sem 3—4 fjölskyldur áttu
heimili í sama húsi og tengslin voru
afar sterk. Barnahópurinn varö mjög
nákominn, þau höfðu ótrúlegan styrk
hvert af ööru og ömmu sinni og hún af
þeim. Hverfið var gamalt og gróið og
vel séö fyrir allri þjónustu. Þessu öllu til
viðbótar voru baráttukonur í Kven-
réttindafélaginu og aörar búnar aö
hamra svo á leiöréttingu skattamála,
aö hin fræga 50% frádráttarregla af
launum giftra kvenna var komin til
framkvæmda og gilti næstu tvo ára-
tugi.
Þaö var mikil hagsæld í landinu á
viðreisnaráratugunum. Atvinnuvegirnir
stóöu traustari fótum en áður, frelsi
einstaklingsins jókst á flestum sviöum
þjóölífsins, menningarlífiö blómstraöi
og þjóðin haföi nóg að gera viö að
njóta lífsins. Hún var vel fram gengin,
líkt og fé af fjalli. Nýjar hugmyndir
ruddust fram og féllu í frjóan jarðveg.
Áriö 1970 gengu konur á rauðum
sokkum meö styttuna af Lystiströtu í 1.
maí göngu verkalýösfélaganna. Þaö
var fyrsti sýnilegi vottur þess, aö hinar
nýju kvenfrelsishreyfingar heföu borizt
til íslands. Þetta var nýstárlegt og
hressandi, náöi athygli fólks og margir,
þar á meðal ég, uröu fljótlega til þess
aö skipa sér þar í fylkingu.
Ekki aöeins tegund
— ekki massi
Þau markmiö, sem sett voru fram og
samþykkt hjá Rauösokkahreyfingunni í
upphafi voru hnitmiöuö og þess eölis,
aö fólk gat almennt tekiö undir þau,
hvar í flokki sem þaö stóö. Inntak
þeirra átti margt sameiginlegt meö
ýmsu því, sem ályktað var um á
fundinum í Seneca Fall 1848. Frum-
kvöölar Alþjóöasamtaka kvenréttinda-
félaga lögöu á þaö áherzlu aö blanda
ekki saman réttarmálum kvenna og
öörum atriöum, og þróunin hefur sýnt
aö þaö var hyggilegt. Konur geta haft,
og eiga aö hafa, samstööu um ákveöin
atriöi. En þær eru ekki aöeins tegund
— ekki massi. Þær eru sjálfstæðir
einstaklingar meö mismunandi viöhorf
til ólíkra hluta. Fyrir mörgum er frelsun
konunnar úr þeim viöjum, sem hafa
haldiö henni utan viö alla ákvaröana-
töku og mótun þess samfélags sem
hún byggir, nátengt frelsi einstaklings-
ins og almennum mannréttindum. Á
hinn bóginn tók snemma aö bera á því,
aö ákveöin pólitísk öfl vildu eigna sér
kvennabaráttuna og jafnframt tengja
hana órjúfanlega . viö stéttabaráttu.
Fljótt á litiö kann þaö aö liggja beint
viö, í Ijósi þess aö konur eiga mjög
undir högg aö sækja á vinnumarkaðin-
um, og skipa þar stærstu láglaunahóp-
ana. Þaö er saga, sem full þörf er á aö
skilgreina og segja eina sér viö betra
Frunihald á bls. 15