Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 14
Vísnaþáttur: Fellt hefur ennþá ást til mín engin kvenpersóna Enginn, sem aö sér tekur aö setja saman vísnaþátt, getur hjá því komist aö leita ööruhvoru aö glettnisgulli í sjóöi vestur-íslenska skáldsins Krist- jáns Níelsar Jónssonar, sem tók sér skáldanafnið Káinn. Hann var fæddur á Akureyri 1860, dó í vesturheimi 1936. Káinn hlaut þá viröingarstööu helsta í lífinu, að honum var trúaö fyrir fjósverkum á bæ vina sinna, en hann var lengst ævi sinnar landbún- aðarverkamaöur, dugandi og trúr viö hvaö sem hann fékkst. En ekki sóttist hann eftir mannviröingum. Hann var mikilsmetinn af öllum sem þekktu hann, sakir mannkosta, og þá ekki síst vegna ódrepandi gamansemi sinnar. Hann kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Hann sagði: Mín eru lóö ei merkileg, mínir kæru vinir. En oft á tíöum yrki ég öðruvísi en hinir. Ekki kemur mönnum saman um hvert tilefni eftirfarandi vísu var. Sumir ætla, aö hún sé ort um barn, sem lifði stutt. Ég hef líka lesiö um þaö, aö hér sé skáldið aö minnast þeirrar einu konu, sem hann battst svo sterkum tilfinningaböndum, aö leitt heföi getaö til hjúskapar. Eitt er víst aö, stúlka, sem Káinn unni, dó ung. Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. En yfirleitt orti hann glettnisvísur um konur. Forðum daga fann ég snót, þá flakk ég lagöi í vana. Yröí saga ekki Ijót, ef ég segöi hana. Einhverju sinni þegar hann var gestkomandi var mjótt á milli hans og konu einnar, aöeins timburþil. Míllibiliö fáein fet farsæld skilur beggja. Gegnum þilið fram í flet finn ég ylinn leggja. Viö annaö tækifæri orti hann: Strax til hvílu glaður gengi glaumi lífsins frá, um tíma og eilífð, ef ég fengi Önnu að sofa hjá. Um vin sinn Aöalstein orti hann. Aldrei gerir illt af sér, oft hann fer til messu. Laufagrér, sem listir ber, líkist mér í þessu Þessi ber þaö meö sér aö henni hefur veriö kastaö fram við gott tækifæri. Aldrei brenni bragða ég vín, né bragði nenni að tóna. Fellt hefur ennþá ást til mín engin kvenpersóna. Ýmsir vissu aö ekki var allt satt sagt í vísunni. — Þessa skrítnu vísu orti Káinn um ritstjóra, líklega vestur- íslenskan, en veit nú nokkur nafn hans? Illa stilltur unglingur oft fer villt með penna. hann er spilltur spjátrungur, sparipíltur kvenna. En konur þurftu ekki alltaf aö segja honum allan hug sinn til þess aö vekja samúö hans. Um þaö er þessi vísa: Gleðin hrein ei geymir sig und gráti sollnum hvarmi. Þeygi leyna þarftu mig, þér hvað veldur harmi. Hér eru nokkrar kunningjavísur eftir Káinn. Um Jóa rakara. Marga Joe meö hnífi hjó, hló og spjó í meinið. Artir nógar á hann þó inn við rófubeinið. Til Jónasar Hall. Flúði ég kenndur fyrst til þín, fullur enn af gríni. byrja og enda árin mín öll á brennivíni. Pétur lakari. Fáa rægir, fáar níðir, flestum spakari. Noröurbæinn prúður prýðir Pétur lakari. Önnur Ijóölína í næstu vísu tjáir, aö Helgi sá sem um er ort, sé ekki frábitinn konum. Helga á ég minnast má, meyjum frá ég sinni. Vöxtinn á er allur sá á viö þrjá sér minni. Káinn var beöinn um vísu og orti þá: Þegar fátt ég fémætt hef í fórum mínum, úr sálarfylgsnum gull ég gref og gef þaö svínum. Hann orti og þessa nýtískulegu vögguvísu: Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. haltu kjafti, hlýddu og vertu góöur. Heiðra skaltu föður þinn og móöur. J.G.J. Hversvegna er andúð á Gyðingdómi? Framhald af bls.’7- margbrotnum rannsóknum sem fóru fram hjá flóttamannanefndinni, er álit- inn um 2.000.000 manna! Gott og vel, þjóðverjar voru á því tímabili um 65.000.000 og vafalaust er þaö rétt, aö almenningi var ekki kunnugt um návist og tilgang gasklefanna og brennslu- ofnanna, enda var sú „herferð gegn óvinum ríkisins" skýrö á fagran hátt með rómantísku nafni: Nacht und Nebel (nótt og þokuslæða) en jafnvel þótt hinn „venjulegi þjóöverji'* hafi aldrei vitaö hvert var fariö meö gyöingana, er heima áttu í sama húsi eöa beint á móti, og vegna þess aö hann aðhyllist Hitler sem og flestir geröu, veröur ekki hjá því komist aö hann samþykkti hinn viöbjóöslegasta áróöur sem mannskepnan hefur skap- að; aö hann tók undir öll „lög“ sem geröu níö og misþyrmingar á sam- borgurum hans aö sjálfsögðum hlut og réttlættu þjófnað á gyöingum. Slík „lög“ buöu víst auöveldlega útrás fyrir margskonar sadismatilhneigingar: hef- ur enginn skilið þaö? Milli 1934 og 1940 voru kröfugöngur gegn „júöum" anzi tíðar og langflestar enduöu í „götubardaga" þar sem nú var heföin aö „refsa" nokkrum júöum, brjóta rúöur í verzlunum gyöinga eöa brjótast inn í samkunduhús til aö fremja þar skemmdarverk. Eftir kvik- myndina „Holocaust" vita flestir um „glernóttina" (Kristallnacht) þar sem aö sögn SS-örygqissveita, meirihluti þjóöarinnar tók þátt í, en á þessari nótt voru um 200 gyöingar lamdir til bana á götunum og í viöurvist mikils fjölda „venjulegra Þjóöverja". Fjöldi slasaöra fórnarlamba (menn, konur og börn) er álitinn um 25.000. 125.000 verzlanir voru annaö hvort lagðar í rúst eöa brenndar; eldtungurnar teygöu sig upp úr samkunduhúsunum í öllu Þýskalandi. Hefur þá almenningur ekki tekiö eftir neinu? Hefur hann lokaö augum og haldiö fyrir eyrun þegar angistaróp bárust frá öllum götum Þýskalands? Hefur virkilega enginn tekið eftir því, þegar SS-sveit réöist inn í hús gyðingafjölskyldu og sparkaöi konum og börnum út á götuna? Þórir K. Þóröarson minnti á „þögla meirihlutann" í þessum þætti og einnig á „kollektiva sekt": menn veröa aö gera sér gein fyrir aö allir sem fylgdu Hitler, völdu hans kenningar og eru meðsekir annars vegar fyrir alvarlegt brot á samborgurum sínum og hafa hins vegar meö afstööu sinni til stjórnarinnar, gert henni kleift aö reisa útrýmingarbúöir þar sem 6.000.000 manna voru myrtir. „Hinir góðu Þjóðverjar“ Á stríösárunum var faðir minn blaöamaður. Hann skrifaði í svissn- eska tímritiö „La Patrie Suisse" og einnig í dagblaöiö „La Gazette de Genéve". Eitt kvöld eftir langt samtal um þessi mál, spuröi ég hann, hvort hann vissi um „góöa" þjóöverja. Hann hló hæversklega og svaraöi mér svo: „Ég er nú svo heppinn að þekkja nokkra ...“ Síöan bætti hann viö og glotti, „einn þeirra, Heinrich M., var leiðtogi í andspyrnuhreyfingu í Noregi, annar er búsettur í Zúrich; hann flutti þangaö 1933, hinn þriöji og hinn fjóröi búa núna í Bandaríkjunum, og hinn fimmti er gyðingur...“ Hinir rauverulega „góðu" Þjóöverj- ar, sem uröu eftir í þriöja ríkinu, ýmist fóru í andspyrnu gegn Hitler (meöal annarra: Lichtenberg prestur, Kanaris, Von Staufenberg ásamt mörgum öör- um hugrökkum mönnum) eöa frömdu sjálfsmorö (Rommel, Von Rath, Kleist). Ég fæ ekki skiliö hvernig einum þátttakendanna tókst aö komast í kynni viö „góöa" Þjóöverja í Þýska- landi á þeim tíma, þegar heimsfrægir menn eins og Thomas Mann, Re- marque, Kástner og Böll flúöu einmitt nazisma og yfirgáfu heimaland sitt, á sama hátt og fáeinir hugrakkir en sjálfstæðir víkingar sem fóru burt frá haröstjórn og hryllingi Haralds hins hárfagra. Mér var einnig mikiö undrunarefni, að fylgjast meö, hvernig einn þátttak- andi reyndi af fremsta mætti aö verja mál Þjóðverja. Sem pólitískur flótta- maður sjálfur ætti hann aö vita best um stríösglæpi nazista, en þvert á móti virtist hann ekki hafa neinar marktæk- ar upplýsingar um þetta tímaskeiö. Spánskt kemur mér fyrir sjónir, aö einmitt þessi maður ætti aö svara fyrir hönd gyðinga í þættinum. Mér er spurn, hvers vegna maður varö ekki fyrir valinu sem ekkert á skylt viö gyðingdóm og þar af leiöandi er ekki gyðingur? Fyrir tveimur árum var mér boðiö á páskahátíö gyöinga sem haldin var í Bústaðakirkju. Auk smáhóps kristinna gesta voru þar staddir gyöingar, bæöi íslenskir og bandarískir. Hvers vegna var engum af þeim boöiö sæti viö umræðuboröiö til aö svara fyrir hönd gyöinga? Ég hef grun um, að lúmsk gyöingaandúð sé þar á bak við. Til eru sannarlega margir sem fullyröa hátt og skýrt: ég hef ekkert á móti gyðingum, svo framarlega sem þeir eru alveg eins og viö ölt." En þaö þýöir í rauninni: svo framarlega sem þeir snúa sér frá gyðingdómi og eru ekki lengur gyö- ingar. Til eru einnig „gyöingar" sem vilja alls ekki vera „stimplaöir", því það er skammarlegt aö játa sína eigin trú og mikil skömm aö vera barn sinnar eigin menningar, hneyksli að viður- kenna, aö sín eigin saga sé ólík sögu samborgaranna og nái, í óslitinni atburðarás, 5741 ár aftur í tímann. Hve óþægilegt hlýtur aö vera aö geta talað mál er mælt var í Asíu fyrir 6000 árum, þegar enginn veit lengur hvernig Egyptar, Súmerar, Föníkar, Persar, Medar, Filistear. . . töluðu. Ég er sannfæröur um, að íslending- um mun koma þetta tal mitt mjög á óvart, því þeir eru ein örfárra þjóöa er háö hafa baráttu viö höfuöskepnurnar, eldgos og hafa barist í 1100 ár fyrir sjálfstæöi sínu og keypt dýru veröi frelsi sitt, en í því felst aö varöveita sína eigin menningu og tungu, að halda bókmenntum hins íslenska anda. Ekki veit ég betur en aö menn hér á landi séu stoltir af því aö vera íslendingar, aö vera enn til í nýtísku- legu ríki. Ég skil þaö mæta vel. Hvaö viövíkur gyðingum má bæta því viö, aö rætur þeirra ná mun lengra aftur í tímann. Hinsta lausnin Að lokum langar mig aö leggja áherslu á tvennt. í fyrsta lagi er gamla kynslóðin sem viðriðin var nazismann aö hverfa og engum dettur í hug aö færa gamla sekt á komandi kynslóöir. í stuttu máli þykir mér alltaf jafn gaman aö feröast í landi Goethes, Schillers, Heines, Beethovens eða Dúrers og hafa afskipti af íbúum þess. í ööru lagi tel ég að myndin, þótt hún hafi ekki sýnt atburöina meö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.