Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Síða 6
í kjölfar myndarinnar „Holo- caust“ hafa birst í dagblöðum landsins margvíslegar greinar, sumar í fylgd athugasemda sem von var á, ef tekið er til athugunar hvers eðlis þessi mynd var og hvers konar boðskap hún á fram að færa. Hvað eftir annað hafa sunnu- dagsskriffinnar stagast á, að „and- semitismi“ sé óþekkt fyrirbæri á landi elda og ísa. En það er bersýnilega barnaleg sjálfsblekk- ing, því fáir eru þeir hér, sem raunverulegan skilning hafa á þessháttar andúð. Eins og kom greinilega í Ijós í sjónvarpsþættin- um þegar sýningum lauk á Helför- inni var leitast við af fremsta megni að leiða umræðuefnið út á randar- svæði sem ekkert sameiginlegt áttu með efni umræðunnar: Það er að segja, eingöngu gyðingaófsókn- ir og andúð á gyðingadómi. Þrátt fyrir ítrekaöar tilraunir Ög- mundar til að koma þátttakendun- um þrem aftur á rétta braut og þrátt fyrir hina skýru, hnitmiöuöu greinargerð Þóris K. Þórðarsonar prófessors, sem sýndi, einn í þess- um hópi, raunverulega þekkingu og djúpan skilning á ákveðnu efni þáttarins, tókst að villa býsna vel fyrir áhorfendum. í sífellu var reynt að lokka umræðuefnið frá ofsókn- unum sjálfum yfir til hins almenna stjórnmálaástands í Þýskalandi Hitlers. Jafnframt var viðleitnin geysimikil í þá átt að afsaka þennan hrylling og að hvítþvo þýsku þjóðina af fjöldamorðunum undir því yfirskini að aðeins örlítill hópur glæpamanna hafi ver- ið að verki, þar sem almenningur hafi hins vegar ekki fengið vitn- eskju um téða atburði. Við munum komast seinna að því, að svo var ekki. Vegna þessara greina og sjón- varpsþáttarins misheppnaða ber mér skylda að fræða íslendinga um eitt fyrirbrigði sem fósturjöröin afskekkta hlíföi á blessunarlegan hátt börnum sínum fyrir. Sjálfur hygg ég aö „andsemitisminn“ sé lítt útbreitt fyrirbæri á islandi, en er þó til í smækkaðri mynd. í hverju er það fólgið? Hvað er „andsemitismi“ Andsemitismi er réttorðaö andúð á gyöingdómi, því eins og raun ber vitni um, er ekki unnt að tala um gyðinga sem kynflokk — þrátt fyrir tal nazískra hugmyndafræðinga um að svo væri — og ekki einu sinni sem þjóð eins og fjölbreytni þjóöa og tungna í ísraelrík- inu sannar. Gyðingar eru þeir menn, er í móður- ættinni hafa játaö gyöingdóm; þannig að ekki veröur hægt að þekkja gyö- inga frá öðrum mannverum, nema hliösjón sé höfð af trúnni, og þar af leiöandi er ekki tii gyðingur, nema sá sem lýtur ævarandi lögmálum Tórunn- ar og breytir eftir þeim. Aö lýsa andúö á gyöingdómi veröur ekki mögulegt fyrr en gerð verði góð skil á eöli gyðingdóms. Hvaö er gyöingdómur? Hann er í senn ævaforn heimspeki, grundvallarsiöfræði, lífsleiöarvísir, lög og menning. Ég mun ekki fara mörgum orðum um heimspeki hans og siö- fræði, því þær sitja fastar og óbifan- legar sem hornsteinar hugans í öllum siðmenntuðum löndum vesturs og austurs: í kristni og múhameöstrú sem © siðfræði og í heimspekilegri mynd í kenningum feöra Philosophiae í Evr- ópu: Spinoza, Descartes, Kant, Hegel, Marx og meira að segja Nietzsche. í gyðingdómi opinberar sig eingyö- istrú, er eftir átti aö valda andlegum byltingum um gjörvallan heim, en eingyöiskerfiö sjálft er aðeins eitt atriöi meðal margra jafn áhrifamikilla. Guð gyðinga er handan skilnings manna. Honum verður aldrei lýst, hvorki með samanburðarmyndum né orðum, um Hann getur ekkert verið fullyrt, sjálft nafnið Hans er hinn dýpsti leyndardómur: enginn veit hvernig á að bera það fram og þess vegna segja gyðingar í auðmjúkri viðurkenningu vanþekkingar sinnar „Haschem“ sem þýðir nafnið Framburöur líkt og Jahve eða Jehovah eru hrein vitleysa sem styöjast ekki viö nein rök, Hin fullkomlega óaðgengilega Al- vera bægir frá sér öllum mannlegum — eða jafnvel ofurmannlegum ein- kennum, þannig aö jafnfáránlegt er aö skreyta Hann með guðdómlegum dyggðum eins og t.d. kærleika, þolin- mæði, ástúö eöa samúö og að fela Hann bak við slæöu mannlegra hug- sjóna eða athafna. í Gamla testament- inu svokallaða er það aldrei Guð sjálfur sem opinberar sig og sá útbreiddi misskilningur, að Hann hafi rætt við ýmsa spámenn byggist eink- um á tveim röngum forsendum er varða þýöingu frá hebresku og túlkun ritninganna. 1) Þegar eitthvert samband náðist milli manna og „Guös“, geröist það ávallt fyrir milligöngu svonefndra „engla". En þeir eru raunverulegar verur, sem þurfa eins og við svefn, mat og ... kynmök! Þessar háþróuöu mannverur eru komnar miklu lengra en viö á sviöi þekkingar og eru þess vegna boðberar Tórunnar. Þær ræða eingöngu við spámennina eöa prest- ana og þar er ekkert yfirnáttúrulegt. 2) Hins vegar bendir orðasamband- iö „Dróttinn Guö“ á, aö lestur Tórunn- ar eigi aö fara fram á siðfræðilegu, heimspekibundnu plani, á því plani er varöar opinberun ritninganna, þ.e.a.s. lögmálin. Guö er, Tórunni samkvæmt, þaó eina sem er og um leiö vekur allt til verundar, frá hinum smæstu orku- hlöönu eindum til hinna ólýsanlegu vetrarbrautaklasa sem þjóta áfram með feikihraöa. Aö kalla Guö afl, eins og sum trúarbrögö gera, er fyrir gyðingdóm mannleg hugfærsla á því ókunna, því óþekkjanlega. Afl er, samkvæmt Talmud, nokkuð sem við verðum varir við, nokkuð sem unnt er aö mæla, skilgreina og einnig að beita. Yfirnátt- úrulegt afl myndi þar af leiðandi ekki vera til. Hins vegar er allt sem viö getum borið kennsl á hvort heldur með skilningarvitum okkar eöa mælitækj- um efniskennt, þ.e.a.s. náttúrulegt. Vegna þessa kennir gyöing- dómur eindregiö aö: 1) Hvers konar samband viö Hinn Almáttuga er mannverum ókleift og hvers konar skynjun á eðli Hans, blekking, Þar af leiöir aó: 2) Hvergi hefur Hann umsjón meó örlögum manna né stýrir Hann heimsátökum eóa hamförum: mennirnir sjálfir bera því algjöra ábyrgð á verkum sínum, til þeirra ber aö leita aö orsökum bæöi góös og ills. 3) Mannkynssagan er ekki guö- stýrö: hún skapast af anda þjóð- anna, af átökum milli hugmynda og manna, en einnig af sannfær- ingarkrafti sérstakra leiötoga. 4) Að Guði gæti fæðst afkvæmi er sjónhverfing annarlegra trúar- bragða: Gyöingdómur hafnar öll- um kenningum er nokkur tengsl hafa vió líkömnun, því „þær eru vióurstyggö“. 5) Hvorki eru til himnaríki né helvíti og djöfullinn sem andstæö- ingur Guös er því óhugsanlegur. „Guö okkar og Meistari er einn.“ 6) Gyöingdómur hafnar öllum kenningum sem tengjast á einn Christian G, Höfundurinn er svissneskur, en kom til íslands vegna ritgerðar um Laxdælasögu, sem hann vann þá að, og fór svo að hann ílentist hér, hefur stofnað heimili í Breiðholti og kennir við skóla þar. Greinin er rituð í tilefni sjónvarpsþáttanna um helför Gyðinga í Þýzkalandi Hitlers.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.