Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 12
Stjörnuglóparnir Svo bar viö í janúar 1972, sama kvöldiö og Varðbræöur fundu stjörn- una, aö sendimaður frá Ólöfu Sölva- dóttur kom aö krefja þá sagna um dóttur hennar sem veriö haföi hjá þeim í nokkra mánuöi áriö áöur. Hún hét Jódís Brynjólfsdóttir. Þeim varö tregt um svar. Hreppstjóri var leiðsögumað- ur hans og meö návist sinni kom þessi vinur þeirra og hjálparhella í veg fyrir að þeir yröu að gjalti. í staö þess gáfu þeir sig alla viö alþekktum ertnisleik sem oft haföi hitað sveitungum þeirra í hamsi og gert þá óvinsæla. Hinn löglæröi sendiboöi Ólafar Sölvadóttur sat þegjandi á kistu viö stofuvegg þar sem húsfreyja haföi vísaö honum til sætis. Hann hleypti í brúnir meöan bræöurnir komu hver af öörum og heilsuöu meö handabandi. En hreppstjóri var meö baukinn á lofti og sagöi: þiö kaupiö grimmt. Sei sei sagöi Þorvaröur, þaö er slatti úr tveimur bátum sem fer til okkar þegar frystihúsiö hefur ekki undan. Hann Einar í Gnoöarnesi sagöi mér að þiö hefðuö lagt fyrir þyrskling um daginn. Að gamni okkar hreppstjóri minn sagði Þorvarður, viö fundum hálffúna lóð og gerðum þetta í bríaríi. Nokkuö að hafa? Varla í eina soöningu. Við nennum því ekki oftar. Hvernig fellur þér aö vinna í verk- smiðjunni Hallvarður? Hefuröu ekki talsvert upp úr því? Jú, talsvert af kvefi. Þeir raka saman peningum í álinu, hann Valdi í Noröurvör og strákurinn hans. Já, enda taka þeir aldrei á heilum sér, náfölir og gráskitulegir. Nokkur halastjarna á leiðinni til okkar núna, Þorvaröur minn? Ekki er mér kunnugt um þaö. Viö þyrftum aö fá eina stóra og fallega eins og hérna um áriö sagöi hreppstjóri. Déskoti var gaman aö sjá hana í kíkinum þínum. Var hún ekki kennd viö hann Bensa í Lindarkoti, blessuö sé minning hans? Þorvaröur hló. Þaö væri svo sem maklegt aö eitt af því fréttnæmasta á himinhvolfinu væri kennt við hann Bensa, annan eins fréttaþul. Nei, ætli hún hafi ekki verið kennd viö nafna hans, Bennett, var þaö ekki Guövaröur? Jón Bennett sagöi Guövaröur, Suö- urafríkubúa. Hvaöa vitleysa sagöi nú sjálfur fulltrúi Ólafar Sölvadóttur, hún var kennd viö Halley. Bræöurna setti hljóöa. Loksins rauf Hallvaröur þögnina og spurði: ha? Ég hef þaö beint úr einu blaðinu í morgun sagöi umboðsmaður Ólafar. Halastjarna Halleys sögöu þeir. Þorvaröur ræskti sig. Lesiö þiö ekki blöðin hérna viö sjávarsíðuna? spuröi gesturinn. Þorvaröur hallaöi undir flatt og leit skáhallt upp á manninn. Ónei sagöi hann, það vill farast fyrir. Ef ég man rétt sagði Guövarður og lyfti vísifingri, þá segir Plútark einhvers staöar aö aumur sé sá sem seöur forvitni sína á einskisveröum hlutum í staö þess aö beina athyglinni aö því sem er ágætt og göfgandi. Tjara sagöi sendiboöinn. Hann Bensi í Lindarkoti var alveg sammála þér lagsi sagði Hallvarður, hann las öll blöð og hlustaði á allar fréttir bæöi í hljóövarpi og sjónvarpi. Hann var mesti fróöleikssjór sagöi Þorvarður. Faröu nú ekki aö þylja sögur af honum Bensa skríkti Guövarður, hvaö ætli maöurinn hafi gaman af þeim. Hallvaröur anzaði ekki bróöur sín- um. Um hádegisbilið sagöi Bensi verð- bólguna svo mikla aö allir atvinnuvegir væru aö sigla í strand og hann gæti ekki sofnað í kvöld fyrir áhyggjum. Um nónbil hélt hann því fram aö gróði frystihúsa og útgeröarmanna og iön- fyrirtækja væri svo gegndarlaus aö þjóöarbúinu stafaöi hætta af. Um kvöldmatarleytið var komið gott jafn- vægi á allt kerfiö og Bensi sofnaöi eins og steinn. Nú sagöi Guðvaröur, þá var ekki amalegt aö sækja til hans upplýsingar um gang þjófnaöarmálsins í Kyljuvík. Búiö aö handtaka þrjótinn, skápurinn fundinn niöri í slipp og allir peningarnir komnir í leitirnar, rúmlega hundraö þúsund krónur. Eigandinn kvaö hafa oröiö mjög glaöur, sagði Bensi, því þegar skápnum var stolið voru einung- is tíu þúsund krónur í honum. í annan Brot úr nýrri skáldsögu eftir Jón Dan. Fjallar um þrjá bræður suður með sjó — vitringana þrjá, eða stjörnu- glópana eins og sumir köll- uðu þá. Þeir heita Guðvarö- ur, Þorvarður og Hallvarður og koma allir fyrir í kaflan- um. Bókin kemur væntan- lega út í þessum mánuði hjá Almenna Bókafélaginu. staö kom í Ijós aö þjófurinn var ekki hinn seki heldur sauöheiöarlegur og grandvar borgari sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann lét víst níutíu þúsund krónur í skápinn í sárabætur til eigandans. Viö ættum aö gera meira aö því aö lesa blöðin, bræöur mínir. Hreppstjóri kímdi og sagöi þessi maöur, hann heitir Finnbogi og heldur aö þiö vitiö eitthvaö um hana Jódísi. Vitið þiö eitthvaö um hana Jódísi? Af hverju spyr maðurinn? Af því móðir hennar sem þiö munuö kannast viö, hefur þungar áhyggjur af henni sagöi Finnbogi. Lögum sam- kvæmt bar ykkur skylda til aö láta rétt yfirvöld vita um nýjan aöseturstað stúlkunnar þegar hún fór héöan. Þeir svöruöu ekki. Þá sagöi hrepp- stjóri: Þiö gerðuð þaö, þiö létuð oddvita fá heimilisfangiö sem hún gaf upp. Já sagöi Þorvaröur, viö geröum þaö. Oddviti var ekki heima og þess vegna kom Finnbogi til mín sagöi hreppstjóri. Og hvaða heimilisfang er þaö? spurði Finnbogi. Ég þarf aö fá þaö. Ég held þú hafir ekkert gagn af því. Láttu mig dæma um þaö. Hún gaf upp heimilisfang móður sinnar sagöi Guövaröur. Þangaö hefur hún ekki komið sagöi Finnbogi. Viö vitum þaö. Nú? Þiö hafiö þá vísvitandi gefið yfirvöldunum rangar upplýsingar. Aldeilis ekki sagöi hreppstjóri í flýti, þeir gáfu upp lögheimiliö sem er hjá Ólöfu Sölvadóttur. Á hinn bóginn er þeim ókunnugt um dvalarstaö stúlk- unnar. Lofaöu þeim sjálfum aö svara. Ég held þeir feli eitthvaö, þeir eru svo kindarlegir á svipinn. Hreppstjóri hló. Þaö er ekki ný bóla aö fólki finnist vitringarnir þrír vera spaugilegir. Vitringarnir þrír? hrópaði fulltrúinn háðslega. Bræöurnir tóku viöbragö. Nú gátu þeir aftur fariö í leik sem þeir kunnu. Sumir nefna okkur bjánabræður sagöi Guövaröur. Já sagöi Þorvaröur, og er bara von, Teikning: Hilmar Helgason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.