Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 3
Einstæöur atburður: Konur í þúsundatali koma saman á Lækjartorgi á kvennafrídaginn 24. október 1975. t t & ýmislegt, sem verið er að fást við enn þann dag í dag. Það er til dæmis einkennileg tilfinning aö rifja upp klausu á borö viö þessa: „Jafnréttiö er nauðsynleg afleiðing af vissunni um, að karlar og konur séu hvers annars jafningjar bæöi aö hæfileikum og ábyrgö“ — með þaö í huga, aö hún er fest á blaö fyrir meira en 130 árum. Upp úr þessu fer alls staöar aö ólga. Konur taka aö krefjast réttar síns, krefjast þess, aö þær séu gjaldgengar á sömu sviðum þjóöfélagsins og karlar, og stofna hvert félagiö á fætur öðru, flest til aö berjast fyrir kosningarétti kvenna. í þessari baráttu bættust konum ýmsir góöir liðsmenn úr hópi karla, og er þar einkum aö nefna brezka þingmanninn og rithöfundinn John Stuart Mill, sem flutti áriö 1867 frumvarp um kosningarétt kvenna í brezka þinginu. Tveimur árum síöar kom út eftir hann bókin Um kúgun kvenna, sem þýdd var á íslenzku um síöustu aldamót, líklega aö undirlagi Ólafíu Jóhannesdóttur. Brezku súffra- getturnar fóru af stað og meö nær ofurmannlegu úthaldi og stööugleika tókst þeim að ná marki sínu, þ.e. þjóöfélagslegum réttindum á viö karla og bar þar kosningaréttinn hæst. Og hvarvetna hneig þróunin í sömu átt. Alþjóöasamband kvenréttindafé- laga, IAW — International Alliance of Women — var stofnað í Berlín áriö 1904 meö aðild 8 landa, en nú eru 53 lönd í sambandinu. Á fyrsta þingi samtakanna í Kaupmannahöfn áriö 1906 var Bríet Bjarnhéðinsdóttir áheyrnarfulltrúi, en ísiand gat ekki gerzt formlegur aöili, því aö hér var ekkert kvenréttindafélag. Að vísu haföi Hiö íslenzka kvenfélag veriö stofnað 1894 fyrir forgöngu Þorbjargar Sveins- dóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur, syst- urdóttur hennar og þaö beitt sér fyrir kosningarétti kvenna, en þegar frá leiö og frændkvennanna naut ekki lengur við í forystu, hneigöist starfsemi fé- lagsins meira aö líknarmálum. Eftir stofnun Kvenréttindafélags íslands 1907, að frumkvæöi Bríetar, gerðist ísland fullgildur aðili aö samtökunum og er enn. Þess má til gamans geta, aö einn af stofnfélögum IAW og heiöurs- forseti, Dame Margary Corbett Ashby er enn á lífi. Hún er fædd 1882, og fyrir þremur árum hitti ég hana á stjórnar- fundi samtakanna á írlandi, unga í anda og hressa, hafsjó af fróðleik og reynslu meö ótrúlega yfirsýn yfir menn og málefni. Áriö 1918 var hún í framboöi fyrir Frjálslynda flokkinn í Birmingham á móti Neville Chamber- lain, sem raunar fór með sigur af hólmi! í þessum kosningum voru 17 konur í framboöi, þ.á m. Christabel Pankhurst, ein aöalpersónan úr sjónvarpsþáttun- um „Saman viö stöndum", sem ís- lenzka sjónvarpið sýndi fyrir nokkrum árum. SJA NÆSTU SIÐU Sveinbjörn Beinteinsson, Draghúlsi: VEÐUR Fyrir veöri og vindum vatnsflaumi hríð og syndum ofiö í allskyns myndum opiö stendur mitt hreysi. Flögra fram og til baka fokdreifar áratuga enn mun þó ekki saka ei skal mig veðriö buga. Stoöir og stafir braka standa hér til að duga. Læt ég í veöri vaka varúöarfullan huga. Logn yfir staöinn leggur lækyrr og hljóður morgunn. Algert andvaraleysi. Þuríður Guömundsdóttir: VORBARN (til Bjargar) í maí lagði voriö væng sinn yfir heiminn og verndaöi lítiö barn í vöggu í maí opnaöi lítiö barn augu sín horföi undrandi á heiminn og lífiö sem sagöi: Litla vorbarn ég er bók ég er ævintýri Viltu myndskreyta mig? Ég legg þér til efnið sorg og gleði samborgarans sólina, regniö og hinn síunga hversdagsleika Þaö er aftur maí og vor í augum ungra konu Ég er þakklát Ég þekki hlýja skapandi hönd sem heldur um pensilinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.