Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 10
0 V. 1 :i iÉfe«J ii-fefeajfe'íírí Erfitt aö gera svo öllum líki Er nú skemmst frá því aö segja, aö margar næstu vikur var unniö á hverjum degi aö framkvæmdum á þessum málum og var þar tímafrekastur saumaskapur á búningunum, enda aðstaða engin til slíkra vinnubragöa. Saumavél kennarans ein í gangi og varla pláss til aö leggja hlutina frá sér. En hér fór eins og svo oft í lífinu aö áhuginn og dugnaðurinn varö í öfugu hlutfalli við aöstæöurnar og styrkt- ust Kislendingar enn við hverja raun. Börnin læröu aö taka einfaldasta mál af sér, þ.e. lengd og breidd, sníöa eftir sniöi, sauma einn beinan saum, strauja, líma tau, mála, negla og baka, að nafninu til. Fyrst í stað fóru börnin svolítiö vantrúuð á aö þau gætu samiö Ijóð og lög, en brátt leystust ur læöingi hæfileik- ar hér og þar og var allt tillag til þjóðarsómans þegið með þökkum. Þjóð- arhljóðfæri voru hönnuð og smíðuð. Voru það handmáluð tréhljóðfæri meö strengjum úr gúmmíteygju og kölluð mjálmari af ýmsum ástæðum. Táknræna þjóðdansa sömdu og æföu börnin af miklum áhuga. Kom loks að því, að ákveöinn var viss dagur, þegar þjóöhátíö skyldi haldin og boöiö foreldrum og öörum nánustu aðstandendum Kislend- inga. Var þessi dagur ákveöinn með löngum fyrirvara því gífurlegt verk var aö undirbúa hátíðina. Fyrir utan saumaskap, hljóðfærasmíði og bakstur, bættust stöð- ugt við ný verkefni. Það voru framleiddir minjagripir, ýmsar gerðir, merki þjóðhá- tíöardagsins búiö til og nælt í þaö títuprjónum, hvert barn fyrir sig geröi sér uppstoppaöa tuskubrúöu, sem tákna átti Kislending o.fl. o.fl. Mitt í þessu annríki bar eitt barniö fram þessa spurningu og gætti þar nokkurrar vandlætingar: Á aö tala ís- lensku á Kisulandi eöa hvaö? Verðum við ekki að hafa sérstakt tungumál? Það fór ánægjukliður um Sagt frd kennslutilraun, sem Herdís Egilsdóttir kennari við skóla Isaks Jónssonar, stóð fyrir. bekkinn, börnin blátt áfram heimtuðu nýtt mál! Þarna eygði ég stórkostlegt tækifæri til aö undirbúa nám í íslenskri málfræði og ókunnugu tungumáli. Þaö varð úr að ég fór að segja þeim ofurlítið til í esperanto, sem ég kann sáralítið í sjálf. Það virtist myndu vera undantekn- ingarminnsta og best uppbyggða máliö sem um var aö ræöa til aö nota í þessu skyni. Ég studdist við ágæta byrjenda- bók og hafði hana alltaf við höndina, enda fengu börnin auðvitað að vita aö þarna var ég líka byrjandi, ekki minna spennt en þau. í sambandi við þessa lítilfjörlegu málakennslu urðu börnin að læra og muna ýmis málfræöiheiti um orðflokka, kyn, tölu o.fl., sem ég vonaði aö gæti komið aö gagni seinna. Þar að auki var ísinn brotinn í því aö hætta sér inn á sviö framandi tungu. Börnin voru hreykin og þótti þetta mjög skemmtilegt og heimtuöu þau stööugt fleiri og fleiri orð, sem þau skráöu hjá sér í þar til gerða glósubók. E.t.v. hefur veggurinn reynst svolítið lægri, þegar út í alvöruna kom seinna. Öll þessi kennsla fór fram samhliöa þróun verklegra framkvæmda á landinu. Mest fannst Kislendingum liggja á aö koma á rafmagni. Þeir voru löngu búnir að velja fossinn sem átti að virkja, Grýlufoss í Loöinbaröafljóti, en þegar efnið í virkjunina var loksins komið til landsins, reyndist erfitt að koma því á staðinn yfir kletta og klungur. Þurfti því aö byrja á að leggja vegi, byggja nokkrar brýr og festa svo kaup á notuðum vörubíl erlendis til að koma efninu í virkjunina á staöinn. í sambandi við þessi störf í hættulegu umhverfi kom upp þörfin fyrir slysahjálp og almenna heilbrigðisþjón- ustu. Eftir því sem verkefnin skutu upp kollinum breyttust aö sjálfsögðu atvinnu- og lifnaöarhættir landsmanna. Eins og r ritaerd: - - .. Menn á Ktsulandi þurfs %i!ríA , sumir sllt eftir því hvað þeir eiga mikið. En sumír menn sem eiga mikið af eignum, til dæm- is 20 kindur, 6 kýr auk þess 2 kálfa 6 svin 1 hund og 1 kisu 10 hesta 9 hænur 2 bola og 1 barn og konu fela 1” kindur 5 kýr 1 bola öll svínin kisuna 7 hesta og 5 hænur og plata að þeir eigi svona lítið og þurfa þó aö borga minna en þessir sem eiga lítið þurfa að borga helmingi meira en þeir eiga aö borga. Ég vona að enginn á Kisulandi geri svona Ijótt. Ég heiti Anna og á mann og 2 börn 6 kindur 3 kýr 3 kalfa 6 böla 12 hesta 10 hænur 3 svín 1 hund og kettling og maðurinn minn vinnur utan heimilis en ég hugsa um búið. Við þurfum að borga mikla skatta skattarnir kosta helminginn af kaupinu mannsins míns. Margar ræður voru fluttar á þjóðhátíðar- degi Kisulands. Hvarvetna blöktu fánar og allir voru með merki dagsins nælt í barminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.