Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 7
eða annan hátt við líf eftir dauöa,
þessvegna „skalt þú foröast að
komast t kynni við spákonu eða
særingarmann, svo aö þú saurgist
ekki af þeim“. Þótt sálin sé þar
viðurkennd sem raunverulegt, þrí-
þætt efni, er hún engu aö síöur afl,
sem lýtur sínum eigin lögmálum,
lifir í sambúö með líkamanum og í
gegnum hann en leysist upp
þegar hann er allur. Á hinn bóginn
gæti líkaminn hvorki myndast né
þroskast án hinnar dularfullu
handleiöslu sálarinnar og hennar
skipuleggjandi starfsemi alls
staöar í mannsvefjunum. Sál fyrir
utan líkamann er þess vegna
tómlegt hugtak fyrir gyðingdóm.
7) Gyöingdómur sýnir sem sé
efniskennt viðhorf en um leiö
viðurkennir hann andlegu hliðina:
Manneskjan samanstendur af
þessum tveimur hlutum því
„Adam varð að lifandi sál“. Bein
afleiðing þessa er algjör neitun
nokkurra dvalarstaða handan
dauða og nauðsynin á að skapa
réttlæti á jörðu niðri á meðan
maöur er enn á lífi, því eftir er
hvorki refsing né laun. í því skyni
er þaö næstum því skylda aö njóta
lífsins ef tækifæri gefst. Pen-
ingarnir eru í sjálfum sér hvorki
blessaöir né bölvaðir: allt er undir
því komíö hvernig mennirnir not-
færa sér þá og í hvaða tilgangi
þeir gera það.
Meginþáttur þessa heimspekikerfis
opinberar sig í kenningunni um endur-
komu Messíasar og endurheimtu Jerú-
salem, þ.e.a.s. sameining þessa jarðn-
eska helgistaöar og hinnar himinháu
borgar, Jerúsalem. Þessir tveir atburð-
ir eru tengdir djúpum siðfraeðilegum
böndum: hin andlega háa Jerúsalem,
líkt og sál manneskjunnar, er tákn fyrir
hinstu þróun mannsandans sem á eftir
aö skapast á jörðu niðri, þ.e.a.s. það
ástand sem sameina mun menn og
náttúru og endurskapa samræmi
mannanna á miili í lotningu fyrir
lögmálunum. Þetta ástand sem hinn
alþekkti garöur, Eden, táknar, tilheyrir
ekki einhverri ímyndunarforneskju
heldur er þáttur framtíöarinnar. Ef
mönnunum lærist aö sýna skynsemi,
hugrekki, ef þeim tekst aö yfirbuga alls
kyns niðurlægjandi öfl í sjálfum sér og
síöan að sigrast á óttanum — sem er
ásamt fáfræöi rót alls ills — mun hin
löngu þráöa sameining beggja hliða
loks rætast. Við þessar kringumstæö-
ur mun Messías birtast. Hann verður
mennskur maöur á háu þroskastigi;
mun reynast bæði leiötogi (eins og
Móses foröum) og sameiningartákn
fyrir hina útvöldu þjóö. Hann mun
frelsa gyöinga frá öllum ofsóknum og
Ijúka viö endurreisn gyöingaríkisins.
Þá „mun friöur á jöröu ríkja“. Að þessi
draumur veröur raunveruleiki er samt
sem áöur undir því komiö, hvernig
gyðingarnir annars vegar og aðrir
menn hins vegar hegða sér og breyta
eftir lögmálunum.
Upphaf andúðarinnar
Glöggt kemur fram hiö andlega
hyldýpi sem aöskilur gyöingdóm frá
hinum trúarbrögðunum — kristnin
meðtalin. Staöfesting á þessum djúpu
andstæðum milli eigin trúar og gyðing-
dóms hefur í allmörgum löndum, en
einkum meðal kristinna manna, haft
fyrst tortryggni í för með sér, en henni
fylgdi óðara andúð. Þar aö auki ojli
samheidni gyðinga sem stafar af
ævafornri menningu þeirra, trú og
siöfræöi, bæöi afbrýöisemi og illgirni.
Á miööldum bættust tvö atriöi í þróun
andsemitismans.
1) Heilbrigöisreglurnar og næringar-
fræðilegar meöferöir matvæla, sem
eru ritaðar í lögum Tórunnar, geröu að
verki, aö nær eingöngu gyðingar
sluppu viö svarta dauða eöa álíka
almenna sjúkdóma.
„Þessir júðar“ byrjaöi þá almúginn
aö hreyta út úr sér, „sem krossfestu
guö okkar, njóta lífsins, vaöa í pening-
um og sleppa viö sjúkdóma, þeir lifa
lengur en viö!“ Menn héldu fyrir satt aö
gyöingarnir, aö dæmi Fausts doktors,
heföu gert samning viö djöfulinn, enda
var þaö vitanlega verk Satans að leika
bankastjóra.
2) Hinn fjarstæöukenndi misskilningur
sem stafaöi hvorutveggja af fáfræöi og
illgirni, nefnilega aö gyðingar fram-
kvæmdu „svarta messu" og notuöu
blóö og hold nýfæddra kristinna barna
til aö baka Shabbatbrauöið, fórnuöu
Satan ungum meyjum, ásamt fleiri
álíka lygasögum, olli því aö andúö
breyttist fljótlega í hatur: Gyöingar
voru af Satans kyni og varö þad heilög
skylda aö uppræta hina illu . . .
Adamska keðjan
Síöasti liöurinn í sögu andsemitism-
ans er af sérlega fínni gerö og margoft
er býsna erfit't aö skilgreina hann viö
fyrstu sýn.t eins og kom fram áður
reynist gyðingdómur vera mót ákveö-
innar manngerðar og ákveöins anda,
þannig aö gyöingar bera, aö sjálf-
sögöu óviljandi, af meöal annarra
borgara: þeir hugsa á annan hátt, trúa
hvorki á Krist né Djöfulinn, þeir halda
óhugnanlegar, dularfullar hátíöar, þar
sem er „sönglaö" á óskiljanlegu
„ókristilegu“ máli. Þeir hæöast aö
síðustu Kvöldmáltíðinni, þeir eru
göldróttir . . . t stuttu máli sagt, eru
þeir ööruvísi.
í einum frægum shabbatssálmi seg-
ir:
„Þótt óvinirnir hundelti mig um
gjörvallan heim, frá Tórunni mun ég ei
víkja ..." og óhætt er að fullyrða aö
Guö Gyðinga var og er Tóra, hún er
keðja sem tengir alla liði saman og
sameinar þá í eina heild frá ómunatím-
um fram í fjarlæga framtíö. Henni er
auövelt að líkja viö D.N.A.-keöjuna.
lífskeöjuna: hver nýliöur fær af hinum
fyrri fjölda upplýsinga og eftir því kerfi
tekur hann aö sér uppbyggingu næsta
liös sem mun smámsaman öðlast allar
nauðsynlegar upplýsingar til aö gegna
sínu tvöfalda hlutverki: varöveita keðj-
una og byggja hana áfram og lengra.
Líkt og D.N.A.-keöjan aflar gyðing-
dómur sér hráefnis — eöa réttara sagt
byggingarefnis — aö utan, þ.e.a.s. í
öörum menningarheimum, en hann
notar þaö aðeins sem efni til aö vinna
úr og reisa varanlega byggingu.
Engin önnur „þjóö“ hefur þurft aö
ganga í gegn um eldinn — öldum, já
áraþúsundum saman. Engin önnur
þjóö hefur sætt hryllilegri ofsóknum.
Fjórum sinnum í mannkynssögunni var
reynt aö útrýma gyðingum: Persar
byrjuöu á því af trúarlegum ástæðum
en atburðirnir snerust gegn þeim
sjálfum, seinna tóku Rómverjar viö, en
útrýmingarherferðir þeirra voru af póli-
tískum ástæöum, síðan kom rööin aö
Spánverjum og Þjóöverjum á 13. öld
(reyndar milli 980 og 1650) síðast en
ekki sízt komu ofsóknir nazista og ekki
kemst ég hjá því aö ieiörétta hér
margar rangar staðfestingar hjá sjón-
varpsþættinum.
Aö hvetja lægstu
hvöt manns
í fyrsta lagi, er fjöldi nazískra
glæpamanna sem voru virkir í útrým-
ingarbúöum, samkvæmt tölum sem
voru gefnar fram í Núrnbergréttarhöld-
unum, metinn um þaö bil 50.000, en
eins og allir vita, reyndu nazistarnir
rétt fyrir stríöslok aö eyöileggja allar
nafnaskrár um starfsfólk fangabúöa.
Samkvæmt rannsóknum bæöi ísraels-
manna og Bandamanna á þessu sviöi
ætti þessi tala aö fjórfaldast, þar aö
auki er ekki reiknaö með hinum
„venjulegu“ fangabúöum, þar sem
fjölda saklauss fólks var misþyrmt og
þaö drepiö smátt og smátt, flest sem
gíslar hvaðanæva aö. Við því veröur
aö bæta starfsliöi Gestapo alræmdu í
Þýskalandi og víöar, sem vann sitt
starf af hinstu skyldurækni, þannig aö
heildarfjöldi moröingja, aö loknum
Framhald á bls. 15
©