Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 13
tveir okkar hafa ekki notiö annarrar menntunar en barnafræöslu. Það má rétt heita viö kunnum aö lesa sagði Hallvaröur. Og höföum viö þó þennan afbragöskennara, hana Þórönnu. Þú hefur sjálfsagt ekki heyrt hennar getiö, Finnbogi? Þóranna? Nei. Hvernig ætti ég að þekkja einhverja kennarakerlingu sem sennilega er dauö fyrir löngu? Já sagöi Hallvarður, steindauö. Sænsku menntamálaráðherrarnir kál- uöu henni. Alltaf heyrir maöur eitthvaö nýtt. Komu þeir hingaö til þess aö drepa kerlinguna? Nei nei. Þeir sendu nokkra náms- pilta til þess. Fulltrúinn sneri sér aö hreppstjóra. Til hvers varstu aö fara meö mig í þetta bjánabæli? spuröi hann. Ekki þarftu aö vera gramur yfir því góurinn sagöi Guövarður eins og hann væri aö leiöbeina skólabarni. Sagöi ekki Kato gamli aö vitur maöur gæti lært meira af flóni en heimskur maöur af vitringi? Hinn greindi geröi sér far um aö foröast annmarka bjánans en hinn síðarnefndi kynni ekki aö notfæra sér fordæmi vitringsins. Fulltrúinn hnussaði fyrirlitlega. Ég sé að hér er sími sagöi hann, ég heföi betur sparaö mér ómakið og hringt. En nöfn ykkar eru ekki í símaskránni. Hvaö fer hér fram? Hvaöa brögö eru í tafli? Af hverju má ekki vitnast aö þiö hafiö síma? Æ hver rækallinn sagöi Þorvarður, viö höfum alveg gleymt aö vandi fylgir vegsemd hverri og nú þarf aö stússa í því aö láta prenta nöfnin okkar í bók. Þau fengu ekki símann fyrr en i haust sagði hreppstjóri til að skýra máliö. Gesturinn spratt á fætur, .reif hatt sinn úr útréttum höndum húsfreyju og snaraöist á dyr án þess að kveðja. Hreppstjóri fór sér aö engu óðslega en hristi hausinn og sagöi hlæjandi áöur en hann hvarf á eftir fulltrúanum: ekki er á ykkur Varðabræður logiö. En Varöabræöur hlógu ekki heldur settust niöur og sátu óvenju lengi fram eftir þetta kvöld. Þorvaröi lá ekki á því hann beiö eftir myrkva sem átti aö veröa klukkan rúmlega eitt og engan heimilismanna syfjaöi, því olli gesta- koman. Þaö sem helzt átti að gleym- ast, hinir miklu rósturtímar undanfarna mánuöi, hinn skefilegi váboöi sem yfir þeim voföi langa hríö, allt haföi rifjast upp viö spurningar gestsins. Þó þau mæltu ekki margt var engu líkara en hugsanir þeirra bergmáluðu í stofunni. Loksins leit Rannveig upp og sagöi: þaö er naumast þaö kom gestur. Nú helli ég upp á til þess að hressa ykkur. Þeir fóru að tala um fiskkaup og Óríon og hrognkelsi. Þorvarður vildi hætta aö kaupa. Yrði hann einn í sumar var nóg komið, hann réö ekki viö meira. Hætta að kaupa? spuröi Hallvaröur, eitthvaö þarf ég aö dunda viö. Ég verö ekki í Vitaösgjafanum nema fram aö vertíð. Vitaösgjafinn var álverið. Nafniö haföi Valdi í Norðurvör gefiö vinnustaö sínum þegar hann tók viö fyrstu vikulaununum. Ef drengurinn hættir í verksmiöjunni þurfið þiö meiri fisk sagöi Rannveig. Nú erum viö búin aö farga kúnum og eitthvaö veröur aö koma í staöinn. Viö ráðgerum hrognkelsaveiöar en eigum enga kænu sagöi Guðvaröur. Hún kostar sitt. Ég tala bráöum viö sparisjóðsstjór- ann sagöi Þorvaröur en fór svo aö ræöa um stjörnur: Ég hef veriö aö skoöa veiöimanninn mér til skemmtunar aö undanförnu. Ég veit ekki nema fjósakonurnar séu í einhverjum bendingaleik viö mig. Ætli þaö liggi ekki illa á þeim eins og mér? spuröi Rannveig, ef til vill er líka búiö aö farga kúnum þeirra. En Guövaröur var meö hugann viö peningamálin. Viö komumst ekki hjá því aö kaupa nokkrar netaslöngur sagöi hann. Þiö lukuö vertíöinni í fyrra á því aö rífa einar fjórar trossur. Það var nú meira sagöi Rannveig, og Þorvaröur meö drenginn hann Helga í vitlausu veöri að reyna aö bjarga netunum. Þaö er alltaf hroði viö Hraunsskeriö sagöi Hallvarður, þú lagöir of nærri því. Já. Ég var eina tuttugu metra frá koilinum. Ég hélt aö skerófétið væri brattara. Hvaö heldurðu að hallinn á því sé mikill? Sextíu gráður? Þaö er ekki fjarri lagi. Reiknaöu út hvaö þaö er stórt á sjávarbotni sagöi Hallvaröur. Mig minnir aö dýpið í kringum þaö sé um átta metrar. Eigum viö að sjá til? Ætli það væri ekki munur aö vita svolítiö um stæröina á helvítis skerinu sagöi Hallvaröur. Ég held að þaö sé flennistórt, víst ekki minna en kálgarð- urinn hennar Veigu. Ólíkt stærra. Jæja góöi sagöi Guðvaröur viö Hallvarð, þér ferst eins og Anaxagor- asi sem hneykslaöi alla þegar hann fullyrti aö sólin væri jafnstór Pelóps- skaga. Þetta átti viö þá. Þeir settust og fóru að reikna. Viö svona góöa skemmtun gátu þeir unaö von úr viti og gleymt öllum áhyggjum. Þegar svariö kom sagöi Hallvaröur: þaö er ekki hægt aö leggja þarna nema í rakinni blíðu. Enda allt fullt af marfló og krabba sagði Guövaröur. Og krossfiski. Viö lögðum aldrei svona nálægt skerinu, bróöir minn. Það er engu líkara en ég heyri refinn tala um súru berin sagöi Rannveig ávítandi. Hallvaröur, Er nú ekki mál aö þjónustu þinni hjá Svissurum linni? Honum bróöur þínum veitir ekki af aö hafa þig meö sér. Ég fer aö hætta fóstra mín. Jæja strákar, eigum viö ekki aö huga aö myrkvanum? Búöarbræöur stóöu upp og þökk- uöu fyrir sig, tóku tvo matarpinkla sem Rannveig haföi látiö á boröiö viö dyrnar, sögöu báðir hátt og snjallt guðlaun og gengu út. Guðvaröur og Rannveig höföu fyrir nokkru tekiö á sig náöir þegar knúiö var dyra og þrammað í bæinn af talsverðum asa. Þar var Hallvarður kominn og gat heldur betur sagt tíöindi. Þorvaröur bróöir þeirra haföi fundið halastjörnu. Hann var búinn aö taka tímann á myrkvuninni eins og til stóð og meðan hann beiö fór hann aö skoöa Óríon og kom auga á daufan hnoöra austan viö Sveröþokuna. Og klæddu þig nú Guövarður bróöir minn og komdu meö mér. Ekki þurfti lengi aö hvetja þann sem í rúminu lá því hann vatt sér fram úr og hljóp til dyra. Rannveig kallaði á eftir bóndá sínum og baö hann í guðanna bænum að fara í buxur, það slægi aö honum á nærbrókunum einum. En karl lét ekki segjast heldur hljóp niður í túnfót meö Hallvarö á hælunum. Og þaö var ekki fyrr en þeir höföu skoðað hnoörann í rúman hálftíma, uppnumdir og fjálgir, aö hann fór aö skjálfa. Hvaö er aö sjá þig Guövaröur bróöir minn sagöi þá Þorvaröur, hlauptu nú heim til kellu og láttu hana hlýja þér. Hvar er nú Þorgeir Nýlega las ég viötal, sem amer- ískur fréttamaöur átti viö tyrknesk- an fulltrúa á þingi Sameinuöu þjóöanna. Meöal spurninga var það, hvers vegna ofbeldi væri svo ríkur þáttur í lífi tyrknesku þjóöar- innar og heföi nú síöast gengiö svo langt, aö herinn heföi taliö nauð- synlegt aö taka í taumana. Tyrkinn kvaöst ekki hafa neitt einfalt svar við spurningunni, en hugsanlegt væri, að þaö kynni aö felast í einhverju hugarfari eöa skapgerö þjóöar, þar sem lýöræöi væri ungt og ekki hefði enn tekist að mynda venjur um pólitískt umburðarlyndi. Samskiptin drægju þá oft dám af einhverju ööru, svo sem trúarlegum einstrengingshætti eins og ætti sér stað í Iran í dag, þar sem ekki viröist geta veriö um neina tilslökun aö ræöa í samskiptum skoöan- anna. Mér varð hugsað til eigin lands, þegar ég las þessi orö. Hverju myndum viö svara, ef einhver spyrði okkur, hvernig stæði á þeim linnulausu og oft óbilgjörnu um- ræöum, sem hér eiga sér staö milli manna meö breytilegar stjórnmála- skoðanir? Líklega yröi svarið líkt og hjá Tyrkjanum, aö það hlyti aö vera eitthvað ígerö sálarlífs okkar, sem veitti okkur svo erfitt aö ræöa stjórnmál með umburöarlyndi og fílósófiskri ró. Sviptingarnar í lífi þjóöarinnar og snögg breyting frá sveitalífi í óróa nútíma borgarlífs kann að eiga hér einhvern þátt í og stundum finnst mér, að fílósófisk ró finnist aöeins hjá sveitafólki og fólki í smábæjum og þorpum og mun þó einnig þar vera á undan- haldi. Raunar hafa íslendingar aldrei verið heimspekilega sinnuö þjóð og mætti t.d. nefna, aö eftir aö viö fengum háskóla, naut heim- spekikennsla lengi vel lítillar virö- ingar og kann þó að vera einhver breyting á því nú á síöustu árum. Svo var sagt um Þjóstólf, fóstra Hallgeröar, aö „hann var ekki skapbætir Hallgerði". Þaö hefur fariö á sama veg meö fjölmiölana, svo sem blöö, sjónvarp og útvarp, aö þau hafa lítið rækt friöarsjón- armiö í afskiptum af deilumálum, heldur kynt eldana á margvíslegan hátt. Þessi afskipti hafa vafalaust oft orðiö hrjúfari og illskeyttari vegna þess, aö þeir sem stjórna málgögnum eru sjaldnast foringj- arnir sjálfir, heldur eins konar málaliö ungra og blóöheitra manna, sem oft skortir þá gætni og reynslu, sem aöeins vinnst meö aldri og árum. Þessa menn skortir auösjáanlega þá mýkt og kímni í rithætti, sem starfsbræörum þeirra erlendis veitist oft svo létt aö beita til aö milda oröræöur og draga úr höggi. Ef til vill á tungan sjálf einhvern þátt í því, hve umræður eru harðar, oröin fá og stigmunur merkinga minni en æskilegt heföi verið. Þannig blandast engum hug- ur um, aö skammir eru skammir á íslensku en ekki eitthvaö, sem gætu allt aö því veriö skammir, ef menn vilja skilja það þannig, eins og stundum er í ensku máli. Þáttur sjónvarpsins í deilumálum er meö allt öörum hætti en blaö- anna, en er engu aö síöur skaöleg- ur og kannski hættulegri og vanda- samari í meöförum ef starfsmenn kunna ekki með hann aö fara, sem oft vill henda. Hér á ég viö þaö, þegar andmælendum er stillt upp í eins konar sýningarbása og síðan spurðir oft hrjúfra og nærgöngulla spurninga meö tilheyrandi raddblæ og svipmóti, sem margir munu kannast við. Viömælendum er þannig stillt upp viö vegg frammi fyrir alþjóö án tiltækra hjálpar- gagna og verjendum því gert miklu erfiðara fyrir en sækjendum. Slíkar umræður vilja oft snúast upp í ósannanlegar ásakanir og órök- studdar fullyröingar, sem ekkert er á aö græöa. En sársaukinn og illviljinn hefur vaxið og umræöurnar ekki náö neinum hagnýtum til- gangi. Hér er sjónvarpiö því aö leika hlutverk skrattans á fjósbitan- um, sem batt saman halana á kúnum svo aö þær brytust um og mölvuðu fjósbásana og ylli þaö síöan bölvi og ragni fjósamanna — en skratti fitnaði á bitanum. En það fitnar enginn af illdeilum á íslandi, hvorki einstaklingar, flokkar eöa stofnanir og síst af öllu þjóöfélagiö. Þaö eru nú orðin rúm ellefu hundruö ár síöan einn af forystu- mönnum íslensku þjóöarinnar stóð upp á Alþingi og stillti svo rækilega til friöar, þegar viö lá aö andstæö- ingar beröust og þjóðfélagiö leyst- ist upp, að ætíð veröur munaö. Þó er skemmra aö muna eöa aöeins um sjö hundruö og þrjátíu ár frá því viö glötuöum frelsi okkar og hlutum kúgun og fátækt, sem hélst meira og minna fram á okkar daga fyrir þaö eitt aö viö gleymdum góövild og umburðarlyndi. Hvar er nú hann Þorgeir á þingi? Þórir Baldvinsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.