Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 11
Fagurt er initt kœrci Kisuland síðasti hluti sagt var frá í upphafi, voru Kislendingar nútímamanneskjur, sem höföu brennandi áhuga á aö koma sér upp allri þeirri aðstööu á sínu nýja landi, sem hinn menntaöi heimur býr viö á þessum tímum, svo aö þaö verður alltof langt mál að telja upp hér allt sem rætt var um og unnið aö. Enda geta lesendur sjálfir auðveldlega gert sér þaö í hugarlund. Eitt atriöi vil ég þó drepa á til viðbótar, sem varð mikið mál og gagnlegt fyrir Kislendinga aö velta fyrir sér. Kveikjan aö því var þessi spurning: Hvaöan eiga Kislendingar aö fá fé til allra þessara framkvæmda? Börnin voru fljót að svara því: Þeir verða aö borga skatta. Var nú tekið til viö að semja skattalög og átti allt aö vera sanngjarnt, allir áttu að borga jafnt! Þaö hlýtur að veröa mjög sanngjarnt, sagöi kennarinn, allir jafnir. Sá sem á 100 kindur lætur eina og sá sem á eina kind lætur líka eina, allir jafnt! Þaö kom skrítinn svipur á börnin og þeim leist hreint ekki lengur á þessa skiptingu gjalda til kislenska ríkisins. Eftir miklar og merkilegar umræöur um þessi mál, varð úr að það þótti heppilegast aö fara eftir tekjum manna, eignum, skuldum, fjölda í heimili og svo heilsufari. Ákveðið var, aö landsmenn teldu fram til skatts og gerðu öll börnin í bekknum sína eigin skattaskýrslu. Þegar sá hugsanlegi möguleiki kom upp, aö einhver teldi rangt fram til að komast hjá að borga eins mikið, og hvaöa afleiðingar það heföi fyrir aðra skattgreiðendur, vakti þaö almenna hneykslan og jafnvel reiði og voru Kislendingar ákveönir í að taka mjög hart á slíku broti. Þessi fyrsta tilraun mín í að kenna á þennan hátt tók 2 vetur, eins og áður er sagt, en sá tími hefði mátt vera miklu lengri, eins og gefur að skilja, eru svona verkefni aldrei fullunnin, alltaf bætist nýtt og nýtt við og hvert lítiö frækorn skýtur óteljandi rótum. Einna vinnubragða á ég ógetið, sem settu mjög svip sinn á seinna árið, og fór fram í formi heimavinnu, sem kennarinn fór svo yfir jafnóðum. Eins og allir vita, er mjög erfitt að gera svo öllum líki, foreldrum og börnum, í sambandi við, hvað sett er fyrir heima, eða hvort það skuli yfirleitt gert. Mér datt í hug að fara meðalveg, bjóða þeim sem vildu vinna heima um Kisuland að gera það þegar þau vildu og eftir sinni getu og löngun. Þau, sem vildu vera með, fengu sér bók. í hana skrifuöu þau, prentuðu eöa teiknuðu hitt og þetta viðkomandi því sem var á dagskrá hverju sinni í skólanum. Höfðu þau alveg frjálsar hendur. Sumir teiknuðu aðeins mynd eða klipptu hana út úr einhverju myndablaði og límdu hana inn og skrifuðu eitt orð undir hana til skýringar. Aðrir skrifuöu frá eigin brjósti um efnið, enn aðrir urðu sér úti um bækur um efnið eða fengu upplýsingar hjá foreldrum eða öðrum aðstandendum og skráðu þær. Taldi ég þetta góöan undirbúning í að leita upplýsinga og heimilda, nokkuð, sem reynist mörgum afar erfitt seinna í námi. Einnig gat þetta æft börnin í að velja og hafna efni, vinna aöalatriði úr miklu efni og síðast en ekki síst gátu þessi vinnubrögð æft þau í að tjá sig skriflega. Ég vil taka það fram að þegar ég las yfir þessar ritgerðir leiðrétti ég þær aldrei, hvorki ritvillur né klaufalegt mál. Taldi ég það alls ekki tímabært á þessu stigi málsins, fannst sem það myndi vera eins og að slá á útrétta, leitandi hönd eða troða niður veikan gróður. Ég notaði annan tíma til að íeiðbeina í þeim efnum. Margir sem sáu þessar vinnubækur barnanna sögðu: Þetta hefur barnið ekki gert sjálft, þessu barni hefur verið hjálpaö. Lá næstum stundum í tóninum, að barniö hefði svindlað á prófi með aöstoö kennarans. Viö þessum athugasemdum hafði ég Skattstjóri Kisulands gætir ríkis- kassans vel. jafnan þessi svör: Má ekki hver sem er miðla fróðleik? Er betra að þetta komi eingöngu frá kennaranum? Er ekki gott, ef fullorðna fólkiö heima gefur sér tíma til að ræða í alvöru um mikilsverða hluti við barnið sitt, rétt eins og gert var á heimilunum hér áður, þegar fólk mátti vera að því að tala við börn. Sumir höfðu orð á því, að ég væri að seilast of langt, kenna upp fyrir aldurinn, myndi taka eitthvað af næsta kennara, börnin myndu kunna of margt. Þessu er ég ósammála, ég tel mig ekki seilast upp með þessum kennslumáta heldur til hliðanna, breikka grunninn undir framtíð- arnámið en ekki láta yfirbygginguna sitja fyrir. Ég tel mig vera að reyna að þjálfa hugsun og skilning, fremur en að kenna staöreyndir, en þær hljóta óhjákvæmi- lega að fylgja með. Fólk hefur líka sagt við mig: Svona er ekki hægt aö kenna nema afburðabörn- um. Þetta er alrangt. Séu börnin hæg- fara, þokast verkefnið aðeins hægar áfram og ristir ekki eins djúpt. Vanur kennari finnur fljótt, hversu langt má ganga hverju sinni, hann finnur það strax á áhuga barnanna. Sé verkefnið of þungt, eða borið fyrir börnin á of fullorðinslegan máta, hafna börnin því algjörlega. Á þetta auðvitað við í hvaða námi sem er. Einnig hefur verið sagt við mig: Ekki taka nú öll börnin jafn virkan þátt í þessu. Sum þeirra hljóta að vera utanveltu. Við því segi ég þetta: Er til námsefni, þar sem yfir 30 börn á öllum stigum greindar og þroska, taka jafnan þátt, tjá sig jafn mikið eða komast aö með allt sem þeim liggur á hjarta? Það heid ég aö verði vandfundið. En þegar þau, sem minna hafa til málanna aö leggja, eða eru feimnari við aö tjá sig, hlusta á af miklum áhuga og vilja með gleði vera með í öllu sem stungið er upp á, þá held ég að eitthvað hljóti að vinnast, einnig hjá þeim. Þarna er gullið tækifæri til að reyna að jafna aðstöðu barnanna sem svo mis- jafnlega mikið hefur verið talað við heima. Hins vegar má alls ekki reikna með að þaö sem sáð var í dag beri ávöxt á morgun. Ef til vill kemur það, sem hér var verið að reyna að gera, aldrei upp á yfirboröið, veröur aldrei mælt í einkunn- um, eöa hægt að leggja á það námsmat. En verum minnug þess, að svó ótalmargt þroskavænlegt verður aldrei á þær vogarskálar lagt. Kennarar út um allt land eru stöðugt að fá nýjar hugmyndir og vinna margir hverjir mjög skapandi starf, en segja lítið frá því. Ekki veit ég hver ástæðan er, líklega er það af hógværð. En við eigum ekki að loka þessar hugmyndir inni, við eigum að bera þær á torg, leggja þær undir dóm annarra kennara, foreldra og allra áhugamanna um þessi mál, koma af stað umræöum um þetta á almennum grund- velli. Hver veit nema við berum þá gæfu til þess í sameiningu að gefa börnum þessarar þjóöar heilladrjúgt veganesti út í lífiö. Að ofan t.v.: Eftir að búið var að líma á búninginn skraut, sem klippt hafði verið út úr öðru efni, fékk hver Kislendingur að sauma einn saum á vél. Til hægri: Þjóöbún- ingurinn teiknaö- ur á efnið með taukrít. Aö neðan t.v.: Þjóöbúning- urinn sniöinn. Til hægri: Kislenski fáninn negldur á prik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.