Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 9
þar sem hann hlustaöi á þaö sem fram
fór og talaði viö börnin þegar færi
gafst. Um helgar var hann á Hnausum
hjá öldruöum heiöurshjónum, Hálfdáni
og Salome; kynntist þar matargerð af
gamla íslenzka skólanum og líkaði
allvel, enda kvaðst hann ekki svo
háöur McDonald og þeim bræörum,
aö hann gæti ekki séö af því brasi tíma
og tíma.
Þegar skólanum lauk í vor aö
Lýsuhóli, fékk David inni hjá þeim
hjónum, Gunnlaugi Hallgrímssyni og
Kristínu Kristjánsdóttur á Hellnum.
Þangaö kom hann í byrjun sauöburðar
og lærði margt í íslenzku. Gunnlaugur
var útvegsbóndi; hann stundar sjó, en
hefur auk þess 200 ær. Þar voru og til
heimilis foreldrar Gunnlaugs, sem ekki
var ónýtt, því gamla konan var skáld-
mælt vel og kenndi David dálítið í
íslenzkri bragfræöi og hjá henni og
Hallgrími, bónda hennar, sem orðinn
er 93 ára, læröi hann sjaldgæf orö og
orðtök.
Allt slíkt punktar hann hjá sér;
einnig þegar hann talar við blaðamann
aö sunnan, og þegar upp kemur til
dæmis, aö „eigi verður feigum foröaö“,
kippist hann viö og er fljótur aö ná í
skrifblokkina sína.
David haföi hendi næst bækur um
íslenzkan, þjóðlegan fróðleik, bók
Þóröar á Dagveröará og Undir Jökli
eftir Árna Óla. Oft var Árni í Búöum aö
sumarlagi og margt skráöi hann frá
Snæfellsnesi. í þessu var David aö
pæla og viö ræddum um þetta sér-
staka fyrirbæri: Hinn alþýölega fræði-
mann, sem skráir þjóölegan fróöleik.
David haföi líka við hendina Orðabók
Menningarsjóös, sem hann taldi ein-
staka í þá veru, aö hægt væri aö læra
sér til gagns eftir henni, en oröabækur
þykja yfirleitt ekki heppilegar einar sér
til málakennslu.
Þaö var meö ólíkindum, hvaö David
virtist oröinn kunnugur í Breiöuvíkur-
hreppi, enda haföi hann lagt gjörva
hönd á ýmislegt fleira en læra máliö.
Bæði á Staöastaö og Hellnum haföi
hann leyst af kirkjuorganistann og
æföi þar að auki kirkjukórinn á
Hellnum. Þar er nú ekki komiö að
tómum kofanum, þegar músík er
annarsvegar, því eitt sinn stóö til aö
David fetaöi þá braut. Þá ætlaöi hann
að verða söngvari og hélt til náms til
háborgar tónlistar og söngs, Vínar-
borgar. Þar var hann 1951—53 og
lagði stund á söng og músík en seinna
söölaöi hann um og lagði stund á
mannfræði.
Á Felli var David í næsta nágrenni
viö Stellu og Sófónías Pétursson, þann
kunna jóga, og bæöi eru þau gædd
ríkulegum dulrænum hæfileikum. Hon-
um féll vel viö þetta samfélag og hann
hafði heyrt talaö um og lesið um
þennan sérstaka kraft, sem dulrænt
fólk skynjar undir Jökli. David kvaðst
alveg trúa því, aö slíkur kraftur gæti
birzt í einskonar samþjöppuöu formi á
tilteknum stööum og aö hann kæmi þá
frekar innan frá en utan. Væntanlega
segir hann nemendum sínum við
Princeton-háskóla eitthvaö frá kraft-
birtingu undir Jökli, enda þótt sérsviö
hans sé ekki í dulrænunni, heldur
samband menningar og tungumáls. Á
því haföi hann gert ýmsar athuganir og
kvaö meginatriöi í því sambandi, hvaö
íslenzkan væri búin aö haldast lengi
lítiö breytt.
Síðla ágústmánaöar hélt David
Crabb utan að nýju og nú er hann fyrir
nokkru kominn til kennslu aö nýju.
Hann getur nú nánast rætt viö hvern
sem er um hvaö sem er á íslenzku og
sagöi um leið og hann kvaddi: „Von-
andi kemst ég hingaö um jólin.“
Gísli Sigurðsson
Jón Oddgeir Jónsson
SÁÐMENN Á LOFTI
Vængfráir menn
varpa fræi
í ógróin sár
örfoka lands.
Græn augu
gróandans
greypt í
ásjónu jarðar
glitra á ný.
Steindór SigurÖsson
HRÍSLUR
Ég man eftir móunum heima
á milli blásinna hæöa.
Ennþá veit ég aö um þá
útsynningarnir næöa,
gráa af gamalli sinu
og gulhvítum þúfnamosa.
En örfáar einmana hríslur
viö aökomumanninum brosa.
Ég man þessar móahríslur,
sem mennirnir notuöu í eldinn.
Viö ylinn af þeim var oft unaö
og elskaö í rökkrinu á kveldin.
Valdemar Hólm Hallstað
TIL MINNINGAR
um Pétur Jóhannsson skipstjóra
og Hjálmar Einarsson háseta
á Bíldudal
Þeir gleymast seint sem gefa allt,
af gleöi hins hreina og sanna
og saga þeirra veröur litríkt Ijóö
í Ijósbrotum minninganna.
Viö kveöjum í dag svo klökk og hljóö
hvert hjarta þar undir tekur.
Svo mildur og hlýr er sá morgunblær,
sem minning hins liðna vekur.
Maríus Ólafsson
GEISLINN
Hvert sem aö leiöin mín liggur
lýsir í sál minni geisli,
kveiktur í heilagri hrifning
hjartans á gleöinnar stundu.
Geisli sem brúar mér bilið:
brautina sólkerfa milli. —
Gott er í Ijóöheimi aö lifa
líöandi á sólbjörtum vængjum.