Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 8
David Crabb gluggar í oröabók Menningarsjóðs í herbergi sínu á Felli á
Arnarstapa. Á efri myndinni er Stapafellið, sem nefnt er í sambandi við hina
dulrænu orku undir Jökli.
Dulrœn bending
vísajti honum
til Islands
Um DAVID CRABB,
prófessor við Prince-
ton-háskóla, sem und-
anfarin þrjú ár hefur
eytt öllum sínum leyf-
um á íslandi: í Vest-
mannaeyjum, Grímsey
og undir Jökli
Maöur er nefndur David Crabb.
Hann er bæöi mannfræðingur og
málfræðingur og nýtir þekkingu sína
meö kennslu viö þann nafntogaða
Princeton-háskóla í New Jersey í
Bandaríkjunum. Þessi menntastofnun
hefur haft góöa menn á sínum snærum
og er nærtækast aö benda á Albert
Einstein, sem starfaöi þar, eftir að
hann fluttist vestur um haf. Líkt og
annarsstaðar í bandarískum háskól-
um, sinna kennarar rannsóknarverk-
efnum, og í þeim erindum haföi David
Crabb veriö í Grikklandi, þar sem hann
athugaöi hyernig Grikkir nota sitt
gamla tungumál nú á tímum.
í sumar átti ég leiö um undir Jökli og
hitti m.a. Loft Jónsson, forstjóra og
kaupmann, í sumarhúsi hans á Hnaus-
um. Loftur minntist á, aö ég þyrfti aö
koma aö Felli á Arnarstapa og hitta
merkilegan mann, sem þar sæti aö
störfum. Fyrirtækið Jón Loftsson h/f á
þessa jörö og starfsfólkið er til skiptis
í íbúðarhúsinu. En maöurinn, sem
einnig haföi fengiö inni þarna, var
einmitt David Crabb, málfræöingur og
mannfræðingur frá Princeton-háskóla.
En hversvegna var hann hér undir
Jökli, — og hvernig stóö á því að hann
talaöi íslenzku? Kannski fyrir undar-
legar tilviljanir; kannski fyrir dulrænar
bendingar. Aö minnsta kosti varö ég
nokkurs vísari daginn eftir, þegar ég
heimsótti David sérstaklega með þaö
fyrir augum aö fregna nánar um veru
hans hér. David er liðlega fimmtugur,
en gæti eins verið tíu árum yngri; hann
er framúrskarandi Ijúfur maöur og
gamansamur og er alls ekki slíkur
„prófessor" aö þaö sjáist langar leiöir.
Hann gæti þessvegna veriö barna-
kennari eöa rútubílstjóri. En þegar
maöur tekur hann .tali, leynir sér ekki,
aö á perunni logar glatt — og þaö
þykir betra í Princeton.
Upphaf þess aö David kynntist
íslandi var draumur, sem hann
dreymdi. Harin haföi áöur verið í
Grikklandi viö rannsóknir og var í þann
veginn aö leggja upp þangaö á nýjan
leik, þegar hanri dreymdi dularfullt
kort. Á því voru merkingar í torræöum
véfréttarstíl, en Davíd réöi drauminn
þannig, aö sér væri ætlaö aö fara langt
noröur.
Þetta var á Jónsmessu 1978.
Vegna draumsins ákvað David aö
fljúga austur yfir Atlantshafiö meö
flugvél, sem millilenti í Keflavík; þar
geröi hann ráö fyrir þriggja daga
áningu. Hann fór sem leiö liggur til
Reykjavíkur og eftir viöræöur við
elskulega konu í bókabúö, var hann
ákveöinn í að halda ekki áfram til
Grikklands, — heldur til Vestmanna-
eyja. Þar fékk hann inni á farfugla-
heimili, mállaus meö öllu á íslenzku, og
kynntist Vestmannaeyingum ekki aö
ráði. En þaö var töluvert af útlending-
um í Vestmannaeyjum þá, svo félags-
skap skorti ekki. David er þó ekki
háöur félagsskap, honum þykir gott aö
vera einn og hann skrifaöi talsvert í
Eyjum og átti góða daga þar.
í ágústmánuöi hélt hann heim á ný
og hvarf til starfa sinna viö kennslu í
Princeton-háskóla. En hann hélt áfram
að hugsa um ísland. Þjóöverji, sem
hann hitti í Eyjum, haföi bent á honum
á, aö trúlega félli honum enn betur í
Grímsey. Og Davíö ákvaö aö næsta
sumar yröi þaö Grímsey, þar ætlaöi
hann aö dvelja sumariö í rannsókn-
arskyni.
Allt fór þaö eftir áætlun. í júníbyrjun
1979 kom hann til Reykjavíkur; dvaldi
þar um þriggja vikna skeið, en hélt
síðan norður og sigldi til Grímseyjar
með Drang frá Akureyri. Þá var
lengstur dagur árs: 22. júní, þegar
David steig á land í Grímsey, en þaö
var eins og árstíðirnar heföu eitthvaö
ruglazt í almanakinu. Hinn nóttlausa
voraldar veröld var grimmilegur vetr-
arhamur; þaö hlóö niður snjó þennan
dag, — þetta var makalaust vor.
Félagsheimiliö var lokaö vegna hita-
bilunar og David fékk inni í skólastofu
í barnaskólanum. Þar var hann aleinn
og hafði tvo rafmagnsofna til upphit-
unar. Undarieg ósköp aö vera allt í
einu kominn á annan eins veraldar-
hjara úr hásumrinu í New Jersey. En
David Crabb haföi ekki áhyggjur af því.
Hann var meö vinnu meö sér; þaö
voru ýmsar skriftir, sem stóöu í
sambandi við kennsluna í Princeton.
Engir ferðamenn eöa útlendingar voru
þá í Grímsey, nema tyrkneskur strák-
ur, sem vann í fiski og var aö reyna að
læra ensku. Stúlka, sem afgreiddi í
búö, talaöi ágæta ensku og einn
Grímseyingur að auki og þetta ágæta
fólk bjargaöi David og eins byrjaöi
hann aö læra íslenzku.
Þeirri spurningu hefur þó ekki enn
verið svaraö, hversvegna hann sat við
skriftir í húsi undir Jökli á því herrans
sumri 1980. Kannski er þaö tilviljun,
kannski einhverskonar handleiösla.
Eftir aö David haföi veriö tímakorn í
Grímsey, kom þar bátur meö túrista
og á honum var amerísk stúlka, sem
þóttist vita lengra en nef hennar náöi.
Hún sagi David, að ef hann vildi
komast eitthvaö til botns í íslandi og
íslendingum, yröi hann aö lesa Lax-
ness; einkum og sér í lagi Kristnihald
undir Jökli. Nú kom sér vel að vera
málkunnugur konu í bókabúð fyrir
sunnan. David skrifaöi henni og fékk
brátt í hendur eintak af bókinni. í
Reykjavík haföi David fyrir tilviljun hitt
aö máli séra Rögnvald Finnbogason á
Staöastaö og vissi aö sá prestur
þjónaöi einhversstaöar í nánd viö
Snæfellsjökul. Og kollega sinn í mann-
fræöinni, Harald Ólafsson, haföi hann
einnig hitt aö máli. Sumarið leiö í
Grímsey; þetta sumar var í raun eitt
kalt haust, en þaö virtist ekki hafa fariö
í taugarnar á David.
Hann hélt utan til kennslu þegar sá
tími kom, ákveðinn í aö gera enn eina
íslandsreisu og þá til Grímseyjar og
framkvæma, þaö sem þeir í háskóla-
rannsóknum kalla „field work“ — þaö
fjallar eitthvaö um hagi fólks á staön-
um — og hann vissi aö til þess yröi
hann að kunna máliö. David var svo
heppinn að komast í samband viö
íslenzkan námsmann viö Princeton-
háskóia; sá heitir Eyjólfur Kjalar Em-
ilsson og haföi áöur kennt íslenzku.
Hann reyndist frábær kennari, segir
David, sem trúlega hefur einnig verið
góöur nemandi og búinn að læra
eitthvaö Grímseyjarsumariö.
Til þess aö æfa sig í íslenzku svo
sem framast mátti veröa, hélt David til
íslands í jólaleyfi sínu; hitti margt fólk í
Reykjavík, var í jólaboöum og þess-
háttar. Þaö var skemmtilegt frí, segir
hann, en gaf lítiö af sér í íslenzkukunn-
áttu, því allir vildu tala viö hann ensku.
Annað veifið fá bandarískir háskóla-
kennarar langt hlé frá kennslu og nú
vildi svo til, aö hjá David bar þaö uppá
áriö 1980.