Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 15
nákvæmni sögufræðilegra heimilda
(hún var skáldsaga — þetta var skýrt
tekið fram) hefur hvarvetna í heiminum
gegnt sínu hlutverki, þ.e. frætt menn
um andsemitisma eöa andúö á gyöing-
dómi. Andsemitismi hefur ávallt þjón-
aö einum tilgangi aö útrýma gyöing-
dómi, annaö hvort líkamlega eöa
andlega. Tökum dæmi: Ef ailir gyö-
ingar hættu aö breyta eftir Tórunni og
þekktust ekki lengur af gyöingdómi,
myndu þeir um leið losna bæöi viö
allar rætur sínar og við „stimþilinn".
Þeir myndu jafnvel brátt gleyma hvaö
þaö táknar aö vera gyöingur. Þá yröi
hægt aö lokum aö raöa „gyöingum og
gyðingdómi“ niöur á hillu mannkyns-
sögunnar, þar sem allir hinir löngu
útdauðir trúarsteingervingar falla
smámsaman í gleymsku komandi kyn-
slóöa. Gyðingdómur myndi í eitt skipti
fyrir öll lokast í skúffu milli trúarbragöa
Forn-Egypta og Persa, viö hliðina á
hiliu forn-grískrar meninngar. Væri
það ekki „hinsta lausnin?"
Hin ævarandi sáttmáli
í Sovétríkjunum eru gyöingar ofsótt-
ir enn, þeir eru sendir í þrælkunarvinnu
eöa lokaðir inni á geösjúkrahælum, ef
þeir vilja breyta eftir lögmálum Móses.
í mörgum öörum löndum er enn í dag
andúö á gyðingdómi á háu stigi, sums
staöar er hún ekki nema ómeðvitaö
fyrirbæri, en kemur fram í margvíslegri
mynd. Um aldur og ævi hafa stórveld-
in, grimm og blóöug, risiö upp til þess
eins aö hníga niöur og veröa aö dufti
Ég hef ekkert á
móti skrúðgöngum
Framhald af bls. 5
honum. Sonur minn, sá taiandi, heimt-
aöi strax aö ég tæki sig á háhest því
aö hann sæi ekki neitt.
Ég sagöi honum aö þetta væri 17.
júní. Hvort hann vissi ekki aö á 17. júní
ættu menn ekki aö sjá neitt og allra
síst börn.
Hann tók þessari röksemdafærslu
bærilega og reyndi að tylla sér á tá svo
lengi aö mér datt ekki í hug annað en
hann yröi með sinadrátt þaö sem eftir
væri dagsins.
Aö lokum luku trúöarnir leik sínum
og var þá skrúögangan niöur á
Lækjartorg næst á dagskrá.
Ég stakk upp á því viö konuna mína
aö hún færi meö afkvæmin í gönguna,
ég hins vegar færi og næöi í bílinn og
reyndi aö ná í stæöi sem næst
miöbænum, svo aö viö þyrftum ekki
aö ganga alla leið neöan úr bæ og upp
í Skipholt að göngu lokinni.
Mér til mikillar undrunar tók konan
mín vel í þetta. Við ákváöum svo aö
hittast hjá klósettunum í Bankastræti.
Ég dreif mig nú aö ná í bílinn og var
svo stálheppinn aö fá stæöi á Freyju-
götunni. Síöan gekk ég í hægöum
mínum niöur í Bankastræti. Þar var
fremur fátt fólk mætt og ég tók mér
stööu þarna á Bernhöftstorfunni. Ég
haföi ekki staðiö þar lengi þegar ég
heyrði lúðrahljóm og trumbuslátt. Nú
er gangan aö koma, hugsaöi ég. Þetta
var alveg rétt hugsað hjá mér. Og
þvílík ganga. Hljómsveitin má aö vísu
eiga þaö aö hún var fremur fámenn, en
manngrúinn sem á eftir henni kom, var
svo mikill aö mig hreint og beint
sundlaöi. Þarna steyptist þessi margliti
foss niöur Bankastrætiö og allir sem í
honum voru stefndu aö sjálfsögöu á
mig. Fyrr en varöi var ég kominn inn í
miöjan fossinn og þegar ég leit í
kringum mig sá ég ekkert nema
íslenska fána og blöörur í þúsundavís.
jarðarinnar, en litla þjóöfélagið sem
þau öll ætluöu sér aö tortíma, heldur
áfram aö vera til óbreytt, en í sífelldri
endurnýjun.
Ennþá kveikja gyðingar á báöum
Shabbatskertum á föstudagskvöldi,
trúfastar varir bera enn fram nákvæm-
lega sömu blessunaroröin yfir heimilið
og yfir bæði Shabbatsbrauðin, sömu
oröin enduróma nú á dögum og fyrir
5000 árum, sörhu athafnirnar fara
fram, ævafornir sálmar eru sungnir á
sama máli og forðum: keöjan æxlast
stööugt áfram og saga hennar veröur
æ reynsluríkari, öld eftir öld.
Alla sem hafa látið sig dreyma um
endalok gyðingdóms, ætti spádómur
Bileam aö vara viö. Bileam var sendur
af konungi Balak til aö njósna um
ísraelsmenn og finna einhvern staö til
aö tortíma þeim. Hann kom aftur til
konungsins, kastaöi sér til jaröar og
kvaö:
„Sannarlega fylgdist ég með þeim
frá toppi hamrakletta
og frá hæðunum skimaði ég yfir til
þeirra:
Þar er einstök þjóð sem býr
einmana.
Hún verður ekki talin meðal þjóða
jarðarinnar.
Hver gæti reiknað út afkvæmi
Jakobs
og metiö með réttu vald ísraels?
Ó, ég vildi að sál mín dæi sama
dauöa og hinir réttlátu,
þannig að afkvæmi mitt yrði eins
og hans.
Hvernig í ósköpunum á ég aö finna
konu mína og afkvæmi? — Hugsaði ég
þar sem ég stóð þarna og mér leiö
alltaf ver og ver. Þá datt mér snjallræöi
í hug. Þaö er ekki nema um eitt aö
gera, — hugsaði ég, fyrir mann eins og
mig sem er búinn aö týna konu sinni
og afkvæmum, og þaö er aö fara og
leita.
Ég gekk því upp Bankastrætið
hægra megin og skimaði stööugt yfir
götuna. Hjartað í mér tók kipp í hvert
sinn sem ég sá brúnan barnavagn. Ég
bölvaði barnavagnaframleiðendum í
hljóöi fyrir aö framleiða annan hvern
vagn í heiminum brúnan. Mér datt
meira að segja í hug að þessir
andskotar væru litblindir. Einnig
fannst mér undarlegt þar sem ég gekk
á móti þessum óhugnanlega straumi
fólks, hvaö margir strákar voru Ijós-
hæröir og hve margar mæöur þeirra
voru brúnhæröar. Og áfram hélt ég á
móti straumnum, án þess aö sjá
fjölskyldu mína. Ég var satt aö segja
oröinn heldur vonlítill um aö rekast á
hana. Hún gæti hafa fariö fram hjá mér
án þess ég tæki eftir henni. En þegar
ég er kominn fast aö Ingólfsstræti ekur
á mig barnavagn.
— Afsakiö, — segi ég um leiö og
ég sný mér aö vagninum. Ég var eins
og lög gera ráö fyrir aö góna allt hvaö
af tók yfir götuna.
— Fyrirgefðu, — sagði konan sem
vagninum ók, en hún var rétt eins og
ég aö glápa yfir götuna líka.
Síöan stóöum viö þarna og horfö-
umst í augu, konan mín og ég. Þarna
urðu aö sjálfsögöu fagnaöarfundir og
er skemmst frá því aö segja að konan
mín fór meö kjaftaskinn niður á torg til
aö sjá ekki neitt af skemmtiatriöunum
þar, en ég rúllaöi því ómálga upp og
niður Ingólfsstrætiö þar til þaö sofn-
aði. Þegar skemmtiatriöunum var lokiö
hélt fjölskyldan upp á Freyjugötu og
þaðan heim.
Þaö voru allir ánægöir meö daginn,
meira aö segja ég sem haföi fariö í
skrúögöngu upp Bankastrætið á meö-
an allir hinir fóru í göngu niöur það.
Voruð þið ekkert
hræddar...
Framhald af bls. 4
tækifæri, en í hnotskurn má segja, að
markmið kvennabaráttu sé jafn réttur
karla og kvenna og jöfn aöstaöa þeirra
til aö nýta réttindi á öllum sviöum. Þá
er spurningin, hvort rétt er aö fara þá
leiö aö bylta ríkjandi þjóöfélagsgerö í
þeirri trú, aö þá komi upp jöfn staöa
eöa leggja áherslu á vitundarvakningu
fólks, er smám saman hafi í för meö
sér breytingu á innri gerö samfélagsins
og valfrelsi til orða og athafna, hvort
sem karl eöa kona á í hlut. Það er
hverju máli til framdráttar, aö sem
flestir leggji því liö og öll þessi
starfsemi, hvort sem hún er nefnd
kvenréttindi, jafnrétti eöa mannrétt-
indi, hefur hrundiö af staö mikilli
þjóöfélagslegri umræöu. Rík tilhneig-
ing er til aö ráöskast meö konur sem
hóp og t.d. meö pennastrikum á
Alþingi í formi skattalagaákvæöa o.fl.
reynt aö skáka þeim fram og aftur milli
heimila og vinnumarkaöar allt eftir
vinnuaflsþörfinni hverju sinni. Oft gætir
lítilsviriöingar varöandi vinnuframlag
kvenna, bæöi heima og heiman, og
vegna slíkra ummæla var m.a. tilbúinn
jarðvegur fyrir hugmynd eins og
kvennafrí, sem var ætlaö aö sanna
mikilvægi vinnuframlags kvenna á ís-
landi.
Lítil þúfa
og þungt hlass
Beint tilefni aögeröarinnar var til-
laga, sem samþykkt var á ráðstefnu,
sem ríkisskipaða kvennaársnefndin
gekkst fyrir aö Hótel Loftleiöum í
Reykjavík.
Hugmyndin að baki tillögunni var aö
vísu erlend, haföi skotiö upp kollinum
ööru hverju og tengdist aö lokum
kvennaárinu. „Flutningsmenn voru 8
konur: Bessí Jóhannsdóttir, ég, Elísa-
bet Gunnarsdóttir, Geröur Steinþórs-
dóttir, Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Friö-
riksdóttir, Valborg Bentsdóttir og Þor-
björg Jónsdóttir. í öllum sínum ein-
faldleik hljóöaöi tillagan svona:
„Kvennaársráöstefnan haldin 20. og
21. júní 1975 skorar á konur aö taka
sér frí frá störfum á degi Sameinuöu
þjóöanna 24. október nk. til aö sýna
fram á mikilvægi vinnuframlags síns.
„Tillagan var borin undir atkvæöi og
mun hafa veriö samþykkt meö 72
atkvæöum gegn 28, ef rétt er munað,
og veröur aö segjast að þá velti lítil
þúfa þungu hlassi.
Síðan geröist ekkert þangaö til um
miðjan ágúst, er það rann upp fyrir
flutningsmönnunum, aö ekki voru aörir
framkvæmdaaöilar aö málinu en þeir.
Og þeir mæltu sér mót, mynduöu meö
sér undirbúningsnefnd, og kom Þuríö-
ur Magnúsdóttir þá inn í starfiö, en
Þorbjörg var utanbæjar. Þessi nefnd
rætti drög aö framkvæmd og samdi
bréf til ýmissa félagasamtaka, þar sem
þau voru beðin aö senda fulltrúa á
fund 11. sept. Þar mættu 50—60
manns, aögerö var rædd og samþykkt
og fundarmenn stofnuöu meö sér
samstarfsnefnd, sem hélt aftur fund
15. september og haföi undirbúnings-
nefndin þá tilbúna tillögu um 10 manna
framkvæmdanefnd. Þá nefnd skipuöu:
Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir, Ásdís
Guömundsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir,
Björk Thomsen, Elísabet Gunnarsdótt-
ir, Erna Ragnarsdóttir, Geröur Stein-
þórsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Stella
Stefánsdóttir og Valborg Bentsdóttir.
Mér var faliö aö vera oddamaður eöa
tengiliöur nefndarinnar. Stofnaöir voru
5 starfshópar og tvær úr framkvæmda-
nefndinni stýröu hverjum hópi, sem
sumir uröu allfjölmennir, enda öllum
opnir. Þegar hjólin voru farin aö snúast
opnuöust allar gáttir af úrræöum og
fjöldi manns vann af áhuga og ósér-
hlífni, en KRFÍ lét í té húsnæöi sitt aö
Hallveigarstööum fyrir starfiö.
Kvennafríiö var samstillt átak fjölda,
þar sem allir lögöust á eitt. Og þaö
náöi tilgangi sínum, þeim tilgangi sem
fram kom í tillögunni okkar. Þegar
íslenzkar konur mættu ekki á sínum
venjulega vinnustaö heima eöa heim-
an, stönzuöu hjól samfélagsins!
Þennan dag voru fundahöld um land
allt og mikil hátíðastemmning. Á Lækj-
artorgi voru um 25 þúsund manns
saman komnir og hlýddu á tveggja
klukkutíma dagskrá. „Opin hús“ voru
víös vegar um borgina og þangað
flykktist fjöldi fólks, en listamenn fóru á
milli og skemmtu.
Frágangur mála eftir þessa aögerö
tók sinn tíma, starfshóparnir skiluöu
allir skýrslum um störf sín á sérstökum
fundi, lagöar voru fram fundargeröir
framkvæmdanefndarinnar og aö síö-
ustu var almennur fundur 28. mars aö
Hótel Sögu, þar sem kvennasögusafni
íslands voru afhent til eignar öll skjöl
og myndir, sem safnast höföu hjá
nefndinni og jafnframt kr. 800 þús.
sem var fjárhagslegur afrakstur kvenn-
afrísins. Þar meö höföum viö sett
punkt aftan viö verklegar framkvæmdir
í þessu sambandi. Hvort eftir stendur
eitthvaö aö ööru leyti er ekki svo
auövelt aö finna kvaröa til aö mæla
eftir.
Eðlilegt öldufall
En aö fimm árum liönum er eölilegt
aö viö spyrjum, hver hafi oröiö árangur
kvennafrísins. Þessu veröur hver og
einn aö svara fyrir sig. Sjálf er ég ekki
í nokkrum vafa um, aö aögeröin hefur
haft mikil áhrif. Hún hefur orkaö sterkt
á vitund kvenna, þangaö sem henni
var beint og styrkt sjálfstraust þeirra.
Þá er einnig eölilegt að spurt sé,
hvers vegna ekki hafi verið haldið
áfram á svipaðri braut, eftir svo vel
heppnaöa aögerö. Á því eru vafalaust
ýmsar skýringar, t.d. þaö aö þjóöfélag-
iö var oröiö nokkurn veginn mettaö af
jafnréttisumræöu aö sinni. í allri bar-
áttu má búast við öldufalli eftir aö
mikilsveröum áfanga er náð, en þess
veröur aö gæta, aö þaö veröi ekki of
mikið. Það er varhugavert, eins og
sagan sýnir.
En önnur skýring er sú, aö hinn
breiði hópur, sem stóö aö kvennafríinu
gat aöeins haft samstöðu um mjög
afmörkuö atriöi. í allri kvennabaráttu
rekum viö okkur á þá gleöilegu
staöreynd aö konur eru ekki hópsálir.
Þær geta risiö upp sem ein, þegar
þeim finnst troðiö á rétti sínum fyrir þá
sök aö þær eru konur. Þær geta
sameinazt um aö veita sjálfum sér og
öörum konum hvatningu og þær eru
oft skjótar aö bregöa viö til hjálpar í
neyð. En allar tilraunir til þess aö
draga konur í eina pólitíska fylkingu
hafa veriö dæmdar til þess aö mistak-
ast, því aö þær hljóta sem einstakl-
ingar aö leita mismunandi úrlausna í
ýmsum þjóömálum, félagsmálum og á
öörum vettvangi. Sá þverpólitíski hóp-
ur, sem myndaði órofa samstööu viö
undirbúning kvennafrísins hlaut aö
leysast upp aö því loknu. Og raunar
voru mismunandi stjórnmálaskoöanir
farnar aö setja mark á kvennabarátt-
una, áöur en kvennaáriö gekk í garö,
því aö þegar áriö 1974 lýsti Rauö-
sokkahreyfingin yfir pólitískum mark-
Framhald á bls. 16