Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Blaðsíða 5
Kennari í sumarleyfi — 5. hluti Eftir Benedikt Axelsson Ég hef ekkert á móti skrúð- göngum Fyrirgefðu, sagði konan sem vagninum ók, — en hún var rétt eins og ég að glápa yfir götuna. Það er sem sagt ansi margt sem gerist hjá manni í fimm mánaöa fríi, jafnvel þótt maöur haldi því fram, þegar það er liðið, aö maður hafi svo sem ekkert gert. Auövitað er þetta alls ekki rétt. Maöur bara gleymir smá- mununum, eins og til dæmis því þegar bíllinn manns bilar morguninn sem fjölskyldan ætlaöi Þingvallahringinn og húsbóndinn, sem er flinkur við að sparka í dekk, eyðir öllum deginum í aö leita aö biluninni. Þegar hann er búinn aö leita þetta lengi og búinn aö gefast upp eins og gefur aö skilja, bregst þaö ekki aö konan hans kemur meö einhverjar gáfulegar athuga- semdir eins og t.d. hvort ekki sé einhvers staöar laus þráöur í vélinni. Þegar ég segi henni aö þaö séu engir þræöir í vélinni, þetta sé þráölaus vél, þá heldur hún því fram aö þetta hljóti aö vera bensínstífla. Ég get auövitaö ekki neitaö því aö þetta gæti verið bensínstífla, en svo kemur í Ijós aö kertin hafa bleytt sig. í annan staö fær kanarífuglinn manns kannski ræmu í hálsinn og þá þarf aö fara meö kvikindið til háls- nef- og dýralæknis. Og stundum tekur meirihlutinn í fjölskyldunni til sinna ráöa og heimar aö fara'í skrúögöngu á 17. júní. — Það er ekkert sjálfsagöara en aö fara í skrúögöngu á 17. júní, — segi ég, — nema ef vera skyldi þaö aö ganga á Mount Everest. — Ég var sem sagt ekki fyrr búinn aö setja vinstri fótinn fram úr rúminu þann 17. en konan mín hóf upp raust sína og spurði hvort ég ætlaði ekki í skrúögöngu. Ég sagði konunni minni aö göngu- túrinn fram í eldhús og til baka aftur myndi alveg nægja mér í dag. Ég var ekki fyrr lagður af staö í þennan annars ágæta göngutúr, en konan mín reis upp viö dogg í rúminu, hvessti á mig augun og spuröi, hvort virðing mín fyrir sjálfstæði íslands næði ekki lengra en fram í eldhús. Ég kunni ekki viö að ergja konuna mína meö því aö lýsa því yfir að viröing mín fyrir landinu næði helmingi lengra, þ.e.a.s. fram í eldhús og til baka. Ég þagði því aöeins. — Nú gjörir.þú svo vel og ferö meö okkur í skrúögöngu, hvort sem þér líkar vel eöa illa, — segir konan mín um leið og hún snýr sér á hina hliðina og heldur áfram aö sofa. Þar sem ég hef lært af gamaili reynslu að þaö er gjörsamlega von- laust verk aö mótmæla þegar konan er í þessum ham, lalla ég fram í eldhús aö hita kaffi. Þegar konan mín og afkvæmi koma stuttu seinna fram í eldhús og hafa sofið nóg, tilkynni ég þeim aö þaö sé því miður ekki hægt aö fara í skrúð- göngu. Samkvæmt kostnaðaráætlun minni sé ekki til króna til aö kaupa fyrir íslenska fánann og blöðru, hvað þá pylsu og öl. Og þar sem foreldrar með afkvæmi yrðu aö athlægi ef þeir sæust á sjálfan 17. júní, fána- og blöörulaus, þá veröum viö aö sitja heima. — Þetta segiröu nú bara til aö losna viö aö fara, — segir konan mín. — Alls ekki, segi ég, en fyrir utan peningaleysiö eigum viö ekki nægar birgöir af heftiplástri til að okkur geti liðiö bærilega að göngu lokinni. Þess vegna legg ég til aö öllum gönguferð- um veröi frestaö um eitt ár frá deginum í dag aö telja. — — Fjandi eru nú alltaf rökfastur, — segir sonur minn og lítur á mig aödáunaraugum. — Þakka þér fyrir, góöi minn, — segi ég og er stoltur af gáfum sonarins. — En viö förum nú samt í gönguna, — bætir sonurinn viö og tapar um leiö talsveröu af því áliti sem ég hafði á honum. Þar sem ég er lýöræðissinnaður maöur gefst ég aö sjálfsögöu meö þaö sama upp fyrir meirihlutanum. Ég get þó ekki stillt mig um aö segja syninum að þaö sé vissara fyrir hann aö skoöa hug sinn vel áöur en hann gangi algjörlega í lið meö kvenfólkinu. Þaö geti meöal annars leitt til þess síöar meir aö hann léti konuna sína kúga sig á flestum sviöum eins og faðir hans. Það er sem sagt ákveöiö meö tveimur atkvæöum gegn einu aö fara í skrúögöngu á 17. júní. Ég verð aö segja það til aö forðast misskilning aö ég hef ekkert á móti skrúögöngum, ef ég þarf ekki aö þramma í þeim sjálfur. Mér finnst þetta þjóölegur siöur sem megi alls ekki leggja niöur. Þaö mætti meira aö segja fjölga skrúðgöngudögunum mér aö meinalausu. Hvers eiga t.d. verslun- armenn að gjalda? Ekki fá þeir neina skrúðgöngu á sínum frídegi. Væri þaö ekki tilkomumikil sjón aö sjá þessa fjölmennu og ágætu stétt arka frá Sambandshúsinu og inn aö Hagkaupi t.d.? Ég slæ þessu svona fram, kannski aðallega vegna þess að þetta yröi sú skrúöganga sem konan mín myndi banna mér aö fara í. Hún er nefnilega þaö sem kallaö er á íslensku kommúnisti og segir aö viö eigum enga samleiö meö auðvaldinu. En þaö er nú önnur saga. Eftir aö hafa borðaö góöan hádegis- verð, en þaö gerum viö alltaf á 17. júní í tilefni dagsins, fórum viö að hugsa okkur til hreyfings. Aldrei þessu vant var gott veður þennan dag. Viö sluppum því viö aö klæöa okkur í allar þær skjólflíkur sem fjölskyldan á, og þetta varö einnig til þess aö sonur okkar ómálga fékk aö koma meö. Ég hef ekki minnst á þennan meðlim fjölskyldunnar fyrr vegna þess aö þaö fer svo lítið fyrir honum enn. Hann hefur t.d. ekki atkvæöisrétt í málefnum fjölskyldunnar og hefur sig aldrei í frammi nema hann sé svangur eöa búinn aö pissa ótæpilega í bleiuna sína. En þá ræöur hann líka öllu á heimilinu. Við byrjuðum á því aö setja farar- tæki þess ómálga í skottiö og gekk það stórslysalaust. Síöan var haldiö af staö niöur á Miklatún, en þar áttu trúöar aö skemmta mannskapnum. Þegar viö nálguöumst áöurnefnt tún kom í Ijós aö viö vorum ekki ein um þaö aö ætla aö horfa á trúöana. Þaö var meira aö segja ekki laust viö aö okkur dytti í hug aö öllum Reykvíking- um heföi dottið þaö sama í hug og okkur. Slík var bílamergöin. Viö ákváöum því í sameiningu aö reyna aö fá stæöi í Skipholtinu. Þaö tókst bærilega. Vagninn var tekinn úr skott- inu og síöan var arkaö niður á tún Þegar þangaö kom voru trúöarnii byrjaöir aö leika listir sínar og mann • fjöldinn slíkur fyrir framan pallinn hjá þeim að viö komumst hvergi nálægt Framhald á bls. 15 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.