Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Page 2
Frá Hafnarfirði — hús Bjarna Sivertsen og pakkhúsið. Vatnslitamynd eftir Gunnlaug Stefán Gíslason.
Predikun í Hafnarfjarðarkirkju á nýársdag 1981
Þorgeir Ibsen:
Augu okkar eru haldin
og efinn sœkir okkur heim
Á miðnætti síðastliöna nótt kvöddu
klukkur landsins „hiö gamla ár, áriö 1980,
sem nú er horfið í aldanna skaut og inn hiö
nýja“, áriö 1981, sem fáir eöa engir fá vitaö
hvað bera mun í fangi sér til næstu
áramóta. Svo sem að venju komu ættingjar
og vinir saman á mótum þessara tveggja
ára, til þess að þakka fyrir það gamla og
liðna og fagna sameiginlega hinu nýja, fullir
vonar, trúar og eftirvæntingar, sem ekki er
aö öllu leyti laus viö nokkurn kvíöa og ugg
um framtíðina.
Á slíkri stund, sem áramótin eru,
klökknar hjartaö og strengir þiöna í
brjóstinu. — í hijóöri þögn minnast menn
genginna stunda meö ættingjum og vinum
í gleði og sorg, minnact sstvina, sem
norínir eru yfir mærin mikiu og gengnir á
fund feöra sinna og mæöra. — Á slíkri
stund endurskoða menn einnig hug sinn,
líta yfir farinn veg, vega þaö og meta sem
vel var gert og þaö sem mistókst, og eru
með heit í huga og áætlanir um framtíöina,
áætlanir, sem meö tilliti til mannicnc
veikleika oreySKleika, eru ýmist dæmd-
ar til aö mistakast eöa takast aö miklu eöa
öllu leyti, ef einaröur vilji og einlæg trú eru
látin ráöa feröinni. — Þegar áform okkar
mistakast, finnum viö sárt til þess, aö trú
okkar var ekki nógu einlæg og viljinn
veikari en reyr. Og orö postulans sannast á
okkur: „Þaö góöa, sem ég vil, geri ég ekki,
en þaö ílla sem ég vil ekki, geri ég.“
Þaö er mannlegt aö skjátlast, en enn
mannlegra aö rísa á fætur, eftir aö hafa
hrasaö, og leitast viö aö gera betur.
Þegar verst gegnir er mest um vert aö
missa ekki vonina, trúna. Sá sem hefur
misst vonina hefur og einnig misst trúna.
Því án trúar er engin YQP,.
Nýársdagurinn er dagur vonarinnar og
dagur andlegrar hreinsunar. Samkvæmt
ævafornu tali er hann hjá okkur íslending-
um áttundi dagur jóla og var tii forna
kallaöur „átti dagur“ af þrettán, sem
fornmenn héldu sem jól og eimir af því
fram á okkar daga, þar eö enn köllum viö
þrettándann síðasta dag ]ó!S, Cy í'iöídum
jatnvel upp á hann meö ýmsu móti sem
slíkan. Er þetta enn í dag eitt af sérein-
kennum okkar íslendinga í hátíöarhaldi
jóla.
„Nýárssólin boöar náttúrunnar jól,“ segir
Matthías Jochumsson í hinum undurfagra
sálmi sínum „Hvaö boöar nýars blessuö
sól“, sem sunginn er nú sem aö venju
þennan dag, í öllum kirkjum landsins. Mér
er til efs, aö nokkur ein þjóö okkur skyld í
menningu, trú og siöum, eigi á sinni tungu
jafn tilkomumikinn og þó um leiö einfaldan
og þjóðlegan tímamótasálm og þennan
nýárssálm Matthíasar, sem er mesta og
áhrifaríkasta trúarskáld okkar íslendinga
eítir daga Hallgríms Péturssonar. Matthías
hefur ort allmarga nýárssálma, en þessi
hans sálmur er þeirra mestur og beztur aö
gæöum, stórbrotinn í sínum einfaldleik og
barnslegu trú.
Ef við lesum sálm þennan meö athygli,
finnum viö sterkt fyrir þeim áhrifum, sem
hann hefur á okkur. Þau streyma til
hjartans og þföa hugann. í sálminum teflir
Matthías andstæöunum saman, samanber
5. og 6. vers, hörpuslætti stormsins og
andardrætti barnsins, hinu mikla djúpi og
hinu litla tári. — í veraldlegum kveöskap
Matthíasar er einnig oft hans háttur og
aðferö aö láta andstæöurnar mætast og
takast á. í kvæði sínu um Dettifoss, lætur
hann andstæöurnar, hiö mikilfenglega og
hiö smáa, takast á. í þriöju vísu þessa
volduga kvæöis kveður hann:
„Geisa, fossinn forni,
finndu loks þitt haf,
þó ei tárin þorni,
þarftu ei betra traf.
Þó af þínum skalia
þessi dynji sjár,
finnst mér meir, ef falla
fáein ungbarns tár. “
í 7. versi í Nýárssálmi Matthíasar nær
þjóðarkennd hans og einlæg guöstrú á
okkur sterkum tökum. Hver les eöa syngur
þetta áhrifaríka vers meö hreistur á augum
eöa án þess aö komast viö? Skynjum viö
ekki trúarstyrkinn sem birtist í þessu versi?
Sjáum viö ekki sem í leiftursýn hag
landsins, umhverfi þess og kjör allra
landsins barna frá vöggu til grafar? Viö