Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Qupperneq 2
Heimilisfaöir og fyrirvinna:
Konanmínog
Auðvitaö er þaö hverjum vinnandi manni
einungis hollt aö eiga sér tómstundagam-
an. Þetta hef ég verið aö reyna aö
sannfæra konuna mína um öll þau ár, sem
við höfum veriö hamingjusamlega gift. En
henni, eins og konum yfirleitt, þóknast nú
aö taka staðreyndum meö kvenlegum
fyrirvara, og þaö er eins og viö manninn
mælt, aö í hvert skipti sem ég finn mér
eitthvað til dundurs, þá er hún óðara komin
á vettvang meö ótal tillögur á takteinum
um hvaö ég gæti nú gert annað og að því
er henni finnst, skynsamlegra. Eðlilega
finnst mér þetta óþolandi framkoma, en ég
hef gætt þess aö varðveita karakterstyrk
minn, þó flestir aörir karlmenn í mínum
sporum heföu fyrir löngu barið í borö og
mótmælt.
Nú upp á síðkastið hefur konan mín séö
ofsjónum yfir nýju tómstundagamni, sem
ég hef orðið mér úti um til aö slaka á yfir.
Það er mér nauðsynlegt aö slaka á. Ég afla
heimilinu tekna, skipti þeim bróðurlega
milli fjölskyldumeðlimanna: konan fær sitt
til að kaupa í matinn, Soffía fær vasapen-
inga án þess að gera nokkuð í staðinn,
enda er hún einkar lagin að koma sér
undan öllu sem vera mætti foreldrum
hennar til hjálpar, og Eiríkur litli, auga-
steinninn hans pabba síns, fær peninga
fyrir að vera ekki fyrir þegar mamma er að
vaska upp. Og ég fæ afganginn, sem er
hverfandi lítill og hefur frekar minnkaö með
árunum en hitt, einkum eftir að fjölskylda
mín komst á lagiö með að leysa allar deilur
með lýðræðislegum umræöum.
Lýðræðislegar eru umræðurnar, þegar
þau þrjú eru sammála gegn mér. En nóg
um það; sú sorgarsaga verður ekki rakin
hér.
Hið njýja tómstundagaman mitt er kross-
gátur. Ég uppgötvaði þaö ekki fyrr en ég
komst í tæri við mína fyrstu krossgátu nú
um daginn, að dagar lífs míns höföu lit
sínum glataö, að líf mitt hafði verið hjóm
eitt fram að þeim degi. Krossgátan inspír-
erar, herðir hugsunina, kemur huganum á
æðra plan.
En það hefur konan mín ekki uppgötvað.
Henni finnst krossgátur sljóvgandi fífla-
skapur sem drepur hugsunum manna á
dreif og gerir mann eins og fávita í framan.
Þessu lýsti hún hátíölega yfir um daginn,
og sýndi þannig best, að hún hafði
náttúrulega ekki minnstu hugmynd um, að
krossgátur eru alls ekkert annað en
þroskaleikir vel gerðra manna.
Voltaire leysti krossgátur, John Stuart
Mill leysti krossgátur, Fredrich Hayek leysir
krossgátur og Buckminster Fuller lætur
ekki svo dag líöa, aö hann leysi ekki að
minnsta kosti eina krossgátu. Allt eru þetta
virtir menn í sínum heimabyggðum, og segi
svo hver sem þorir að krossgátur séu
aðeins tímaþjófur af ómerkilegasta tagi!
Konan mín þorir. Enda er konan mín
með því markinu brennd, að bíti hún
eitthvað í sig, þá komast allt í einu aö engin
skynsamleg rök eins og ég ber á borð fyrir
hana. Hún tekur þeim eins og steinninn
vatninu og veður áfram eins og naut í flagi,
veifandi sinni þjargföstu trú og sannfær-
ingu. En þannig eru nú einu sinni velflestar
eiginkonur, og sem blíður og góður
eiginmaður skil ég þessa áráttu og tek
þessu öllu með stóískri ró. Og oftar en ekki
hefur það sín áhrif. Ég er viss um, að mér
tækist að gera hraösvíruðustu rauðsokkur
aö blíðlyndustu verum — en konan mín er
öllu verri en þær samanlagt, þegar kross-
gáturnar eiga í hlut. Svona getur nú
kveneölið leitt hana á villigötur.
Hún kom að mér um daginn, þar sem ég
sat í mestu makindum og var að leysa
krossgátu. Það var laugardagur og hún var
búin að hafa ofan af fyrir sér með því aö
vaska upp eftir matinn, ryksjúga teppin,
fara með motturnar og hrista úr þeim úti á
Eftir
Alfreð
Böðvar
ísaksson
altani, fægja gluggana og þrífa baöið.
Okkur leið sumsé báöum hiö besta, og
ekkert benti til þess aö eitthvert ægi-
legasta óveður mannlegra samskipta væri í
aðsigi. Soffía var heima, aldrei þessu vant,
og Eiríkur litli, augasteinninn hans pabba
síns, kúrði við fætur mína og lék sér með
bílana sína. Allt andaði friöi, kyrrö og ró, og
ekkert hljóð heyröist nema angurvært
suðið í ryksugunni og einstaka snark í
pípunni minni, þegar ég varð hvað mest
hugsi yfir krossgátunni.
Ljóöskáld, fimm stafa orð ... Jú,
auðvitað: Jónas.
Hamar, sjö stafa orö .. . Þaö getur nú
ekki verið neitt annaö en Mjölnir . .. eða
sleggja, ... ryk, tveggja stafa orö, það er
ar...
Þá birtist konan mín í dyrunum, grimmd-
arleg á svipinn með úfið hárið og renn-
sveitt. Viö Eiríkur litli litum báðir upp, og
vorum steinhissa. Grimmdarsvipurinn á
andliti konunnar minnar boðaði ekkert
gott. Haföi hún kannski ekki unaö sér eins
vel viö tiltektarstörfin og við héldum.
— Alfreð Böðvar!
Tónninn í röddinni boöaöi alls ekki gott
heldur. Ég áleit best á þessu stigi málsins
að láta eins og mig grunaöi ekkert, og
grúfði mig yfir krossgátuna á nýjan leik.
— Ég er hætt þessu þjónustustarfi hér á
heimilinu, hélt konan mín áfram í ógnvekj-
andi tón. Ég er búin að ryksjúga öskuna úr
pípunni þinni af stofuteþpinu, og viöra
hana úr sængurfötunum. Ég er búin að
taka herbergið hans Eiríks í gegn. Ég er
búin að þvo öll skítugu fötin hennar Soffíu,
sem hún skilur eftir sig eins og hráviöi út
um öll gólf, og á meöan situr hún inni í
herberginu sínu og hlustar á plötur, Eiríkur
í bílaleik á eldhúsgólfinu, sem ég var að
enda við að skúra, og þér þóknast að húka
eins og áttræð kerling í kör yfir svona
hégóma!
Við Eiríkur vissum varla hvaöan á okkur
stóð veðrið. Var þetta virkilega konan mín
og móöir hans, sem gat veriö svo einstak-
lega Ijúf og yndisleg, ef hún á annað borö
legði sig fram? En viö vorum varla búnir að
hugsa þessa hugsun til enda, þegar sú hin
einstaklega Ijúfa og yndislega tilkynnti hátt
og snjallt:
2
krossgáturnar
— Ég er farin heim til mömmul!
Að svo mæltu snaraðist hún út, og varla
sekúndubroti síöar var útidyrahuröinni
skellt svo ofsalega, að Ijósakrónan yfir
borðstofuboröinu fór á fleygiferð. Og hún
kvaddi ekki einu sinni.
Aumingja Eiríki litla, augasteininum hans
pabba síns, varð svo mikið um að hafa
orðið vitni að þessari óhugnanlegu um-
breytingu á móður sinni, aö hann fór að
háskæla. Og pabbi hans var ekki beint
hress yfir tilverunni heldur, því nú var útséö
um kvöldmatinn.
Og meira aö segja Soffía haföi heyrt
óhljóðin og kom þjótandi á vettvang
skelfingu lostin:
— Er aldrei hægt að fá frið til að hlusta á
plötur á þessu heimili, eða hvaö??
Svo leit hún í kringum sig, og sá
uppþvottaburstann í vaskinum, afþurrkun-
arklútinn á eldhúsbekknum, ryksuguna á
stofugólfinu og motturnar úti á svölum.
— Hvar er mamma?
Ég ætlaði að reyna að útskýra málið fyrir
henni eins varlega og mér væri unnt, en
Eiríkur litli hefur erft eiginleika líka frá
móður sinni og greip fram í fyrir mér.
— Mamma er farin að heiman. Eins og
þú ætlar líka stundum að gera. Ég kleip
blíðlega í handlegg hans til að þagga niöur
í honum, og Soffía notaði tækifærið og
sagði að þá myndi nú bara vera best að
hann flytti að heiman, hann væri svo mikið
gerpi.
— Soffía mín, þetta er nú ekkert
stórmál, sagði ég föðurlega. Hún mamma
þín ... hún þurfti bara rétt að skreppa út
— Hún er víst farin að heiman og hún
ætlar aldrei að koma aftur, galaði Eiríkur
aftur fram í og ég kleip enn blíölegar í
handlegginn á honum. Hann lét sér segjast
við það, enda hefur hann ávallt tekið
skynsamlegum fortölum.
Soffía stóð á fætur og strunsaöi inn í
herbergiö sitt, og tautaði eitthvaö um
„klikkað lið“ og fleira óþrenthæft á leiðinni.
Hurðinni var lokaö og læst og skömmu
síöar fór að heyrast torkennilegt urg, sem
kallast víst pönk á máli unglinga, innan úr
herberginu.
Við feögarnir uröum eftir, og hugsuöum
til konu lífs okkar, sem nú var einhvers
staöar ein á gangi í borginni, einmana
beisk sál á leið heim til móður sinnar, einu
verunnar sem fengi nokkra huggun henni
veitt. Og okkur leið báöum illa, við vorum
sorgmæddir, hryggir og sárir yfir þessum
óvæntu geðsveiflum konunnar minnar og
móöur hans, sem höfðu á svona óvarlegan
hátt bitnaö á okkur tveimur.
En smám saman jöfnuöum við okkur,
enda látum við jafnvel hinar snörpustu
orrahríðir lítt á okkur fá, og innan tíðar var
Eiríkur litli farinn að leika sór alsæll meö
bílana sína, og ég var fyrr en varöi
niöursokkinn í hina þroskandi krossgátu.
Og lífið varö eins og það átti að sér: allt
andaöi friði, kyrrö og ró, og ekkert hljóð
heyrðist nema einstaka snark í pípunni
minni.
Þá heyröist allt í einu umgangur í
forstofunni. Og áður en langur tími var
liöinn, birtist konan, sem áður hafði gengið
út með grimmdarsvip. Nú var tiún með
tvíræðan svip á andlitinu og órætt bros lék
um varir hennar, þegar hún spurði:
— Veistu hvaða sextán stafa orð má
nota um þann, sem veit ekki að hann er
þreytandi að hafa nálægt sér?
Mig grunaði ekki, aö nein brögö væru í
tafli, ég hélt í barnslegri einlægni minni, að
konan mín væri á sinn klaufalega hátt að
rétta fram sáttarhendi.
— Sextán stafa orö, já, svaraði ég aö
bragði, hress í skapi og reyndi að hugsa
mig vandlega um.
— Þetta er dálítiö snúið, elskan, sagði
ég svo.
— Á ég að ségja þér það? spurði hún,
enn með sama svip á andlitinu.
— Já, gerðu það, elskan mín, svaraði
ég, ennþá jafn glaöur yfir því að allt væri nú
aö falla í Ijúfa löö aftur.
Konan mín andaöi djúpt að sér,
— KROSSGÁTUFLAGARII!
— Svo hló hún lengi og innilega.
Ég sat stjarfur eftir. Örvæntingin heltók
mig. Þetta gat hún gert mér, manninum
sínum, saklausum. Og sannleikurinn birtist
mér, napur og djöfullegur í málshætti, sem
ég hef sjálfur sett saman: kaldar eru
klakaborgir, en kaldari eru þó kvennaklæk-
ir!