Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 3
Vísindalegar athuganir styðja þá hugmynd, að fyrir 11.500 árum hafi smástirni rekizt á jörðina — það var rothögg utan úr geimnum og dynkurinn hefur fundizt um alla jörð. Þetta glóandi rothögg hitti eyríkið Atlantis — líklega háþróaðasta menningar- ríki heimsins á þeim tíma — botn Atlantshafsins lét undan ósköpunum og sökk um 1—3000 metra. sæ fyrir 11.500 árum og Golfstraumur- inn gat sleikt Noröur-Evrópu heitri tungu? Sú tímasetning kemur heim við endi ísaldar. En gæti ekki verið önnur skýring á þessu? T.d. aö ísöld hafi verið afleiðing loftslagskólnunar, sem stafaði af ein- hverju ööru en fjarveru Golfstraumsins, svo sem minni inngeislun frá sól vegna mikillar sólblettatíðni, ösku eða ryks í lofthjúpi jarðar o.s.frv.? Nei, það er svo aö segja útilokaö. Ef svo væri, myndi áhrifa Golfstraumsins gæta áfram og sveigjan til norðurs, hægra megin á jafnhitamyndinni, haldast þótt 0°C-línan færöist aö sjálfsögöu sunnar. Jafnhita- línan liti þá út eins og sýnt er á mynd nr. 6, sem greinilega á sér enga stoö í raunverulegri útbreiöslu íssins á ísöld. Það er greinilegt að fjarvera Golf- straumsins orsakaði ísöldina, enda hall- ast æ fleiri fræðimenn að þeirri skoðun. Þessi skýring gæti að mínu mati vel staöist, því sé máliö athugað nánar, fer Golfstraumurinn yfir Atlantshafshrygg- inn aðeins á einum stað, einmitt við Azorneðansjávarsléttuna. Hefði sléttan veriö ofansjávar fyrir 12 þús. árum, heföi hún að öllum líkindum snúið megninu af hinum hlýja straumi aftur til suöurs og austurs. Foraminifera eru lítil sjávardýr með skel. Tvær megingerðir eru til, — Globorotalia menardii og Globorotalia truncatulinoides. Önnur lifir eingöngu í kaldari sjó. Því er hægt aö nota leifar þessara dýra til aö sýna líklegan sjávar- hita á mismunandi tímum. Vísindamenn viö Lamont-jarðfræðirannsóknastofnun- ina í Bandaríkjunum hafa gert mikilvæga uppgötvun að því er varðar dreifingu þessara dýra í Atlantshafinu. Þeir hafa komist að því, að yfirborð sjávarins hitnaði skyndilega fyrir u.þ.b. 10 þús. árum. Skiptin úr kuldaþolnu tegundinni í þá sem líkaði betur við hlýrri sjó tóku ekki meira en 100 ár. Þetta styður þá hugmynd, að hvarf Atlantis hafi haft hlýnandi áhrif á Noröur-Evrópu. Hefði eyjan Atlantis aftur á móti notið allra gæöa Golfstraumsins ein, hefur hitastig þar verið afar þægilegt og sérstaklega þegar viö bættist að risa- fjalliö Atlas skýldi fyrir norðanvindum. Rakinn hefði falliö sem úrkoma í noröur- hlíöunum og komiö annars staöar upp á eyjunni sem ferskvatnslindir. Loftiö hefði svo hlýnaö á leið niður suðurhlíð Atlas- fjallsins (eöa fjallanna, því dýptarmæl- ingar benda til þess aö nokkrir aörir lægri tindar hafi einnig verið í norður- hlíðum eyjarinnar), og orðið eins konar hlýr, þurr „Föhnvindur", sem hafði enn bætandi áhrif á eyjunni. Otto Muck hefur teiknað Atlantis eins og það hefur að líkindum litið út samkvaemt dýptarmælingum við Azor- eyjar. Á mynd nr. 7 sjáum viö eyjuna Atlantis (í hlutföllunum 1:10.000.000), sem nær 11 þús. kílómetra frá norðri til suöurs. Á mynd nr. 8 sjáum við hins vegar husganlegar jafnhitalínur á eyj- unni, ef gert er ráð fyrir aö strönd hennar hafi notið áhrifa Golfstraumsins og snúið honum til suðurs eða austurs. Hvers vegna sökk Atlantis? Hvaöa ógnir geta valdið því að meginland á stærð viö Litlu-Asíu og Líbýu samanlagðar sökkvi í sæ „á einum degi og einni nóttu“? Enn er skýringarinnar að leita á hafsbotni Atlantshafsins og eins og áður með hjálp rannsókna vísindamanna á honum. Niðurstaða jarðfræðilegra, haf-' fræðilegra og líffræðilegra rannsókna sýnir, að gífurlega stórt svæði, sem nær frá Jan Mayen og suöur í Karabíska hafiö hafi sokkiö skyndilega í sæ undir lok ísaldar. Landsvæöiö virðist hafa sokkið mest syöst en minnst nyrst, þ.e.a.s. aö miöpunktur þessara atburða hafi verið sunnarlega. Á það má t.d. minnast, aö í heim- skautsleiðangrinum, sem Friðþjófur Nansen stjórnaði (1883—1896), fannst mikiö magn leifa af ýmsum grunnsjávar- dýrum á hafsbotninum milli íslands og Jan Mayen (nálægt 72° N). Þessar dýra- leifar fundust á 100—2500 metra dýpi. Nansen og félagar hans komust að þeirri niðurstöðu, að þessi svæði hefðu sokkiö niður á 2000 m dýpi mjög skyndilega og nýlega á jarðfræðilegan mælikvarða. í leit á korti að einhverju um það, sem gæti valdið þvílíkum, gífurlegum hamför- um, að hafsbotninn sökkvi mörg hundr- uð metra, blasir eitt við augum. Neð- ansjávarhryggir teygja sig um Norður-, Austur- og Suður-Atlantshaf, en flestir enda armarnir í eyjum eða meginlönd- um. En í norðvesturhluta Atlantshafsins, við strönd Bandaríkjanna, bregður svo viö, aö þar eru engir hryggir. Eini hryggurinn, sem eitthvaö teygir sig nálægt þessu svæöi, er Puerto Rico- hryggurinn, sem reyndar er aðeins stubbur og endar snögglega líkt og skorið sé á hann. Hvernig stendur á því að þessi hryggur, einn allra í Atlantshaf- inu, nær engu meginlandi eða eyju? Svarið sést rétt við hrygginn sjálfan, þar sem tvær mjög djúpar skálar eru í hafsbotninum, næstum 7 þús. m á dýpt. Stærð skálanna samanlögð er á við flatarmál íslands. Rothögg utan úr geimnum Á mynd nr. 9 sjást neðansjávarhrygg- irnir í Atlantshafinu og brotalínurnar sýna staösetningu skálanna tveggja. Ef við skyggnumst í nánd viö þessar dularfullu holur í hafsbotninn, verður fleira einkennilegt á vegi okkar. Á suöausturströnd Bandaríkjanna eru um 10 þús. gígar sem menn hafa yfirleitt talið vera eftir harða loftsteinahríð. Þetta svæöi er nefnt Carolina-loftsteinabeltið og vitaö er að allir „loftsteinarnir" lentu þarna í einu. Aðeins hluti gíganna er á þurru landi, en svæðið heldur áfram út í sjó meö stefnu á skálarnar tvær. Greini- legt er því, aö þarna hefur verið um sama atburö að ræöa (sjá mynd nr. 13). Eru þetta ummerki eftir loftstein eða halastjörnu? Til þess eru skálarnar allt of djúpar og stórar. Hér hlýtur aö hafa veriö um hlut aö ræöa, sem var miklu þyngri og öflugri en nokkur loftsteinn eöa halastjarna sem viö þekkjum. Reiknaö hefur verið út samkvæmt um- merkjum, að hluturinn, sem þarna lenti, hafi verið u.þ.b. 10 km í þvermál. Hvaö getur hafa lent þarna, svona þungt og ógurlegt, og grafiö þessi firnastóru göt í yfirborð jarðarinnar? Svariö getur, að því er virðist, aöeins veriö eitt: smástirni. Á milli plánetanna Mars og Júpiters í sólkerfi okkar liggur belti af smástirnum. Ekki er uppruni þeirra glöggt þekktur, en sumir telja að smástirnin séu leifar 10. plánetunnar, sem eitt sinn hafi verið í sólkerfi okkar. Flestir þessara dverg- hnatta fylgja braut, sem er vel afmörkuð milli brauta Mars og Júpiters, en einn hópur þeirra, sem inniheldur m.a. smá- stirnin Eros, Amor og Adonis, hefur óreglulegri braut, er fyrir utan brautir Mars og Júpiters í sólfirð (þ.e. fjærst sólu) en koma inn fyrir braut Venusar í sólnánd. Eins og sjá má af mynd nr. 10, er nokkur hætta á að þau rekist á jörðina, er þau fara yfir braut hennar. í febrúar 1936 lá við að þaö gerðist. Smástirnið Adonis kom mjög nálægt jörðu og var næstum því gripið af 3 Stallapýramídar vitna um sameiginlegan arf eða áhrif, — en hvaðan? Að ofan er egypzkur stallapýramídi, byggður um 2900 fyrir Krists burð, en aö neðan sólarpýramídinn í Teotihuacan í Mexíkó. Örin bendir á Azoreyjasléttuna, þar sem greinarhöfundur telur að Atlantis hafi verið þar til ósköpin dundu yfir fýrir 11.500 árum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.