Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 13
Sambúðarform Afturhvarf til hjónabandsins og gamalla giftingarsiða Eftir nokkurra ára tilraunir meö sambúöarform, er tilhneigingin í Danmörku sú, aö ungt fólk leitar aftur til þess er var í tíö afa og ömmu og rómantísk kirkjubrúökaup færast í vöxt. Af tilefni nokkurra íburöarmikilla danskra brúökaupa sagöi m.a. í leiöara í Berlingske Tidende: ...aö nú væri veriö aö hefja til viröingar á ný þjóöfélagshætti, sem lagöir heföu verið niöur á síöustu áratugum." Og áfram var haldiö: „Tryggö er býsna þægileg, þegar lengra líður og þessi hefðbundna stofnun er afskaplega hagnýt. Þaö er indælt og elskulegt aö hafa pappír upp á málin.“ Oft er sagt, aö „þaö sem gerist í Bandaríkjunum, gerist í Danmörku fimm árum síðar". Satt er þaö, aö margir siðir og lífsvenjur berast nú á tímum hingaö yfir Atlantshafiö. Þaö eru Bandaríkin, „fyrir- heitna landið“, sem er fyrirmynd og mótar einkum venjur, hegöun og hugsunarhátt æskunnar. Annað mál er, hvort öllum fellur þaö í geö. Ef til vill er óhætt að halda því fram, aö góöa. gamla brúökaupiö og hjónabandiö veröi algengt aftur í Danmörku „eftir fimm ár“ og pergamentsvottorð komi í staö pappírsleysisins nú. Nú hljóma kirkjuklukk- ur við brúökaupin eins og hjá foreldrunum og afa og ömmu. Þetta mun vekja mikla furöu hjá þeim, sem höfðu slegiö striki yfir „þetta heimskulega fyrirtæki" og skellihleg- iö aö þeim, sem tóku kirkjubrúökaup fram yfir borgaralega vígslu — eöa tóku bara saman eftir aö 'hafa hist á kaffihúsinu á horninu. í Bandaríkjunum segja menn, aö aftur- hvarf til gömlu brúökaups- og giftingarsiö- anna hafi hafist fyrir alvöru fyrir fjórum til fimm árum og gerist stööugt í ríkara mæli. Afneitun brúðkaups og hjónabands leið hjá um leið og uppreisn æskunnar í lok sjöunda áratugarins. Nú tíðkast að fram- kvæma hluti, sem fólk heföi frekar dottið niöur dautt en látiö sér til hugar koma aö framkvæma fyrir 10 árum. Hvaö er það annars, sem er nú í tísku í þessum efnum? Fólk sest niður og kemur sér saman um brúökaupsdag. Fer út og kaupir hringi. Fer til kirkjuvaröarins og pantar brúökaup. Brúöurin klæðist hvítu, þó aö hún hafi „verið í Hrísey“ um nokkurt skeiö og sé langt frá því aö vera jómfrú. Og þaö versta af öllu er — nú hlæja margir — aö nú er í hátísku aö safna til búsins, kaupa tíman- lega þaö sem þörf er fyrir og er svo hræðilega dýrt ef á aö kaupa allt í einu. í ameríska tímaritinu „Modern Bride", er sagt, að 75% gifti sig nú í kirkjum, sýnagógum, moskum o.s.frv. Og í þrem af fjórum brúðkaupum séu brúöarmeyjar og sveinar, 7 aö meöaltali. 90% halda veislu aö vígslu lokinni og meöalkostnaöurinn er 1.148 dalir (8.545 ísl. krónur). Aftur er í tísku aö fara í brúðkaupsferö — þaö er aö segja ekki beint heim í eins eöa tveggja herbergja íbúðina, sem algengust er fyrstu árin — og þessir hveitibrauösdagar kosta aö jafnaði 720 dali (5.359 ísl. krónur). Gleymdum viö einhverju? Jú. Vinsælustu brúðkaupsmánuöirnir eru júní og ágúst, en þá eru haldin flest brúökaupin. Svo aftur sé vikiö aö hvíta brúöarkjóin- um, þá er brúðurin ekki sú eina, sem er hátíölega klædd. Alltaf klæöast fleiri og fleiri brúögumar í kjól og hvítt, aðrir kjósa smóking og nokkrir „sjakket“. Eigi maöur ekki slíka múnderingu er hægt aö fá hana lánaöa eöa leigða. En víkjum aftur aö brúöarkjólnum. Meöalverö hans í Banda- ríkjunum er nú 243 dollarar (1.806 ísl. krónur). Þetta tímarjt „Modern Bride“ er ekki séramerískt vinsældarit um slík efni. í Frakklandi er gefið út stórt og vandað tímarit „Mariage", sem hefur oröiö sölu- hæst tímarita — enda þótt þaö kosti heila 20 franka (26 ísl. krónur). Þar er fjallaö á síöu eftir síöu um hæfan klæðnað brúö- hjónanna og fallegar litmyndir í tugatali prýöa blööin og sýna nýjustu tísku í brúöarkjólum og klæönaöl brúögumans í viðeigandi stíl. Birtir eru listar yfir þá búshluti, sem safna skal og hvaöa gjöfum skal óskaö eftir og tilvonandi brúöhjón hjálpast aö viö að útbúa heimilið og eru strax minnt á tilvonandi afleiöingar' af þessu öllu: börnin. Þaö er orðið afar vinsælt aö gifta sig í Frakklandi. Hverjar eru sálfræöilegar skýringar á þessu afturhvarfi til siðvenjanna, til hjóna- bandsins. Amerískur sálfræöingur segir: „Ungt fólk er mjög hrifið af sjálfri athöfninni. Þarna er nokkuö, sem er hátíölegt og skrautlegt, allt ööruvísi en hversdagsleikinn. Fólk vill með þessu skapa sér ævarandi minningar. Og hjóna- bandiö þýöir meiri festu og öryggi í brjálaðri veröld — þótt framtíöin leiði í Ijós hjá mörgum, að þannig er því nú samt ekki varið. En meöan á brúökaupsundirbún- ingnum stendur er fólk þess fullvíst aö þaö er að gera þaö besta, það rétta og í sjálfu sér hefur þaö mikla þýðingu fyrir komandi samlíf." Auövitaö þekkjum viö hér í Danmörku hugtakiö séreign, sem þýöir þaö, aö eftir hjónavígsluna á hvort fyrir sig áfram og sér þær eignir, sem þaö flutti meö sér, skilgreindar og staöfestar meö undirskrift. Núna eru skýrir og greinilegir hjóna- bandssamningar vinsælir í Bandaríkjunum. Slíkir samningar eru ákaflega raunsæir og viöskiptalegir og í þeim er ekki einungis fjallaö um jarönesk gull og gæöi, sem fólk flytur meö sér í hjónabandið, heldur er kveöiö á um framtíðartekjuöflun hvors hjónanna sem vera skal og ennfremur er stundum ákveöiö hverjar séu skyldur og réttindi aöilanna og tekið fram, hvor aöilinn skuli sjá um hin eöa þessi útgjöldin og hvort eigi aö taka aö sér aö Ijúka skuld, sem fyrir hendi kann aö vera. Til aö foröast heimiliserjur í framtíöinni, er heimilisstörfunum jafnaö niöur í smæstu atriðum, svo aö ekkert komi nú á óvart. Ekki er heldur óalgengt, að tekiö sé fram hvort um barneignir eigi aö vera aö ræöa. Samningur getur t.d. hljóöað á þessa leiö: „Aðilar eru sammála um aö hjónabandið skuli vera barnlaust, nema því aðeins aö þeir hafi komiö sér saman um afkvæmi minnst 18 mánuðum áöur en hætt er notkun getnaðarvarna og sé þetta sett fram skriflega og undirskrifaö í votta viðurvist." Einnig er algengt, aö fjallaö sé um dapurlegan, en þó mögulegan endi hjú- skaparins, komi til þess aö parið skilji. Hægt er aö fastákveöa ákvaröanir og ákvæöi í stóru og smáu meðan aðilar eru góðir vinir og þeir geta þá kannski haldiö áfram aö vera góöir vinir, þegar þeir búa ekki lengur saman. Lögfræöingur, sem hefur gerð slíkra hjúskaparsamninga fyrir lifibrauö — en starfsbræður hans flykkjast nú fram á þennan vettvang — segir: „Mín reynsla er sú, að því smámunasamari, sem samning- urinn er — og gleymið ekki aö hann er geröur í samráöi viö báöa aöila og engu skotiö undan — því betra verður hjóna- bandið og endingarmöguleikar þess. Bæöi vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim og þaö er beggja gróöi aö fara nákvæm- lega eftir þeim reglum, sem á pappírana eru settar og hafa veriö undirskrifaöar af báöum, sem hafa fengið hvort sitt eintak af skjalinu. Litlar líkur eru á aö eitthvað óvænt komi upp á — og þarafleiöandi litlar líkur á rifrildi. (AMÞ þýddi) 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.