Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 6
Bjarnason LÚPINAN FRÁ ALASKA Stóra myndin á síðunni til hægri segir flest sem segja þarf um Alaskalúpínuna og hefur greinar- höfundur sýnt í verki, hvernig hin ófrjóu og hrjóstrugu holt og melar upp af Reykjavíkursvæð- inu gætu litið út — og raunar gildir það hvar sem er á landinu, þar sem svipuð skilyrði eru. Lúpínan er undrajurt, sem klæðir landið fljótt og vel og hún er auk þess eins konar áburðarverk- smiðja á staðnum. Fjöldi manns hefur spurt mig spjörunum úr um lúpínu þá, sem ég flutti hingaö frá Alaska fyrir 36 árum. Fyrir skömmu baö ágætur kunningi minn mig um að segja eitthvað frá þessari plöntu á prenti, þar sem honum virtist lúpínan væri mikil nytjaplanta. Mér finnst ég geti varla vikist undan þessari bón. Því kemur hér stutt spjall um þennan nýja borgara í íslensku gróðurríki. Belgplöntur Lúpínur eru af ætt belgplantna, og þær eru allar þeim eiginleika gæddar aö ala bakteríur á rótum sínum, sem afla köfnun- arefnis (níturs) beint úr loftinu. Njóta plönturnar góðs af þessu og geta því víða náð miklum þroska þar sem aörar plöntur eiga erfitt uppdráttar. Belgplönturnar eru yfirleitt próteinríkari og hafa meira nær- ingargildi en aðrar jurtir. Þær bæta líka jaröveg og auka frjósemi hans, sumar lítiö eitt en aðrar mjög. Lúpínur eru meðal þeirra sem auka níturinnihald jarðvegs hvað mest. Þær eru lifandi áburðarverk- smiðjur og því afkastameiri sem plönturnar eru stórvaxnari og rótamiklar. Heimkynni Alaska- lúpínunnar Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) vex á óhemju stóru svæði, allt frá suður- mörkum Alaska að vesturmörkum þess og víða langt inn í landið, þar sem skóglaust er. Lúpínan er mjög Ijóselsk og þrífst ekki í skugga. Fyrir því fylgir hún skógjaröðrun- um endilanga strönd Alaska frá austri til vesturs. Haustið 1945 dvaldi ég í Alaska við söfnun trjáfræs. Frá 3. til 13. september bjó ég hjá skógarhöggsmönnum í College- firði og hirti köngla af trjám, sem þeir felldu. Collegefjörður skerst um 30 km inn í landiö upp frá botni Prince Williamsflóa. Sá flói er á miðri suðurströnd Alaska og er allmiklu stærri en Faxaflói, en Collegefiröi svipar mjög til Hvalfjarðar að stærö og lögun. Sá er þó munur á, að Collegefjöröur gengur frá suöri til noröurs og ofan í botn hans falla sjö litlir skriöjöklar úr háfjöllum norðan Vilhjálmsflóa. Mynni fjarðarins er á 61° norðlægrar breiddar. Búöir skógar- höggsmanna voru viö miðjan fjörðinn vestanverðan. Hér voru óbyggöir miklar langt frá öllum mannabústöðum og enginn vottur mannaferða. Hingað varð ekki komist nema af sjó, og var dægursigling frá næsta kaupstað. Beggja megin fjarðar eru lág fjöll við mynnið en þau hækka eftir því sem innar dregur, og norðan fjarðarins munu þau vera um eða yfir 3000 metrar á hæð. Mikill og hár sitkagreniskógur þekur allar hlíöar fjarðarins allt upp í 200—300 metra hæð, en ofan hans er dökkgrænt elrikjarr áður en háfjallið tekur við. Hér var náttúran „ósnortin" af mannahöndum fram að þeim tíma er skógarhöggið hófst á þessu sumri. Þótti mér ærið forvitnilegt að svipast um í slíku umhverfi. Loftslag hér um slóðir mun vera svipað og víða er á íslandi. Þann tíma sem ég dvaldi þar, skiptust á bjartir sóiskinsdagar með vægu frosti um nætur og dagar með úrhellisrigningu meö suðvestan og sunnan- roki svo að varla var vinnufært. Með hverju útfalli lónuðu stórir ísjakar út fjörðinn og lagði af þeim kaldan gust upp í fjöruna. Þegar rennt er að landi í Collegefirði veröur að vaöa þvert í gegnum 4—5 m breitt belti af háu melgresi og síöan er álíka breitt belti eða rönd af lúpínu meðfram skógarjaðrinum, sem er bæði þéttur og hár. Inni í skógi eru víða smárjóður þar sem gömul tré hafa fallið sakir elli og þar eru ýmsir runnar og fjölgresi mikiö, m.a. yllir og víöitegundir. Lúpi'nan og melgresið (Elymus mollis) vöktu strax athygli mína, og mér þótti hvorutveggja tegundin líkleg til þroska hér á landi. Melurinn er skyldur þeim íslenska en er allmiklu stórvaxnari. Um það leyti sem ég bjóst til brottfarar úr búöum skógarhöggsmannanna varöi ég dagstund til aö safna fræi og rótum af ýmsum tegundum plantna, sem ég taldi vænlegar til vaxtar hér. Tók ég með mér sem svaraði tveim matskeiöum af lúpínu- fræi og annaö eins af melfræi ásamt nokkrum rótum. Komst það allt óskaddaö hingað heim. Vöxtur og þrif lúpínu hér á landi Vorið 1946 var lúpínufræinu sáð í litlu gróðrarstöðina í Múlakoti í Fljótshlíð, en ræturnar höfðu verið settar í sama beö haustið áður. Hvorttveggja kom vel upp, en plöntunum var ekki gefinn sérstakur gaum- ur fyrstu tvö árin. En 1948 og einkum 1949 var beöið orðið mikil lúpínubeöja og við svo búið mátti ekki lengur standa. Snemma vors 1950 var reist girðing á Þveráraurum austur af bænum í Múlakoti og þangað var lúpínan flutt ásamt dálitlum hnaus af melgresi frá Alaska til þess að sjá hversu þessar tegundir þrifust í íslensku umhverfi. Aurarnir voru þá gróöurvana, aðeins sandur og möl, enda voru ekki liðin nema fá ár frá því að Þverá valt yfir þá. Lúpínuræturnar tóku strax að vaxa, plönturnar báru blóm þegar um sumariö og köstuðu af sér fræi um haustið. Á öðru og þriöja ári mátti sjá nýgræðing umhverfis plöntubrúskana. Melgresið óx líka vel en útbreiðsla þess var hæg í byrjun. Vöxtur lúpínunnar var með eindæmum og því var farið að reyna hana víöar og við önnur skilyrði. Hún var flutt'á ýmsa staöi, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og þar hefur fengist mikil og góð reynsla af henni. Lúpínu hefur verið plantað um allt land við margskonar jarðvegsskilyröi, frá sjávarmáli og upp í 350 m hæð yfir sjó. Hvarvetna ber hún blóm og fræ og fjölgar sér af sjálfsdáðum. Lúpínan vex hvaö örast og fjölgar sér mest á ógrónu landi svo sem örfoka melum og í skriðum þar sem innlendur gróður á erfitt uppdráttar. Hún sækir ekki mjög á gróið land og mýrlendi sneiðir hún hjá. Ekki eru til neinar tölur um stærð lúpínuekranna hér, en þær munu skipta nokkrum hundruðum hektara, ef allt væri lagt saman. Reykvíkingar hafa séð lúpínu- breiðurnar í Heiðmörk, þar sem áður voru blásnir melar og Akureyringar hafa þær fyrir augum í Vaðlaskógi austan Eyjafjarð- ar. Þá eru og breiður af lúpínu á Hálsmelum í Fnjóskadal, meðfram þjóö- veginum í Hallormsstaðaskógi og víðar og víðar. Nytjar af lúpínu Eins og aö framan getur aflar lúpínan sér köfnunarefnis úr lofti fyrir tilverknað bakt- ería á rótunum. Af þeim sökum þrífst hún í ófrjórri jörö þar sem aðrar plöntur eiga erfitt uppdráttar eða þrífast alls ekki. Andrés Arnalds hefur rannsakaö köfnunar- efnisnám lúþínu á melum í Heiömörk og eru athuganir hans birtar í Ársriti Skóg- ræktarfélags íslands árið 1979. Þar segir m.a.: „Heildarframleiðsla köfnunarefnis gæti því verið sem samsvarar um 500 kg af Kjarna á hektara, en erfitt er aö áætla það nákvæmlega." Hann skrifar ennfremur: „Ef reynt er á sama hátt að ráða í fosfór- og kalí-upptöku miðað viö 40 hestburöa uppskeru á hektara, þá samsvarar fosfór í uppskerunni um 45 kg/ha af þrífosfati, en kalíiö um 140 kg/ha af kalíáburði. í þeim næringarsnauðu melum, sem lúpínan vex á, er fosfórinn svo fast bundinn í torleyst efnasambönd, að aörar plöntur eiga erfitt með að nýta hann og hafa að jafnaði lágt fosfórinnihald. Lúpínan hefur auðsjáanlega mun meiri hæfileika til aö taka upp þennan fosfór, líklega vegna þess hve vel hún er stödd, hvað köfnunarefni varðar. Fosfór- inn, sem lúpínan tekur upp, veröur svo aðgengilegur fyrir aðrar plöntur viö rotnun lúpínunnar. Auk þess aö bæta köfnunar- efnisástand jarðvegsins, ætti lúpínan því aö auðga hann af aðgengilegum fosfór og fleiri efnum." Þessar rannsóknir staöfesta þá reynslu, sem orðin er af iúpínu á örreytislandi. Lúpínan er stórvaxin planta, hún er blaö- mikil með gildum stönglum og verður oft 1,20—1,30 m á hæð áður en hún fellur. Blaöfallið er því mikið á hverju hausti og þaö er fullrotnaö á næsta vori. Er það mikil ábót á jaröveginn. Ræturnar eru stórar og gildar, líkastar rótum á rabarbara, en ganga dýpra í jörö. Þær hafa verið grafnar upp af 60 cm dýpi en þeim var ekki fylgt lengra niður. Á rótunum eru hnúðar af ýmsum stærðum og allt upp í 2 cm í þvermál, en í þeim búa bakteríur þær, sem vinna köfnunarefniö. Það gefur auga leið, að slík planta sem Alaskalúpínan, hlýtur aö auöga jarðveginn að næringarefnum svo að um munar. Hér við bætast svo störf ánamaðka, en undir lúpínunni veröur fljótlega krökt af þeim. Þar sem lúpínan skyggir mjög á jaröveg- inn ber lítið á undirgróðri undir laufþakinu. Þó má oft greina ýmsar tegundir jurta og grasa undir því, en það er æriö smávaxið. En sé lúpínan slegin fyrri hluta sumars vella upp grös og aðrar plöntur síðsumars, og ef hún er aftur slegin næsta ár getur landið oröið aö góöum grasvelli. Loks má geta þess, að lúpínan er ágætis beitarjurt. Fé er mjög sólgiö í hana og ryöst á girðingar hvarvetna sem það getur náð í hana. Sumar lúpínutegundir eru eitraðar, svo að búpeningur getur sýkst og jafnvel dáið af því að éta þær. Því er ekki svo varið hvað Alaskalúpínuna varöar, fé veröur feitt og vænt af henni. Ræktun lúpínu Lúpína er mun auðveldari í ræktun en flestar aðrar plöntur, sem hér þrífast. En það er vonlaust verk að setja hana niöur eöa sá til hennar nema á alfriðuðu landi. Svo mjög er hún eftirsótt af búfe. Auðveldast er að rækta hana á ógrónu eöa lítt grónu landi og mun fyrirhafnar- minnst að taka rætur snemma vors, kljúfa þær í hæfilega bita og koma þeim fyrir í grunnum holum. Bil milli róta má vera allt uþp í fimm metrar. Ekki má búast við miklu fræfalli á fyrsta sumri, en upp frá því eykst það ört. Ennfremur má sá til lúpínu á víðavangi, en sáningar geta mistekist ef holklaki er mikill þegar plönturnar eru að byrja annaö sumarið. Gagnslaust er að sá lúpínu í lausan sand eða moldir, en þar má setja rætur með góðum árangri. Þegar lúpína hefur vaxiö um 10 ára skeiö á melum eöa í skriðum er jarðvegurinn orðinn nógu frjór til að planta í hann ýmsum trjátegundum eða öörum nytja- gróöri. í Heiömörk var mælt köfnunarefnis- magn í barri í þremur röðum af sitkagreni fyrir nokkrum árum. Ein röðin hafði ekki fengið neina aðhlynningu, aö annarri hafði verið borið hrossatað, en sú þriöja óx uþp úr lúpínubeðju. í óhirtu röðinni var köfnun- arefnismagnið 1,25%, í töddu rööinni 1,50% en úr lúpínuröðinni var það 1,75%. Þessar tölur tala sínu máli á sama hátt og rannsóknir Andrésar Arnalds. Lokaorð Af því, sem hér hefur veriö sagt, má vera Ijóst, aö lúpínan gæti oröiö til mikilla nytja við uppgræöslu lands, ef aö því væri horfið. Við ræktun hennar er engin þörf á dýrum áburöi, hún sáir sér sjálf og endist um langan aldur án umhirðu, bætir jarö- veginn og eykur fjölgresiö. Þess má og geta, aö Svíar hafa fengið lúpínurætur og fræ héðan. í Noröur-Sví- þjóð eru nú gerðar umfangsmiklar tilraunir með hana á fjórum stöðum, þar sem jarövegur er ófrjór. Þessar tilraunir hafa staðið yfir í 6—8 ár og mér eru að berast fyrstu skýrslur um árangurinn um þessar mundir. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.