Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 11
vegar út undir Súrnadal, dalkvos innanvert við Bjarnarnúp, þar fórst einn maður. Þeir fóru tveir í bátinn við skipshlið, þrátt fyrir bann skipstjórans og honum hvolfdi og þeir náðu ekki nema öörum um borð, hinn drukknaði. Það var leitað hérna í Æðey, ekki vegna togarans, heldur Heiörúnarinn- ar frá Bolungarvík sem fórst í þessu sama veðri. Það var ekki leitað hér í sjálfum veöurhamnum, því að veöur var slíkt að það var ekkert um það aö ræða. Við vorum hins vegar að hlusta á ísafjarðarradíó í talstöð, hvort eitthvað heyrðist." Átta tíma á kili Þú lendir svo sjálfur í hrakningum haustið 1977? „Það má segja það, við vorum þrír á slöngubát með utanborðsmótor og feröinni var heitið frá Æðey til Bolungarvíkur, þetta var tólf manna gúmmíbátur sem kallaður er, og vitaskuld bilaði utanborösmótorinn. Þaö bilar hjá okkur eitthvað tuttugu mínútur yfir ellefu og það er ekki fyrr en um hálf þrjú um nóttina sem bátnum hvolfir. Viö vorum búnir að sigla hér út meö Snæfjallaströnd í um tuttugu mínútur, þegar bilaði vélin, okkur leið samt ágæt- lega, þaö var strekkingur á, svona tvö— þrjú vindstig, fram yfir tvö, þá fór hann að hvessa. Viö vorum komnir út undir ytra skarðið í Snæfjallaströndinni go okkur rak alveg vindstefnuna í stefnu á Súðavík, þangaö til við komum yfir undir Álftafjarð- arkjaftinn, þá fór straumurinn aö bera hann inn að Kambsnesi og inn með nesinu, straumurinn virtist alveg hrífa hann. Það held að ég megi segja, að það hafi ekki orðið, nein örvænting, en eftir þetta þá hittumst við Sigurður Eggertsson reglu- lega, já, það má kannski segja að við hittumst í tilefni þessa, því ég sá manninn í fyrsta skipti þarna um kvöldið og þarna kynntumst við fyrst. Hinn maðurinn var Guðjón Kristipsson, piltur sem var að vinna með Sigurði, en Siguröur er húsasmíða- meistari og átti hann bátinn." Þaö er að vísu ekki vaninn aö spyrja um vélarbilanir, Jónas, hvernig sem til tekst. „Hann bræddi úr sér mótorinn, fór í honum vatnshjólið og hann kældi sig ekki. Hann var á bátnum allan tímann og var síöan gerður upp, ég veit ekki annað en hann gangi enn, bróöir Sigurðar á bát og mótor, hann er hér inni í Hafnardal núna, og Sigurður er kominn á svona trillu eins og ég er meö.“ Hrakningasaga þeirra Jónasar hefur teygt umræðuna, talið snýst um hlunnindi. „Það er varpið, já það hefur heldur aukist, þó koma ár, sem það gefur lítið, til að mynda í flóðum, lundinn er hér mikiö, hann kemur svona viku fyrir sumardaginn fyrsta, hann hefur verið nýttur til matar." Um álagabletti Degi er tekiö aö halla, við göngum út að Æöeyjarvita, fuglar, algengir og sjaldgæfir, koma á dagskrá, tjaldurinn kemur fyrstur farfugla til Æöeyjar, en þar hafa líka sést sjaldgæfir fuglar, snæugla sást í fyrra, eyrugla var skotin og send Náttúrugripa- safninu, brandugia hefur sést einnig, strá- hegri einu sinni og snjógæs einu sinni. Þaö Ædeyjarviti og ieióin aö honum, sem heitir Undirgangur; fagrar og reglulegar bergmyndir. varö aldrei hvassara en átta vindstig hjá okkur, en norður undir Strönd stóðu vindmælar alveg í botni hjá togurunum, það er dæmigert fyrir norðaustanátt að það getur verið bálviðri undir Ströndinni þó hann nái ekki yfir. Hann varö meira að segja svo hægur í Seyðisfjarðarkjaftinum, að við gátum fengið okkur að reykja, tóbakiö slapp þurrt innan úr. Nú, okkur rak svo inn Seyðisfjörð og inn undir Eyri, en þar heyrðist í okkur í landi, og við vorum svo komnir um borö í Hugrúnina frá Bolungarvík um kortér fyrir átta um morguninn, höfðum þá verið á kili í rúma átta tíma.“ Hvernig er mönnum innan brjósts þegar þeir sjá, að getur brugðið til beggja vona? „Til að byrja með, eftir að maður lenti í sjónum, hugsaöi maöur ekkert um það, hugsunin beindist öll að því að reyna að koma sér á kjöl, síðan ætluöum við okkur aö snúa bátnum við, en við fundum þaö þegar við vorum komnir upp, að hann lét bara miklu betur á hvolfi svo viö hættum viö aö snúa honum. Við vorum aldrei hætt komnir á bátnum á hvolfi, en tókum nú strax fram festina og bundum hana um okkur, um hendurnar á okkur, um aðra höndina hver, ef við skyldum veröa viðskila við bátinn. Við renndum síöan höndunum út fyrir þegar ólögin skullu á honum, en það reyndi aldrei á það. Eftir að við fundum það hvaö báturinn fór vel í sjó, þá vorum viö bjartsýnir á þetta, það var bara spurningin um tíma.“ Hvernig samband myndast milli þriggja manna á kili? „Það myndast merkilegt samband, en ég er athyglisvert, að refur hefur ekki komið í eyna. Grágæs verpir þar og á heimleiðinni flaug hópur slíkra yfir. Varla eru menn teknir tali á stöðum sem Æöey, að ekki sé spurt um álagabletti. „Það er einn álagablettur í Æöey, hann heitir Katrínarlág og er rétt hjá bænum. Þar á að vera leiði, það er þúfa þar í laginu eins og leiði og þegar sími var lagður kringum 1930, þá sagöi mælingin, að einn staurinn ætti aö koma þarna í þúfuna. Um nóttina dreymdi verkstjórann, að kom til hans kona og bað hann um að leyfa sér aö vera í friði. Hann fór síðan að spyrjast fyrir um þetta, hafði ekki heyrt um neinn blett og þá kom þetta upp úr kafinu, að þarna hafi verið Katrín þessi á ferð. Staurinn var færður nokkra metra og er hann við endann á þessari þúfu. Einu sinni átti að fara að plægja þetta, þá munu þeir hafa fælst hestarnir, sem notaöir voru fyrir plóginn og þá var hætt við. Fleiri munn- mæli kann ég ekki sem eru tengd Æöey. Nú, eina álfabyggöin er Konungsstands- gjóta sem nafngreind er og þar sem við vorum áðan.“ Það var ekki ófyrirsynju, að Jónas haföi með sér lurkinn, því nautpeningsstóð sótti að okkur á leiðinni frá vita og heim í bæ, þar á meöal tuddi einn grár og illa hyrndur, en undirr. varð þeirri stund fegnastur aö komast út fyrir girðingu, en bolastóðiö bölvaöi og rótaði í barðinu neðan girð- ingar. Þar með var lokið göngu okkar Jónasar um Æöey, þennan skika lands, sem skaparanum haföi auönast aö láta standa upp úr sædjúpinu. Rósa B. Blöndals FOSSRÖDDIN í STRAUMI TÍMANS Ósýnilegar — utan sem Ijós og myrkur eru lífsstundir vorar á hraðri ferö. í hafdjúpi tímans hulinn er langur gangur horfinna mæöra og feðra á leiö til mín. Horfinna alda, hamingja, líf og kraftur, sem hófst aö öldufaldi lífsins um skeið. En dvínaöi, hvarf og dó og hneig þangaö aftur sem duftiö einn morgun reis af heilagri jörð, í líki barnsins meö Ijós þess ríkis í augum sem lánar allt fagurt og gott, allt heilt og satt. Þess ríkis, þess Drottins, þess lífs, sem lífsandinn vekur. Þess Ijóss er frá sköpun í sérhverju hjarta býr. Einn dag var þaö ég, sem lífsandinn lyfti frá dufti og leiddi um veg, sem þá var hulinn og nýr. Kristinn Magnússon BERNSKUMINNING / III Þú Ég biö þess hefur ekkert að þiö breyst hrauniö mitt hrauniö mitt svarta svarta áin mín sem reifst tæra fætur mína viröiö mér svo ég til vorkunnar mundi þig að ég er heldur ekki uppvaxinn þú úr sakleysi áin mín barnsins tæra í mannpersónu sem bleyttir sem hefur fætur mína svikið svo ég trúnaöinn mundi þig viö ykkur og ég hef vegna engu gleymt trúnaöar við nútímastressið IV Svo langt sem liöið er frá fundum okkar II hraunið mitt Af hverju svarta þurfti áin mín ég tæra að breytast er steinsnar og vaxa til ykkar úr dreng í minningunni í skorpinn þótt ég mann haslaöi mér völl til að borgarmegin gangast undir en ég skal jaröarmen taka mig upp aö lokum og ganga með meöan viröingu þiö á vitykkar leiksystkini mín sem geymið haldiö þúsund sumur til haga í minni æsku ykkar og eilífum þrótti en voru ekki best þessi okkar? 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.