Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 4
Hryggir og neðanjaröarsléttur í Atlantshafinu. Greinilega sést hvernig Puerto Rico-hryggurinn endar skyndilega (merktur nr. 9) og einnig er sýnd staösetning skálanna tveggja (merktar meö brotalínum). Hinar óvenjulegu brautir smástirnanna Amors og Adonis. Hugsanlegt útlit Atlantis (1:10.000.000). Dynkurinn hefur fundist um allan heim Skínandi, banvæn brot heföu svo fallið frá hinu logandi flykki og grafiö gíga í suðausturhluta Bandaríkjanna. Meginhlutinn hélt þó, aö því er virðist, áfram á ógnarhraða skáhallt til jarðar, en sprakk í tvö stykki, hvort um sig 1.000.000.000.000 (1012) smálestir að þyngd. Báðir hlutarnir lentu svo í hafinu og orsökuöu fjallháar flóðöldur (e.t.v. svo sem 400—800 m háar), sem sópuöu strendurnar og þurrkuðu þar út merki um mannavistir fyrir flóö. Hið glóandi smástirni hlýtur aö hafa sést um allan heim og dynkurinn, er brotin féliu, sömuleiðis fundist. Enn þann dag í dag höfum við lýsingar sjónarvotta og vitna að atburöunum. T.d. lýsir hiö dularfulla rit Maya-indíán- aðdráttarafli jaröar. Það sem bjargaöi jaröarbúum (og Adonis) þá var hraði smástirnisins, sem geröi því kleift að losa sig úr helgreipum jarðarinnar. Jaröarbúar voru ekki eins heppnir fyrir 11 þús. árum, þegar annað smástirni úr sama hópi nálgaðist jörðina of mikið. Þjóðverjinn Otto Muck lýsir komu þess svo: „Smástirnið hlýtur að hafa komið inn í vetnislag lofthjúpsins á a.m.k. 15—20 km hraða á sek. (hraöi miöaöur við jörö), á braut sem skar braut jaröar meö 30° horni. í u.þ.b. 400 km hæð varð það umvafiö rauðri birtu vetnisljóss. Því heitara sem smástirnið varð, þeim mun hvítari og skærari varð birtan, sem það gaf frá sér. Gashali þess varö gífurlega langur. Þessi banvæni þrumufleygur hlýtur að hafa lostið ógur- legra höggi en nokkur halastjarna hugs- anlega gat gert og í Ijósglampa, sem lét sólarljósiö blikna. Augu sem sáu þetta, heföu orðiö varanlega blind. Hitastigið á yfirboröi hans (þrumufleygsins) að fram- an þar sem hann varð fyrir mestri loftmótstööu og hitnaði þess vegna mest, hefði fariö yfir 20 þús. °C. Birta hans hefði verið 20—100 sinnum birta sólarinnar. Lofttegundirnar sem þeyttust aftur frá honum, mundu hafa aukið á stórkostlega ásýnd þessa logandi risa. Þegar hann hefur komiö inn í köfnunar- efnislagið og þotiö gegnum lægstu og þéttustu hluta lofthjúþsins, varð hitinn og þrýstingurinn svo mikill að hann sþrakk.“ (Atlantis from Legend to Disco- very.) anna, Chilam Balam, atburðunum svo: (Takið sérstaklega eftir tímaröðinni, — fyrst sést Ormurinn á himni, svo fellur hann í hafið og loks verður svo flóð.) „Þetta geröist þegar jörðin byrjaöi að vakna. Enginn vissi hvaö koma skyldi. Eldlegt regn féll, aska féll, klettar og tré féllu til jaröar. Hann braut tré og kletta sundur ... Og Ormurinn mikli var togaður niður af himninum (af aðdráttar- afli jarðar?) . .. og húð og stykki úr beinum hans féllu niður á jörðina,... og örvar lustu munaöarlausa og gamla, ekkjumenn og ekkjur, sem voru á lífi, en höfðu þó ekki styrk til að lifa (þeir sem ekki gátu komiö sér í var?). Og þau voru grafin á sandi þakinni ströndinni. Svo reis vatniö upp í hræöilegt flóð. Og meö Orminum mikla hrundi himinninn og þurrlendið sökk niður í hafið .. (Chilam Balam, 5. kapítuli, mín eigin þýðing úr ensku.) Forn-Grikkir áttu líka lýsingu á þess- um ógnvænlega atburöi, þótt útgáfa þeirra notaöi aðra líkingu en orm. Þar á ég við söguna um Phaéthon, son Heliosar sólguös, sem var leyft eftir þrábeiðni að aka sólvagni föður síns (sem hafði þann starfa að aka sólinni yfir himininn á hverjum degi). Hann réði ekki viö hestana og fór því of nálægt jörðinni og brenndi helming hennar. Seifur, æðsti guö, sá hvað fram fór og skaut hann niður með eldingu, þannig að hann féll í hafiö. Miðgarösormur heggur Mér kom í hug nýlega, aö við þyrftum ekki að lesa lýsingar annarra fornþjóða af þessum hörmungum, því viö íslend- ingar eigum, að því er virðist, sjálfir frásögn af sömu atburöum, þar sem er Völuspá í Eddukvæöum. Vart er hægt aö hugsa sér nákvæmari og skýrari líkingu en í Völuspá, er hún segir frá smástirninu. Eins og í arfsögn indíánanna er því lýst sem ormi (Mið- garösormi), sem hringar sig um jörðina og bítur í hala sinn. Er hægt að finna betri lýsingu á smástirni þar sem það hringar sig á braut sinni utan um jöröina (og sólina og innstu pláneturnar)? Svo slettir Miögarðsormur allt í einu hala sínum, gín yfir jöröina og heggur. Gín loft yfir lindi jaröar Gapa ýgs kjaftar orms í hæöum (lindi jaröar: mittisband jaröar: Miögarösormur, sem hringar sig utan um jörðina) (56. vísa Völuspár, fyrri hluti) T.v. Andlitsmynd úr Majahofi í Mið- Ameríku. Berið and- litsfallið saman viö myndína af ungum Baska frá Noröur- , Spáni, en því hefur ' verið haldið fram, aö Baskar séu einmitt afkomendur hinna fornu Atlantisbúa. Grjótbjörg gnata en gífur rata troöa halir helveg en himinn klofnar (gífur rata: tröll hrasa) (52. vísa Völuspár, síðari hluti) Sól tér sortna sígur fold í mar hverfa af himni heiðar stjörnur Geisar eimi við aldurnara leikur hár hiti við hímin sjálfan (eimi: eldur) (aldurnari: Heimstréö) (58. vísa Völuspár)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.