Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 12
VOGGUSTOFA
ÓHAMINGJUNNAR
í sambandi viö útkomu bókar sl.
haust, er fjallaði um æviþætti eins
aðalmannsins í frægasta glæpamáli
á íslandi, hófst í dagblöðum nokkur
umræða um aöbúnað fanga, einmitt
sumra þeirra manna, sem dóma
hlutu vegna þessara hryggilegu
mála. Séra Jón Bjarman fangaprest-
ur lét höfundi þessarar umræddu
bókar í té bréf, sem hann hafði ritað
stjórnvöldum dómsmála. Þar óskaði
hann rannsóknar á vissum atriðum
vegna ákæru ákveðins fanga um
óleyfilegt harðræði við sig.
Dagblaðiö vakti svo málið upp að
nýju nú fyrir nokkrum vikum. Fanga-
presturinn gagnrýndi aðferðir viö
rannsókn haröræðismálsins, bisk-
upinn mæltist til þess að orðum séra
Jóns væri athygli veitt. Dómsvöld
svöruðu: Máliö afgreitt. Síðan hefur
ríkt þögn.
Nú er þetta ekki fyrst og fremst
mál hins dæmda manns og fanga-
prestsins. Jafnvel þótt hin fram-
borna ákæra fái ekki frekari af-
greiðslu, ber að halda því vakandi.
Hér má það aldrei gerast, aö fangar
séu meö einum eöa öörum hætti
píndir til sagna. Þaö er sama hve
sök þeirra kann að vera mikil. Lög
okkar eiga aö vera mannúðleg og
þau má ekki brjóta, jafnvel ekki til
þess að leiða sannleika í Ijós. Séra
Jón Bjarman er áreiðanlega réttur
maöur á réttum stað. Hann ber
öllum góöum mönnum að styöja.
Afbrotamál eru skiljanlega mikið
fréttaefni fyrir blöðin. Því miður er
þar oft af litlum setningi slegið. Þar
sem sjaldnast gætt þeirrar hófsemi,
sem æskileg væri, þeim sem um sárt
eiga aö binda lítil tillitsemi sýnd. En
hér eiga ekki öll blööin óskilið mál.
Sumum blaðamörinum hættir til að
tala alvörulítiö um sum afbrotamál,
gera sér greinilega ekki alltaf Ijóst,
hvað er hversdagslegt og hvað eru
stóralvarleg afbrot. Þeir nefna þá
kannski síbrotamenn, kunningja
lögreglunnar.
Kynferöislegir afbrotamenn láta
töluvert á sér bera í Fteykjavík og
hinum stærri bæjum. Alltaf öðru
hvoru eru frásagnir í blöðum um
atferli þeirra, fyrir skömmu voru
aövaranir birtar, en hversu alvarlega
taka löggæslumenn þetta. Nauðgun-
armenn virðast lengi vera látnir bíða
rannsóknar og dóms.
2. sept. sl. var svohljóðandi frá-
sögn í einu Reykjavíkurblaðanna.
Hér stytt:
Leitaði á fimm ára stúlkubarn,
handtekinn og viðurkenndi. „Stúlkan
mun ekki hafa hlotið neina áverka
framferðis hans, fékk sælgæti í
staðinn. Var manninum sleppt að
lokinni yfirheyrslu, enda málið aö
fullu upplýst og því ekki þörf á
neinum þvingunarráðstöfunum s.s.
gæsluvaröhaldi. Veröur máliö sent
til saksóknara til ákvörðunar." Þess
og getiö að þetta hafi veriö „góð-
kunningi lögreglunnar á þessu
sviöi“, áöur hlotið dóma „vegna
kynferðisafbrota og setið þá af sér“.
Maöur hlýtur að undrast barna-
skap blaðamannsins. En því miður
læðist að sá grunur, að ef til vill séu
það fleiri en hann, sem ekki gera sér
Ijóst hve atferli nauðgara og kyn-
ferðisafbrotamanna er alvarlegt, hve
það getur orðið afdrifaríkt fyrir þá
sem þaö snertir.
Stúlkubörn gleyma aldrei fyrstu
kynnum sínum af kynlífinu og það
sem ókunnugum og fávísum virðist
ekki áverkar geta síðar á æviskeiöi
stúlkunnar orðið örlagavaldar, gert
hana óhæfa til aö njóta ástar eða
atlota þess manns, sem hún vill
njóta og sýna blíðu.
Það sem þessi ógæfumaður hefur
gert, getur síðar orðið kveikja að
ógæfusömu hjónabandi og mis-
heppnuöu heimilislífi, vöggustofa
fyrir óhamingjumenn næstu kyn-
slóðar. Þessvegna má ekki taka á
þessum málum með silkihönskum.
Ég er ekki að biðja um hefndar-
ráðstafanir, heldur varúð og lækn-
ingatilraunir.
Þegar hér var komið ritmennsk-
unni hugðist pistilskrifari gera kafla-
skil og Ijúka þessum hugleiöingum
með nokkrum orðum um fíkniefna-
málin, sem sífellt verða fyrirferða-
meiri á dagskrá hjá okkur sem með
öðrum þjóðum. En það umræðuefni
læt ég bíöa. Lítil fréttaklausa í
Morgunbl. í dag — 11. sept. —
breytir nokkuö stefnu pennans. Þar
stendur, örlítið stytt:
„Ferðamanninum sleppt. — Ekki
aðhafst frekar í nauðgunarmálinu.
Erlendum manni hefur verið haldið í
gæsluvarðhaldi aö undanförnu,
vegna gruns um tilraun til nauðgun-
ar. Málið barst ríkissaksóknara í
fyrradag til athugunar og varö niöur-
staöan sú, aö gögn gáfu ekki tilefni
til frekari aðgeröa, vegna þess aö
tvímælis orkaði, hvort um tilraun til
nauðgunar hefur verið að ræða.
Maöurinn er farinn af landi brott."
Það mun hafa verið þremur eða
fjórum dögum áður en þetta birtist,
sem flest dagblöðin í Reykjavík
sögðu frá því með stórum fyrirsögn-
um, að hinn erl. maður hefði beinlín-
is verið staðinn að því að nauðga
konu í húsasundi. Önnur kona hafði
kært sama mann, að því er best
varð skiliö, fyrir tilraun til nauðgunar
nóttina áöur. Önnur kvennanna vildi
ekki kæra verknaöinn eða láta lækni
skoða sig, vegna þess að hún treysti
sér ekki til að þola þá raun sem
rannsóknin myndi kosta hana.
Nú hlýtur maður að spyrja: Hvað
hefur gerst? Telur lögregla að mað-
urinn hafði verið hafður fyrir rangri
sök, eða losa yfirvöld sig við óþægi-
legan útlending með ódýrasta
hætti?
Er kannski ekki litið á nauðganir
sem alvörumál á íslandi?
Nú ber ekki aö skoða þessi
lokaorð mín sem ásökun á nokkurn
mann, helst gagnrýni á þá, er um
þessi efni fjalla ógætilega í blöðum.
Ég ætlast ekki til þess að löggæslu-
og rannsóknarmenn tjái sig nánar
opinberlega en þeir gera. Hér er
fyrst og fremst um að ræða hin
viökvæmustu trúnaöar- og þagn-
arskyldumál. En það sem á annað
borð er sagt viö fréttamenn verður
að vera markvisst og ýkjulaust.
Oft er um það talað, þegar um
nauðgunarmál er rætt, bæði hér og
erlendis, aö rannsóknarmennirnir
séu karlar, sem alla samúð hafi með
kynbræðrum sínum, og vilji jafnvel
trúa því í lengstu lög, að ekki sé að
marka framburð konunnar. Hér á
landi mætti láta það koma fyrst og
fremst í hlut lögreglu- og rannsókn-
arkvenna, að taka skýrslu af konum
o'g vera talsmenn þeirra við réttar-
Eins og allir vita var ævitíö Hallgríms
Péturssonar 1614—74. Þótt margt hafi
varöveist um menn og málefni frá tíö séra
Hallgríms er sagan gloppóttari en ætla
mætti. En þar sem öruggar heimildir
vantar fylla þjóðsögurnar nokkuö í skörð-
in. Sumar þeirra hafa viö nokkuð aö
styöjast, en ekki er öllu aö treysta, sem
tengt er þjóðkunnum mönnum. En svo er
ekki heldur um þá, sem enn eru ofar
moldu. Hallgrímur er frægastur af sálma-
kveöskap sínum, en hann orti líka mikiö
um veraldleg efni, eins og kunnugt er.
Hér eru nokkrar tækifærisvísur eftir séra
Hallgrím. Freysteinn Gunnarsson skóla-
stjóri gat út Ijóðmæli H.P. 1944. Hann
segir í formála: „Hann er bitur, djarfur og
þungur í ádeilu, leikandi léttur og kíminn
í græskulausu gamni, hugkvæmur svo
undrun sætir og hagorður og málfróður
meö afbrigðum."
Einhverju sinni var séra Hallgrímur á
ferð um Suðurnes, þaö mun hafa verið
áöur en hann var vígður til prests. Hann
kom á bæ fyrirmanns og var ekki boöiö
inn. Þetta er alkunn vísa:
Úti stend ég ekki glaður
illum þjáður raununum.
Þraut er að vera þurfamaður
þrælanna í Hraununum.
Þetta heilræði gaf presturinn oröljótum
manni:
Blótaöu ekki, bróðir minn,
böl það eykur nauöa.
Engum hjálpar andskotinn
og allra síst í dauða.
Þessi alkunna bragþraut er eftir H.P.
Ég er að tálga horn í högld,
hagleiksmenntin burt er sigld.
Illugi deyddi tröllið Tögld,
trúi ég hún væri brúnayggld.
Hann lýsti ytra útliti sínu svo:
Sá sem orti rímur af Ref,
reiknast ætíð maður:
með svartar brýr og sívalt nef,
svo er hann uppmálaöur.
Einar í Vogum hefur eflaust verið
mektarmaður og gildur útvegsbóndi á
Mýrum á fátæktarárum skáldsins. Um
hann orti hann þessa vísu.
Fiskurinn hefur þig feitan gert,
sem færður er upp meö togum.
Þó þú digur um svtrann sért,
samt ertu Einar í Vogum.
Þá er þessi veöurvísa, sem margar
konur, ungar sem gamlar, hafa kveðiö viö
börnin sín:
Kuldinn bítur kinnar manns,
kólnar jarðarfræið.
Ekki er heitur andinn hans
eftir sólariagiö.
Látum hér staðar numið að sinni með
Hallgrímsvísur. Þessar hygg ég að séu
örugglega eftir hann, en svo er ekki um
allar stökur, sem honum eru eignaðar né
sögur réttar sem af honum eru sagðar,
eins og áöur er að vikiö.
í fyrsta hefti Útvarpstíðinda 1946 voru
birtar tvær þingvísur. Það hefur lengi
verið venja alþingismanna að halda einu
sinni á ári svokallaöa þingveislu. Þar
koma að sjálfsögöu allir þingmenn með
maka sína og skemmta sér vel, úlfúöar-
laust og í miklu bróöerni, gleyma um
stund öllum deilumálum hversdagsins. Á
þessum samkomum þingmannanna hafa
oft veriö ortar hnyttnisstökur. Á þeim
árum, sem hér um ræðir, var nýr vegur
austur yfir heiði mjög á dagskrá og var
deilt um það hvar vegarstæðið væri best.
Bjarni Ásgeirsson orti:
Fylking nokkur frækileg
fer nú senn í austurveg,
upp um Þrengsli og Innstadal,
Eiríkur er general.
Hér er vikið að Eiríki Einarssyni frá
Hæli, þingmanni Árnesinga, sem mjög lét
þessi vegarmál til sín taka. Hann svaraði:
Held ég enn í austurveg,
æsku minnar gestur,
þó að ellin þreytuleg
þokist öll í vestur.
Vísa Eiríks varð strax landfleyg og
hefur verið það síðan. Hún þótti tvíræð
því aðal deilumálin á þessum árum voru,
hvort þjóöin ætti fremur að halla sér til
austurs eöa vesturs, eöa gæta sem
mests hlutleysis. En tilefnið var sem sagt
innlendar þrætur um vegamál.
Loks eru þessar útvarpsvísur frá
stríösárunum. Höfundur er Halldór
Jónsson, Gili:
Lifir sæll í sinni von
um sæluna hinummegin
guös í friöi Gíslason
gengur dags um veginn
Þeir hafa viö mig góöleiks gætt
sem guðs í náöum tala
víst mig dreymir vel og sætt
Vilhjálmur er aö tala.
12