Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 5
Carólina-loftsteinasvæðið á strönd
Bandaríkjanna.
Frásagnir um þessar hörmungar má
finna um allan heim. Meöal Baska í
Pyreneafjöllum eru t.d. til þjóösögur um
þær hörmungar, þegar vatniö og eldur-
inn böröust og forfeöur þeirra földu sig í
hellum og komust lífs af. Ég ætla þó ekki
aö birta fleiri hér til að gera mál mitt ekki
of langt.
Ævaforn mannvirki
á hafsbotni
Viö hiö feiknarlega högg frá falli
brotanná tveggja viö Bermuda, seig
hafsbotn Noröur-Atlantshafsins um
1000—3000 m, meö ógurlegri eldvirkni
og umbrotum. Suöur-Ameríka sporö-
reistist, seig austan megin en reis aö
vestan og einnig seig vesturströnd
Afríku og Evrópu.
Ekki er hægt aö gera þessum mestu
náttúruhamförum jarösögunnar skil hér,
en lesandanum er bent á nákvæmari
lýsingar í bókinni The Secret of Atlantis
(sjá heimildaskrá).
Mexíkanski könnuöurinn José Garcia
Payon fann tvo kofa í Cordillera í
Andesfjöllum undir þykku lagi af snjó.
Leifar skelja sýndu aö þarna hafi veriö
sjávarströnd. I dag er Cordillera í 19
þús. feta hæð yfir sjávarmáli. Cordillera
í Andesfjöllum er talin hafa risiö upp í
núverandi hæö (19 þús. fet) fyrir 12 þús.
árum, eöa 10 þús. árum f. Kr. En þessi
fundur styður framangreinda kenningu.
Einnig má nefna, aö augljóst er aö
aldrei var lokið viö hafnarborgina viö
Titicaca-vatn á vesturströnd Suöur-
Ameríku. Nú kemur hún engum aö
gagni, því hún stendur nú í 12.500 feta
hæö yfir sjávarmáli. Greinilegt er þó, aö
hún var einu sinni viö sjó, því að hluti
Titicaca-vatns er ennþá saltur og leifar
þangs og skelja finnast viö hafnarmann-
virkin. Einnig hafa fundist leifar hringja
til að festa skip við. Hringir þessir hafa
veriö svo stórir og sterkir, aö greinilegt
er aö hafskip áttu aö liggja í höfninni.
Aldursgreiningar hafa leitt í Ijós, aö
unnið var að gerð þessara mannvirkja
fyrir u.þ.b. 11.500 árum. Voru Atlantis-
búar aö byggja þar stóra höfn vegna
millilandasiglinga?
Sokknir ævafornir veggir, byggingar
og vegir, finnast nú í æ ríkari mæli út af
vesturströnd Evrópu og Suður-Afríku og
suöausturströnd Norður- og Miö-Amer-
Leitin að sannleikanum
Frelsi er fallegt orö og mikiö
notaö af þeim sem vilja gefa
málstad sínum þaö inntak og
yfirbragö sem eftirsóknarveröast
þykir. Oftast er þá átt viö frelsi til
orös og æöis. Sonur smiðsins,
sem einn hefur veriö kenndur við
þetta orö, sagði fyrir tvö þúsund
árum aö sannleikurinn gerði
menn frjálsa. Síðan þá hafa menn
haft á því ýmsar skoðanir hver
hann væri þessi sannleikur.
*
Margir nútímamenn hafa sýnt
hinum ýmsu hugræktarkenning-
um mikinn áhuga og taliö sig
sækja þangaö innri friö, lífsfyll-
ingu og jafnvel æðri tilgang.
Þetta hefur þótt uggvænlegt og
bent á að með þessu séu kristnir
menn að fara yfir lækinn til aö
sækja vatn. Þaö er vissulega rétt,
en mönnum er nokkur vorkunn
þótt þeir átti sig ekki alltaf á því.
Meðan þessi hugræktarkerfi
birtast mönnum sem leiö til að
byggja upp sinn innri mann og
andlegt frelsi, er kirkjan í augum
margra stofnun, á sama hátt og
til dæmis skólinn. Stofnun sem
tengist öllum meiri háttar við-
burðum í fjölskyldunni, skírn,
fermingu, hjónavígslu og loks
útför. Stofnun jólanna og pásk-
anna, hátíða sem eru eins og
klettur í tilverunni á tímum upp-
lausnar og tengja menn viö rætur
sínar, stofnun sem menn hugsa
til með virðingu og hlýhug, en
engu að síður stofnun. — Siða-
reglur og kenningakerfi sem
fylgja einstaklingnum frá vöggu
til grafar.
En ef ytri búnaður og skipulag
skipar hærri sess í vitund manna
en það lifandi afl sem kristin
hugsun er, ef umbúðirnar eru
orðnar svo fyrirferðamiklar aö
leitandi menn finna ekki það sem
þær eru utan um, — þá er
eitthvað að.
■k
Kristnum mönnum líöur yfir-
leitt vel inni í kirkjunni sinni, en
þeim ætti auövitaö að líða vel
inni í sjálfum sér hvar sem þeir
eru staddir, því þeir eru sjálfir
kirkja.
Mér finnst orðum meistarans
ekki gert eins hátt undir höfði og
fæðingu hans og upprisu. Það er
til dæmis aldrei haldin Fjallræðu-
hátið. Kirkjunni hefur tekist vel
að smíða ramma utan um líf
manna, en ekki eins vel að fylla
út í þennan sama ramma. Sumir
segja að upphafsmaður hennar
hafi verið mesti byltingamaður
allra tíma, en sú bylting átti öll að
fara fram innanbrjósts, svo langt
sem minn skilningur nær aö
minnsta kosti. Kristni hlýtur að
vera hugarástand en ekki fræöi-
grein.
Ef hinsvegar, mönnum þykir
hún orðin meiri átrúnaöur en
frelsun, ef þeir finna ekki fögnuö-
inn í fagnaðarerindinu og þann
sannleika sem á aö gera þá
frjálsa, þá hljóta nútíma læri-
sveinar að verða að taka upp
túlkunarmáta sem gerir þeim
kleift að uppfylla loforðið í hlut-
verkinu sem þeir hafa tekid aö sér.
Annars týnast sauðirnir.
Þetta rabb er auövitað mikil
einföldun á starfsemi kirkjunnar
og iðkun kristinnar trúar. Því er
ekki ætlað að vera gagnrýni,
heldur kannski umhugsunarefni.
Þjóðfelagið breytist orðið svo
ört að á öllu veltur að hafa
nægilega aðlögunarhæfileika.
Viðurkennt gildismat í dag getur
verið úrelt á morgun. Það eru
ekki allir sem hafa bein til slíkra
sinnaskipta. Mikil þörf fyrir vissu
um að vera liður í æðra samhengi
brýst fram við slíkar aðstæður og
það er áberandi hvað margir eru
leitandi í dag. Til mótvægis við
hraða og spennu er leitað efir
innri kyrrð og frelsi.
En það er ekki sérlega auðvelt
að verða frjáls maður eins og ég
vil skilja það hugtak. Það er sá
einn, sem tekur hverju er að
höndum ber sem jafn eðlilegum
hlut og nóttunni á eftir deginum,
er ekki háður eignum eða áliti
annarra, öfundar engan, þykir
vænt um allt og alla, væntir
einskis og iörast einskis.
Sá sem á kærleika og umburð-
arlyndi er frjáls, því engar ytri
aðstæður geta fjötrað hann. Það
er hið eina raunverulega frelsi.
Jónína Michaelsdóttir
íku (þau landsvæði, sem sukku í sæ).
Meðal annars hafa fundist neöansjávar-
byggingar, veggir og steinlagðir vegir,
sem liggja í austurátt, neðansjávar frá
ströndum Yucatán og Honduras og út
frá ströndinni í Venezuela, viö mynni
Orinoco-fljóts. Hefur fundist 10 m hár,
100 mílna langur steinveggur, sem
gengur í haf út. I fyrstu var taliö að hér
væri um náttúrufyrirbrigöi aö ræöa, en
hinar beinu línur í veggnum og samsetn-
ing hans sýnir að svo er ekki.
Þessar uppgötvanir eru allar mikilvæg
stykki í myndina.
Plató er marktækur
í þessari grein hef ég reynt aö drepa á
örfá atriöi til stuðnings þeirri kenningu,
að frásögn Platós af Atlantis sé saga
raunverulegrar, þéttbýllar heimsálfu,
sem í dag lifir aöeins sem ævintýri í
dvínandi langminni kynslóðanna.
„Mikil eyðing hefur komið yfir mann-
kynið, á margvíslegan hátt, og þannig
mun þaö halda áfram í framtíðinni, —
mestu hamfarirnar af eldi og vatni, og
hinar minni af þúsund öðrum ástæð-
urn ... Og eftir hinn venjulega fjölda ára
opnast himnarnir yfir mannkyniö aftur
og sópa burt öllum nema hinum fáfróöu
og ómenntuðu og þér munuö verða gerö
sem ung aftur eins og viö upphaf tímans,
því þér munuð ekkert vita hvaö hér
gerðist né hvaö varö um forfeöur yðar
fyrr á tímum, a.m.k. hljómar þaö sem
þér, ó, Sólon, hafið nú einmitt sagt um
kynslóöirnar í landi yöar, næstum eins
og ævintýri . . . Þér munið aðeins eitt
flóð á jörðinni, þótt mörg hafi veriö
áöur...“
Þetta mælti egypski presturinn í Sais
við Sólon 500 árum f. Kr. og trúöi vart
fáfræöi Grikkjans um uppruna sinn og
fortíö mannkynsins.
2.500 ár eru liöin og viö vitum enn
minna. Grikkirnir þekktu eitt flóð, við
þekkjum ekki eða viljum ekki vita af
neinu flóði. Heimildirnar eru fyrir hendi,
en þær eru ekki viöurkenndar sem
slíkar.
Er ekki kominn tími til aö viö förum aö
lesa sagnfræðirit forfeðra okkar sem slík
en ekki sem ævintýri, skáldsögur og
goösagnir?
HEIMILDIR
1. A. & S. Landsburg
In Search of Ancient Mysteries
Bretland 1974.
2. Eric og Craig Umland
Mystery of the Ancients
Bretland 1975
3. Andrew Thomas
Atlantis from Legend to Discovery
Bretiand 1974
4. Richard Mooney
Colony: Earth
Bretland 1980
5. Eddukvæði
Skálholt, Reykjavík 1976
6. Encyclopædia Britannica
Bandaríkin 1979
7. Ólafur Þ. Kristjánsson
Mannkynssaga handa framhaldsskólum,
fyrra hefti
Akureyri 1948
8. Þorsteinn Thorarensen
Veraldarsaga Fjölva, I. bindi
Reykjavík 1974
9. Charles Berlitz
The Bermuda Triangle
Bretland 1975
10. Otto Muck
The Secret of Atlantis
Bandaríkin 1979
11. Charles Berlitz
The Mystery of Atlantis
Bretland 1979
5