Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 10
„Hún er meö allri vesturströndinni, hvergi annars staöar, hann á erfitt meö aö grafa hérna, hér er grunnur jarövegur og stutt í klöppina. Annars er minkurinn hérna og hann gerir aöallega óskunda í smærri fugli, hann drepur held ég ekki æöarfugl, en gerir usla í varpinu, teistuna drepur hann og bunkar hana undir sköflum, hann drekkur bara úr þeim bióöiö og hleöur þeim síöan snyrtilega upp, bunkarnir koma síöan í Ijós þegar snjóa leysir á vorin." Við göngum um Langholtslág og fram á Drápsgjótu, sem er klettavik inn í strönd- ina. „Ég held, aö nafngiftin stafi af því, aö fé hafi hrakiö hér fram af, hér myndast stór skafl og féö varar sig ekki á þessu í fyrstu snjóum. Þessi gjóta, sem viö nú komum aö, heitir Konungsstandsgjóta, eftir stand- inum sem þú sérö þarna. Þarna séröu hásætiö hans, álfakóngsins, fjærst okkur, síöan er kirkjan þeirra meö grastónni á og hérna til hægri séröu Skattholiö, þetta er sérstakur steinn sem sker sig úr umhverf- inu alveg eins og skatthol, þetta er fjárhirsla konungs. Þarna séröu svo laup af hrafnshreiöri uppi í klettunum, hann verpti þarna í vor, hann verpir á hverju ári hérna. Menn skyldu halda, aö krummi væri ekki aufúsugestur í varpinu, en það er gott aö hafa einn, hann heldur öörum frá, þaö er skárra aö borga einum toll heldur en hafa marga. Maður leyfir honum aö koma upp einum unga, steypir hinu undan honum, hann kom samt upp þremur núna. Hann verpti svo hátt, aö við nenntum ekki aö standa í því að steypa undan.“ Umræöan beinist að Jónasi bónda og veru hans í Æðey. „Ég var búinn aö vera hér í sveit á hverju sumri, allt frá því ég var á ööru ári, eöa svo er mér sagt aö minnsta kosti. Það voru ömmusystkini mín í móðurætt sem bjuggu hérna áöur en foreldrar mínir fluttu hingaö 1961. Annars ólst ég upp í Reykjavík, faöir minn starfaöi hjá Almennum tryggingum, hjá sjódeild, eftir aö hafa lokið fyrrihluta- prófi í lögfræði. Hann var þá kominn með fjölskyldu og þá var ekki námslánunum fyrir aö fara. Honum bauöst gott starf og sló til. Viö komum svo hingað eins og ég sagöi 1961. Ég uni mér afskaplega vel hérn'a, hvaö þaö er sem því veldur, ætli það sé ekki friöurinn og kyrröin. Maður er laus viö allt stress sem maöur sér átakanlega þegar maöur kemur í þéttbýliö og menn eru upptendraöir af.“ Þetta er ekki stór félagsleg eining Þaö hlýtur aö vera öröugra meö að- dræti, að búa á eyju? „Þaö fer ekki hjá því, viö erum hér meö kýr og kindur, báturinn kemur tvisvar í viku til aö sækja mjólk og koma meö vörur, en féö er tekið beint á haustin, fariö meö þaö frá bryggjunni í Bæjum til ísafjaröar. Annars var þaö siöur áöur en viö komum, aö fara meö allt fé út í eyju og taka þaö þaöan til ísafjaröar." Taliö berst að félagslífi. „Þetta er nú ekki stór félagsleg eining, þaö er búiö á fimm bæjum hér í Snæfjallahreppi, samneytiö viö næsta hrepp, Nauteyrarhrepp, liggur alveg niðri á vetrum, teppist um Kaldalónið strax og fer að snjóa. Þaö var opið óvenju lengi í haust, alveg fram undir jól, þaö getur líka lokast í venjulegum snjóavetrum strax í október og verið lokaö allt til maíloka. En þaö er ósköp lítið um samkomur á vetrum, hér er þó ungmenna- félag sem telst vera meö lífi, félagssvæöiö er þessir tveir hreppar, Snæfjallahreppur og Nauteyrarhreppur, og þaö er svona aöeins veriö aö leik sér í íþróttum aö sumrinu. Viö erum meö íþróttavöll hérna uppi viö Dalbæ sem er samkomuhús í eigu Átthagafélags Snæfjallahrepps." Veöurguöirnir sýna líklega ekki alltaf á sér þetta andlit, sem þeir sýna í dag? „Nei, hér geta oröiö æöi sterk veöur og skip hafa farist hér í utanveröu Djúpinu, ég minnist til dæmis sjóslysa um og eftir 1970. 1968, þá fórst Ross Cleveland og einn komst þar af, Harry Eddom, eins og menn muna, hann rak hér inn í Seyðisfjörö. Togari þessi fórst rétt út af Skutulsfirði í aftakaveðri. Notts County strandaöi hins / Konungsstandsgjótu. Jónas bendir á hásæti áifakonungs, fjærat, nær er kirkjan meó grastónni á og til hægri Skattholió, sem er fjárhirzla konungs ad sjálfsögdu. Æöey er stærst eyja í ísafjaröardjúpi, rúmir tveir kílómetrar á lengd og um einn kílómetri á breidd liggur hún undan Snæfjallaströnd, klettótt eyja og dálítió vogskorin einkum að vestanveröu, og þar er hún mun hærri en austurströndin sem er lág með víkum og vogum. Eyjan er grasgefin og hlýleg og höfnin er gerö af náttúrunnar hendi og heitir Höfnin, þaö er stuttur vogur, þó all rúmgóöur. Bærinn í Æóey stendur fyrir botni Hafnar. í vogs- mynninu eru tveir varphólmar, Noröur- hólmi og Vesturhólmi. Höfnin er vel varin fyrir sjávargangi og er dásamleg náttúru- smíö. Meó því höfðingsmenn kusu yfir- leítt ekki að búa í úteyjum, enda þótt þær væru auöugar aó landnytjum, þá er eyjan ekki sögurík. Hins vegar kusu þeir aó eiga slíka staöi og heimta af þeim hátt afgjald. Þaö sem hæst gnæfir í sögunni, eru ef til vill Spánverjavígin sumariö 1615, en samtímaheimild er til um þá atburói sem er frásaga Jóns Guðmundssonar læróa. Þessi pistill minn á ekki aö varpa sögulegu Ijósi á Æðey, fremur að vera lítið leiftur frá liönu sumri þegar undirr. gekk þar á land að ræöa við fólkiö. Þaö var í þeirri viku sumars sem í eyjunum er kölluö kofnavika, þaö er sú átjánda, aö undirr. lagöi bíl sínum fyrir ofan bryggjuna í Ögri og beiö komu Jónasar Helgasonar bónda í Æðey. Brátt sá á depil úti á Djúpinu og sem hann nálgaöist kom í Ijós hin snotrasta plasttrilla frá Mótun og upp aö bryggjunni lagði Jónas í Æðey. Það var dýrðarveður þennan dag og svanurinn' tók báruna afskaplega mjúkt og þriggja sílindra Volvo Penta skilaöi okkur drjúgum í átt til Æðeyjar. Þykir hæfilegt aö láta Pentuna snúast 2200 snúninga þegar ekkert sérstakt er á seyði, hraðar ef líf liggur viö. Við Konungsstandsgjótu Þegar út á eyju var komiö sá brátt á, aö verið var að hressa við hús á eynni, bæöi íveruhúsið svo og fyrrum íbúöarhús, svo- kallaö Betuhús, sem mun vera frá dögum saltvinnslunnar í Reykjanesi og þar af leiðandi um tvö hundruð ára gamalt. Þrátt fyrir annir gekk Jónas bóndi með undirr. um eyjuna, hann tók sér lurk í hönd og ég spuröi hann hvort krían væri aðgangshörð. Hann kvaöst bera lurkinn út af kálfum sem ef til vill yröu á leiö okkar. Við gengum suður á eyju, upp á Hurðar- Eyjabúskapur krefst annarra farkosta en landbúskapur: Jónas í Æðey á farkosti sínum, Svaninum, á leiö til Æöeyjar. bakshól og þaðan varö útsýniö meira, hæsti hóllinn á eyjunni blasti viö, Stóra- borg, sem er 134 metrar yfir sjó, þá sést í Miöborg og Kofuborg og svo Vatnsborg sem er heiman til viö hana, þessar borgir eru fimm, Grunnborg sjáum viö ekki af Hurðarbakshól. Ég spyr um lundabyggðir. Á kili í átta tíma Finnbogi Hermannsson röltir um Æðey með Jónasi bónda Helgasyni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.