Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 14
Á sýningunni Austurrískur arkitektúr 1860—1930 í Ásmundarsal haustiö 1980 mátti líta snotra teikningu eftir Richard Neutra (1892—1970), er hann geröi skömmu eftir nám. Neutra starfaöi þó aðeins fáein ár í Evrópu, en fluttist vestur um haf liðlega þrítugur aö aldri, og öölaðist þar heimsfrægö. Hann er talinn hafa veriö í fremstu röö nútíma arkitekta og hefur haft töluverð áhrif á viðhorf fjölmargra ungra arkitekta. Telja ýmsir, að þau áhrif eigi jafnvel eftir aö fara vaxandi, er fram líða stundir. Richard Neutra fæddist í Vínarborg áriö 1892, en þar rak faðir hans málmsteypu- verkstæöi. Aö loknu almennu skólanámi innritaöist Neutra í tækniháskóla Vínar- borgar. Þar varö hann fyrst fyrir miklum áhrifum frá Otto Wagner (1841 —1918), sem verið hafði einn helzti forvígismaður Art Nouveau-stefnunnar í Austurríki, en hafði síðan snúiö sér að framgangi nútíma arkitektúrs af miklum krafti. Síöar í skóla- náminu varö Adolf Loos (1870—1933) helzti lærifaöir Neutras og hafði varanleg áhrif á stíl hans. Loos haföi haft bein kynni af byggingarlist í Bandaríkjunum og hrifizt mjög af tæknilegum afrekum, sem hann sá þar. Hann var kunnur arkitekt í Austurríki, einkum fyrir óbeit sína á útflúri og hvers kyns skreytingum á byggingum. Greyptist þessi afstáða Loos djúpt inn í huga Neutrax. Svo til samtíma honum í námi var Rudolf M. Schindler (1887—1953), og tókst meö þeim Neutra góöur kunnings- skapur. Ákváðu þeir að halda vestur til Bandaríkjanna, er þeir hefðu lokið námi. Svo fór, að Schindler hélt vestur um haf áriö 1914 og fékk þegar vinnu hjá Frank Lloyd Wright, en Neutra haföi ekki lokið námi, er heimsstyrjöldin brauzt út og var kvaddur í her keisarans. Hann gat þó lokið námi áriö 1917, en af vesturferð varð ekki að sinni. Þegar ríkjasambandið Austurríki- Ungverjaland var leyst upp 1918, fluttist Neutra til Sviss og starfaði næstu tvö árin hjá garðhönnuðinum Gustav Ammann, þar sem hann öðlaðist næma tilfinningu fyrir eðli og mikilvægi trjáplantna og góðum lóðarfrágangi. Kom þessi næmni ríkulega fram síðar á starfsferli Neutras. Árið 1921 hélt Neutra til Þýzkalands, og í árslok hóf hann störf á arkitektastofu Erichs Mendel- sohns (1887—1953) í Berlín, en Mendel- sohn var þá einn aðalfrumkvöðull tjástefn- unnar (expressjónismans) og hafði nýlokiö við sitt þekktasta verk, Einsteinsturninn í Potsdam (1919—20). Upphaflega starfaöi Neutra á stofunni sem tækniteiknari, en mjög fljótlega gerði Mendelsohn hann aö félaga sínum. Saman unnu þeir 1. verölaun í samkeppni um viðskiptamiöstöð í Haifa (1923), en ekki kom til frekari útfærslu verksins. Um þetta leyti voru miklir þreng- ingartímar í Þýzkalandi og veröbólga gífurleg. Loks, síöla árs hélt Neutra vestur um haf. Starfaði hann fyrst um eins árs skeið á gríðarstórri teiknistofu í Detroit, og einnig vann hann á stórri stofu í Chicago. Þar kynntist hann Louis Sullivan, sem þá var orðinn illa farinn og átti skammt eftir ólifað. Við jaröarför Sullivans (1924) hitti Neutra meistara Frank Lloyd Wright í fyrsta sinn, og varð þessi fundur til þess að Neutra fór í skóla Wrights í Taliesin. Þar vann hann jafnframt að bók um byggingar- aðferöir í Bandaríkjunum, og var sú bók gefin út í Stuttgart 1927 og heitir Wie baut Amerika. Neutra dáöist mjög að Wright og skírði elzta son sinn í höfuö meistarans. Neutra yfirgaf stofnun Wrights eftir áriö og Heilsuhúsið, Los Angeles (1929). ARKITEKTOR'l hélt með fjölskyldu sína vestur til Kali- forníu. Þar var Schindier, vinur hans frá Vín, búinn aö koma sér fyrir, og unnu þeir Neutra saman að tveim samkeppnisverk- efnum, en hlutu þó ekki verðlaun. Jafn- framt þessu vann Neutra aö skipulagshug- myndum sínum á milljón manna byggö meö algerum aðskilnaði fótgangandi og ökutækja og nefndi hann verkefnið „Rush City Reformed". í aöalatriöum var hug- mynd þessi töluvert lík því sem skipulag Brasilíuborgar var síðar byggt á. Neutra kynnti þessar hugmyndir sínar opinberlega og vöktu þær töluverða athygli. Leiddi þetta til þess aö honum bárust svo mörg verkefni, aö hann gat sett upp eigin stofu. Meðal fyrstu raunverulegra verkefna Neutras var svokallaö Heilsuhús, stórt einbýlishús, sem hann teiknaöi fyrir sér- fræöing í heilsulækningum. Húsiö var reist áriö 1929 úr stálburðargind, og markaöi þaö upphaf alþjóðlegrar frægðar Neutras. í þessu verki tókst honum aö sameina ótal ólíka þætti bandarískrar tækniþróunar í eina sannfærandi heild. Stigar og gólfpallar eru útkragaðir eða hengdir niöur úr burðargrindinni meö stálvírum á mjög skemmtilegan hátt. Myndir af Heilsuhúsinu birtust fljótlega í fjölmörgum tímaritum, og fleiri verkefni fylgdu í kjölfarið. Neutra var Beckstrand-húsið, San Fernando Kaliforníu 1936. Forgöngumenn nútima arkitektúrs eftir Harald Helgason arkitekt Richard Neutra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.