Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 2
Hvar var Atlantis og hvers vegna sökk það? Síöari hluti eftir Ólaf St. Pálsson Hindraði Atlantis aö Golfstraumurinn bærist norður á bóginn? Við höfum nú fengið nokkra mynd af hinu útbreidda veldi eyjarinnar í Atlants- hafi. Einnig höfum viö séö að ýmislegt bendir til þess aö hún hafi í raun og veru horfið „9 þús. árum fyrir daga Sólons" (11.500 árum f. Kr.). En hvaö í ósköpun- um getur hafa gerst þá? Athyglisvert er, aö ísöld endar einmitt á sama tíma og Atlantis á aö hafa sokkiö í sæ. Nokkrir vísindamanna, sem rann- sakaö hafa veðurfar fyrr á tímum, hafa komiö meö þá hugmynd, aö þaö sé alls ekki tilviljun aö svo sé. Sem dæmi má nefna rússnesku vísindakonuna Ekater- inu Hagenmeister. Hún skrifaöi 1955, að þar sem Golfstraumirnn náöi Noröur- íshafinu fyrir 10—20 þús. árum, hljóti Atlantis að hafa verið hindrunin, sem sneri honum til suðurs. Lítum nú nánar á þessa skýringu. Mynd nr. 4 sýnir jafnhitalínur, þ.e.a.s. línur eru dregnar um staði sem hafa sama meðalhita (32°F = 0°C, 50°F = 10°C, 68°F = 20°C). Myndin sýnir glöggt „hitun“ Golf- straumsins. Áhrif hans sjást af sveigju línanna til noröurs, hægra megin á myndinni. Ef Atlantis hindraöi Golf- strauminn í aö komast noröar en á móts viö Gíbraltarsund, heföi áhrifa hans ekki gætt í Norðvestur-Evrópu. Þá heföu jafnhitalínurnar ekki sveigst til noröurs hægra megin á myndinni, heldur legiö lárétt þvert yfir. Línan sem merkt er 32°F (0°C) heföi þá legiö um syösta hluta Englands. Á öllum stööum, sem hafa lægri meöalhita en 0° (frostmark vatns), fer frost aldrei úr jöröu. Syðstu mörk svæöa sem voru ísi þakin, hefðu því veriö á suöurströnd Englands (sbr. að Grænland, sem er á mörkum þessar- ar línu í dag, er þakið ís, sem er á annaö þúsund metra á þykkt). Ef athuguð er svo mynd nr. 5, má sjá aö svo var einmitt á ísöld. Þangaö til Atlantis sökk í 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.