Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 8
Bragi Ásgeirsson BIENNAUNNI ROSTOCK1981 Níundi Biennal Eystrasaitslandanna, Noregs og íslands var opnaður með hátíðlegri viöhöfn 4. júlí og stóð yfir til 30. ágúst. Islendingar hafa tekiö þátt í öllum sýningunum og á síðustu 8 Biennölum sem sjálfstæö eining og er úthlutaö jafn miklu veggrými og hinum þjóðunum. Allir eru þannig jafnir um sýningarrými og er ótvírætt nokkur fengur að því fyrir okkur íslendinga að standa hér á jafnréttis- grundvelli við t.d. sovézka risann. Jafnrétti er það þó ekki í einu og öllu grannt skoöaö, því að þaö gefur okkur vissulega betra tækifæri til að kynna list okkar á breiöum grundvelli en stærri þjóöunum. Annað mál er þaö, að ekki tel ég okkur hafa nýtt þetta tækifæri sem skyldi til þessa og oft hefur verið erfitt að fá menn til að taka þátt í þessari sýningu, m.a. vegna lítilla sölumöguleika mynda fyrir austan og svo álíta margir sýninguna pólitíska. Hún er þaö og vafalítiö aö vissu marki en stefna okkar, er höfum staöiö að íslenzku deildinni, hefur jafnan veriö aö leitast við að sýna það frambærilegasta, sem völ hefur verið á hverju sinni. íslendingar eiga aö taka þátt í eins mörgum sýningum í austri og vestri og mögulegt er, að mínu mati, og kynna þar með menningu sína og má vísa til og minna á, aö þaö fylgir ótvírætt stjórnmála- legum samskiptum aö kynna menningu viðkomandi landa innbyröis. Þetta er m.a. gert meö undirritun samnings um gagnkvæma kynningu listmenningar milli landanna. Slíkir samningar hafa raunar veriö undirritaöir en svo einfaldlega stung- iö undir stól, en það er önnur saga. Allir, hve róttækir sem þeir nú eru, myndu vilja senda verk sín á sýningar í borgum V-Þýzkalands og t.d. Bandaríkj- unum og engum dytti í hug, aö hann yröi meö því stimplaöur stórkapítalisti, og viö hvaö eru menn þá hræddir varðandi sýningar í austri svo lengi sem þeir mega senda það sem þeir vilja á sýningarnar? Ekki skil ég þennan hugsunarhátt og hef jafnt gengizt upp í því aö vinna aö sýningum í austri sem vestri meö sama metnaöi, og teldi mig minni mann ef ég hugsaöi ööruvísi og geröi upp á milli þjóöa. En ekki meira um þaö hér. — Biennalinn í Rostock er jafnan opnaöur meö viöhöfn í hátíöarsal listahall- ar Rostock-borgar við Svanatjörn. Aö forfallalausu opnar menntamálaráöherra A-Þýzkalands sýninguna meö ræöu og síöan heldur forseti alþjóölegu nefndarinn- ar og/eöa forstjóri listahallarinnar smátölu og útskýrir stefnumörk sýningarinnar hverju sinni. Á því 14 ára tímabili sem ég hef veriö í alþjóölegu nefndinni hafa menntamálaráöherrarnir veriö tveir, fyrst Klaus Gysi en nú Hans Heinrich Hoffmann. Oftast leikur strengjahljómsveit á undan og eftir ræöuhöldunum en á síöasta Biennal er bar upp á, og var tileinkaöur Barnaári, komu fram unglingar er sungu og spiluöu meö miklum tilþrifum og var það langsamlega hátíölegasta og skemmtilegasta opnunarhátíöin til þessa. Það hvíldi nokkur skuggi yfir opnuninni aö þessu sinni þar sem ötull liösmaöur sýningarinnar, hinn heimsfrægi vestur- þýzki grafíker H.A.P. Grieshaber, haföi látist á heimili sínu í Reutlingen nokkru áöur og var opnunin jafnframt minningar- athöfn um hann. — Á fyrstu mynd sjáum viö Hans Heinrich Hoffmann opna sýninguna en í bakgrunni sér í risastórar tréristumyndir erftir H.A.P. Grieshaber. Þaö ríkir góö stemmning í deild Svíanna eftir yfirferö ráöherra og föruneytis og hér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.