Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Síða 6
Breiðargerði í Skagafirði fyrir fáeinum árum. Mjög óvenjulegt afbrigði; kjallari, steinsteyptur að einhverju leyti, timburhús með kvistherbergi, en látið falla inn í gamlan torfbæ og þakið tyrft. Litla-Hofí Oræfum nálægt 1940. Hér sjáum við hina rómantísku bæjarmynd: „Hátt und hlíðarhrekku/ hvít með stofuþil“. En þessi hæjargerð margra smárra timburþilja og kartöflu- garðurinn fyrir framan er ekki gömul — aðeins frá síðustu öld — en fer óneitanlega vel. Eitt fegursta bæjarstæði á Austurlandi er án efa á Valþjófsstað í Fljótsdal. Einarsstaðir í Keykjadal — eitt af fallegri bæjarstæðum í dölum Þingeyjarsýslu. Stórt íbúðarhús með risi og kvistum, trjágarður og kirkja setja svip á staðinn. fegurö, víösýni, graslendi, skóglendi, jarðhiti og veiði í Apavatni og Laugar- vatni. Laugarvatnsbærinn stóö á brekkubrúninni, þar sem hús mennta- skólans stendur nú, — og þar hefur ver- iö frábært bæjarstæði. Laugardalshólar í Laugardal heföu komiö sterklega til álita, þar eru fyrir hendi flestir kostir Laugarvatns aö jaröhitanum undanskild- um. Ingólfur Arnarson var bundinn af ákvöröun sinni um vegvísun öndvegis- súlnanna á sama hátt og Skalla-Grímur var bundinn af bón föður síns. í því happdrætti var Skalla-Grímur heppnari. Aðrir landnámsmenn höföu frjálst val og þeir sem voru snemma á ferðinni, gátu valsaö um heilu héruöin og tyllt sér niöur á bezta blettinn úr skákinni. Viö vitum að sjálfsögöu ekki, hvað vakti fyrir þeim, en hitt er víst aö þeir byggöu á misfalleg- um stööum. Vel skil ég Ingimund gamla, sem leit vel og vandlega á þau lönd norðan heiöa, sem nú heita Húnavatnssýslur, nam Vatnsdal og bjó aö Hofi. Sama er aö segja um Helga marga og staöarval hans aö Kristnesi. Ketill hængur nam öll lönd í Rangár- þingi milli Markarfljóts og Þjórsár og bjó aö Hofi á Rangárvöllum. Einhvernveginn finnst manni aö Fljótshlíðin heföi veriö girnilegri, en Baugur fóstbróöir land- námsmannsins fékk Hlíöina og byggöi bæ sinn á Hlíöarenda. Bæjarstæðið þar er meö þeim fegurri í Rangárþingi, Gunnari þótti fagurt þar forðum og mætti í sömu andrá nefna Múlakot en kannski þó allra helzt Núp. Þrándur mjöksiglandi Bjarnarson er nefndur fyrstur þeirra er námu lönd í Hreppum, hann bjó aö Þrándarholti. Ég hef áöur getið þess, að þar er eftirtekt- arvert bæjarstæöi og kannski ekki önn- ur betri þar í sveit. í Hrunamannahreppi gátu þeir bræöur Bröndólfur og Már Naddoddssynir valiö sér bæjarstæöi úr einni fegurstu skák landins, þar eru mörg afburða bæjar- stæöi eins og dæmin sanna núna. Bröndólfur kaus aö byggja á Berghyl, sem sýnir aö hann var maöur glögg- skyggn, en Már byggöi á Másstöðum, sá bær er ekki lengur til. Mér finnst þó, aö þeir landnámsmenn á Suöurlandi, sem gátu valiö úr mestu, hafi ekki verið eins fundvísir á allra feg- urstu bæjarstæöin. Stundum er eins og þeim hafi tekizt betur, sem fengu í sinn hlut smærri skákir. Þannig byggöi Ketilbjörn á Mosfelli tveimur börnum sínum efri hluta Bisk- upstungna og bæöi fundu fegurri bæj- arstæöi aö mínu mati en gert haföi Ket- ilbjörn. Byggði annað þeirra bæ sinn í Úthlíð, þar sem höfundur þessarar greinar sleit barnsskónum, — en hitt í Haukadal, þar sem mér finnst aö sé eitt fegursta bæjarstæöi á Suöurlandi og þótt víðar sé leitaö. Því miður hélst ekki byggö þar, kirkjan stendur ein á bæjar- hólnum viö Beiná og skógi vaxin Sand- fellshlíöin aö baki, en húsakostur hefur að öðru leyti veriö fluttur á berangurinn nálægt Geysi, þar sem Tungnamenn kalla venjulega „á Söndunum". Þeir landnámsmenn sem síöar voru á feröinni, uröu aö gera sér aö góöu rýrari landkosti og óálitlegri bæjarstæöi. Lík- lega hefur mjög veriö farið að skyggja, þegar Þórir haustmyrkur kom og nam Selvog. Ég hygg aö vægt sé til oröa tek- iö aö ekki séu mörg framúrskarandi bæjarstæði þar, — en kannski hefur þaö allt litið margfalt betur út í árdaga byggöar. Selvogurinn er þó ekkert sérstakur aö þessu leyti. Næsta fátt er um glæsileg bjarstæöi á Suðurnesjum til dæmis, einnig austur í Flóa og Landeyjum, norö- ur á Skaga og Melrakkasléttu. Lang- flestir bæir geta þó falliö undir þá skil- greiningu, aö bæjarstæöiö er sæmilegt — getur hvorki talizt fagurt né Ijótt. Hitt er svo allt annaö mál, hvaö viðkunnan- legt er í augum þess, sem lengi hefur búiö á staðnum. „Ég kann afskaplega vel viö mig hérna“, er setning, sem æöi oft heyrist — sem betur fer. Sé beöiö um nánari skilgreiningu á því, veröur oft fátt um svör, það er eitthvað, sem menn geta ekki útskýrt, en dugar þeim alveg persónulega. Þaö er þessvegna fullgilt sjónarmið fyrir þann sem í hlut á, en getur ekki talizt algilt þar fyrir. Þau sjón- armiö, sem ég hef sett fram í þessu greinarkorni, geta ekki fremur talizt al- gild. Þaö er þó Ijóst, aö æði oft hafa menn svipaöar skoöanir á þessu, eru til dæmis sammála um, aö þaö sé tignar- legt í Skaftafelli, aö staðarlegt sé aö sjá heim aö Hólum í Hjaltadal, aö fagurt sé í Mývatnssveit og búsældarlegt i Öngul- staöahreppnum og Fljótshlíðinni. Ég vona líka, aö þær skoðanir, sem ég hef sett fram, endurspegli öllu fremur al- menningsálit en persónulega sérvizku. Vestfirðir hafa því miður oröiö útund- an í þesari umfjöllun svo og austanvert landiö aö mestu. Kemur þar til ónógur kunnugleiki höfundarins fremur en aö lít- iö sé þar um góö bæjarstæði. Þessu greinarkorni var ekki heldur ætlaö aö veröa neinskonar tæmandi úttekt á landinu öllu, hvaö bæjarstæöi varöar, en aðeins lausleg hugleiðing um þaö sem fyrr og síöar hefur boriö fyrir augu. En líklega gerist eins og fyrri daginn, þegar fjallaö er um þaö loftkenda hugtak, feg- uröina, aö skoöanir verði æöi skiptar á því sem hér hefur verið sagt. í næsta blaði: Rætt viö Gunn- ar M. Jónasson, forstöðumann í Byggingastofnun landbúnaö- arins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.