Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Síða 4
Anna María Þórisdóttir Verdi var 58 ára þegar hann samdi Aidu, en hann var á 80. aldursári sínu, þegar hann samdi síöustu óperuna. Giuseppina Strepponi, etginkona Verdis. Þann 18. febrúar næstkom- andi veróur ráðizt í það stór- virki að flytja tónlistina úr Aidu Verdis í Háskóiabíói. Að því standa Sinfóníuhljóm- sveit íslands og tæplega 100 manna kór Söngsveitarinnar Fílharmoníu. Hér segir frá höfundinum og verkinu, sem frumflutt var á jólum 1871 í Cairo. i Giuseppi Verdi samdi 26 óperur (27, ef Messa da Requiem er talin meö) og var 26 ára, þegar sú fyrsta, Oberto, Conte di Bonifacio, var frumsýnd á La Scala í Mílanó 1839, en á 80. aldursári, þegar sú síðasta, Falstaff, var frumsýnd á sama staö, 1893. Aida er 24. ópera Verdis og var hún frumsýnd, þegar hann var 58 ára gamall. Þá átti hann samt eftir aö semja tvær óperur, sem mörgum finnst hans bestu, Otello, sem var frumsýnd, þegar hann var á 74. ári og Falstaff, sem fyrr er nefnd. Giuseppe Verdi fæddist 10. október 1813 í litla þorpinu Le Roncole í þriggja mílna fjarlægö frá smáborginni Busseto í Parmahertogahéraðinu. Hann var son- ur ólæsra sveitahjóna, sem ráku þorpskrána og höndluðu meö matvörur. Hann var raunar skíröur upp á frönsku, Joseph Fortunin Francois, því aö sífellt var verið aö berjast og deila um her- togadæmiö og önnur nálæg og þar réöu ýmist ríkjum Frakkar eöa Austurríkis- menn og svo vildi til aö þaö voru Frakkar í þá tíö, er drengurinn var skíröur. Ári seinna ráku Rússar Frakka frá völdum á þessum slóöum og móöir Verdis, sveita- konan Luigía, faldi sig með drenginn í klukkuturni kirkjunnar meöan þeir fóru þarna um rænandi og drepandi. Giuseppe var feiminn og einmana drengur, sem laöaðist snemma aö tón- list farandtónlistarmanna, sem komu til þorpsins og orgelleiknum í kirkjunni. Hann var kórdrengur viö messur, en gleymdi sér stundum svo við aö hlusta á orgelleikinn aö honum láöist aö fram- kvæma trúarleg viövik fyrir prestinn, sem gaf honum þá stundum svo kröftug olnbogaskot, aö hann rúllaði niöur altar- isþrepin. Faðir hans keypti handa honum hálf- Ur leiksviösuppfœrslu á Aidu: Radames krýpur fyrir Akfu. 1 f 1 ónýtt spínett, sem nágranni geröi viö og meö þess hjálp gat hann fetaö fyrstu skrefin á tónlistarbrautinni. Verdi átti þetta gamla hljóöfæri alla ævi. Þorpsorganistinn veitti honum tilsögn og hann varö sjálfur organisti í þorps- kirkjunni 12 ára gamall. En fööur hans var Ijóst að hann þarfnaöist meiri menntunar en fá mætti í Le Roncole og sendi hann til Busseto og kom honum þar fyrir hjá vínkaupmanninum, sem hann skipti viö í sambandi viö veitinga- sölu sína. Þar hlaut Verdi tónlistar- kennslu um leiö og hann gekk í barna- skólann. En hvern sunnudag og helgidag skokkaöi snáðinn yfir til Le Roncole til aö spila þar viö messur. Aöeins fimmtán ára gamall var Verdi farinn aö semja tónlist fyrir tónlistarfé- lagiö og hljómsveitina í Busseto. Bar- ezzi, vínkaupmaöurinn, stuölaöi aö því aö Verdi sótti um inngöngu í almenna tónlistarskólann í Mílanó og hugðist styrkja hann fjárhagslega til námsins. En umsókn Verdis var hafnaö. Meöal raka fyrir höfnuninni var aö hann væri orðinn of gamall til inntöku, 18 ára í staö 14 og tækni hans í píanóleik væri ábótavant. Einkaathugasemdir dómnefndarmanna eru þó enn varöveittar og þar kemur fram aö þeir töldu hann framúrskarandi gáfaöan og efnilegan tónsmiö. Stjórn- mál gætu hafa átt einhvern þátt í þessu, Parmabúinn var útlendingur í Mílanó. Löngu seinna, þegar tónlistarskólinn vildi endurskíra sig upp eftir Verdi, sagöi hann: „Þeir vildu mig ekki ungan, þeir fá mig ekki gamlan." Verdi stundaöi samt einkanám í tvö ár undir handleiðslu aðalstjórnanda á La Scala, Vincenzo Lavigna. Á þessum ár- um stjórnaöi hann þætti úr Sköpun Haydns á æfingu og vakti þaö svo mikla hrifningu aö honum var boöiö aö stjórna á hljómleikunum, sem síöan voru endur- teknir tvisvar. 1836, þegar Verdi var 23 ára, kvænt- ist hann Margheritu Barezzi, dóttur vín- kaupmannsins, velgjöröarmanns síns. Verdi hafði snúiö aftur til Busseto til aö sækja um organistastöðu í dómkirkjunni þar, en kirkjuyfirvöld stóöu meö öörum umsækjanda. Þetta olli næstum borg- arastyrjöld í Busseto milli fylgjenda og andstæðinga Verdis, sem hlaut stööuna. Frystu óperuna, Oberto, samdi hann í Busseto veturinn 1837—’38 og var hún frumsýnd á La Scala 1839 sem fyrr seg- ir. Hjónaband Verdis og Margheritu varö skammvinnt. Hún lést 1839, aöeins 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.