Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 5
Zacharias Topelius UNDIR SÝRENU OG REYNI Þóroddur Guömundsson þýddi Vonsæli vorsins dalur, veittu mér tryggðir og griö! Fagri fagnaðar salur, færöu mér þráðan friö! Sólfagra barnkind lofts og Ijóss, lyftu mér nú á vængjum hróss; vonsæli vorsins dalur, veittu mér tryggðir og grið! Vonsæli vorsins dalur verður mér alltaf kær. Syngi mér þessi salur söng sinn í dag og gær. Kveldroðinn blikar, bjarma slær bláum á himni, fjær og nær. Vonsæli vorsins dalur verður mér alltaf kær! —, - _ini -1 i « — o ■- i -*> ára gömul og áöur höföu látist tvö ung börn þeirra. Giuseppina Streppone, vinsæl óperu- söngkona í Mílanó, stuðlaði aö því að Oberto var sett upp á La Scala og átti reyndar aö syngja aðalhlutverkið, þó aö því yrði ekki við komið. En hún söng aðalhlutverkið í Nabucco, sem frumflutt var á La Scala 9. mars 1842, en sú ópera „sló í gegn“ og var fljótlega sett upp um alla Evrópu og einnig í Norður-, Miö- og Suður-Ameríku og var endurflutt ár eftir ár í Mílanó. Giuseppina og Verdi uröu elskendur og bjuggu saman í 12 ár áður en þau giftust. Þau uröu gömul saman og 54 árum eftir fyrstu frumsýningu á Verdi- óperu sátu þau saman á frumsýningu Falstaffs — síðustu óperu hans. Hér er ekki rúm til að rekja nánar æviatriöi Verdis, en aö lokum skal minnst á síöasta „veraldlega“ verk hans, sem var að láta reisa hvíldarheimili fyrir aldraða tónlistarmenn, Casa di Reposo per Musicisti. Þetta hvíldarheimili er enn starfrækt og þekkt undir nafninu Casa Verdi. í húsagarði þess eru grafir Verdis og Giuseppinu. Hún lést 1897 en hann 1901 og þau voru fryst grafin í borgar- kirkjugaröi Mílanó-borgar. Samkvæmt fyrirmælum Verdis voru kisturnar síöar fluttar til Casa Verdi. Þá stóðu tvöhundr- uð þúsund manns meðfram strætum Mílanó þar sem líkfylgdin fór um og Toscanini stjórnaði söng áttahundruð manna kórs. II Aida var frumflutt í Óperuhúsinu í Kaíró 24. des. 1871. Hún var samin í tilefni af opnun Súezskurðarins, sem þó hafði verið opnaður nokkrum mánuðum áður en Verdi fékk textann í hendur. Landstjóri Egyptalands, Ismael Pasha, hafði boðið öllum helstu tónlistargagn- rýnendum í Frakklandi og á Ítalíu til frumsýningarinnar og einn þeirra, Fil- ippo Filippi, hafði samband við Verdi og bauöst til að leggja inn sitt allra besta orð fyrir þessa nýju óperu. Verdi brást ókvæöa viö, frábaö sér alla auglýs- ingastarfsemi og skrifaði framkvæmda- stjóranum og í bréfinu eru þessi orð: „Allt, sem ég æski fyrir þessa óperu er góöur og umfram allt skilningsríkur söngur, hljóðfæraleikur og sýning. Ann- ars: á ia grace de Dieu (fel ég allt guös náð).“ Verdi fór ekki til Kaíró en var um kyrrt á italíu og æfði söngvarana fyrir upp- færsluna á La Scala, sem varð sex vik- um seinna og var hann kallaöur 32 sinn- um fram á sviöiö í leikslok. Aida gerist á tímum Faraóanna í borg- unum Memfis og Þebu. Helstu hlutverk eru: (innan sviga eru nöfn söngvaranna, sem sungu í Kaíró á frumsýningunni). Konungur Egypta, bassi (Tommaso Costa). Amneris, dóttir hans, mezzo- sópran (Eleonora Grossi). Aida, ambátt hennar, sópran (Antonietta Pozzoni). Radames herforingi, tenór (Pietro Mongini). Amonasro, konungur Eþíópíu, baritón (Francesco Steller). Ramfis, æöstiprestur, bassi (Paolo Medini). Sendiboði, tenór. Óperutextinn er gerður eftir sögu franska fornleifafræðingsins Auguste Mariette, sem talin er byggð á fornri eg- ypskri sögn. Óperan er í 4 þáttum og er efni hennar á þessa leið: Egyptar og Eþíópíumenn eiga í sífelldum styrjöldum. I. þáttur gerist í konungshöllinni í Memfis og þar segir Ramfis, æðstiprestur, Rad- amesi að búast megi viö árás Eþíópíu- manna. Hann segist hafa leitað véfrétta hjá gyðjunni Isis, sem nefnt hafi þann, sem verði æösti foringi egypska hersins og gefur í skyn að þaö sé ungur og hraustur maöur og fer síöan á fund kon- ungs með þessi skilaboð gyðjunnar. Radames vonar, að hann sé maðurinn og eigi eftir aö koma lárviöarkrýndur á fund sinnar heittelskuðu Aidu, eþíópískr- ar ambáttar Amnerisar konungsdóttur. Amneris er sjálf ástfangin af Radamesi og reynir að komast að því, hverja hann elskar, en Aida, sem elskar Radames, reynir að dylja það fyrir Amneris. Stríð skellur á og Eþíópíumenn nálgast Þebu undir forustu konungs síns, Amonasro, sem í rauninni er faðir Aidu. Konungur- inn tilkynnir nú aö Isis hafi útnefnt Rad- ames herforingja og skipar honum að flýta sér í musteri Vúlkans, þar sem at- höfn eigi að fara fram af þessu tilefni. Aida verur ein eftir og syngur um tvístr- aðar tilfinningar sínar, hún getur hvorki beöiö um sigur fyrir föður sinn né mann- inn, sem hún elskar og biður guðina aö sýna þjáningu sinni miskunn. í ööru at- riði þáttarins ákalla prestar og hofgyöjur guöinn Ftha og þar fer fram helgur dans og loks er Radamesi afhent heilagt sverð. 1. atriði II. þáttar fer fram í herbergi Amnerisar í höllinni, þar sem ambáttir klæða hana til sigurfagnaðar, en þrælar dansa fyrir hana og hún lætur sig dreyma um endurkomu Radamesar. Aida kemur inn og Amneris veiöir upp úr henni aö hún eiski Radames. Aida biöur Amneris, sem er svo hamingjusöm og voldug aö láta sér Radames eftir, en sú síöarnefnda hafnar því. 2. atriði, sigur- senan mikla, fer fram á torgi nálægt einu hliöi Þebu. Borgarbúar syngja sigur- sönginn, þegar herflpkkar koma inn í borgina og Amneris krýnir Radames lárviöi og kóngurinn sver aö veita honum hvað sem hann óski sér. Aida sér föður sinn meöal herteknu fanganna, klæddan sem óbreyttan hermann. Amonasro viö- urkennir að hann sé faðir hennar, þegar hún æpir upp yfir sig: „Faðir minn“ (Mio padre), en biður hana að leyna því aö hann sé konungur Eþíópíumanna. Ósk Radamesar er líf og frelsi föngunum til handa, en prestarnir krefjast dauða þeirra. Komist er aö málamiðlun: öllum er sleppt nema föður Aidu, sem verður eftir gísl í Egyptalandi. Kóngurinn býöur Radamesi hönd dóttur sinnar t siguriaun. III. þáttur fer fram á Nílarbökkum á tunglskinsbjartri nótt í grennd viö Isis- hofið. Bátur kemur að bakkanum og úr honum stíga Amneris og Ramfis, æðsti- prestur og ganga til hofsins til bæna áð- ur en hún giftist Radamesi. Aida kemur til að kveðja Radames og harmþrungin hugsar hún um að drekkja sér í Níl. Faðir hennar birtist og hefur komist aö því að þau Radames elskast og hyggst nota sér það til að komast að því, hvaða leið egypski herinn fari næsta dag. Þegnar hans hafa enn gripið til vopna og hyggja á árás. Aidu hryllir við þessu, en faðir hennar ógnar henni svo hún lætur und- an. Radames kemur og Amneris liggur í leyni. Aida ásakar hann fyrir aö hyggjast kvænast Amneris, en hann sver að hann skuli biöja konunginn aö leyfa sér aö kvænast Aidu, þegar hann hafi brotið Eþíópíumenn á bak aftur. Aida fær Rad- ames til að fallast á að flýja með sér til Eþíópíu, þó að honum hrjósi hugur viö að yfirgefa sitt elskaöa Egyptaland. Hún spyr hvaða leið sé best að fara til að foröast herinn og Radames segir aö her sinn sé í Napataskaröinu. Amonasro gefur sig nú fram og lýsir sig konung Eþíópíu og Radames sér aö hann sjálfur hefur gerst svikari. Amonasro og Aida reyna að fá hann til að flýja meö sér, en þá birtast Amneris og Ramfis og hún kallar: „Svikari". Amonasro ræðst að henni með rýtingi, en Radames gengur á milli, beinir feðginunum í burtu og felur sig Ramfis á vald. 1. atriði IV. þáttar gerist í konungs- höllinni. Amneris syngur um ást sína á Radamesi og er æf yfir því að Aida skuli hafa komist undan. Hún lætur sækja Radames í fangelsiö og býðst tii aö grátbæna kónginn um aö gefa honum lif, ef hann vilji afneita Aidu, segir Amon- asro fallinn í bardaga og Aidu sé sakn- aö. Hann afneitar og hugur Amneris er sundurtættur af afbrýöi, ást og hatri, hún grætur, er Radames er leiddur niöur í dómhvelfinguna. Hún heyrir Ramfis og prestana kalla hann svikara, en hann ver sig ekki einu orði og er dæmdur til að lokast lifandi inni í grafhvelfingunni. Amneris grátbænir og bölvar til skiptis prestunum, sem koma út úr hvelfing- unni. Lokaatriðiö fer fram á tveim hæöum í Vúlkanhofinu. i þeirri neðri, grafhvelfing- unni, stendur Radames, en tveir prestar láta steininn falla yfir opiö uppi yfir hon- um. Radames segir viö sjálfan sig að hann muni aldrei sjá Aidu framan, en þá birtist hún honum skyndilega og hefur faliö sig í grafhvelfingunni til aö deyja með honum. Söngur hofgyöjanna heyr- ^ist í fjarska, elskendurnir kveöja jöröina og vænta himindýröar og syngja O, terra addio (Vertu sæl, jörö). Amneris birtist í sorgarklæðum á hæðinni fyrir ofan, leggst á grafarsteininn og biöur Isis aö taka á móti Radamesi á himnum og veita honum friö. III Aría Radamesar, Celeste Aida (Himn- eska Aida), er án efa þekktasta aría óperunnar. Hún er sungin mjög snemma í I. þætti og endar á b, sem syngja á mjög veikt og deyjandi. Þetta er erfitt fyrir marga tenóra og Verdi stakk upp á því við einn af fyrstu túlken((um þessa hlutverks að hann skyldi syngja b-iö sterkt, en endurtaka síðan orðin „vicino al sol“ mjög veikt áttund neöar. Hinn voldugi sigurkór í Gran finale secundo (2. atriði II. þáttar), sem hefst á oröunum „Gloria all’Egitto ad Iside,, (Dýrð sé Egyptanum og Isis) hreif Ismail Pasha, landstjóra, svo mjög á „general- prufunni" í Kaíró, að hann langaöi til að gera hann að þjóðsöng Egypta. Sigurmarsinn í sama atriði er einn þekktasti hluti verksins. Verdi lét smíöa sex trompeta eftir sinni fyrirsögn i Míl- anó til að nota í honum og flytja til Eg- yptalands. Þessi löngu, beinu hljóöfæri voru hans útgáfa af fornum egypskum trompetum. Charles Osborne segir í bók sinni um óperur Verdis að í III. þætti Aidu sé að finna dýrlegustu tónlistina í gjörvöllum verkum Verdis. Forspiliö gefur til kynna hlýja, skínandi bjarta tunglskinsnótt á bakka Nílar. Og hann segir að með nót- unum fimm í stefi Amnerisar í upphafi þáttarins: Si; io preghero hafi Verdi „tryggt þaö að við höfum samúö með Amneris“. Resítativi Aidu: Qui Radames verra og aríu hennar í þessum sama þætti: O cieli azzurri, bætti Verdi við verkið fyrir upp- færsluna í Mílanó. Lýsingu sinni á Aidu lýkur Charles Osborne með þessum orðum: „Aida er eftirtektarvert verk, sem næstum hefur oröið fórnarlamb eigin vinsælda. Á viss- an hátt kemur það á milli tveggja þátta á tónlistarferli Verdis og hefur hvorki til aö bera ótaminn lífsmátt fyrri verka hans né sálfræðilega innsýn Otellos og Falstaffs. Tónlistarlega séö er óperan samt hvorki meira né minna en kraftaverk lagrænnar fegurðar og hugmyndaríkrar hljómsveit- arútsetningar. Þrátt fyrir allar hópsen- urnar er Aida ein hin innilegasta meðal stórópera heimsins og á bak við tónlist- ina skynjar maður djúpstæðan dapur- leika Verdis. Hljómarnir, sem hann skóp, eru ekki raunverulega egypskir: Verdi skapaði sitt eigið Egyptaland alveg eins og Shakespeare, sem hann dáði svo mjög, í Antoníusi og Kleópötru. Honum tekst afar vel aö beita á dramatískan hátt síendurteknum hugmyndum í tón- listinni og jafnvægið á milli ytri lýsinga og innri tilfinninga er fullkomið. Hann skrifar þarna fjögur frábær hlutverk fyrir söngvara og meö Amneris, sem næstum stelur senunni af Aidu, hefur hann kannski skapað mesta mezzo-sópran hlutverk sitt. Bæöi hiö ytra og innra lyftir skapandi ímyndunarafl tónskáldsins Aidu í hæstu hæðir.“ Heimildir: Charles Osborne: The Complete Operas of Verdi, Victor Gollancz LTD, Lond- on, 1969. Theodór Árnason: Tónsnillingaþættir. Útg. Þorleifur Gunnarsson, Steindórsprent hf. 1943, o.fl. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.