Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Page 7
Norðanlist á erlitt uppdráttar í Reykjavík Rætt við Óla G. Jóhannsson málara á Akureyri, sem stóð ffyrir 70 sýningum á meðan hann rak Háhól, og telur að myndlistarmenn að norðan eigi mjög undir högg að sækja í höfuðstaðnum. í fjörunni á Hofsósi — sá gamli seilist til fiöskunnar. Sjá frásögn, sem fram kemur í samtalinu. „Þú ert hættur aö reka sýningarstað- inn Háhól. Hversvegna?" „Ég hætti því, vegna þess að ég tap- aði á því stórfé síöasta árið. Þannig er ekki hægt aö halda áfram. Hins vegar gerði hann mun betur en standa undir sér fyrstu fimm árin. Ástæðan fyrir þess- ari óheillavænlegu þróun var ekki sízt stórhækkun á ýmsum kostnaði, sem þessu fylgir, húsaleigu og fleiru. Á þess- um 6 árum stóð ég fyrir 70 sýningum, eða því sem næst. Það voru bæði stórar sýningar og smáar. Minn draumur var alltaf, aö Myndlistarskólinn á Akureyri, sem er á sömu hæð, tæki viö sýningar- salnum og þeim rekstri, sem starf- seminni fylgir. Nú hefur sá draumur ræzt; ég er laus allra mála og fjórar sýn- ingar hafa nú þegar veriö haldnar í saln- um eftir að skólinn tók þar við rekstri." Myndirnar sem fylgja samtalinu eru allar eftir A'~ fl tAH»nnsson. acrvllitir á striga. v/io v«......----- . - ... Bátar við bryggju heitir hún þessi. Oii G. Jöhannsson seldust myndir eins og best verður á kosiö og mér fannst fólk mjög áhuga- samt og opið fyrir myndlist." „Já, Akureyringar eru áhugasamir á þessu sviöi og kaupa mjög mikið á sýn- ingum. En þesskonar málverkakaup ganga mjög hljóðlega fyrir sig.“ „En það er ekki ýkja langt síöan lista- nema hvað nýlist svokölluð á örugglega ekki uppá pallborðið. En það má rækta upp áhuga og vinna þannig markaö. Sjáöu til, — ég fór þannig að þessu, að ég bauð símaskránni; sendi allskonar fólki boðskort, sem aldrei á ævi sinni hafði fengið slíkt í hendur og þótti þaö merkilegt. Þetta fólk notaöi kortiö sitt og kom. Og þegar það var búið að koma „Svo Háhóll mun starfa áfram?" „Ekki undir því nafni. Nú heitir staöur- inn Listsýningarsalur Myndlistarskólans á Akureyri." „Ójá, þjálla gat þaö veriö. En breytti ekki einhverju fyrir Háhól, þegar Listhús- ið var sett á laggirnar á Akureyri og fór að standa fyrir sýningum einnig?“ „Þar voru aöeins haldnar tvær sýn- ingar og við Jón Sólnes, sem stóðum saman að Listhúsinu, hugsuðum það meira sem uppboðsfyrirtæki.“ „Er nokkur grundvöllur fyrir lista- verkauppboðum á Akureyri?" „Alls enginn. Akureyringar þora ekki að bjóöa opinberlega í myndir, því það má ekki sjást að þeir eigi aura til þess að eignast mynd á þann hátt.“ „Ekki get ég kvartað yfir Akureyring- um. Þegar ég sýndi hjá þér í Háhóli, mönnum þótti allt aö því vonlaust aö sýna á Akureyri, vegna þeirrar þröng- sýni, sem þeir vildu meina aö ríkti þar.“ „Rétt er það — og á fyrstu árunum, sem ég fékkst við sýningastarfsemi, var ekkert smámál að sannfæra málara úr Reykjavík um að eitthvað þýddi að koma norður og sýna þar. Hafi þessi meinta þröngsýni veriö staðreynd, þá held ég að hún sé alls ekki fyrir hendi lengur, — — ..or óhnninn vakinn oq nokkrum sinnum, vQ, ........ “ það fór aö kaupa eina og eina mynd. Fólk kom líka utan frá Dalvík, úr Eyja- firðinum, af Svalbarösströndinni og frá Húsavík. Meöan Háhóll starfaöi voru býsna margir á þessu svæði, sem fóru aö safna myndum í einhverjum mæli og þar á meöal voru.til dæmis bændur í Eyjafirði.“ „En þú málaðir lítið sjálfur á meöan þú rakst Háhól?“ „Alltaf eitthvað. En ég fór með fullum skriöi af stað á nýjan leik, þegar ég var laus við sýningarhaldiö. Ég hef gengið að því verki með það fyrir augum að taka þaö föstum tökum og vildi helzt geta minnkað að sama skapi við mig vinnuna hjá Póstinum, sem veriö hefur mitt lifibrauð." „Hefur það sína annmarka að vera listamaöur fyrir noröan?“ „Nei, ekki held ég þaö.“ „Nú eru flestar sýningar sem máli skipta haldnar í Reykjavík og vilji maöur fylgjast eitthvaö með því, þá hlýtur að hafa sína annmarka að búa norður á Akureyri." „Einu sinni var það svo, aö maður sá aldrei myndir nema fara suður, — og aö sumu leyti var það vegna þess, að sýn- ingarsalurinn Háhóll spratt upp. Aö sumu leyti var það gert af eigingirni; ég vildi fá í minn heimabæ eitthvað af því, sem vert er aö sjá og menn eru tilbúnir til aö sýna. Núna er svo komið, að miklu meira er aö sjá af þessu tagi á Akureyri en áður var. Og þegar eitthvað merkilegt á sér stað syðra, þá förum viö einfald- lega til aö sjá það, því það er svo stutt suöur fyrir Akureyringa en alveg djöful- lega langt norður fyrir Reykvíkinga. En þegar þú spyrð aö þessu, þá vakn- SJÁ NÆSTU SÍÐU. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.