Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Blaðsíða 8
Norðanlist ar önnur spurning, nefnilega sú, hvort eftirsóknarvert sé að fylgjast með obbanum af því sem verið er að sýna á ári hverju. Spyrja má, hvort málari geti ekki glataö frumkrafti sínum og því upp- runalega, ef hann sér einhver býsn af því sem er á döfinni á hverjum tíma og fari þá alveg að þjóna einhverri tízkustefn- unni. Mér finnst þetta einkenna alltof marga; þeir endurspegla eöa bergmála hinar og þessar klisjur eða tízkuupp- átæki, sem hafa grasseraö erlendis. Af því sem ég hef séð, finnst mér að fær- eyskir myndlistarmenn haldi miklu betur en við í eitthvaö sem hægt er að kalla upprunalegt. Ég er á þeirri skoðun, að myndlist- arskólarnir eigi aö einverju leyti sök á þessu. Aö vísu hef ég ekki veriö í mynd- listarskóla sjálfur, en hef þó haft for- göngu að stofnun fyrsta skólans af því tagi á Akureyri. Við fengum þá kennara til skólans, sem var þá nýútskrifaður frá þeim kunna Vallants-listaskóla í Svíþjóö; það var Guömundur Ármann og hann ílentist á Akureyri. Mér finnst gæta þess í skólunum, aö ekki sé hlúð að því upprunalega í ein- staklingnum. Allt er staölað eftir ein- hverri tízku. Maður lærir eitt og annað gott af því að sjá sýningar, en líka það aö varast vissa hluti. Og bað hr>fnr r>« __„ ..vaMI v/i» læost aö mér, hvort nokkur minnsta þörf sé á því að fylgjast meö, eins og það er kallaö: Sjá þaö sem kollegarnir hengja upp. Stundum ruglar þaö mann bara.“ „Þú finnur þér viðfangsefni í umhverf- inu: Á Akureyri og við Eyjafjörðinn?“ „Ég sæki mínar fyrirmyndir í þennan spotta, sem er frá fjörunni og uppá fjöru- kambinn. Já, þaö er rétt; ég hef veriö mest í fjörum og þar er margt að sjá; fjörur eru síbreytilegar og lifandi. En vegna þátttöku minnar í hestamennsku, hef ég leitaö á þau mið einnig. En ekki eins mikið. Oft koma bátar við sögu í fjörumyndunum eins og eðlilegt er. Og fólk, krakkar eða vinnandi menn. Einu sinni var ég að leita að viöfangs- efnum í fjörunni vestur á Hofsósi ásamt Gísla Guömanni, sem hafði yndi af myndum og var með mér í þessu. Hann er nú fallinn frá fyrir aldur fram, því hann var hjartveikur og fékk þessi köst, sem hrjá marga. Og sem við vorum að teikna í fjörunni á Hofsósi í norðan kuldaremb- ingi, þá fær Gísli verk fyrir hjarta. Hann haföi þá gleymt meöalinu sínu og ég sá, að eitthvaö varð að gera: útvega honum brennivín. Þá kom þar aðvífandi gamall maöur úr plássinu og ég sagði honum frá vandræðum okkar og spuröi hvort hann ætti ekki „medesín" handa félaga mínum. „Hvaö er það, væni rninn?" spuröi karl og eg áréttaöi, aö ég meinti landa eða eitthvaö svoleiöis. Þá gekk karl beint að smá bátpung, sem stóð þar yfirbreiddur, tók ofan af honum og dró upp flösku af þessum fína landa. Og það hreif; hjartaverkurinn hvarf. Ég hef gert mynd af þessu; málaö karlinn, þar sem hann seiiist til flöskunn- ar í bátnum." Frh. á bls. 15. Gunnar Örn ásamt nokkrum „hausum“ og má af samanburðinum við hann ráða stærö myndanna. Sunnanlist Gunnar Örn í Listmunahúsinu Ein af hinum sérstæðu andlitsmyndum Gunn- ars Arnar. Þegar meta skal Sunnanlist sem mótvægi við það sem Óli G. Jóhannsson nefnir Norðanlist í sam- talinu á bls. 7, þá liggur beinast við aö gaumgæfa eitthvað af því sem sýnt er í þessum mánuði í þeim fjór- um sýningarhúsum borgarinnar, sem hafa „þröskuld", þ.e. gera ákveðnar lágmarkskröfur. Þaö hafa einungis verið Kjarvalsstaöir, Norræna húsið, Sýningarsalur Listasafns ASÍ og síö- asta viðbótin í þennan flokk er List- munahúsiö í Lækjargötu 2, sem Knútur Bruun rekur. Þegar þetta kemur á þrykk, stend- ur þar yfir sýning Gunnars Arnar og verður hún uppi til 28. þessa mánað- ar. Gunnar Örn telst ennþá til yngri kynslóðar málara og hefur framlag hans ævinlega vakið mikla athygli, hvenær sem hann hefur sýnt. Gunnar Örn málar fólk í þeim skilningi, aö hann hefur löngum haft mannslíkamann sjálfan að yrkisefni. Hefur sumum þótt nóg um, hvað hann hefur fariö frjálslega með þetta myndefni og þóttust sjá þar eitt blóðbað. En þaö er nú eins og geng- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.