Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Page 9
Dr. Stefán kveöur samkvæmiö. Olíumynd eftir Einar Hákonarson
*’l - 2 '
ur að algengasti skilningurinn er mis-
skilningur.
Gunnar Örn hefur verið í samfelldri
þróun með þetta myndefni; þó er nú
auðsæ meiri breyting en verið hefur
lengi. Það helgast af því, að Gunnar
hefur fyrst og fremst beint athyglinni
að mannsandlitinu og lætur risastór
andlit ná yfir stóran myndflöt. Árang-
urinn er fyrst og fremst myndrænn og
Gunnar áréttar, að hann sé alls ekki
að mála hefðbundin portret. Hann
bætir enda ýmsu inní, ellegar sleppir
andlitspörtum til að undirstrika þetta.
Áhorfandinn rekur sennilega fyrst
augun í plástra, sem víða getur að líta
og fyrstu viðbrögð gætu oröið þau,
að þarna séu menn illa farnir eftir
slagsmál. En í hugmyndaheimi Gunn-
ars Arnar hefur engum slíkum
slagsmálum verið til aö dreifa, en
hann bendir á, að viöskeyti af þessu
tagi séu einhver árátta hjá sér; stund-
um til aö ná fram þrívíddaráhrifUm.
Viö eygjum áhrif frá Bacon á stöku
stað, þar sem angistin ríkir. Þau eru
þó hverfandi og má segja að áhrif
Ijósmyndatækninnar hafi komiö til í
vaxandi mæli, — og ekki óeölilegt,
þar sem Gunnar Örn er ágætur
Ijósmyndari og hefur um tíma starfað
viö blaöaljósmyndun.
Hausarnir hans Gunnars Arnar
eiga áreiðanlega eftir aö vekja athygli
og umræöur; þeir eru umfram allt
„malerískir", opna listamanninum
leiö til áframhaldandi þróunar og
geta vel talizt dæmi um leitandi og
frjóa Sunnanlist.
Einar Hákonarson
að Kjarvalsstöðum
Annað dæmi, sem hér verður tekið
af Sunnanlist, er verk eftir Einar Há-
konarson listmálara og skólastjóra
Myndlista- og handíðaskólans. Þetta
verk er eitt af mörgum, sem verða á
sýningu Einars að Kjarvalsstöðum,
sem hefst 27. þessa mánaðar og
stendur fram í miðjan marz.
Myndin heitir „Dr. Stefán kveður
samkvæmið“ og gefur hún allgóða
hugmynd um yrkisefni og stíl Einars á
þessari komandi sýningu. Einar hefur
verið mjög virkur málari ásamt eril-
sömu starfi við skólann og þrjú ár eru
síðan hann sýndi síðast á sama stað.
Þar voru myndir af fólki allsráöandi
og sama verður uppi á teningnum nú,
en töluverð þróun hefur samt átt sér
stað. Nú er nánast hreinn expressj-
ónismi á ferðinni, frjálsleg tjáning
sem minnir um sumt á þýzku
expressjónistana hér fyrr meir. Þetta
eru stórar myndir yfirleitt, nokkuð
heitar og sterkar í litum og hafa
óneitanlega slagkraft.
Myndefnið er íslenzkt mannlíf;
málarinn bregður Ijósi á ýmislegt í því
lífi, sem nútíma íslendingar lifa. Hann
skráir veruleika samtímans án þess
að predika og ugglaust má skoða
þetta sem heimildir um okkur. Ein-
faldast er aö benda á þá mynd, sem
hér fylgir með. Heiti hennar gæti gef-
ið vísbendingu um, að hér sé um að
ræða samkvæmi hjá svokölluðu „fínu
fólki“. En ekki getur samkvæmið þar
eftir kallast fágað. Miklu fremur er
þaö grófleikinn, sem málarinn undir-
strikar; myndin er allt að því „grot-
esque“ eins og sagt er á útlenzku og
sama má segja um margar aðrar
myndir Einars á sýningunni. Við sjá-
um þarna fólk, sem vinnur kannski
meira en góðu hófi gegnir; er líklega
töluvert stressað og ætlar að „slappa
ærlega af“ og skemmta sér ofsavel
um helgina. Þá vill fara svo að yfir-
bragð gleðinnar verði all groddalegt
áður en lýkur og engin furða, að ann-
ar eins kúltúrmaður og dr. Stefán telji
vænlegast aö hverfa af vettvangi áö-
ur en ástandiö versnar.
Sannfærandi listaverk, hvort held-
ur er á sviði bókmennta eða mynd-
listar, verða því aðeins sköpuð úr
þeim jarðvegi, sem listamaðurinn
þekkir. Umhverfið er hluti af þeim
veruleika en maðurinn
sjálfur er nú samt elzta og fyrirferð-
armesta viðfangsefni myndlistarinn-
ar, þegar litið er á hina sögulegu heild,
— og margir nútíma listamenn halda
mjög í þessa hefð. Sumir gera þaö
meö raunsæisútfærslu, en aðrir með
frjálsri og expressjónískri afstöðu og
Einar er þar á meðal. Hann leitast við
að sýna samtímann í lítið eitt skop-
legu Ijósi; sumar mynda haris eru á
mörkunum að vera karíkatúr, eða
skopmyndir. Þetta er raunar gamal-
kunnugt bragð til áherzluauka og má
benda á Erró í því sambandi. Einna
lengst gengur Einar í þessu í geysi-
stórri mynd úr sjálfu Alþingi. Má af
henni ráða, að honum þyki Alþingi
ærið skopleg samkoma.
GS.
9