Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Side 11
kolaskipa, frá mörgum löndum, sem liggur viö festar í flóanum og bíöur afgreiöslu. Sl. ár var tala þessara skipa aö jafnaöi um 120 og biðtíminn allt aö 40 dögum. Hækkun olíuverös hefir leitt til gífulegrar aukningar kolanotkunar um heim allan en Bandaríkin telja sig eiga kolaforöa sem endast muni í margar aldir. Chesapeakeflóabrúin var í smíðum ná- lægt fjögur ár og er 28 kílómetra löng. Brúin er lág og til þess aö sigling geti hald- ist voru gerðar eyjar úti í flóanum og á milli þeirra jarögöng fyrir bílaumferö. Hiö efra voru þá komin sund fyrir hafskip. En sigling er mikil til og frá Hampton Roads og Balti- more. Og þarna liggur leiö íslenskra skipa meö frosinn fisk til Coldwater-verksmiöj- unnar í Cambridge, Maryland. Kostur er á aö skoða af skipsfjöl her- skipaflotann í Norfolk. Verður mörgum undrunarefni aö sjá þar, bundið viö bryggju, á milli tundurspilla og flugvóla- móöurskipa, rismikla farþegaskipið, United States, handhafa bláa bandsins fyrir hraöamet á milli Ambrose-vitans í New York og Biskupsklettsins í Ermarsundi, í jómfrúrferö 1952. United States er eitt íburðarmesta og glæsilegasta farþegaskip sem byggt hefir veriö, en eins og aörar drottningar hafsins varö þaö aö lúta í lægra haldi fyrir öld enn meiri hraöa. Skip- inu var lagt upp fyrir tólf árum og hefir síöan veriö í „mölkúlum“. Útlit er samt fyrir aö United States eigi enn eftir aö sigla um heimshöfin. Bjartsýnir kaupsýslumenn hafa keypt skipiö og ráðgerð er nokkur hundruö milljóna dollara viðgerö. Síöan hnattsigl- ingar og máski fastar feröir milli vestur- strandarinnar og Hawaii. Menn eiga þess kost að leggja fram hlutafé og tryggja sér þannig forgangsrými, en ódýr sigling verö- ur þaö ekki. Hérlendum blaöamanni varö fótaskortur á tungunni er hann greindi frá því aö Mac- Arthur heföi fæðst í Norfolk í fjarveru for- eldra sinna. Hitt mun sönnu nær að hann hafi fæöst þar aö föðurnum fjarverandi. MacArthur hershöföingi var lengst af ævinnar erlendis og þaö var ekki fyrr en á gamalsaldri aö hann taldi til tengsla viö fæöingarbæ sinn. Borgarfulltrúar ruku þá til og breyttu gömlu ráöhúsi í minnisvaröa og grafhýsi fyrir MacArthur. Hér hvílir hann, umkringdur sínu jaröneska góssi, kornpípunni og dýrum gjöfum frá pótentát- um Austurlanda. Þess má geta aö vísindamaöurinn franski Jacques Cousteu hefir valiö Norfolk sem heimahöfn fyrir Calypso og miöstöö fyrir starfsemi sína. Cousteu rannsakar dýralíf og mengun sjávar. Chrysler Museum í Norfolk er taliö veigamesta safn málverka og listmuna í Suöurríkjunum. Þaö hefir notiö góös af ríkidæmi og gjafmildi Walter P. Chryslers af bílakóngaætt. Vor hvert er efnt til Azalea-hátíöar á veg- um NATO. Drottning hátíðarinnar, forseta- dóttir ef vel ber í veiöi, ekur um borgina í blómahafi og henni fylgja prinsessur, helst dætur diplómata NATO-landa. Hefir þar getiö aö líta marga fallega stúlku frá Fróni. Þetta stendur í marga daga meö þrotlaus- um ræöuhöldum, skrúögöngum og ööru brambolti. Þótt Norfolk sé miöstöö viöskiptalífsins í Hampton Roads þá er það aðliggjandi borg, Virginia Beach, sem hefir mest aö- dráttarafl fyrir ferðamenn. Árlega streyma þangaö tvær milljónir sóldýrkenda, fólk að noröan og frá iönaöarbæjunum inni í landi. Tugkílómetra baöströnd sem nær aö landamærum Noröur-Kaliforníu er segul- aflið. En úti á sjónum er gott stanga-fiskerí, túnfiskur, marlin og hákarl sem getur náö þúsund punda þyngd. Borgin vex ört enda landrými þaö mikiö aö landsfeðurnir fengu einn góöan veöur- dag þá hugmynd aö byggja fjall í miöjum bænum. Mount Trashmore gnæfir nú stolt yfir flatneskju umhverfisins. Eins og nafniö bendir til varö þetta fjall ekki nært af hraunstraumi úr iörum jaröar heldur fókk þaö daglega 500 tonna dembu af kaffi- korgi, flöskum, dósum og ööru sem til fell- ur úr eldhúsum. Síöan komu moldarlög i milli, mávar hrökkluöust frá í bili, svo koll af kolli og aö endingu tyrft yfir allt saman. Þarna er leikvangur unglinga, íþróttasvæöi meö sundiaugum, skíöa- og sleöabrekkur, þá sjaldan aö snjóar. Þetta hefir gefist svo vel aö Skarnfjall númer tvö er í smíöum. Svo notaö sé málfar feröabæklinga þá leikur hér hvarvetna andblær sögunnar um vitin. Einn desemberdag áriö 1606 létu þrjú lítil skip úr enskri höfn meö 104 landnema innanborös. Eftir fjögurra mánaöa volk um Atlantshafiö var loks tekiö land viö mynni Chesapeakeflóans þar sem nú heitir Cape Henry. Síöan var skekist um flóa og víkur og aö endingu slegiö tjöldum á mýrlendri eyju og fyrsta byggöin nefnd Jamestown. Aö ári liönu voru aðeins 38 landnemar eftir á lífi, 66 höföu falliö úr hungri, malaríu, blóökreppusótt og öörum sjúkdómum. Nútímamaður á erfitt með aö skilja hvernig hægt var aö veröa hungurmorða á vatna- svæði fullu af fiski, gómsætum kröbbum, ostrum og kúfiski, ber í runnum og hnetur á trjám. Telja má víst aö í þessum fyrsta hópi hafi verið margur ráöleysinginn og til ferö- arinnar stofnaö af lítilli fyrirhyggju. Landnemar reistu byggö sína mitt á veiöisvæði indíána, sem kunnu á landiö og höföu því nóg aö bíta og brenna. i fyrstu var sambúöin friösamleg en þegar harön- aöi á dalnum geröust aökomumenn fingra- langir til fanga hjá indíánum og skarst þá fljótt í odda. Ofan á hungur og sjúkdóma bættust nú tíðar árásir indíána. Kom aö því aö Ijóminn sem stafað hafði af nýja heimin- um yfirfærðist á London, Liverpool og Hull. Landnemarnir voru komnir í skip og hugö- ust hverfa aftur til síns heimalands. Þá hag- aöi tilviljun því svo aö í mynni James- fljótsins mættu þeir aðkomandi skipi með vistir, vopn og hóp nýrra landnema. Og það sem mest var um vert: nú fengu þeir skelegga forystu. Leyfist hér svolítill útúrdúr þá hverfur hugurinn um 600 ár aftur í tímann og um þaö bil 1200 mílur í norður þar sem Þor- finnur karlsefni er aö leggja árar í bát eftir, að því er hann telur, vonlausa baráttu viö skrælingja. Heföi nú t.a.m. Leifur heppni siglt inn víkina meö áhöfn „til vopna og víga borna“ heföi máski saga vesturhvels- ins oröiö önnur. En víkjum aftur aö Jamestown. Frá gamla heiminum kom nú hver hópurinn af öörum og þrátt fyrir haröræöi og skærur viö indíána staöfestist landnámið á næstu áratugum. Viö fljótsbakka getur nú aö líta fyrstu þrjár fleyturnar sem hingaö komu, endurbyggöar. En í Jamestown er ekkert eftir nema kirkjurúst og leifar bæjarstæöa. Hvaö heimalandiö snerti þá var til land- námsins stofnað í gróöavon. Nýi heimurinn átti aö gefa af sér verömæt hráefni, grá- vöru og ekki síst gull. En nú geröust örlögin glettin því eina verðmætið, sem aö vestan kom, var skaövaldur sem nefnist tóbak. Evrópumenn voru aö fá smekk fyrir tób- aki og hér í Virginíu óx þaö sem illgresi. Og eftirspurnin magnaöist og tóbakið varð lyftistöng hins nýja lands. Áöur en lauk snerist ailt um tóbak, þaö varö verðmælir og gjaldmiöill. Sagan segir frá Adam Thor- oughgood, sem fyrstur varö fjáöur af tób- aksrækt. Hús þeirra hjóna Adams og Söru stendur enn og er af fróöum mönnum taliö fínasta sýni Tudor-byggingarstíls hérlendis. Seinna komu til sögunnar stórar plantekrur meö íburðarmiklum húsakosti, og grund- völluöust á vlnnuafli þræla frá Afríku. Enn standa höfuöból fyrir þá sem vilja gægjast inn í gamla tímann en víöa hafa þau oröið borganna útþenslu aö bráö. Byggö lagölst niður í Jamestown og þungamiöja héraösins fluttist til nærliggj- andi þorps. Hlaut þaö nafniö Williamsburg og varö höfuöborg fylkisins. Williamsburg er sögufræg og hefir fyrir nokkru verið endurbyggö sem næst því sem var á blómaskeiöinu. Allt var kostaö af þeim vell- ríka Rockefeller. Þangað sækir árlega fjöldi pílagríma. í næsta nágrenni er Yorktown þar sem úrslitaorusta frelsisstríösins var háö og endi bundinn á yfirráö Breta hér á landi. Þá voru liöin 175 ár síðan land var tekiö viö Henryhöföa. Þessa sigurs var minnst meö miklum hátíöahöldum í Yorktown á sl. hausti. Þórir Baldvinsson arkitekt Nefndir og stofnan- ir lötra slóð fyrirrennara sinna Nokkur þakkarorð frá ald- ursforseta íslenzkra arkitekta í tilefni fram kominna tillagna Þórðar Ben Sveinssonar á sýningu hans að Kjarvalsstöð- um Þaö var skemmtilegt aö koma á sýningu hins unga listamanns Þórðar Ben Sveins- sonar á Kjarvalsstööum á dögunum. Sýn- ingin beindist mest aö húsagerð og skipu- lagsmálum og var kominn tími til aö ein- hver sjónmenntaöur maöur, annar en úr þrengsta hópi arkitekta og skipulagsfræö- inga, léti sig skipta þessi mál, svo mjög sem þau snerta líf og heilbrigöi hvers ein- asta manns. Um allan heim eru borgirnar og vöxtur þeirra aö veröa eitt stórkostlegasta og uggvænlegasta vandamál mannlegs lífs. Þær hafa vaxiö hraöar en geta byggjenda þeirra til aö gera úr þeim heilbrigöan og lífrænan dvalarstaö, þar sem ríkt gæti friö- sæld, hamingja og öryggi fyrir aldna jafnt sem unga. í staö þess hafa þær oröiö eins konar leikvöllur þessara undarlegu vélvera, bifreiöanna, sem vaða friölausar og gá- lausar um borgirnar þverar og endilangar, meö öllu því eiturlofti sem þeim fylgir, og oft meiöingum og dauöa. Skiþulagsfræöingar og nefndir beygja sig og bugta fyrir þessu fyrirbæri, í staö þess aö banna umferö þeirra aö mestu innan borganna meginhluta hvers vinnu- dags og ætla þeim á meöan geymslupláss í útjöörum borganna. Mætti svo skipu- leggja umferð innan borga á annan og betri hátt. Þetta hlýtur að koma, því hinu getur enginn sjáandi eöa vitiborinn maöur unaö til lengdar. En þetta höfum við ekki gert. Við höfum lotið ofurvaldi nefnda og fjölmennisstofnana, sem jafnan lötra slóö fyrirrennara sinna og sjaldan hafa mikla ábyrgöartilfinningu eöa hærri hugsýnir. Viö látum þessar fjölmennisstofnanir borganna um þaö aö stjórna félagslífi okkar og þær gera það svo eftir reglum vanans og meö aöstoö sérfræöinganna, sem, að því er snertir mótun borga og húsagerðar, eru frosnir í viðjar níutíu gráða hornsins, reglu- stikunnar og steinsteypumótanna. Líklega gefum viö sérfræöingum og flokksbundnum stjórnmálamönnum of lausan tauminn. Hvortveggja hafa of bundna hugsun og sjá yfir of þröngt sviö. Galli á menntun er aö hún er alltaf í liðnum tíma og komin frá bókum og lærimeistur- um sem tilheyrðu ennþá eldri tíma. Á dög- um hins gífuriega hraöa þarf mikinn dugn- aö, ef hægt á að vera aö fylgjast nægilega meö, vegna verka sem unnin eru fyrir morgundaginn. Þetta verður því erfiðara sem lengra líður. Sérfræöin er þó nauö- synleg og óhjákvæmileg til úrvinnslu og út- reikninga og kemur því aö fullum notum, ef henni er rétt beitt. Vísast ættum viö aö hafa meira af mönnum meö opinn huga í nefndum okkar og ráöum, meira af skáldum og lista- mönnum, heimspekingum og fagurfræö- ingum, því flokkastjórnmál eru oft háö skaölegri þráhyggju og þar finnast oftast verstu dæmin um heilaþvottinn. Ég hefi mjög hóflega trú á aö fá mikil völd í hendur nefndum og ráöum. Aöeins einstaklingurinn hefur samvizku og náttúr- lega ábyrgöarkennd, en hópurinn sjaldn- ast. Þó er einstaklingnum því aöeins treyst- andi, aö hann hafi tamiö sér nokkurn veg- inn heilbrigö lífsviöhorf og venjur. Sitt hvoru megin aldamótanna voru þeir starfandi Gaudi hinn spænski, Ameríku- maöurinn Frank Lloyd Wright og Frakkinn Le Corbusier. Þeir og nokkrir aörir reyndu þá aö sveigja borgarskipulag og húsagerö inn á naturaliskari og mannlegri vegu, en máttu ekki viö margnum. Eftir standa ein- stök og merkileg verk þessara manna, en áhrifin á heildina voru lítil sem engin. Hér er því viö ramman reip aö draga. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.