Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 16
r
Myndir teknar á
skemmsta degi ársins,
21. desember
Hádegissólin skín næstum
lárétt á hluta Laugardalsins
og nýju kirkjuna, sem er í
smíðum utan í Laugarásnum.
Hvergi snjóföl. Þetta var aö
minnsta kosti óskatíö fyrir
umferðina; ekki einu sinni
hálkublettir. Hvern einasta
dag í svartasta skammdeginu
skein sólin meö vægu frosti
og höfðu margír á oröi, aö
óvenjuleg fegurð ríkti á þess-
um árstíma.
Fyrripartur vetrarins var meö þeim köldustu á öldinni. En hitatölur segja
aðeins hálfan sannleikann. Þótt hitinn sé í kringum núllið, skiptir þaö ekki
máli, ef sólskin er og logn; þá er blíða. Þannig var dag eftir dag í kringum
vetrarsólhvörfin á suðvesturhorni landsins og þeir sem komu að noröan höföu
orð á, að það væri eins og aö koma í annað land. Hér eru fjórar myndir úr
Reykjavík, teknar skemmsta dag ársins, 21. des. Aö ofan til vinstri: Hér sést
yfir hluta af Grjótaþorpinu, Herkastalann og út á Tjörnina í hálfgerðu rökkri, en
16
sólin baöar Vatnsmýrina og Reykjanesfjallgaröinn gulbrúnu skini. Til hægri:
Jafnvel á Esjunni og öðrum fjöllum í nágrenninu var aöeins örlítiö snjóföl að
sjá — harla óvenjulegt á þessum árstíma. Að neðan: Á myndinni til vinstri sést
strönd Seltjarnarnessins og austur á Ægisíðu — en sólin varpar fölgulu skini
á ísinn næst ströndinni. Til hægri: Þótt frost væri, létu menn það ekki aftra sér
frá því aö setja upp sölubúðir úti undir beru lofti við Lækjartorg, en voru bara
meö vettlinga viö afgreiösluna.