Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 2
í myrkrinu renna þeir upp aö skipshlið-
inni og allt í einu er þessi ófrýnilegi hópur
kominn um borö. Hér eru þaö Aust-
ur-Asíumenn, sem raunar þykja einhver
grimmustu kvikindi í víöri veröld og næg-
ir aö benda á aöfarir þeirra við allslaust
„bátafólk", þ.e. flóttafólk frá Víetnam.
„Þeir koma að næturlagi, eink-
um með nýju tungli, klukkan eitt
eða tvö, þegar sá sem er á verði
er hvað mest einmana og lætur
kannski eftir sér að hugsa heim
til sín, eða um það hversu þreytt-
ur hann er.
Þeir koma á bátum, sem gætu
verið hinir sömu og forfeður
þeirra notuðu, holaðir úr trjáviði,
eintrjáningar, en sá er munurinn
er að í skut hafa þeir öflugar
utanborðsvélar. Þeir klifra upp
eftir akkerisfestinni, ef skipið
liggur fyrir föstu, eða kasta köðl-
um með krækjum á endanum
upp á skipið og klifra síöan upp á
köðlunum. Þeir brjóta upp gám-
ana, taka sjómennina í gíslingu,
en drepa þá miskunnarlaust,
sem reyna að snúast gegn þeim.
Mannslífið í þessum heimshluta
hefur annarskonar gildi, mjög
lágt.“
Pietro Tonoli hefur siglt í þrjátíu ár
sem skipstjóri á langleiðum. Hann er
lágur vexti, og rödd hans er djúp og
hrjúf, eins og hann hafi reykt of mikið af
sígarettum. Á síöasta ári fór hann sex
sinnum á skipi sínu frá Genua til Lagos,
og tvisvar var ráöist á hann af sjóræn-
ingjum. Þann 9. maí hafðist hann ekki
aö, þar sem einn manna hans var tekinn
sem gísl. Þannig gátu ræningjarnir at-
hafnaö sig í næöi og fóru á brott meö
pakkaskreiö sem haföi veriö í gámi.
„Þeir heföu skotið mig fyrir 90 kíló af
þurrfiski," segir Tonoli brosandi í dag.
Síöar, á skipalæginu við Cotonou, tókst
hinsvegar aö varna ræningjum upp-
göngu á skipiö. „Mínar sögur eru bara
ósköp venjulegar sjóránssögur," segir
Tonoli. „Ýmsir hafa orðið fyrir mun meira
tjóni, og til eru þeir sem ekki sluppu
lifandi, eins og Jonnich Kromann skip-
stjóri á danska skipinu Lindingen Ivory.
Hann var drepinn og líki hans síðan
fleygt í sjóinn. Fyrsti stýrimaöur hans
særöist alvarlega en skipiö stór-
skemmdist eftir tveggja tíma árásaræði.
Af hverju? Af því aö hann haföi einfald-
lega gert tilraun til aö verja skip og
farm.“
„Heit svæði“
Nigeríuflóinn, ytri höfnin i Lagos, þar
Til hægri: nokkrar útgáfur af „Jolly Rog-
er“, svarta sjóræningjafánanum, aem
notaöur var í fyrsta sinn é 18. öld og síöan
í ýmsum útgáfum til loka 19. aldar.
Tugir skipa veröa fyrir árásum og þau rænd,
óbreyttir sjómenn og yfirmenn særöir eöa
drepnir, lestar og gámar brotin upp og
greipar látnar sópa: sjóræningjar nútímans
nota vélbyssur og logsuöutæki, eintrjáninga
meö utanborösvélar og öflug fjarskiptatæki.
Eftir Remo Guerrini
sem skip hafa viödvöl svo dögum skiptir,
hlaöin dýrmætum farmi og bíöa eftir viö-
leguplássi, er í dag orðinn aö einu þess-
ara „heitu“ svæöa hinnar nýju sjóræn-
ingjastarfsemi, en sjóræningjar nú-
tímans hafa á tveimur eða þremur síö-
ustu árum byrjað að herja á hafsvæðum
um hálfan hnöttinn.
Sjóræningjarnir eru mjög athafna-
samir í Malakkasundinu, þar sem olíu-
skipin, drekkhlaöin af hráolíu sigla að-
eins á 3 sjómílna hraöa, en liggja svo
lágt í sjó aö skipshliðarnar ná varla öldu-
hæöinni. Þeir eru líka á ferö í Karabíska
hafinu þar sem lystisnekkjur auömanna
eru aðalbráö þeirra, svo og umhverfis
Filippseyjar og í Miöjaröarhafinu í þrí-
hyrningnum sem dreginn er milli Kýpur,
Port Said og Líbanon.
„Þaö er erfitt aö gera nákvæmt reikn-
ingsuppgjör. Viö höfum ekki áreiðanleg-
ar tölur, því aö við fréttum ekki af öllum
r