Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 9
Myndin tekin 1960.
kipp og bætir miklu við hæð sína á skömm-
um tíma. Broddfuran er enn seinni aö vaxa
og bætir varla meira en 7 til 10 sentímetr-
um viö hæö sina á hverju ári alla ævina.
Af þessum sökum er síst aö undra þótt
almenningi hafi þótt skógrækt miöa hægt
og seint framan af, og þegar menn geröu
sér ekki Ijóst, að fjallafura er margstofna
runnur en ekki tré, í venjulegum skilningi
þess orös, var þess varla aö vænta aö
almenningur væri ginnkeyptur fyrir slíkri
ræktun.
Hinsvegar hefur reynslan af þessum
fyrstu tilraunum til skógræktar á íslandi og
lærdómar þeir, sem af þeim má draga, ver-
iö til ómetanlegs gagns fyrir alla þá, sem
unnið hafa aö skógrækt á siðari árum.
Því miöur uröu mistökin mörg í upphafi,
og margt hefur týnst af trjáplöntum, sem
komust á legg, en eins og aö allar syndir
eru ekki guöi aö kenna, má kenna mann-
legum mistökum um ótal margt. Þau stöf-
uöu ekki hvaö síst af því, aö kunnáttu
skorti viö aö hiröa um ungviðið, og svo
steöjaði hættan aö hvenær sem girðingar
opnuðust.
Ævíárgrip frumherjanna
Þeir Carl Ryder og Carl V. Prytz unnu
mikiö starf fyrir íslendinga um 10 ára skeiö
og Christian E. Flensborg var óþreytandi
og áhugasamur viö störf sín hér á landi í 7
ár. Ryder er upphafsmaður skógræktar á
Islandi og hóf starf sitt ótilkvaddur og á
eindæmi. Prytz var allan tímann hans
hægri hönd í öllu, sem aö skógfræöi laut,
ásamt Flensborg. Því þykir skylt aö hér fari
aö lokum æviágrip þessara þriggja manna.
sem reyndust hollvinir lands og þjóöar
Carl Ryder, en svo reit hann ætiö nafn
sitt þótt hann héti Carl Hartvig, fæddist í
Kaupmannahöfn 12. september 1858. Fað-
ir hans var bakarameistari, Frederik V.
Ryder.
Fjölskyldan mun hafa komist vel af því
aö synirnir voru settir til mennta og fóru
síðar víða um heim. Carl Ryder gekk í sjó-
liösforingjaskóla Dana, sem þá og síðar er
mjög góður skóli með afbragös kennurum.
Þaöan útskrifast hann áriö 1879, og frá
prófboröi fer hann í langan leiðangur til
dönsku Vestur-lndía. Árin 1882 til 1887 er
hann á sumrin í Grænlandi viö strandmæl-
ingar og veðurathuganir, en 1891 og 1892
er hann foringi fyrir leiöangri til austur-
strandar Grænlands, og hafði hann þá vet-
ursetu í Scoresbysundi. Þetta var fyrsti vís-
indaleiðangur Dana til Austur-Grænlands.
Aö þessu loknu tekur hann viö skipstjórn í
fiotanum fram til 1897. Þá fær hann leyfl
Frh. á bls. 15.
og nersfl
inutöfrar.
Svo sem vænta mátti var ým-
islegt markvert gert til hátíöa-
brigöa á áttræöisafmæii Halldórs
Laxness og slógu fjölmiölar ekki
slöku við, að minnast þeirra tíma-
móta. Hlutur sjónvarpsins var
næsta góður. Þættir Steinunnar
Sigurðardóttur munu áreiðanlega
teljast til gagnmerkra heimilda,
er fram líöa stundir. Aðlaðandi
framkoma skáldkonunnar og
snjallar spurningar gerðu viðræð-
ur við nóbelsskáldið og húsfreyj-
una á Gljúfrasteini að ómetan-
legu listaverki. En í síöari þætti
hennar þar sem hún ræddi við
ýmsa aðila, misjafnlega kunnuga
skáldinu, vakti það sérstaklega
athygli mína, hversu árafjöldi get-
ur verið vafasamur mælikvarði á
aldur manna.
Yngsti maöurinn, sem tekinn
var tali, var Kristján Albertsson
(f. 1897), þótt lifað hafi hann
langa ævi. Þar er ekki átt við það,
að hinn aldraði bókmenntafræð-
ingur og rithöfundur hafi aldrei
„tvítugs manns fyrir tær stigið",
eins og segir í eftirmælum Jónas-
ar Hallgrímssonar um sóra Stefán
Pálsson, heldur hitt, að hann hef-
ur öðrum betur varðveitt hina
„frjóvu lífsnautn“ og „aleflingu
andans“ til hárrar elli. I viðtalinu
var Kristján allskostar laus við yf-
irlætislega ergi og þorði að tala
hispurslaust, án ótta viö að glata
einhverju leyndardómsfullu yfir-
bragði bókmenntalegrar véfrétt-
ar. Hann var svo brennandi í and-
anum, að fremur minnti á ungan
eldhuga en öldung, og frásagnir
hans voru hrífandi snjallar. T.d.
lýsti dálítil gamansaga frá París
manninum, Halldóri Laxness,
einkar skemmtilega og mun bet-
ur, en löng og lærð skilgreining.
Og sjón Kristjáns var svo skörp,
að hann sé lángt út fyrir tilefnið,
minnti okkur öll á það, að ísland
hefur átt fleiri stórskáld á þessari
öld, aö fyrir daga nóbelsskáldsins
voru unnin þau stórvirki í bók-
menntum, sem alls ekki mega
falla í skugga, þrátt fyrir verð-
skuldað dálæti okkar á sagna-
meistaranum á Gljúfrasteini. Og
þegar Kristján greindi frá þeim
sterku áhrífum, sem hann varð
fyrir af skáldskap Einars Bene-
diktssonar, þá gerði hann það á
svo myndrænan hátt, að við sáum
ísland rísa hærra úr sæ við þá
lýsingu, sáum það í frjálsri tign
sveipað hrífandi töfrabirtu. Það
voru ekki einungis orðin, sem
réðu áhrifamætti lýsingarinnar,
heldur og ekki síöur þaö, hvernig
þau voru sögð, svipbrigðin, Ijómi
augnanna, já, látæöiö allt. Lista-
menn eins og Kristján Albertsson
munu gjalda þess, að þeir eru all-
ir í list sinni, maðurinn sjálfur en
svo samofinn henni, að hún glat-
ar miklu, ef hann er ekki nær-
staddur holdi klæddur, tilþess að
hrífa aðra með sór. Viö íslend-
ingar höfum átt fleiri slíka lista-
menn og munum vonandi eign-
ast.
Er mér minnisstætt, hversu
mikill listamaður Þórarinn
Björnsson skólameistari var ein-
mitt á þennan veg. Hann gat hrif-
ið menn á sama hátt og Kristján
Albertsson, en skildi ekki eftir sig
listaverk, aem voru í samræmi við
hinn einlæga og mikla persónu-
leika. Sþilldarþýöingar hans á
frönskum bókmenntaperlum eru
sannarléga mikils virði, en þó
ekki sá arfur, sem hæfir minningu
mannsiiwff/Ím kemur mér ( hug,
þegar Þórarinn talaói um Einar
Benediktsson við okkur, nem-
endur sína, og lýsti því, hve mikla
athygli skáldin, Einar og Hannes
Hafstein, vöktu, er þeir gengu
saman á götu í Kaupmannahöfn.
Hann geröi það á þann hátt, að
ungir áheyrendur fylltust stolti,
rétt eins og þeim hefði birst þessi
glæsilega mynd og þeir hefðu
séö svipbrigöin á dönskum veg-
farendum, sem forvitnir horfðu á
eftir þessum glæsimennum. Og
sannarlega skipti það þjóðina
miklu þá, hvernig
forystumenn hennar
komufyrirá erlendri
grund og ekki síst danskri. Þaö
hefur fagurkerum og vitmönnum,
eins og Þórarni og Kristjáni Al-
bertssyni, verið fullljóst. Kristján
ritar einmitt í formála aö ævisögu
Hannesar: „Sigrar Hannesar Haf-
steins fyrir þjóö sína verða ekki
skýrðir til neinnar fullnustu með
þreki hans og lagni, nó vitsmun-
unum. Hann var töfrandi maöur, í
sjón og framkomu. Þaö sem hon-
um varð ágengt í samningum viö
útlent vald, verður aðeins skilið
til fulls samkvæmt því lögmáli,
sem Pascal orðar svo, að ef vinna
eigi aðra á mál sitt, skiptir meiru
að þeim falli við manninn sjálfan,
sem á málinu heldur, en viö rök
hans.“
lllu heilli var ekki hægt að varð-
veita samtöl við Þórarin Björns-
son á kvikmyndafilmu, eöa öllu
heldur hugkvæmdist mönnum
það ekki fyrir daga sjónvarps á
íslandi. Hins vegar er ekki orðið
of seint að gera kvikmynd um
Kristján Albertsson og litríkan
æviferil hans þar sem einstæð
frásagnargáfa hans fengi notið
sín til fulls. Slík mynd yröi stór-
merk menningarsöguleg heimild
og listaverk, ekki 8Íséef til velst
fyrirspyrjandi eða samferöamað-
ur eins og Steinunn Sigurðardótt-
Bolli Gústavsson
Laufási.