Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 12
líka í skammdeginu. Jafnvel þótt fariö sé aö skyggja, þá mála ég. Alveg inní tví- lætið. — Sumir þykjast ekki geta málaö viö Ijós. — Þaö get ég. Ég mála oft við Ijós. Þaö er bara vitleysa, aö ekki sé hægt aö mála viö Ijós. Ljós og Ijós. Þetta er Ijóss- ins dagur. Hvernig er þetta fyrir ykkur? — Þaö er gott aö taka myndir í dag, sagöi Kristján Ijósmyndari, — gæti ekki verið betra. — Þiö áttuð bara ekki að fá mig. Þiö áttuö aö.fá hann Austmann. Hann kom til okkar, þegar viö vorum aö fara. Aust- mann heföi verið upplagöur. — Er Austmann efnilegur? — Austmann er séní. Bílstjóri, beygöu þarna austur á Krýsuvíkurveg- inn. Ég var þarna suðurfrá meö Svíunum um daginn. Þeir voru aö filma mig í einni holunni minni. — Heldurðu aö útlendingar sjái feg- urö í svona hrauni? — Eg veit þaö ekki. Efast um þaö. Efast stórlega um það. Kannski finnst þeim þaö bara vera eyöimörk. En nú eru vegheflar á veginum, bílstjóri, og viö skulum fara varlega. Viö skulum fara varlega. Við megum ekki trufla neinn. Aöalatriöið er aö menn geti unniö ótrufl- aöir. Okkur Iiggur ekkert á. Viö biðum og heflarnir héldu áfram aö fikra sig suðurúr. Á meöan fór Kjarval aö líta í kringum sig. — Viö beygjum útaf hérna, bílstjóri, og reynum þarna suöurfrá, sagði hann allt í einu. Pimpfínt sólskin, bræður í andanum. Er eitthvert rolukast á ykkur strákar? Eitthvert rolukast? Meistarinn tók stengurnar sínar og lit- ina og labbaði á undan okkur suöur mosaþemburnar. Bílstjórinn hélt á stóru krossviöartöskunni, þar sem hvítt og ósnert léreftiö var strengt innan í. — Þaö er eitthvert rolukast á ykkur, strákar, sagöi Kjarval og skimaöi í kring- um sig eins og veiöimaöur. Hann dró hattinn niöur á nefiö, sneri honum öfug- um á höföinu og píröi augun. — Hér hefur veriö brotiö gler, sagöi hann allt í einu og var strangur á svipinn. Og svo beygöi hann sig niöur og tók upp skot- hylki. — Viö erum í ótugtarlínu. Snúum viö. Hér get ég ekki málað. Bílstjóri, viö tök- um stefnuna á hólinn þarna uppundir veginum. — Viö snerum viö eins og einn maöur og Kjarval skálmaði yfir hrauniö meö steng- urnar um öxl. Hann Var hrikalegur eins og útilegumaður og ákaflega mikiö í ætt viö þetta landslag. Viö gengum framá fleiri brotnar flöskur. — Ég sagði ykkur þetta, bræöur í andanum. Þetta er ótugtarlína. Bílstjóri, við ökum hér lengra suöur í hrauniö. Ég á holu hérna sunnar. Meöan viö biöum eftir því, aö bílstjór- inn færi spöl til baka eftir bílnum, bar aö feröafólk. Þaö var vinur Kjarvals. Hann kom út og heilsaði og meö honum dönsk frú, viröuleg prófessorsfrú aö því er okkur skildist. Hún heilsaði meistaranum líka og sagöi meö innilegri aödáun í svipnum: — Jeg har set Deres malerier og jeg synes de er herlige. — Kjarval sneri sér undan og sagöi: — O hver andskotinn. — Svo settumst viö aftur uppí bílinn frá BSR og ókum áfram. Kjarval sagöi: — Viö sluppum vel frá þessu. Maöur má ekki stuöa fólk. Ég tók ofan fyrir þeirri dönsku. Það er um að gera aö stuöa ekki neinn. — Kemstu alltaf hjá því aö stuöa fólk? spuröi ég. — Nei, ekki alltaf. Stundum er ég í vinnuham. Ákaflega niöursokkinn, skil- uröu. Þá þoli ég engan nærri mér. — Rekurðu fólk frá, sem kemur til að horfa á þig mála úti á víðavangi? — Rek þaö frá áöur en þaö kemur alveg til mín. Fólk tekur þaö ekki illa upp. Maður má samt ekki styggja neinn. Viltu beygja útaf bílstjóri, handan við þennan hól. Þarna var meiri gróöur í hrauninu, birkikjarr á einstaka staö, gráar og gulgrænar mosaþembur á hólunum, lyng og beitibuska í lautunum. Viö gengum spölkorn í suöur eftir krókóttum fjárgöt- um. — Eru þessar götur eftir þig Kjarval, eöa sauöfé, spuröi Ijósmyndarinn. — Ég hef verið meö fénu í því aö mynda þessar götur. Ég á holu hórna sunnar. Viö komum í djúpa, afar fallega laut milli sprunginna hraunhóla. Þaö var engu líkara en tjaldstæöi væri niöri í lautinni. Þar var troðiö eftir mikinn um- gang. — Ég er búinn aö mála margar myndir í þessari holu, sagöi Kjarval og reisti stengurnar á troöna blettinum. Þær voru líkastar gömlum tjaldsúlum, snjáöar af mikilli notkun. — Þú hefur einhverntíma staðiö hór áöur sýnist mér. Kjarval byrjaöi aö leysa skyrtuna utan af litunum og sagöi: — Hér hef ég átt marga stund. Stundum staöiö frá morgni til kvölds. — Ertu þá ekki orðinn þreyttur? — Úrvinda. Ég rétt get staulazt úr sporunum. Hann opnaöi stóru krossviöartöskuna uppá gátt og lagði á stengurnar. Svo gekk hann aö hólnum og kafaöi meö handlegginn ofan í sprungu. Þar dró hann upp tvist, tuskur og krús. Hann hellti terpintínu í krúsina. — Þessar sprungur nota ég fyrir skápa. — Hann reif druslu af tvistinum og stakk í vasa sinn, svo hann flaksaöist, niöur undir jörö. — Þetta er pimpfínt, sagöi meistar- inn og byrjaöi aö kreista úr túbunum á lítiö litaspjald. Þaö var oröiö þykkt af hörönuöum lit og mjög marglitt. Hann sneri til noröurs og viö sáum, aö hann tók miö á lítinn og fremur sakleys- islegan hól, sem girti fyrir lautina í norðri. Hann markaöi útlínur hólsins á hvítt léreftiö. Svo sagöi hann: — Þaö er eitthvert pimp í þessum hól. — Ha, pumpa, sagöi Ijósmyndarinn. Hann var svo niöursokkinn viö mynda- vélarnar og þóttist nú hafa komizt í feitt. — Já, pumpa, sagði Kjarval. Um aö gera aö hafa pumpuna í lagi. Um aö gera. Maður má ekki vera ósanngjarn viö neinn. Þið áttuö bara aö taka hann ísleif í staöinn fyrir mig. — Hann dró hattinn lengra niður og varö alvarlegur á svipinn. — Þetta er svo viö- kvæmt, sagöi hann. Þessi hvíti litur í mosanum. Allt svo viökvæmt. Mór finnst 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.