Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 6
Upphaf skógræktar á íslandi. Háfjalla- tegundir reyndust Grundarstöðin í reitinn við Grund voru gróöursettar trjáplöntur at sama stofni og sömu tegund- ir og í Þingvallareitinn. Þar hafa umskiptin orðiö nokkuð á annan veg. Að vísu breiddi fjallafuran sig um allt eins og þar og hélt öðrum plöntum niðri nema nokkrum lerki- trjám. Það fór á sama veg fyrir fjallafurunni fyrir norðan. Runnarnir fóru að gisna og brotna undan snjó, en þá kom ýmislegt annað í Ijós. Þar var fátt um bergfuru en lindifururnar eru því fleiri. Þær eru nú um eða yfir 80 alls og standa flestar í nokkrum röðum sunnarlega í miöri giröingunni. Vöxtur þeirra er mjög svipaður og hinna, sem eru í Þingvallareitnum, svo aö vart má á milli sjá. Meöalhæð og þvermál trjánna er hið sama á báðum stöðunum. Efst og vest- ast í girðingunni stendur þyrping síbirískra lerkitrjáa á dálítilli hæð. Þessi tré eru nú oröin viðamikil og hafa sum náð 12 metra hæö, en vaxtarlag þeirra sýnir að kvæmið eða uppruni þeirra hentar ekki íslenskum staðháttum. Stofnarnir eru sveigöir og undnir, greinar grófar og öll eru trén meira og minna vansköpuö. Sunnan undir lerki- hólnum er rök dæld og þar eru 3 blæaspir, gildar og háar en mjög sligaðar undan snjó á fyrstu árunum. Sú hæsta er yfir 12 metra og nær 40 sm í þvermál. Frá þessum ösp- um hafa rótaskot breiöst út um nær þriðj- ung stöövarinnar, og þar sem er nægur raki og Ijós eru hvarvetna aö vaxa upp aspir. Þær hafa skjól af jaðartrjánum í girð- ingunni og eru margar þeirra að verða fal- leg tré. Þær hæstu eru allt að 8 metrar. Ef svo fer sem horfir mun öspin leggja undir sig allan suöausturhluta girðingarinnar. Þá má geta þess, að nyrst í girðinguna var plantað hvítgreni eins og á Þingvöllum. Þar er það löngu horfiö en hér eru enn allmörg krækluð greni, sum 5 til 6 metrar á hæð, en þau eru öll mjög vansköpuð sakir þess að stofninn kom frá Kanada, úr héruöum með langtum hærri sumarhita en hér verður. Að lokum má geta þess, aö fjallafuran hefur sáð sér á víð og dreif bæði utan og innan girðinganna á Grund og Þingvöllum, og á Grund hefur blæöspin teygt sig all- langt út og upp fyrir girðinguna. Áöur var þess getið, að komið var upp reit í Hálsskógi samtímis Grundarreitnum. Sá reitur er löngu horfinn og sér hans hvergi merki lengur. Enginn veit orsök þessa, en ætla má að girðingin hafi verið tekin upp um það leyti, sem Háls- og Vaglaskógur voru girtir áriö 1909. Nokkur kúabeit var ávallt í skóginum fram að 1935, og sauðfé komst inn fyrir girðinguna viö og við, en það, sem líkast til hefur valdið hvarfi plantnanna, er að í nokkur ár var geitum beitt á skóginn. Mörkin og Rauðavatn Þá er komið að þeim tveim reitum, þar sem gróðursetning hófst ekki fyrr en 1903. Agnar F. Kofoed-Hansen var skipaður fyrsti skógræktarstjóri landsins 1907. Hann tók við af Flensborg og fylgdi sömu stefnu fram til 1913. Hann er fyrsti náttúrufriöunarmaður á íslandi. Hannes Hafstein, fyrsti íslenzki ráöherr- ann. Hann var mikill stuðningsmaður skógræktar alla tíö, meðan hans naut við. 6 Þriöji og síðasti hluti Skemmtileg framtíðarspá Fyrir nokkrum vikum þurfti ég að fletta gömlum vikublööum frá Akur- eyri, sem út komu um síðustu aldamót. Þar varð fyrir mér ræða, sem Klemens Jónsson, þáverandi sýslumaður Eyfirðinga, hélt á aldamótahátíö á Oddeyri sumarið 1900. Mér þótti gaman að framtíöarsýn ræðumanns, sem hann lýsir í niðurlagi hennar, þar sem hann að mestu leyti sér í hendi sér þá þróun, sem oröið hefur á Akureyri og í Eyjafirði frá aldamótum og fram að þessu. Þykist ég vita að fleiri en ég hafi gaman af ræðunni og tek ég mér bessaleyfi til aö senda Lesbókinni hana til birtingar. Klemens Jónsson er fæddur 1862, sonur Jóns Borgfirðings Jónssonar, sem var landskunnur fyrir fræðimennsku sína, bókasöfnun og margt annað. Klemens var lögfræðingur aö mennt og var sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri frá 1891 til 1904. Þá gerðist hann landritari er stjórnin fluttist inn í landið 1. febr. 1904, en svo nefndist staöa yfirmanns Stjórnarráðsins til 1917, en þá var hún lögð niður. Fór Klemens á biðlaun og gafst ærinn tími til sagnfræöistarfa um skeiö. Síöar varð hann atvinnu- málaráðherra um tveggja ára skeið, 1922—’24, en eftir það mun hann enn hafa gefið sig að ritstörfum. Hann var mikilvirkur rithöfundur og frá hans hendi eru margar greinir sagnfræðilegs eölis auk Sögu Reykjavíkur, Sögu Akureyrar og fleiri rita. Klemens Jónsson var landskunnur maður um fjölda ára, sat um skeiö á Alþingi og tók auk þess þátt í fjölmörgum nefndarstörfum. Hann var hávaxinn og fyrirmannlegur á velli svo að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Hann andaðist í Reykjavík árið 1930. Hákon Bjarnason Hér er svo niðurlag aldamótaræöunnar úr 8. árgangi Stefnis þann 28. júlí árið 1900. Endir úr Aldamótaræðu sýslumanns Kl. Jónssonar Að hundrað árum liðnum koma niðjar vorir saman hjer á Oddeyri, ekki beinlínis á þessum stað, því hjer standa þá byggingar, nei, held- ur uppi á túnunum hjer einhvers staðar, þar sem þá hefir veriö af- markaður staður einungis til þess, aö halda árlegar hátíðar á. Hvernig lítur þá út hjer við Eyjafjörð? Fólkið utan með firðinum kemur til hátíð- arstaðarins á gufubátum, sem að staðaldri ganga um fjörðinn, og telefónþræðir ganga þá út með firð- inum öllum beggja megin, og þar blasa þá við hátíðagestunum fögur hús níður við sjóinn með blómgörð- um fyrir framan; Hrísey og allar klappir eru hvítar af fiskí, sem þar er til þerris. Fólkið innan úr Firðin- um kemur á vögnum sínum, og þeg- ar það ekur niður eptir Firðinum vestan megin Eyjafjarðarár, þá blas- ir við því Staðarbyggðin sem eitt samanhangandi tún, og þá ganga þaðan daglega vagnar ofan á brúna yfir Eyjafjarðará hjá Gili með ost og smjör úr hinum stóru mjólkursam- lagsbúum á Byggöinni, og þegar yfir brúna er komiö, halda vagnarnir áfram ofan í kaupstaðinn, sem þá er ein óslitin heild með 10—12 þús. íbúa. Afurðirnar eru þar seldar fyrir peninga þeim, sem bezt býður, og aptur keyptar nauðsynjar hjá þeim kaupmanni, sem bezt selur, því þá eru engin pöntunarfjelög til. A Poll- inum liggja ótal skip meö viöhafnar- blæjum og hinu íslenzka þjóömerki á sigluhún, það eru fiskiskip Eyfirð- inga. Allir hátíðagestirnir eru vel búnir úr íslenzku klæði, sem unniö hefir verið í hinni miklu klæðaverk- smiðju viö Glerá. Er þetta draumur, eða getur það orðið alvara? Jú, þaö er mín hjart- ans sannfæring, að svo geti orðið, en til þess þarf fyrst og fremst að mennta fólkiö, að innræta því sið- gæði og ást til þess, sem er fagurt og upplyptandi, aö koma inn hjá því innilegri ást á þessu landi, svo að Klemens Jónsson börnin þegar á unga aldri fái óbif- anlega trú á framtíð og möguleg- leikum þessa lands. Enn fremur verðum vjer að venja oss af þessu óaflátanlega kveini og barlómi, sem alltaf klingir, því þetta drepur niður alla sjálfstæðistilfinningu, en eflir ríg, öfund og nábúakrit, sem allt of mikið er til af á voru landi. Sýnum nú, að vjer sjeum staddir á aldamót- um, sofum eigi lengur, látum hina gömlu öld síga til viðar, en látum hina nýju finna oss vakandi og reiðubúna til þess að hefjast handa, alla samróma og samtaka, þá verö- ur lýsing mín á samkomu Eyfiröinga árið 2000 enginn draumur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.