Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Sn-ib- KOMA Fi*m ofah Lítnr.r CoTT BHDOTN Ít/U BSSeR fALL OBt>- rcjjr SKLA » K O N A N -b s ú. R f|IU £ R A F A s Hm-Rúm KEFUA t FTIR H O t. RþEAI f>£TT A K I F A U r A K ir.S« R VK F F . ít> jsu Á T UUU A p. N1 UUUM P A R A 5 K A £.«&»! HfLÍ.- AKriAR M ELD STÆÐI L rllKuR HJvJ- t>Ý* 5 K A r A fuui r>V»' s y A N PRkua B A N A D Æ A u R ^ÁTiT íuu A T \ N u r Æ S A R JhOiB tr.öóA ÁJtcuR R o r DAÓA A T S EáuÐ ron- LttxtU V A N N u n I N FISIC- INN n Us R T U N A n W» - H A A R Uxl N 'o T l N ;ts;. kveiF A K \ M N S © D 1 i N A VAC.0A ÚKAFA K U Ck C. A L'ATWU FÚrtA A> 'A N a A N H Sicoe- X>ÝA -t.íh* eiHi U W* SLKN N1 U R R. A ÍOMA Fok. M Æ R. C. s Ý F A R 1 w A t>»H (V*M P A u R X* A 4 U L A f> L e U u K X u N l K 'o A b iKUfti A L F A T l r K A R 'o UR FtóR- LEVSIÐ /VJd'no- uu Fitla \> l£i þVF! FeX- Fö-Ð- UfllNN JoíJar Fæða ÚK4MS- HLdTA^A NA Ck- Dý'fZUM Æ —> á iNn CÍNC.LA HAKC.A Hli© 5AM- HLT, 5 K£«.A E L X)- $TÆ£>I£> nÓ> r FLuTAf- 1 M LA- DfKC. AR. þUN&A r/£> mJan-- UOUR. 5P1L FRIíuR. tík ÞvÆTT- IMG.UR STó R- MfAJWÍKU,- l/eti 0LDU F«uh\- £FNI /fif1 TafU- ASl UM LENC.J- UNA KftUp + H£y LT ós- Týru («y LE IT MtLT| fMUSr lesF- i sr HRElNS- AR EtN- KENNl A F L lUka D£Tta HÁttur X HEC.OUN MM MÆLl Hús ÍíREIK- AR Ksáhar Kveivc- KV£N- P v fl BlÓi^ RenciR To'nm HUt- LAUSAR 1 MtuP st-X 5NU5R- AR ■ Sefa® IVlNNA IÚ.LKD1R il Þeir Ryder og Prytz unnu aö skógamál- efnum landsins án þess nokkurntíma aö þiggja laun fyrir störf sin, en Ryder aflaöi einnig mikils fjár og margskonar greiöa til aö starfsfé nýttist betur. Þannig var girö- ingarefni sent til landsins ókeypis fyrstu árin, Flensborg fékk einnig ókeypis far milli landa, ferö Prytz til íslands var einnig ókeypis auk þess sem Ryder útvegaði styrk til fararinnar svo að ekki þurfti að greiöa hana af framkvæmdafé. Þetta ásamt ýmsu fleiru finnst í gömlum skjölum og nærri gleymdum, og við lestur þeirra mundi fleirum finnast sem mér, aö vafasamt sé, hvort íslendingar hafi nokk- urntíma eignast meiri velgerðarmann af erlendu þjóðerni en Carl Ryder. Carl Vilhelm Prytz var kennari og pró- fessor í skógrækt viö danska Landbúnaö- arháskólann frá 1882 til 1927, eða samtals í 45 ár. Hann varö kennari viö skólann þrem árum eftir að hann lauk námi, sem var mjög óvenjulegt. Prytz fæddist 21. mars 1857 í Thy á norðvesturströnd Jótlands, þar sem faöir hans var prestur, og þar ólst hann upp í algjörlega skóglausu héraöi. Hann var kominn á 17. ár þegar hann leit skóg í fyrsta sinn á ævinni, og hann hreifst svo af því að hann valdi sér skógfræöi sem ævi- starf. i kennslu sinni markaöi hann nýja stefnu í skógfræöum Dana, losaði hana úr aldagamalli spennitreyju meö því að taka miö af hagfræðilegum lögmálum og auka afuröir skóganna, en láta ekki gömul róm- antísk sjónarmiö ráöa feröinni. Hin nýju sjónarmiö voru lítt vinsæl framan af eins og oft er þegar menn láta stjórnast af tilfinn- ingum en ekki af skynsemi, en nú eru þau almennt viöurkennd og eftir þeim breytt. Prytz gaf út og ritstýröi tímariti um skóg- rækt, Tidskrift for Skovvæsen, ýmist einn eöa í félagi viö aðra, frá 1889 fram til 1918, er danska skógræktarfélagið tók viö útgáf- unni. Prytz var hinn mesti reglumaöur, sívinn- andi, glaður og Ijúfur í viömóti og athugull mjög. Aö framan er sagt frá ferö hans hingað til lands árið 1903 og þeim athug- unum, sem hann gerði á íslenskum jarð- vegi, en þær leiddu meöal annars til þess, að hingaö Rom d2.rí?kur sandgræöslumaö- ur til aö skoöa uppblásturssvæöin. En eftir þaö voru tveir íslendingar sendir til Jót- lands til aö kynnast sandgræöslustarfinu þar. Annar þeirra var Gunnlaugur Krist- mundsson, en hinn heltist úr lestinni. Má því með nokkrum rétti segja aö Prytz só upphafsmaöur sandgræöslu hér á landi. Prófessor Prytz kvæntist dóttur grasa- fræöingsins E. Warmings, Marie aö nafni, 1895, en Warming var mjög þekktur á sínu sviöi og talinn meö þeim fremstu. Hann var lærifaöir Stefáns skólameistara Stefáns- sonar og var Flóra íslands tileinkuð honum. Þau hjónin bjuggu lengst af á fögrum staö í Hellerup viö ástríki og barnalán, en Prytz lést 1. júní 1928, stuttu eftir aö hann lét af embætti. Christian Emil Flensborg er fæddur á Jónsmessu 1873 í Odense á Fjóni, sonur liösforingja í hernum, herdómara Chr. P. Flensborgs, og konu hans. Hann lauk skógfræöiprófi 1898 og var nýlega oröinn aðstoðarmaður hjá Heiöafélaginu þegar þeir Prytz og Ryder báöu hann aö fara til íslands árið 1900. Fékk hann síðan leyfi yfirmanna sinna sex næstu sumur til að sinna störfum hér á landi og í Færeyjum eftir 1902. Hann gegndi ýmsum störfum hjá félaginu fyrstu árin, en 1. janúar 1913 var hann ráöinn skrifstofustjóri félagsins, sem var ein vandamesta staðan innan þess, ekki síst fyrir það aö forstjórinn, sonur Enr- ico Dalgas, þess er stofnaöi Heiöafélagiö, Chr. Dalgas, reyndist ónýtur stjórnandi. Hinar ýmsu deildir félagsins stækkuðu samt undir stjórn góöra manna þannig aö störf Flensborgs uröu mjög umsvifamikil eftir því sem tímar liöu. Danska Heiöafélag- ið er mjög þekkt víðsvegar um heim og hefur veriö fyrirmynd margra svipaðra fé- laga í öðrum löndum, en það leiðir aftur til samskipta og gagnkvæmra kynna. Áriö 1933 varö Flensborg forstjóri félagsins og gegndi hann því starfi þar til hann varö sjötugur árið 1943. Ber öllum saman um aö stjórn hans hafi verið farsæi og góö, og hann kom því til leiðar aö félagiö jók skóg- rækt sína mjög, en þaö hefur bætt fjárhag félagsins meö auknum afuröum og miklum eignum. Allt frá æsku stóö hugur Flensborgs til þess aö veröa garöyrkju- eöa skógræktar- maöur, aö því er hann sjálfúr sagöi. Faöir hans fór meö hann til Dalgas hins eldra til aö sýna honum strákinn og spyrjast fyrir um hvaöa möguleikar væru til aö komast áfram viö ræktun heiöanna. Dalgas svaraöi því, aö hann skyldi ekki ganga þá braut ef hann ætlaði aö safna þessa heims gæöum, en vildi hann hinsvegar hafa ánægju af líf- rænu starfi og lífsfyllingu, væri honum óhætt að snúa sér aö skógrækt. Þetta var honum hvatning til að mennta sig í skóg- rækt, og vitnaöi hann oft til þessa atburðar síöar. Þótt Flensborg hafi oröiö aö hætta störf- um hér á landi meö miklum trega fyrir skammsýni íslendinga á Alþingi 1905 átti hann því láni aö fagna að hafa eftirlit meö trjárækt Færeyinga allt til ársins 1940. Hann kom þó til íslands sumariö 1936 og fór þá til þeirra staöa, sem hann haföi unn- iö viö þrjátíu árum fyrr. Framfarirnar voru þá fyrst aö koma í Ijós á Þingvöllum og viö Grund, en á Hallormsstað voru þær sýnu meiri. Áhrif af friðun skóglendanna þóttu honum aö vonum stórkostleg og var hann ánægöur meö komu sína hingað. Viö skipt- umst á bréfum í mörg ár svo hann gat fylgst meö því sem hér geröist og þótti mjög vænt um þaö. i Færeyjum kynntist hann ungri og fríöri kaupmannsdóttur, Evu M. Lútzen, og kvæntist henni áriö 1909. Þau áttu fallegt heimili meö 3 börnum sínum, fyrst í Árós- um, síðan í Viborg og aö síðustu í útborg Kaupmannahafnar. Flensborg varö háaldr- aöur og hélt hreysti sinni og andlegu heil- brigöi fram á síðustu ár. Hann lést 3. sept- ember 1966, 93 ára að aldri. Hann taldi sig mikinn lánsmann á langri ævi, og víst er að hann naut þess aö hafa komið skógrækt á íslandi á góöan rekspöl ásamt því að koma upp trjárækt í Færeyj- um auk þess mikla starfs sem hann vann á Jótlandi. Hér lýkur aö segja frá fyrsta þætti skóg- ræktar á íslandi. Hann tekur yfir árin 1899 og 1907. Frumkvööull hennar, Carl Ryder, hefur lengi legiö óbættur hjá garði okkar Islendinga, en hans mun efalaust síöar get- iö í sögu landsins sem mikils velgerðar- manns. Starf hans allt ásamt störfum fé- laga hans, Carls V. Prytz og Christians E. Flensborgs, voru unnin af hellum hug og mikílli fórnfýsi. Lengi býr aö fyrstu gerö seglr máltæklö og svo hefur reynst hér. Stefna skógrækt- armála í landinu er hin sama og mörkuö var í upphafi og veröur án efa enn um langan aldur. I því sambandi má minna á þá draumsýn Ryders, aö rækta skóg í út- haga bændabýla þar sem þess væri kost- ur. Sú byrjun er þegar hafin fyrir röskum áratug í Héraöi eystra með ágætum árangri og sýnir, svo aö ekki verður um villst, aö ræktun skóga rennir styrkari stoöum undir örugga búsetu í sveitum landsins en nokk- urt annaö tiltæki. Því meira sem ég sökkti mér niöur í skjöl fyrri tíma óx jafnframt viröing mín fyrir at- höfnum þeirra þriggja manna, sem hér áttu mestan hlut aö máli, og skylda mín til aö halda minningu þeirra á lofti. Aö mínum dómi munu fslendingar vart standa í melrl þakkarskuld viö nokkra erlenda menn en þá þrjá sem nú hefur veriö sagt frá. Heimildir mínar aö þessu skrifi eru aö mestu tilgreindar í lesmáli. Mér ber þó aö þakka Bent Jakobsen, skógfræöingi viö dönsku tilraunastöðina í skógrækt, fyrir upplýsingar um ævi Ryders skipstjóra. Ennfremur dr. Signe Frytz og Kjeld Flens- borg lektor fyrir lán á ýmiskonar heimild- um, einkabréfum og fleiru úr búi feöra þeirra. Þá stend ég í þakkarskuld viö Arb- oretið í Hörsholm, dr. Bent Söegaard og samstarfsmann hans, P.C. Nielsen, fyrir aö Ijá mér aögang aö fræöibókum Johs. Rafns frá 1900 til 1910 ásamt margskonar aöstoö af þeirra hendi. Útgcfandi: H.f. Árvakur, Keykjavík Framkvjrtj.: Haraldur Svcinsson KiLstjórar: Matthías Johannessen Styrmir (iunnarsson KiLstj.fltr.: Gisli Sigurösson Auglýsingar: Baldvin Jónsson * Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.