Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 8
I Eina evrópulerkiö, sem er til frá fyrstu árum skógræktarinnar. Aftan við þaó er síberíulerki, plantaó 1922. Myndin er tekin 1960. Stofnar blágrenisins í Mörkinni á Hallormsstaö. Trjánum plantaö 1! lendi og allhátt til fjalla víða um Evrópu. Blæöspin í Grundarstööinni er vafalítið komin frá Jótlandi, en hvaöan úr landinu veit enginn, og er þetta undantekning frá reglunni. Af bréfum má ráða, að broddfurufræi var safnaö í Colorado að beiöni Rafns fyrir og eftir aidamótin. Var það tekið í meira en 3000 metra hæð yfir sjó. Hann fékk einnig blágrenifræ og fjallaþinsfræ af þessum sömu slóðum, en engar upplýsingar eru um það, úr hvaða hæð fræiö kom. Af þrifum trjánna mætti ætla að blágreniö hafi veriö sótt í svipaöa hæð og broddfuran, en þin- fræið tekið nokkru neðar. Lindifurufræið ér frá fjöllum sunnan Omsk, þar sem Kírgisar söfnuðu því að beiðni Dana, sem þar bjó, en ekki er getið um, hve hátt þaö var sótt í fjöllin. Fjallafurufræi hefur vafalaust verið safnað á Jótlandi, þar sem hún hefur verið ræktuð frá 1798 víðsvegar um land allt. Fjallafuran kom til Jótlands sunnan úr Alpafjöllum á sínum tíma, en meira vita menn ekki. Bergfurufræið mun hinsvegar hafa komið frá Noregi því að sú tegund kom ekki til Danmerkur fyrr en 1886. Aftur á móti fengu Norðmenn hana miklu fyrr, og kom fræið frá Pyreneafjöllum, þar sem því var safnað hátt yfir sjó. Þetta er í stuttu máli allt sem við vitum um uppruna elstu innfluttu trjánna hér á landi. Ómögulegt hefur reynst aö henda reiður á því, hvaðan þau fáu rauðgrenitré og þær fáu skógarfur- ur, sem til eru á Hallormsstað frá þessum árum, eru komin. Um hiö eina evrópulerki, sem til er á sama stað, vitum við ekki ann- að en að fræið hafi verið „alpint“, sem þýð- ir varla annað en að fræinu hafi verið safn- að nokkuð hátt til fjalla, og mun þaö komiö frá Austurríki eða Sviss. í raun og veru er þaö ósköp eðlilegt að háfjallategundir skuli hafa reynst best af öllum þeim fjölda tegunda, sem sáð var til og fluttar voru til landsins á þessu tímabili. Og þaö er heldur engin furða, aö trén hafi tekið bestum þrifum á Hallormsstaö. í háfjöllum meginlanda eru sumur stutt og hitamismunur dags og pðetur getur orö- ið feikna mikill. Vaxtártíminn er víða skemmri en 90 dagar, /og sums staðar er hætta á næturfrostumTÍjttum mánuðum árs þar sem broddfura og blágreni vaxa hæst yfir sjó. Þessu svipar hvaö mest til veðurfars á Héraði eystra þótt miðbik sumars sé án næsturfrosta. Lengd vaxtar- tíma er sennilega milli 90 og 100 dagar og hitasveiflur milli dags og nætur geta verið mjög miklar. Þá má og minna á þá staðreynd, aö háfjallatré vaxa fremur hægt frá ári til árs, og margar tegundanna eru lengi að vaxa úr grasi. Fjallafura er ein 10 til 15 ár að búa um sig eftir gróöursetningu og vex þá nauðalítið, en eftir þaö tekur hún vaxtar- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.