Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 15
Laxness- hátvbin Laxness var ég svo marga daga í ööru landi aö ég missti af því góöa gamni aö sjá þjóö mína halda hátíð til heiðurs okkar mesta skáldi. Vonandi verður eitthvað af þessu skemmtilega og róm- aða efni endursýnt og flutt. Heimkominn, blaöa ég nú í því sem ég næ í af prentuðu efni hátíðahaldanna. Ég fæ seint satt forvitni mína um þennan undrakarl íslenskrar listar og menningar eöa fengið nægju mína af að heyra og sjá hann skrifa og tala. Mörg nöfn koma fram i hugann úr samtíð okkar, sum þau kær- ustu nefni ég ekki, en meö mikilli aödáun og virðingu tel ég hér upp auk Halldórs Sigurð Nordal, Þórberg og Jón Helgason. Undarlegt er það, að allir þessir snillingar skuli hafa verið uppi samtímis, sjá hvern- ig þeir hafa lært hver af öðrum, eflt hvern annan. Fróðlegt er að viröa það fyrir sér hvernig samspili þeirra hefur verið hátt- aö. Þó má telja þá Þorberg, Jón og Hall- dór mikla einstefnumenn, jafnvel kreddu- boðara með meir en litlum snerti af öfg- um á mörgum sviðum. Meöal þess, sem varð til fagnaðarauka á þessum afmælisdögum, var hingað- koma lærdómsmeistara eins frá þýskum háskóla. Hann var sendur til skáldsins okkar með heiðursskjal og doktorsnafn- bót, en Laxness á raunar fyrir slikar nafn- bætur. Morgunblaöið hefur talað við þennan fræðimann og ber það meðal annars á góma, að hann telur Hamsun og Laxness vera mestu skáld okkar samtíö- ar. Auðvitað er svona samanburður alltaf hæpinn, en mér þótti sérstaklega gaman að lesa þetta vegna þess að ég hef sjálfur oft og lengi leyft mér að komast líkt að orði. Ég hef að vísu ekki, sökum skorts á lærdómi, talið mér fært að láta dóms- sviðið ná nema til Norðurlanda. Laxness og Hamsun eru þeir listamenn orðsins, sem hafa hrifið mig mest, enda þótt ég hafi jafnan verið á veröi og aldrei látið þá blinda mig svo, að mér hafi þótt allar grillur þeirra og loddaralistir sjálf- sagðar. Þýskarinn lærði nefnir þriðja uppáhaldsskáliö sitt. Þaö er sænski nób- elshöfundurinn Pár Lagerkvist. Hann er expressjónisti og duihyggjumaður, Ijóðskáld, leikritahöfundur og sagnamað- ur, vissulega góður fulltrúi síns tíma. En ef ég ætti að velja þriðja skáldið yrði það heldur William Heinesen hinn færeyski, maðurinn með sín hálfu norðurhvelsverð- laun og engan nóbel. En þegar við tölum um höfuðskáld Norðurlanda á okkar tímum væri óvið- felldið að nefna ekki Gunnar Gunnars- son. Ég hef aldrei farið dult með aðdáun mína á honum. En það er margt, sem því olli aö hann komst ekki í það sæti í vitund samtímans, hvorki hér né erlendis, sem hann hefði átt aö ná. Ritverk hans eru mjög misjöfn. Bilið milli þess besta og jafnsléttunnar furðulega mikið. í Morgunblaðinu 22. apríl sl. rekur dr. Erik Sönderholm nokkuð frægðarsögu ísl. rithöfunda í Danmörku og lýkur frá- sögn sinni af Gunnari Gunnarssyni með þessum oröum: „Nú er hann gleymdur í bili. Á fjölmennu háskólanámskeiði þar sem fjallað var um rithöfundarferil Heine- sens spuröist ég nýlega fyrir um það, hvort einhver af þessari dönsku kynslóð (á þrítugsaldri) kannaðist við nafn Gunn- ars Gunnarssonar. Ekki einn einasti hafði nokkurntíma heyrt minnst á þann höfund. Samt er ekki nema hálf öld síðan vegur hans hjá lesendum var sem mestur. Þeir sem gengnir eru gleymast fljótt." Haustiö 1939, nokkrum dögum áður en síðari heimsstyrjöldin hófst, var ég að ræða við bókmenntakennara í dönskum verkalýðsskóla, og barst taliö að vin- sældum Gunnars Gunnarssonar í Dan- mörku. Þá var efni eftir hann í dönskum skólabókum. Kennarinn sagði: „Enginn núlifandi rithöfundur í Dan- mörku ritar fegurri dönsku en Gunnar i Gunnarsson. Nútímaíslenskan og þekk- ing hans á fornnorrænunni varpar töfra- blæ á mál hans og stíl.“ Ég man hve þessi dómur gladdi mig. Vegna þessara orða fór ég og gerði kaup á þýðingu G.G. á Sölku Völku Laxness og gaf bókasafni skólans. Með Sölku Völku þýðingunni var fyrsta steini rutt úr frægðarvegi Halldórs Lax- ness. Seinna galt hann Gunnari hressi- lega þessa skuld með þýöingu sinni á Fjallkirkjunni, ekki aöeins einu sinni, heldur tvisvar. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að þótt Halldór hefði ekkert ann- að gert sem rithöfundur er það aö þýða Fjallkirkjuna, svo snilldarlega sem hann gerði, myndi það þýðingarafrek eitt hafa dugað til að halda nafni hans á lofti. — Þaö verður skemmtilegt verkefni fyrir fræðimenn að rita doktorsbækur um Fjallkirkjuna, frumútgáfurnar á dönsku, þýöingar Halldórs, og síöan um lokagerð Gunnars á íslensku. En þegar ég minnist á þýðingarstarf Laxness get óg ekki stillt mig um að minna í leiðinni á aðdáun minnar kynslóðar á Vopnum kvöddum í gerð hans og á nokkrum þýddum Ijóðum hans. Hér á vissulega ekki við, að vera með neina tilraun til sproksetningar á Laxness og áöurnefnda vini hans og félaga, enda væri ég ekki maður til slíks, þótt vilji væri fyrir hendi, sem ekki er. En þess ber þó að geta, að ekki hefur það alltaf verið alveg vandalaust fyrir kotunga að vera samsýslungar mikilla höfðingja. Það hef- ur alltaf verið sturlungaöld á íslandi. Vissulega er þeim það gott aö nokkru marki, sem lítið eiga undir sér, að horfa til digurra bústólpa, lúta forystu heimaríkra foringja. En stundum kann kotbóndum að þykja þröngt fyrir dyrum og líta þá til höfuðbólsins með nokkrum þótta frá þeim hundskinnsútnára þar sem þeir mega hokra við lítil efni. Og skáldbændur á okkar tíð hafa stundum spurt, þegar þeir þykjast hafa ort sæmilegt kvæði: Ætli þetta sé nú eftir sjálfan mig eða Hall- dór Kiljan Laxness? Þrátt fyrir alla nýjungagirnina, frjáls- lyndiö og forvitnina um hið óþekkta hefur Laxness ætíð haldið opinni leiö til baka, klassísk höfðingjaafstaða, rekur upp hausinn þegar minnst varir, fornaldar- aðdáun og hefðir, þrátt fyrir alla gagnrýn- ina. Á hvað hann trúir og hverju hann treystir veit enginn. Þegar á allt er litið held ég, ef nokkurr- ar sanngirni er gætt í dómi, þá megi full- yrða að þessi einstæði öldungur hafi elst vel og virðulega. Honum sé lof og þökk. Jón úr Vör Háfjalla- tegundirnar reyndust bezt flotastjórnarinnar til að taka aö sér önnur störf um stundarsakir. Gerist hann þá skip- stjóri á íslandsförum Sameinaða gufu- skipafélagsins, fyrst á Thyru og síöan á Ceres. Haustið 1899' tekur hann við skip- stjórn á Tejo hjá sama félagi, sem tók salt- fisksfarm á Vestfjörðum og átti að bæta við farminn á Eyjafjarðarhöfnum. Á leiö þangað strandaði skipið í dimmviðri og roki austur af Haganesvík. Svo var hann aftur í siglingum hér við land um stundar- sakir árið 1901, en eftir það tók hann við störfum í flotanum. Árið 1902 hættir hann sjómennsku sakir vaxandi nærsýni en sett- ist í háa stöðu í flotamálaráðuneytinu. En 1907 er hann skipaður forstjóri dönsku veðurstofunnar, og gegndi hann því starfi til dauðadags 3. maí 1923. Ryder kvæntist 1888 konu sem hét Ida Wolf, og varö þeim tveggja barna auöið. Sonurinn, Helge, var öll sín manndómsár í Austurlöndum og lést í japönskum fanga- búðum skömmu fyrir stríðslok, en dóttirin, Ulla, er nýlega látin. Hún giftist manni, sem fórst á Grænlandsjökli fyrir allmörgum ár- um. Þetta er í fáum orðum æviferill Ryders, en af fjölda heimilda má ráða að hann hafi verið óvenju mikill starfsmaður og er til þess tekið að hann var gæddur óvenju miklum lífsþrótti. Hann var bæði vinsæll og virtur af samstarfsmönnum sínum og und- irmönnum, hvort heldur var í sjóhernum, á Grænlandi eða dönsku veðurstofunni. En til eru líka íslensk ummæli um hann í blað- inu Stefni á Akureyri frá 22. nóvember 1899, og eru þau á þessa leið: „Skipstjóri Ryder hefir nú stýrt póstskipi sameinaða fjelagsins í þrjú sumur, fyrst Thyru og síöast Ceres, var þetta hans síð- asta ferð í sumar því foringjar þessir fá vanalega eigi nema þriggja ára fararleyfi úr sjóhernum, þó býst hann við að koma hjer fyrstu ferð í vor. Þessi ár hefir hann áunnið sjer vinsældir og hylli þeirra, er kynni hafa haft af honum fyrir reglusemi, ötulleik og prúðmennsku. Áhugi hans á því að tilraunir verði gjörðar hjer til skógræktar lýsa fylli- lega velvild hans til lands og þjóðar, sem hann hefir haft gott tækifæri til að kynnast þau ár, sem hann hefir verið hjer strand- skipsforingi. Þegar það var kunnugt að skipstj. Ryder væri full alvara að gangast fyrir að hjer yrði plantaður skógviðarreitur vildu margir á Akureyri að reitur þessi yrði hjer við bæinn ... Mestu skiptir að staður- inn sje sem hentugastur meðan menn eru að fá reynslu með gróðursetning trjánna, sem er miklum vandkvæðum bundin, og misheppnaðist fyrst í Noregi, og hætt er við að eins geti farið hjer, sagði merkur maöur við oss, sem vjer áttum tal um þetta við.“ i upphafi þessa máls var getið bréfabóka Ryders, sem eru í eigu Skógræktar ríkisins ásamt fjölda annarra gagna er snerta upp- haf skógræktarinnar. Þetta eru svonefndar „kópíubækur", afritablöð af bréfum Ryders á næfurþunnum pappír af fólíóstærð. Önn- ur er 437 blaðsíður og fjallar einvörðungu um skógamálefni íslands. Hin er 110 blað- síöur og þar er að mestu rætt um önnur efni, sem honum voru hugleikin, svo sem vitabyggingar á ströndum íslands, bættar skipasamgöngur og beinar ferðir til Mið- jarðarhafsianda með saltfisk og ýmislegt fleira. Hann hafði einnig á hendi allt bók- hald fyrir skógræktina frá upphafi og fram á árið 1907, og er afrit reikninga allt fært með snyrtilegri hendi hans, en frumgögn sendi hann landstjórninni snemma á hverju ári. Allt ber þetta vott um árvekni og iðni, en eitt bréf sýnir hvern mann Ryder hafði að geyma og hve vel hann fylgdist með öllu, sem að skógamálefnum landsins laut. Einn af skógarvarðanemunum íslensku veiktist mjög meðan hann var í miðju námi og var lengi frá verki, sem af leiddi tölu- verðan kostnað, en hann bláfátækur. Þá skrifar Ryder bréf til sjóðs eins, lýsir veik- indunum og fær sjúkrastvrk hanjjQ þ,5num 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.