Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 4
Sjóræningjar nútímans Ytri höfnin í Lagos. Hér bíða hundruð skipa eftir affermingu, þau hafa tilkynnt hafnaryfirvöldum um staðsetningu sína og hverskonar farm þau flytja og hafa þar með breyst í álitlega bráð fyrir sjóræningjana. Aöeins rússnesk, bandarísk og ísraelsk skip eru „virt“. Arás sjóræningja — Dagbók skipstjóra Það sem hér fer á eftir er tekiö úr dagbók skipsins Amanda, sem er 1599 tonn að stærð, og lýsir vel einni af mörgum árásartilraunum undanfarinna mánaða: „Þann 29. júlí 1981, midvikudag klukkan eitt að nóttu símaði ann- ar stýrimaður, sem var á verði í brúnni, til mín, og tjáði mér að vélbátur med blökkumenn inn- anborðs nálgaöist bakborðshlið skipsins. Samtímis lét hann gefa aðvörunarmerki til að kalla áhöfn- ina saman. Ég hljóp upp í brú og sá hvar verið var að leggja stórum vélbáti úr tré, með u.þ.b. 10 manns innanborðs að skipinu, til þess að bátsverjar gætu farið um borð í skipið með aðstoð kaðla og krókstjaka. Þar sem ég var ekki í minnsta vafa um að þetta væri sjóræningjabátur, þá skipaði ég öðrum stýrimanni að skjóta á móti þeim nokkrum skotum úr rakettubyssunni. Ég skipaði áhöfninni að vopnast öxum, bar- eflum og eldhúshnífum og halda sig innandyra þar sem menn gætu hindrað inngöngu sjóræn- ingjanna. Einnig skyldu þeir læsa innanfrá öllum hurðum að skut- byggingunni. Ég skipaði yfirvél- stjóranum að gera vélarnar klárar og lét hafnaryfirvöld í Cotonou vita um það á örbylgju hvað í vændum væri. Meðan á samtalinu stóð kom sjóræningjastöð inn og reyndi á ensku að gera sig trúan- lega gagnvart hafnareftirliti Cot- onou og truflaði samtal okkar. Á meðan þetta gerðist komust sex sjóræningjar um borð. Um leið og þeir skýldu sér með skothríð fikr- uðu þeir sig í átt að gámumj~ Sf.'T? ycm stsöáéiiir í lest eitt. Þegar ég hafði móttekið merkiö „vélin tilbúin" setti ég á fulla ferð áfram og sneri hart í bak, til þess að reyna að flytja skipið til og neyða sjóræningjana til að yfir- gefa skipið, enda þótt stjórn- borðsakkeri væri í sjó. Sjóræningjarnir sem um borð voru komnir hlupu engu að síður fram á skipið og tókst að koma bakborðsakkerinu til botns til viðbótar. Ég stöðvaði þó ekki skipið heldur sigldi sitt á hvað til hægri og vinstri til að losa akkerin úr botni og hélt ótrauður í átt til hafs. Þetta tókst furðanlega, og þegar sjóræningjarnir sáu að þeir gátu ekki stöðvað skipið flýttu þeir sér að reyna að yfirgefa það. En meðan þetta skeði þá fjar- lægðist samt báturinn og enn voru fjórir ræningjanna eftir fremst í skipinu. Þeir voru alveg einangraðir og reyndu nú að henda tréfleka fyrir borð sem þeir gætu yfirgefiö skipið á, og einn þeirra sem var vopnaður vélbyssu skaut aðvörunarskotum að brúnni. Með bendingum báðu þeir mig að hægja á ferð skipsins svo að bátur þeirra gæti nálgast og þeir þannig yfirgefið skipið. Þar sem ég var algerlega óvopnaður á móti vopnuðum mönnum sem einnig virtust ákveðnir í að láta ekki fanga sig, þá dró ég úr ferð- inni til þess að auðvelda bát þeirra að nálgast. En vegna þess að ég óttaðist nýja árás, þá setti ég á fulla ferð aftur um leið og báturinn kom að og neyddi þá þar með til að fjarlægjast á sem allra stystum tíma. Klukkan Q2GD var búið að frsísa skipið, en eins og sjálfsagt var skipaði ég fyrir um að nákvæm eftirgrennslan færi fram um allt skipiö í varúðarskyni. Þegar búið var að ganga úr skugga um að ekki væru fleiri óæskilegir aðilar um borð, lét ég stöðva vélina til að ná upp akker- unum. Undirritað: Pietro Tonoli, skipstjóri á ms. Amanda“. ins“ með fulla báta af eigum sínum og yfirhlaönar áætlunarferjurnar, allt þetta hefur á ný vakið til lífs fyrirbrigöi, sem þó aldrei hafði til fulls liðið undir lok. Þann 2. september síðastliðinn var rænt peningakassa kaupskips eins með 500 þúsund dollurum í, en þetta kostaði tíu mannslíf. Greipar voru látnar sópa um lestarnar á Rio Colorado, sem var á siglingu á Suluhafi, eftir aö lestarlúgur höföu verið rifnar upp meö handsprengj- um. Árásin á ferjuna Elísabeth fyrir nokkrum árum kostaði 23 mannslíf. Þá hefur og oft verið ráöist um borð í minni skip og þeim haldið, þar til lausnargjald fyrir þau hefur verið greitt. Einn þekktasti sjóræninginn á þessum slóöum er náungi sem nefnist „Jikiri skipstjóri". Hann er giftur ungri jap- anskri konu, sem hann rændi frá lögleg- um eiginmanni hennar meöan hún var í sólbaði. Stórtækastur var Jikiri samt þegar hann rændi japanska kaupskipinu Suchiro Maru og kraföist þess að fá eina milljón pesos (gjaldmiðill Filippseyja) í lausnargjald. Tíu herskip þurftu aö sker- ast í leikinn áöur en hann lét bráöina af hendi. Skipunum er sökkt, eða þau máluð og skírð upp Enn ööruvísi eru þau sjórán sem höfð eru í frammi undan ströndum Líbanon. Dagblaöiö Lloyd List, sem gefið er út af Lloyd tryggingafélaginu í London segir svo frá þessu: „Á tveimur síöustu árum hefur austurhluti Miöjarðarhafsins feng- ið á sig slíkt óorö, að það nálgast að vera eins og á hinum frægu sjóræningja- tímum. Hvarf a.m.k. fimmtíu skipa á þessu svæði sýnir aö sjórán á hafi úti eru á ný oröin að mjög ábatasömum gróða- vegi, sem e.t.v. kostar líka blóöfórnir. Þaö hefur sýnt sig aö ekki er hikaö viö að skjóta á áhöfn til aö koma höndum yfir farm skipa.“ í reynd er þaö svo að oft eru greipar ekki látnar sópa um skipin úti á rúmsjó, heldur er þeim beint inn á aðrar hafnir en þau áttu upprunalega að fara til. Þannig var gríska vöruflutningaskipiö Julia S. neytt til að flytja allan plastvöru- farminn, sem það hafði í lestum sínum til Beirut, en kaupskipiö Florian frá Pan- ama, sem átti að fara með saudi-arab- ískan farm til Beirut, var affermt ann- arstaöar. Sá farmur var metinn á um 60 milljónir króna. í þessari „vöruskipta- verslun” hegöa þeir sér á líkan máta, bæöi kristnir og palestínskir bófaflokk- ar. Hvor aðilinn fyrir sig notar sína eigin höfn. Þaöan leysa þeir landfestar hrað- báta og fiskibáta, sem hafa fallbyssur í stafni og halda út í leit að farmi sem er sérstaklega bitastæður (rafmagnstæki, sterk vín, trésmíöavara, varahlutir í bíla, vopn). Á hafnarbakkanum bíða þeirra og ránsfengsins, líbanskir kaupmenn, sem reiðubúnir eru til að gera kaup viö þá. Stundum — og það kemur æ oftar fyrir, a.m.k. á allra síöustu tímum — hefur sjálfur skipstjóri kaupskipsins samiö viö ræningjana, og þá er varla mikil þörf fyrir þá aö beita vélbyssunum. Þaö er svo tæplega búiö aö endurselja farminn þegar skipinu er annaðhvort sökkt (og eigandinn fær auövitaö bættan skaða hjá tryggingunum) eöa því er breytt svo að það þekkist ekki, skipsskrokkurinn málaður, nýtt nafn teiknaö á skipshliö- arnar, og þar með er skipiö tilbúiö til nýrrar feröar. Af höfnum, þar sem vel er tekið í aö gera svona „andlitslyftingu“ á skipum, má nefna Möltu og Pireus, en í nokkur ár hafa ítalskir skipamiölarar haft lista í skúffum sínum yfir skip, skipstjóra og útgeröarfélög, sem þeir ráðleggja ekki aö geröir séu samningar við. Aö þeirra dómi jafngiidir þaö því aö glata farmi endanlega sé hann settur um borö í skip eins og Elias (sem undir nafn- inu Alexandros hvarf ásamt stálfarmin- um í því), eöa Ocean Glory (hvarf tvisvar undir nöfnunum Denis M. og Rigoletto) eöa eins og Five Stars (sem hvarf þegar skipiö hét Betty og var hlaöiö járni og dýrmætum viöi). Þetta gerist þótt Lloyd tryggingafélagiö hafi 1200 manns í sinni þjónustu í hinum ýmsu höfnum, sem eiga aö reyna aö hafa gætur á þessari nýju sjóræningjastarfsemi. Skipstjórnarmenn og tryggingafélög kæra sig ekki um varnir Hvaö er þá til ráöa gegn nútíma sjó- ránum? Skipstjórarnir vilja varla heyra minnst á aö hafa vopn um borö í skipun- um. „Hver sem reynir aö komast um borö í kaupskip á ekki að fara aö leika hermann; þaö á ekki að neyða hann til aö berjast meö vopnum," hefur einn skipstjóri sagt, „og hvaöa örlög hlyti skipstjóri sem myndi drepa einn eöa tvo sjóræningja meðan hann væri aö verja skip sitt? Hann yröi í þaö minnsta aö mæta fyrir rétti, og yröi síöan e.t.v. sett- ur í fangelsi. Maður veit hvenær maður er settur inn, en það er ekki eins öruggt hvenær viðkomandi er sleppt út. Rétt- arfar þessara landa er furöulegt og þjóö- sagnakennt." Sjómenn kvarta líka oft undan því aö lítið sé aö græöa á hjálp ræöismanna í þessum löndum. „Þegar t.d. er farið á ræðismannsskrifstofuna í Lagos og 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.