Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Blaðsíða 5
skýrt er frá því sem gerist á skipalæginu þar, þá er eins og verið sé að berjast viö múr afskiptaleysis," segir einn þeirra. Alþjóöasamband skipstjórnarmanna hefur brugðist viö þessu ástandi á þann veg aö senda tilmæli til skipstjóra um aö snúast ekki til varnar, og beinlínis auö- velda ræningjunum aö komast um borö, (enda vilja a.m.k. stóru tryggingarfélögin hafa þennan háttinn á). En sambandið hefur líka sent skipstjórum um allan heim leiöbeiningar um þaö hvaöa varúö- arreglur skuli viöhafa til þess aö komast hjá þeirri hættu aö ráöist veröi um borö í skipin: „Um varhugaverðustu svæöin skal sigla aö degi til, og helst aldrei stööva sé siglt um þau aö næturlagi. Efla skal varögæslu, og stjórnpall ber aö lýsa vel upp eftir aö dimma tekur. Rétt er að hafa góöan þrýsting á vatnsdælum og nota þær til að halda aftur af sjóræningj- unum. Radargeisla á aö stilla á stutta fjarlægö, til aö hægt sé aö fylgjast vel meö næsta nágrenni skipsins. Gæta skal þess aö net og kaölar séu allir inn- anborös í skutbyggingu." Þessar varúöarreglur eru kannski ekki alveg fullnægjandi. Og hvaö sem því líö- ur þá er þaö staöreynd, aö einu skipin sem sjóræningjarnir virða ennþá eru skip frá ísrael, Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum, löndum sem hafa öfluga og ákveöna utanríkisþjónustu og láta sér mjög annt um eigin þjóöfána. „Aöeins einu sinni hefur ræningjahóp- ur ráöist á rússneskt skip í grennd við Lagos," segir Pietro Tonoli. „Skipstjór- inn tók á móti þeim meö vélþyssuskot- hríö, síöan öskraði hann til þeirra sem voru í bátunum, hvort þeir vildu koma um borö til aö ná í lík félaga sinna, eða hvort þeir kysu frekar aö þeim væri kast- aö niöur til þeirra. Og þeir hafa ekki komiö nálægt rússneskum skipum síö- an.“ Sjö samtök gegn sjóránum Frá lagalegu og tryggingarlegu sjón- armiöi hefur árás sjóræningja á skip margvíslegar og flóknar afleiðingar. Hver á greiöa þann skaöa sem af hlýst? Hver er ábyrgur gagnvart áhöfninni? Hvaöa tegund trygginga getur gripiö inn í þetta? Viö skulum nú líta á þetta lið fyrir liö. Skemmdir sem verða á skipi. Til er trygging sem nær yfir „áhættu af stríös- völdum“ (þetta hugtak nær nú líka yfir sjóræningjaaðgeröir, almennt uppþot ofl.). Ef skip lendir í fallbyssuskothríö, rekst á tundurdufl eöa eitthvaö annaö áþekkt hendir þaö, þá endurgreiöir tryggingin viökomandi skaöa. lögjald fyrir slíka tryggingu er yfirleitt tiltölulega lágt: 0,025 prósent af hinu tryggöa verð- mæti. Fyrir svæöi, þar sem áhætta er meiri, eins og Suez-skuröinn eða Persa- flóa, er greitt aukaiðgjald. Þessi trygging nær eingöngu yfir tjón sem veröur á sjálfu skipinu. Sérstök áhætta. Þaö er sú áhætta sem venjuleg trygging skipsskrokks og vélar nær ekki til. Til þess aö bæta tjón sem ekki orsakast af atvikum sem snerta sigiingu skips (þ.e. óhöpp í höfn- um, óhöpp af völdum mengunar, eöa einmitt tjón vegna sjóræningjaaögeröa) starfa hinir svoköiluöu P&l klúbbar (protection & indemnity club). Þetta eru nokkurskonar samtök útgeröaraðila, og eru sjö hin stærstu ensku og norsk. Meðlimirnir greiða ákveöin inntökugjöld og föst meölimagjöld, en í lok hvers starfsárs er endurgreiðsluupphæð skipt jafnt á milli allra meölima. „P&l klúbbarnir greiöa einnig fyrir slys á áhöfnum, andstætt því sem hinar heföbundnu tryggingar gera,“ útskýrir Guido Timossi, sem er sérfræöingur í lagalegum og tryggingarlegum vanda- málum fyrir útgeröarfyrirtæki í Genúa. „Samt eru bætur aðeins greiddar eftir mjög afmörkuðum reglum, ef tjóniö reiknast á ábyrgö útgerðaraöila. Um borö í einu skipa okkar skeöi þaö t.d. á skipalæginu í Singapore, aö tveir sjó- ræningjar komust undan meö peninga- kassa skipsins, meö því aö beina hnífi aö hálsi skipstjórans. í þessu tilviki greiddi klúbburinn ekki; enginn hefur nokkru sinni látiö sér detta í hug aö tryggja pen- ingakassa skips.“ Tjón á farmi. Aöalmarkmiö árásar- mannanna er hinn dýrmæti farmur í skipunum. Hann er venjulega tryggöur gegn þjófnaði, en fyrir suma heimshluta, eins og Nígeríuflóann, sem sjóræningjar herja sífellt á, er tryggingariögjaldið of hátt. Aukagjald er frá einu og upp í fimm prósent af verömæti farms, allt eftir því hve „girnilegur" hann kann aö vera. Af- tur á móti er verömæti eins gáms, sem horfiö hefur, ekki endurgreitt af trygg- ingu. Þaö er orðiö svo mikið um „dular- full hvörf“ þessara stálkassa, sem nú eru í notkun í milljónatali víösvegar um heim, og fara án tafar úr vörubílum í skip eöa í flugvélar, aö það hefur ekki fariö fram hjá þeim aðilum sem sjá um ákvaröanir og skilmála tryggingafélaga. Því þetta hefur gerst enda þótt leiö gámanna væri algerlega tölvustýrö. Jul Haganæs Lykillinn Eins og brimrót á óveðursnótt byltist hugurinn um þessa spurn: Finnst lykillinn aö betra heimi? Fálmar í blindni um hugmyndafræði og kennisetningar. Þar til heiöríkjunótt hastar á vind og sjó og svarið stendur í stjörnuskrift yfir fjallsbrúninni: Skínandi hvílir lykillinn í negldri hönd sem ennþá blæöir fyrir oss. Guóm. Daníelsson þýddi «0* **° -'S Landakort ógnarinnar á höfunum: Hættulegu svæðin fimm Á þessum uppdrætti sjást aðalathafnasvæði nútíma sjóræningja: þ.e.a.s. Karíbahafið (A), þar sem skemmtisnekkjur auðmanna og ferða- manna verða einkum fyrir barðinu á þessari starfsemi, Nígeríuflóinn (B), hluti Miðjarðarhafsins milli Kýpur, Líbanon og Port Said (C), Malakka- sundið (D), og hafsvæðin umhverfis Filippseyjar, sérstaklega suður- hlutinn (E). Allt eru þetta svæði þar sem ríkisvald viðkomandi strand- ríkja er yfirleitt mjög veikt, og þau geta ekki, eða jafnvel kæra sig ekki um að gæta að öryggi siglinga. Af þessum sökum hefur alþjóðasam- band skipstjóra á langleiðum sent viðkomandi ríkisstjórnum (einkum stjórnum í Suðaustur-Asíu) kröftug mótmælabréf. Aðferðirnar við sjó- rán eru margvíslegar, jafnvel eftir hafsvæðúm. Við Nígeríustrendur, sér í lagi á ytri höfninni í Lagos, er algengt að ráðast á gámaskip hlaðin dýrmætum varningi svo og neysluvörum, er þau bíða eftir losun. Á Malakkasundinu er aftur á móti helst ráðist um borð í olíuflutningaskip, sem þarna sigla á hægri ferö, en úr þeim er oftast rænt peningakassa viðkomandi skips. Á Miðjarðarhafinu er venjan aftur á móti sú að her- taka skipin og beina þeim inn til hafna, sem alls ekki voru ákvörðunar- staðir skipanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.