Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Side 7
Blæasparlundur er að vaxa upp af rótaskotum frá þrem elstu um, beinstofna og laufríkur, sakir skjólsins. Stofnar elstu blæ- asparinnar á Grund í Eyjafirði. Hún er 12 metrar á hæð, en stofnar beygðir og sveigðir af lamstri storma. Annar er við Rauðavatn en hinn í Mörkinni á Hallormsstað. Gróöursetning í Rauöa- vatnsstööina var lítil á þessu tímabili, en hinsvegar var gróðrarstöð komið á fót um leiö og girt var. Ætlunin var að bíða þess að plöntur úr stöðinni yrðu gróðursettar í holtin og móana, sem og varð. Þaöan komu fjailafurur fram til ársins 1910 eða lengur, og það ár var síöast plantaö við Rauðavatn. Fjallafurur þær, sem enn lifa á holtinu norðan Vífilsstaða, munu einnig hafa komið úr gróðrarstöðinni við Rauða- vatn. í Mörkinni á Hallormsstað voru önnur og betri skilyrði til trjáplöntunar en á hinum stöðunum. Þar var frjór skógarjarðvegur og töluvert skjól af birkirunnum og trjám. Girðingin tók yfir tíu sinnum stærra land en reitirnir við Grund og á Þingvöllum, og því þurfti ekki að hrúga öllum tegundunum saman á litlu svæði. Ennfremur var gróör- arstöð komiö á fót samtímis og girt var, og því var ekki lagt eins mikiö kapp á innflutn- ing trjáplantna frekar en við, Rauðavatn. Hinsvegar voru fluttar inn sáöbeösplöntur tii dreifsetningar í gróörarstööiría af ýms- um tegundum, en þær munu flestar hafa veriö gróðursettar í og utan við Mörkina á næstu árum eftir að Flensborg hætti störf- um hér á landi. Hér verður því aðeins getið um þær trjátegundir, sem hafa náð einhverjum þroska í Mörkinni, og eiga upþhaf sitt að rekja til starfs Flensborgs. Lindifura og broddfura munu vera elst trjáa frá þessu tímabili. Johannes Rafn gaf Flensborg mikið af fræi þessara tveggja tegunda með því skilyröi að hann sáöi því beint í jörð en ekki í gróðrarstöö. Af lindi- furu eru nú um eða yfir 100 tré hingaö og þangað út um alla Mörkina. Þær eru allt frá 4 og upp í 11 metra hæð. Munurinn er sakir þess að sumar þeirra hafa dregið fram lífiö undir þéttu kjarri árum saman. Broddfura hefur tekiö tiltölulega bestum þroska ailra þeirra trjátegunda, sem hingað voru fluttar á þessum árum. Hún Eftir Hákon Bjarnason hefur vaxið hægt en jafnt og aldrei látið á sjá í höröum árum. Ennfremur hefur hún borið fræ á hverju ári undanfarin tuttugu ár. Trén eru yfirleitt milli 7 og 9 metrar. Þótt undarlegt sé er engin fjallafura í Mörkinni frá þessu tímabili svo að öruggt megi teljast. Einstæð og falleg bergfura óx hér lengi fram eftir, en hún féll í roki fyrir allmörgum árum. I Mörkinni eru aftur á móti skógarfurur, og þótt furulúsin hafi gert nokkurn usla standa enn fáeinar eftir. Eru sumar þeirra hin fegurstu tré, um 12 metrar á hæð. Þær eru af norskum eða sænskum stofni. Þá eru hér fáein rauögreni, en þótt þau hafi náð álitlegri hæð, um og yfir 13 metra, hafa þau gefist misjafnlega og þola illa næðing. Að líkindum er fræið að þeim úr noröanverðri Svíþjóð eða af Hálogalandi. Þegar Flensborg lauk störfum var mikið af rauðgreni í uppvexti í gróörarstöðinni. Af því standa nokkrir tugir trjáa viö Jökullæk- inn, sunnarlega í skóginum, þar sem þau hafa þrifist allvel og borið fræ endrum og eins. í jaðri gamallar trjáþyrpingar stendur einstakt evrópulerki, eina tréð sinnar teg- undar frá fyrstu árum aldarinnar. Ekki verður séð, að lerkiplöntur hafi verið fluttar að Hallormsstað, og því er þaö vafalaust vaxið upp af fræi í gróðrarstöðinni. Þetta er stórt tré, bolmikið og nær 16 metrar á hæö, en stofninn er talsvert undinn og sveigður. Þvermál þess er um hálfur metri, svipað og gildasta blágrenið frá sama skeiöi. Blágreni þau, sem áður er sagt frá, standa í suðausturhorni Merkurinnar. Þau eru ásamt lerkinu stærstu og viðamestu trén frá tímum Flensborgs. Hæðin er frá 14 og upp í 16 metra, en þvermálið frá 35 til 50 sentímetrar. Trén hafa iöulega borið fræ allt frá 1947. Þau hafa þolað veðráttuna mjög vel, en tvisvar hefur orðiö vart lítils- háttar sviðnunar á greinaendum sakir frosts á 75 ára æviferli. Loks eru fáeinir fjallaþinir gróðursettir sunnan við gróðrarstöðina. Þetta eru stór og greinamikil tré, um og yfir 12 metra á hæð og gildvaxin. En það leynir sér ekki, að fræið er komið frá mildari og hlýrri stöð- um en fræ broddfurunnar og blágreni- trjánna, þótt allar tegundirnar séu úr fjöll- um Colorado og sennilega safnaö af sama manni. Trén hafa æriö oft orðið fyrir frostskemmdum, og lýta þær vöxtinn. Þá munu upptalin öll þau barrtré, sem gróöursett voru á tímum Flensborgs og komist hafa til þroska. Fáein lauftré eru og í Mörkinni frá þess- um árum, en það eru aðallega nokkrir reyniviðir og tveir stórir heggir, sem bera oft mikla blómaklasa. Blæösp og gráelri, sem plantað var þarna fyrir æva löngu, hafa dáið út, sem og annars staðar nema á Grund. Horft um öxl Þegar litið er um öxl og athugað hvaðan þau tré komu á árunum 1899 til 1906, sem bestum þroska hafa náð, kemur í Ijós aö þau eru flest fjallatré. Heimkynni brodd- furu, blágrenis og fjallaþins eru í háfjöllum Norður-Ameríku, lindifura er ættuö úr fjöll- um Síberíu og fjallafura ásamt bergfuru vex aöeins í fjallgörðum Miö-Evrópu. Skógarfura og rauögreni vaxa bæði á lág- SJÁ NÆSTU SÍÐU Broddfura kom til landsins 6 árunum 1903—1905. Hún er mjög hægvaxta en hefur aldrei oröiö fyrir áföllum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.