Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Page 9
Ortigia, lausar við bílaumferð, upp að dómkirkjutorginu, sem er vel stórt með byggingum í endur- reisnarstíl og barrokk. En VÁ, þegar við gengum inn í dómkirkju Syracusa; hafi nokkur bygging hrifið okkur, þá er það þessi. Upp- runalega byggð sem musteri til dýrðar Aþenu, af Gelon, á 5. öld f.Kr. og seinna breytt í byzanska kirkju á 6. öld e.Kr. og síðan í rómversk-kaþólska. í byrjun átj- ándu aldar fékk kirkjan frábæra barróska forhlið, eftir að forhlið- in, sem Normannar byggðu, hafði hrunið í jarðskjálftunum 1693. Það undraverða er, hvað samræm- ið er mikið, þrátt fyrir allar breyt- Til vinstri að ofan: Þótt sumum þyki nóg um hitann á Sikiley stundum, er eldfjallið Etna snævi þakið ofantil. Hér er horft til fjallsins frá gríska leikhús- inu í Taormina. Að neðan: Einn af steinrisunum 38, sem skreyttu Seifshofið í Agrigento. Frummyndin er innan dyra í safni á staðnum, en það sem hér sést er eftirlík- ing. Hér að neðan: GeysiFógur barokkirkja í Syracusa, Santa Maria delle Colonne. minnir á tilvist þeirra. Eyjan var líka kölluð Trinacria vegna lögun- ar sinnar. I fornöld var trúað, að eyjan væri borin uppi af þremur súlum, sem kemur fram í gömlum þjóðsögum. Á ferð okkar sáum við víða gamalt tákn eyjunnar, höfuð Medúsu með þremur fótum, sem tengist svo þjóðsögninni um Trin- acria. Um höfuð Medúsu eru ann- ars til forvitnilegar sagnir, sem eru vel þess virði að fletta upp á. Eftir að hafa hrakið Sikula burt frá ströndinni, jók Syracusa stöð- ugt við veldi sitt og náði að vera um skeið voldugasta borg Evrópu, með hálfa milljón íbúa. Mörg þekktustu nöfn úr sögu Grikkja tengjast borginni. Harðstjórarnir Gelon, Hieron I og Dionysos I juku við veldi borgarinnar, og við hirðir þeirra og annarra yfirráðamanna borgarinnar störfuðu frægustu skáld, heimspekingar og vísinda- menn síns tíma: Pindar, Aeschyl- os, Diodorus, Empedokles, Plato, Frægasti sonur borgarinnar er vafalaust Archimedes, sem fædd- ist 287 f.Kr. Það er sagt um hann, að hann hafi verið fremur utan við sig, jafnvel svo, að hann hafi stun- dum gleymt að borða og drekka. Hann á að hafa fundið lögmálið fræga, sem kennt er við hann, eitt sinn þegar hann fór í bað, og yfir sig hrifinn gleymdi hann stað og stund, stökk upp úr baðinu og hljóp nakinn um götur borgarinn- ar hrópandi: „Eureka"! (Eg skil það.) I annarri Púnversku styrjöld- inni var Syracusa í bandalagi við Hannibal Hamilcarson frá Kar- þagó, og smíðaði þá Archimedes hinar hugvitsamlegustu stríðsvél- ar til varnar borginni, þegar Rómverjar sátu um hana. Frægt er í sögunni, hvernig hann frá virkisgarði Syracusa kveikti í skipum Rómverjanna með hjálp spegla, stækkunarglerja og sólar- geisla. Umsátin stóð í þrjú ár og lauk með sigri Rómverja, og lét Archimedes lífið við hertöku borg- arinnar. Stuttu eftir að Syracusa féll í hendur Rómverja, komst öll eyjan á þeirra vald. Á tímum rómverska keisaraveldisins var Sikiley aðal hveitiforðabúr þess, og ríkti þar mest friður, nema þegar landbún- aðarþrælarnir stofnuðu til upp- reisna, sem sumar hverjar voru með alvarlegasta móti fyrir Róm. Eftir að þeirra veldi leið undir lok, tók við ófriður þjóðflutninga- tímabilsins, og Syracusa var her- tekin af Frönkum, Vöndulum, Gotum, Langbörðum ... Byzans. Um nokkurra ára skeið var Syra- cusa jafnvel höfuðborg byzanska keisaraveldisins. Arabar komu og stjórnuðu vel í ca. 200 ár og að þeirra veldistíma loknum, tók við mikill blómatími Normanna. Hún var rænd til skiptis af Pisa og Genova og komst seinna á vald Spánverja. Jarðskjálftarnir miklu 1693 eyðilögðu stóran hluta borgarinn- ar, og árið 1729 dó helmingur íbú- anna úr sótt. Árið 1837 gerðu borgarbúar misheppnaða uppreisn á móti Spánverjum, og það var ekki fyrr en 1860, að Guiseppi Garibaldi sameinaði borgina Ítalíu. I síðustu heimsstyrjöld tóku bandamenn borgina árið 1943, og varð hún stuttu seinna fyrir loft- árás Þjóðverja. Þegar maður hefur í huga við- burðaríka sögu borgarinnar, er næsta furðulegt, hvað mikið hefur varðveitzt af mannvirkjum gegn- um aldirnar. í dag er Syracusa róleg og þægi- leg borg í fallegu umhverfi, sem laðar mann að sér, og þar sem mann ósjálfrátt langar til að vera lengur. Við fórum út á Ortigiaeyj- una, þar sem elzti hluti borgarinn- ar er. Varnarmúrar Ortigia eru vel varðveittir, var hresst upp á þá á árunum, sem Tyrkjahættan var stærst, af Karli V, Habsborgara- keisara, og til virkisgerðarinnar tók hann steina úr rómversku og grísku mannvirkjunum ofar í borginni. Við fórum um þröngar götur ingar. Að innan hefur hún varð- veitt mikið af sínu upphaflega og býr yfir mögnuðu andrúmslofti; einfaldleiki — samspil birtu og skugga — dórískar súlur — byz- anskur Kristur Pantokrator yfir háaltari — reykelsi — dulúð. Hér hefur verið helgur staður í 26 ald- ir. Beint niður frá dómkirkjutorg- inu, niðri við sjóinn, er þekktasta lind Sikileyjar, Arethusalindin. Hún kemur upp rétt við sjávar- mál, og við hana vex mikill fjöldi blóma, en það sem er forvitni- legast þarna, er egypski papyrus- inn% sem kom til eyjunnar með Aröbum eins og svo margar aðrar nytjaplöntur. Smáskemmtileg goðsögn er tengd lindinni, — en nóg um það. Neapolis liggur steinsnar frá Ortigiaeyjurtni og er sá hluti Syra- cusa, þar sem gríski og rómverski tíminn hefur varðveitzt bezt. Þar er griska leikhúsið, eitt það stærsta á grískum tíma, tók 23 þúsund manns í sæti. Rétt þar við er rómverska leikhúsið. Ætli það sé ekki einstakt að hafa grískt og rómverskt leikhús byggð svona hlið við hlið, og það vekur ósjálf- rátt til umhugsunar um muninn á menningu Grikkja og Rómverja. Meðan Grikkir lögðu mesta áherzlu á, að tal leikaranna bærist til áheyrenda, byggðu Rómverjar 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.