Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Page 12
farið með hann beint inn í her- bergi Atsels. Þar lá pilturinn í rúminu í óhreinum og velktum náttfötum með úfið hár, fölur og magur eftir allar fösturnar. Læknirinn rétt leit á Atsel og kallaði svo: „Hverslags eigin- lega er þetta, gott fólk! Eruð þið með lík í húsinu? Af hverju pantið þið ekki prest strax og undirbúið greftrun?" Foreldrum Atsels brá heldur en ekki í brún, þegar þau heyrðu þessi orð. En Atsel gat ekki leynt gleði sinni. Sælt bros læddist yfir ásjónu hans, og hann sagði: „Þarna sjáið þið, hvort ég hafði ekki rétt fyrir mér!“ En þótt Kadis og kona hans væru nánast yfirkomin af ang- ist, minntust þau þess, sem lækninum hafði verið lofað, og tóku þegar að undirbúa jarðar- för sonar síns. Atsel varð svo himinlifandi, að hann stökk fram úr rúminu og klappaði saman lófunum. I gleði sinni svengdi hann svo, að hann bað um eitthvað matar- kyns. En Jöts læknir sagði honum aö bíða við. „Þú færð mat í himnaríki,“ mælti hann. Síðan skipaði hann svo fyrir, að eitt herbergi í húsinu skyldi útbúið sem himnaríki. Hvítt silki var hengt á veggina og dýr- indis teppi lögð á gólfið. Gluggahlerunum var lokað vendilega og tjöld dregin fyrir, svo að hvergi komst dagsljós inn. Það átti að loga á kertum og olíulömpum nótt sem nýtan dag. Þjónustufólkið var klætt í hvíta kyrtla og vængir festir á bakið á því. Það átti að vera englar. Atsel var lagður í opna lík- kistu og húskveðja var haldin yfir honum. Hann var svo út- taugaður af sigurgleði, að hann sofnaði meðan á athöfninni stóð. Þegar hann vaknaði, var hann kominn á stað, hvers líka hann hafði aldrei fyrr augum litið. „Hvar er ég?“ spurði hann. „I himnaríki, herra,“ svaraði vængjaður þjónn. „Eg er alveg glorhungraður," sagði Atsel. „Mig langar í hval- fiskkjöt og heilagt vin!“ „Sem yður þóknast, herra minn!“ Þjónninn klappaði sam- an lófunum. Dyrnar opnuðust og inn gekk hópur af þjónustufólki. Allt var það með vængi. Það bar gylltar skálar og föt, hlaðin kjöti, fiski, granateplum, döðl- um, plómum og ferskjum. Risa- vaxinn þjónn með sítt, hvítt skegg kom með gullbikar, fullan af víni. Atsel át eins og ljón, og þjón- arnir sveimuðu í kringum hann, bættu á diskinn hans og í bikar- inn, jafnóðum og eitthvað minnkaði þar, án þess, að hann þyrfti svo mikið sem að biðja um það, og þegar hann gat ekki troðið meiru í sig, sagðist hann vilja hvíla sig. Tveir englar afklæddu hann og böðuðu og færðu hann svo í náttskyrtu úr fínasta líni, alla útsaumaða, létu nátthúfu með skúf á höfuðið á honum og lögðu hann í himinsæng með purpura- rauðum flauelstjöldum og sat- ínsængurfatnaði. Atsel var h]inhvern tímann og einhvers staðar bjó ríkur maður, Kadis að nafni. Hann átti son einan barna, er Atsel hét. Á heimili Kadisar ólst einnig upp fóstur- dóttirin Aksa, sem var fjar- skyldur ættingi hans. Atsei var hár drengur vexti, svarthærður og dökkeygður; Aksa aðeins lægri en hann, blá- eygð og ljóshærð. Þar sem þau voru á svipuðu reki, neyttu þau matar síns saman, lærðu saman og léku sér saman. Atsel þóttist vera maðurinn og Aksa konan. Og það var þegjandi samkomu- lag um það á heimilinu, að þau ættu að verða hjón í alvöru, þeg- ar þau væru orðin stór. En þegar þau voru orðin stór, tók Atsel allt í einu sjúkdóm. Og það sjúkdóm, sem enginn lifandi maður hafði svo mikið sem heyrt nefndan fyrr. Atsel hélt sem sé, að hann væri dauður. Og hvernig gat pilturinn nú látið sér detta þvíiíkt og annað eins í hug? 0, jú! Það leit hreint og beint út fyrir, að sjúkdóminn mætti rekja til himnaríkissæluvistar- sagnanna, sem gamia fóstran hans Atsels hafði sagt honum, þegar hann var barn! Hún hafði sagt, að í himna- ríki þyrfti enginn maður að vinna né læra né reyna á sig á nokkurn hátt. I himnaríki var etið kjöt af villiuxum og hval- fiskum. Þar var drukkið vín, sem Guð hafði tekið frá handa hinum réttlátu. Allir sváfu langt fram á dag og höfðu eng- um skyldum að gegna. Atsel var vaérukær að eðlis- fari. Honum fannst alveg ótta- legt að þurfa að vakna snemma á morgnana og fara að lesa og læra. Og svo vissi hann, að ein- hvern tímann kæmi að því, að hann yrði að taka við verzlun föður síns. Og það vildi hann ekki fyrir nokkurn mun. Gamla fóstran hans Atsels hafði líka sagt honum, að það væri ekki nema ein leið til þess að komast í himnaríki, og hún var sú að deyja. Og þá fannst Atsel, að það væri kannske bezt að koma því af sem fyrst. Hann velti þessu svo ákaft fyrir sér og hugsaði svo mjög um, hvernig það mætti verða, að áður en leið á löngu, var honum farið að finnast, að hann væri nú eigin- lega dáinn í raun og veru. Þegar foreldrar Atsels urðu þess áskynja, hvernig komið var fyrir honum, urðu þau, eins og gefur að skilja, bæði hrædd og áhyggjufull, og Aksa grét í laumi. Þau gerðu allt, sem þau gátu, til að kom Atsel í skilning um, að hann væri lifandi. En hann þvertók fyrir að trúa því. „Af hverju jarðið þig mig ekki?“ sagði hann. „Þið hljótið að sjá, að ég er dáinn. Það er ykkur að kenna, að ég kemst ekki í himnaríki." Það var kallað á hvern lækn- inn á fætur öðrum til að rann- saka Atsel, og allir reyndu þeir að fá hann til að horfast í augu við það, að hann væri enn á lífi. Þeir bentu honum á, að hann talaði, svæfi og neytti matar. En þá fór Atsel að borða minna og mælti varla orð frá vörum meir. Fjölskylda hans tók að óttast, að hann myndi deyja í alvöru. í örvæntingu sinni leitaði Kadis til sérfræðings, sem var víðfrægur fyrir gáfur sínar og lærdóm. Hann hét Jöts. Þegar Jöts læknir hafði hlust- að á lýsinguna á veikindum Ats- els, sagði hann við Kadis: „Ég lofa yður því, að sonur þinn skal vera heill heilsu eftir viku, með því skilyrði, að þið gerið allt, eins og ég segi fyrir um, sama, hversu undarlegt ykkur kann að finnast það.“ Kadis samþykkti þetta, og Jöts læknir kvaðst myndu koma til Atsels þegar sama dag. Síðan flýtti Kadis sér heim til að búa alla á heimilinu undir það, sem í vændum var. Hann sagði kon- unni sinni, Öksu og þjónustu- fólkinu að hlýða hverju því, sem læknirinn sagði. Og var svo gert. Þegar Jöts læknir kom, var SMÁSAGA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.