Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1982, Qupperneq 2
auðinn I Uppi á þurrlendinu berjast menn viö vont lofft og eyðingu gróðurlendis og gera ýmsar ráðstafanir land- inu og lungum sínum til verndar. Víst er þetta hvort- tveggja mikilsvert til bjargar mannlífinu, en nú eru menn að vakna til þeirrar staðreyndar að enn örlagarík- ari getur manninum reynzt að eitra höfin og eyða þar gróðurlendi og lífi. Við vitum núorðið, að höfin eru að deyja. Það hefur verið gengið of langt í að spilla gróðri á hafsbotni og eyða því lífríki plantna og svifdýra, sem eru undirstaða lífkeðjunnar í höfunum og reyndar í öllu jarðlífi. Við getum stöðvað ofveiði og tegundirnar endurnýja sig, en það er engrar viðreisnar von, ef við eyðum frumlífverum sjávarins. Hafið er morandi af lífi. Það má segja að í höfunum sé hver millimetri þétt setinn lífverum, sem öll lífkeðja sjávarins byggist á. Þessar lífverur eru viðkvæmar og auðvelt að drepa þær með eitrun. fjöruborðinu Attatíu prósent af allri plöntu- fædu og sjötíu prósent aföllu súr- efni jarðar er í sjónum. Okkur er kennt, að jarðlífið hafi byrjað í fjöruborði sjávar og færst þaðan upp á landið. Er nú jarðiífið byrj- að að deyja í fjöruborðinu og dauðinn að færast upp á landið ? *< y wwímmkwWipt - Bh.-i ^saSmmM Sjávargróður á fajólum, vélsíma og öðru úr sokknum skipum. UMHVERFI Þaö er vissulega mikiö búiö aö skrifa og tala um mengun lands, lofts og lagar. Fólk finnur mengun lofts og reyndar einnig lands fljótlega á sjálfu sér. Öll náttúruvernd er því hávaöasamari til varnar mengun á landi og í lofti heldur en í undirdjúpunum. Almenningur getur ekki fylgzt með lífinu þar, sízt á botni. Þaö er samt orðið almennt áhyggjuefni bæöi lærðra og leikra og yfirvalda sem al- mennings, að viö notum sjóinn sem alls- herjar sorp- og skolpþró. Þetta hefur leitt til þess aö viö strendur landa eru stór svæöi oröin eitruð. Þar þrífast bakteríur, sem geta orsakaö lifrarsjúkdóm eöa heila- skemmdir, ef þær berast í manninn úr sjáv- arfæöunni. Þá þrífast einnig kólí-gerlar á þessum eitruöu svæöum, og þeir geta bor- izt í lofti, ef þeir eru í fjörum, þar sem útfiri er mikið og þessir gerlar geta valdiö heila- himnubólgu og lömun. Þetta hefur orsakaö þaö, að langmestur hluti suöurstrandar Löngueyjar (Long Is- land) við New York er lokaöur baðgestum. Bezti baðstaöur Reykvíkinga er lokaöur baögestum af sömu ástæöum. Þaö hefur gerzt viö Löngueyju, aö í 40 ár hefur skolpfrárennsli legiö út í hafiö viö Ambrose-vitann og myndaö 20 fermílna svæöi, þar sem ekkert líf getur þrifizt. Svæöiö er aigerlega dautt. Opinberir starfsmenn heilbrigöiseftirlits hafa viöurkennt þaö sem vísindamenn hafa sagt um þetta. Ræsaskolpiö er nú innan einnar og hálfrar mílu undan strönd Löngu- eyjar og þar er líkt og límkenndur kökkur eöa flekkur, sem drepur allt, sem í honum lendir, og fyrir honum verður. Þaö er ömurleg staðreynd, aö opinberir aðilar vita ekkert til hvaöa ráöa þeir eiga aö grípa, þótt þeir viti um ógnina. Þaö skolp og sú eitraöa drulla, sem rennur úr ræsum New York-borgar myndi þekja 185 fermílur lands meö eitruðu og límkenndu tveggja þumlunga lagi, ef þaö sama magn dreiföist yfir land, sem nú dreifizt í sjó viö strendur borgarinnar. Þaö er ekki einungis, aö manninum stafi bráö sjúkdómahætta af þessari eitrun sjáv- ar viö byggðar strendur, heldur og ekki síöur horfir til ófarnaöar fyrir manninn í allri hans fæöuöflun. Undirstööu lífríkis sjávar- ins er ógnaö. Menn, sem hafa stundaö köfun viö Miö- jaröarhafiö um áratuga skeið fullyröa, að þar sé ekki aðeins svo komiö, aö ekki finn- ist fiskur á stórum svæöum, þar sem áöur var fiskgengd, heldur séu stór kóralsvæöi oröin aldauöa. En þlaö er einmitt á kóralrif- unum, sem frumlífiö í sjónum þrífst bezt. Af neöansjávarlífverum er kóralfjölfætl- an ötulust viö uppbyggingu sjávarlífsins. Þetta eru örsmá sjávardýr og einskonar landnemar sjávarins sem stofna nýlendur á föstum grunni. Þessi örsmáu sjávardýr framleiöa og gefa frá sér efnasambandiö kaisíumkarbónat, sem myndar kalkstein og skeljar og í lítilli bollalaga skel liggur dýriö og gleypir smáfæöuagnir í opinn melt- ingarveg sinn. Nýlendan stækkar þannig aö nýjar fjölfætlur vaxa á þeim eldri og mynda skeljar og þannig hleöur þetta litla dýr upp neöansjávarfjöll og þau eru kring- um höf jarðarinnar. Þegar hin mikilveröustu kóralrif hafa hruniö, hefur þaö valdiö dauöa á yfirboröi jaröar segir okkur jarösagan. Síöast á fimmta jarösögutímabilinu, öld skriödýr- anna, fyrir um 65 milljónum ára, hrundu þessar kóralnýlendur, sem þá höföu byggzt upp og minnsta kosti tveir þriöju af þekkt- um kóröllum dóu út. Margar aörar tegundir uröu þá og aldauða á landi svo sem risa- eölurnar. Vísindamenn telja aö tvisvar ef ekki fjórum sinnum á 5—600 milljónum ára tímabili hafi svipað gerzt og haft í för meö sér, aö margar tegundir hafi oröiö aldauöa í hvert skipti. Nú er þaö aö gerast af mannavöidum aö rlfin viö strendur At- lantshafsins eru aö deyja eöa veröa lífvana vegna mengunar og misnotkunar. Og þessi þróun er ör. Mikill hluti af landgrunni strandríkja er of gljúpur til aö frumverur sjávarins geti fest þar rætur og tekið til viö uppbyggingu sína á lífríki sjávar. Kórallar, hrúöurkarlar, skelj- ar og sæanimónur þarfnast harörar undir- stööu til aö festa sig á. I kringum bústaöi þessara frumbyggja safnast þróaöri lífver- ur og leita þar skjóls og fæöu, og loks safnast aö hinir stærstu fiskar sem viö veiöum til aö færa á diskinn. Viö íslendingar höfum reynsluna í þessu efni vföa, til dæmis af skeljasandsfjörun- um. Þar sem skeljasandur hefur veriö upp- urinn í byggingarefni hefur smálúöan horf- iö. Hún sést ekki lengur uppundir fjörunni viö Álftanesiö og finnst ekki lengur á sum- um bleyðum í Faxaflóa, þar sem áöur var vfs lúöa. Hún er lúmskari og geigvænlegri hættan af menguninni viö Faxaflóa heldur en af dragnótinni. Þaö veiöarfæri nær ekki til aö vinna tjón á undirstööu sjávarlífsins og þaö er þó altént hægt aö hífa þaö upp og taka 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.